Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 40
40 DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Að lokinni sveiflu i Blómasalnum einn sunnudaginn fyrir stuttu. Talið frá vinstri: Olafur Stephensen, en hann sór um auglýsingar Flugleiða, Guð- mundur Ingólfsson, Steinþór Steingrimsson, Sveinn Óli Jónsson og Friðrik Theódórsson. „Á Trigger kemstu það. Áttatíu hestöfí. . . " Mark og Peter viðra Triggeri Sandringham. Hott, hott... Peter Phillips, sonur þeirra önnu prinsessu og Mark Phillips, hefur feng- iö sinn eigin hest aö gjöf. Og stráksi var ekki í vandræðum meö aö gefa hestinum nafn. Trigger var þaö, annað kom ekki til greina. Þegar þeir feðgar voru á ferð í Sandringham nýlega viöraöi Peter aö sjálfsögðu Trigger. Hestar þurfa jú gott loft eins og aörir. Ekki sást til Önnu meö þeim feög- um. Menn hafa hallast að því, svona meira í stríöni, aö kannski hafi hún verið í útreiöatúr meö dótturinni ungu, Zöru. Nægur er áhuginn, hestum aö minnsta kosti, í fjölskyldunnL Árstíðasveiflur hjá djössurunum — í Blómasalnum á Loftleiðum „Sumariö erkomiö á Hótel Loftleiö- um.” Já, þeir voru ekki í vandræðum meö aö koma oröum og tónum aö hlut- unum, djassararnir sem við rákumst á einn sunnudaginn í Blómasalnum á Hótel Loftleiðum. Með sannar árstíða „sveiflur”, og eins og aðrir víkingar höföu ekkert á hornum sér, sögöust þeir hafa snurfus- aö nótnaheftin og samiö við hljóöfærin, um aö skemmta matargestum í Blómasalnum með skemmtilegum djasslögum. Og hvernig getur fólk annað en trú- aö fullyröingu þeirra djassara, þegar þeir koma meö lög eins og ,,Sommer- time” „Take five” „You’d besoniceto came home too.” Þó getur verið vafa- samt aö spila lög eins og „Autumn leaves”, Haustlauf, í Blómasalnum, þar sem blómin þar eru meö á nótun- um og ekkert á því aö fara aö fella lauf- in. Aö sögn þeirra á Loftleiöum verða djassaramir fram á vor í hádeginu á sunnudögum. Þetta eru ýmsir kappar sem spila, menn eins og Guömundur Ingólfsson, Steinþór Steingrímsson, Sveinn Oli Jónsson og Friðrik Theó- dórsson, svo einhver jir séu nefndir. Svo virðist sem tónarnir hafi góð áhrif á matargesti því þeir tala óspart viö brytann um borð í víkingaskipinu og fá hjá honum „Brunch” mat, svo- kallaöan JassBrunch. En slíkur matur mun vera kalt borö meö ýmsu ívafi. Sumir segja að djassararnir ættu að semja „Takethree ” í skyndi, því þeir spila frá 12.00 til 15.00 þessa sunnu- daga, eöa alls í þrjá tima. -JGH Við mamma erum líkar Þær taka sig vel út mæðgumar Taryn Power og Linda Christian. Taryn er 29 ára gömul og er dóttir Lindu og leikarans Tyrone Power. Mamman, Linda, er aöeins 29 ár- um eldri en dóttirin. En þrátt fyrir þaö er hún svo ungleg aö vel væri hægt aö líta á þær sem systur. Taryn starfar sem leikkona í borginni heilögu, Holiywood, en mamman býr í Mexico. Aö sögn reyna þær að hittast eins oft og mögulegt er enda samkomulagið gott. Mæðgurnar myndariegu, Taryn og Linda. Það er aðeins 29 ára aldursmunur á þeim en þó segja margir að þær gætu verið systur svo vel heldur móðirin, Linda, sór. » Ekkert mál fyrír... „Maöur verður aldrei of gamall til að taka í lóðin,” sagöi hún Helen Zech- meister við blaðamenn nýlega í Banda- ríkjunum. Og það em orð aö sönnu því Helen, semer77áraaöaldri, er elsti keppnis- maðurinn í lyftingum í Bandaríkjun- um. Helen býr í Kaliformu og lætur sig ekki muna um það aö lyfta yfir hundr- aðkflóum. I lyftingakeppni, sem haldin var ný- lega í Kaliforníu, setti Helen hvorki meira né minna en tólf met í sínum aldursflokkL Hróöur Helenar hefur fariö víöa og hún hefur meðal annars komiö fram í bandaríska sjónvarpsþættinum — „That’s Incredible”, — sem viö snúum sem „Þetta er ótrúlegt”. Já, Helen Zechmeister er ótrúleg kona eöa hvaö finnst ykkur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.