Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983. 15 „Ástæðan hlýtur einfaldlega að vera sú að helmingi meiri hætta sé á tjóni af völdum bifreiðar með R-númeri en sumum öðrum. . ." undanfömu, þó ekki endilega í þeirri röð semégsethér. 1. Jöfnun atkvæðavægis Margir hafa fett fingur út í tregöu sums staðar úti á landsbyggðinni varðandi þetta sjálfsagöa jafnréttis- mál. Hún stafar sérstaklega af því að margir hafa álitið aö þau sjálf- sögöu jafnréttismál önnur án tillits til búsetu, sem nú eru hróplegust, yrðu torsóttari, þegar verulegur meirihluti þingmanna ætti lífdaga sína á þingi undir dyntóttum kjós- endum með hugsunarhátt á borð við N.N. kunningja okkar. Einnig hefur verið bent á víðfeömi sumra lands- byggðarkjördæma. Ég held aö margir viðurkenni að starf lands- bvggðarþingmanna sé mun viða- meira og erfiðara en hinna. Nægir í því sambandi að nefna hina svo- nefndu fyrirgreiðslupólitík, sem þeir þurf að inna af hendi, og þá á ég vib í jákvæðum skilningi þess orðs. 2. Jöfnun orkuverðs Jöfnun verðs á innlendum orku- gjöfum sem hljóta að vera sameign þjóðarinnar án tillits til búsetu. Þessi mál eru trúlega kveikjan að fram- lagi N.N. í umræðuna og hafa farið fyrir hjartaö á sumum. Þessi jöfnun hlýtur að verða að koma fyrr eða síðar og á alveg jafnmikinn rétt á sér og t.d. að allir skuttogarar Islend- inga megi veiða á sömu miðum, en veiðiréttur sé ekki háður skráningar- númeri eða löndunarhöfn. Jöfnun A „Jöfnun orkuverös á jafnmikinn rétt á sér w og t.d. að allir skuttogarar Islendinga megi veiða á sömu miöum, veiðiréttur sé ekki háður skráningarnúmeri eða löndunar- höfn.” verðs á orkugjöfum til húshitunar ætti að vera sameiginlegt áhugamál allra landsmanna því að þeir sem búa á gjöfulustu hlutum landsins hvað þetta varðar (og það er sem betur fer nokkuð víða) njóta góðs af framlagi byggðarlaga til sjávar og sveita í öðrum efnum. Meöan við íslendingar viljum teljast sjálfstæð þjóð verðum viö að viðurkenna naað- syn þess að vera sjálfum okkur nóg á sem flestum sviðum. Tæknilega séð ætti að vera hægt að koma okkur öllum fyrir á suövesturhomi lands- ins, en fræðilega séð eru á því svo margir annmarkar að þeir hljóta að vega meira en sú hagræðing sem virðist í fljótu bragöi á því að hafa allar býflugumar í sama búinu. Enda viröist þá hafa verið til lítils að hætta við flutninginn á Jótlands- heiðar forðum. Hvatinn að þessum skrifum mínum var stutt grein í DV eins og áöur segir. Hún endurspeglaöi að mínu mati einn alvarlegasta sjúk- dóminn, sem hr jáir okkur Islendinga í dag, en það er skorturinn á því að geta viðurkennt þarfir náungans og sjá hið góöa í fari hans. Hvort sem viö búum í þéttbýli eöa strjálbýli erum viö öll sama þjóðin með sameiginleg markmið, viljum aðeins fara mismunandi leiðir til að ná þeim. Það flýtir ekki fyrir árangri ef fordómar ábyrgðarlausra aðila, sem þora ekki einu sinni að gangast viö afkvæmum sínum, vaða uppi í fjöl- miðlum. Betra væri ef menn slíðruðu sverðin og tækju að ræöa vanda- málin af festu og alvöru með það í huga að ná jöfnuði á mörgum sviðum okkur öllum til hagsbótar þegar til lengritímaer litið. Islandiallt. Björn Hafþór Guðmundsson Stöðvarfirði. UPIÐ I mánud.-miðvikud. til kl. 18 Öl I IIM fimmtudaga til kl. 20 1.1.U ivi föstudaga til kl. 22 DEILDUM laugardaga frá kl. 9-12 RAUTT - BLÁTT BRÚIMT - BEIGE HAGSTÆÐIR GREIÐSLU- SKILMÁLAR Jón Loftsson hf HRINGBRAUT 121. SÍM110600 3- Sto llt VcVcoO Opið daglega kl. 10—18 Laugardaga kl. 10—13. ÚTSÖLUMARKAÐURIIMIM V/HLEMM LAUGAVEG1118

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.