Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 24
24 DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983. Uppl. áafgreiðslu Þverholti 11. Kvöldvorrósarolía: Svar gegn krabbameini? — mjög aukin notkun olíunnar hérlendis gegn krabbameini, liðagigt, kransæðasjúkdómum, blóðsjúkdómum, exemi, drykkjusýki og jafnvel timburmönnum hina svokölluöu sjúkdóma. menningar- Kvöldvorrósarolía er unnin úr fræi blómsins kvöldvorrós (evening primerose) og vex hún villt víða um lönd, austan hafs og vestan. Athygli vísindamanna hefur á undanfömum árum beinst aö þessari jurt vegna þess aðífræjumhennarfinnstsjald- gæf fjölómettuö fitusýra sem nefnist gamma-linólensýra. Margt bendir til þess aö gamma-linólensýra, skamm- stöfuö G.L., sé lykilefni viö fram- leiðslu líkamans á mjög mikilvægum efnaflokki sem nefnist prostaglandin og hefur áhrif á líkamsstarfsemina á ótal vegu. Aö því hafa veriö leiddar líkur, aö sjúkdómar eins og gigt, liöagigt, hár blóðþrýstingur, æöakölkun, blóötappar í æöum mikilvægra líf- færa, margs konar taugaveiklun og alvarleg geöveiki, drykkjusýki, of- fita, heila- og mænusigg og jafnvel krabbamein, sé tengt ójafnvægi í óskarað ráða blaðburðarbörn í eftirtalin hverfi: GRANDA (Afleysingar í óákveðinn tíma) prostaglandin framleiöslu líkamans, og aö ef til vill megi leiörétta þetta misræmi meö notkun á G.L. í formi Kvöldvorrósarolíu, og réttri notkun annarra fjölmettaöra fitusýra, á- samt því aö forðast neyslu fitusýra sem eyöileggja hin góöu áhrif GL á líkamsstarfsemina. IMóbel fyrir prosta- glandin-rannsóknir Nóbelsverðlaunin í læknisfræöi í ár voru veitt vegna rannsókna á svo- kölluðum prostaglandinum. Verölaunahafamir voru þrír, Eng- lendingurinn John R. Vane og Svíamir Sune Bergström og Bengt I. Samuelsson. Prostaglandin eru efna- sambönd sem líkaminn myndar og líkjast verkanir þeirra verkunum hormóna. Nálægt 20 mismunandi prostaglandin em þekkt. Þau mynd- ast úr fitusýrum. Þaö er því afger- andi hvaöa fitusýrur eru til staöar í líkamanum því þaö ákvarðar meöal annars magn og gerð prosta- glandinanna. Prostaglandin, sem myndast úr línólsýru, em nefnd PG—1. Gammalínólensýra er eina fitusýran sem getur myndaö PG-1 í líkamanum en líkaminn getur búiö hana til úr línóJsýru ef vissum skylyröum er fullnægt. Ef þau skilyrði eru ekki til staðar, getur ekkert PG—1 myndast, enda þótt nægiieg línólsýra sé fyrir hendi. Kvöldvorrósarolía er einstæð, borin saman viö aðrar fjölómettaöar jurtaolíur aö því leyti aö hún inniheldur 8—10 hundraöshluta af gamma-línólensýru. Með því aö neyta hennar má því útvega líkam- anum gnægð gamma-línólensýru, sem síðan breytist í PG—1 eftir þörfum. Viöamiklar rannsóknir á undan- fömum ámm sýna aö fjölmarga sjúkdóma má bæta eöa lækna meö þessari olíu í réttu magni, og einnig meö því aö sneiða hjá neyslu mat- væla sem innihalda „trans” fitu- sýrur og önnur efni sem stööva eðlilega myndun gamma-línóiensýru í líkamanum. Sjúkdómar þeir, sem gamma-línólensýran er talin lækna eöa bæta, em svo margvíslegir, aö sagt er aö hér sé fundið eitt allsherjar fæöuefni, sem lækni flesta Lækningamáttur olíunnar Sjúkdómar sem kvöldvorrósarolía hefur veriö notuö til aö bæta eöa lækna em meðal annars: Gigt, liöa- gigt, hár blóöþrýstingur, of hátt kolesterol í blóöi, kransæðasjúkdóm- ar, blóötappar í æöum, margs konar taugaveiklun, geöveiki (þ.á.m. geö- klofasýki), heila- og mænusigg, psoriasis, exem, ýmiss konar of- næmissjúksómar, augnþurrkur, of- fita, drykkjusýki, timburmenn og margt fleira. Auk þess er nú veriö aö reyna kvöldvorrósarolíu við mörgum fleiri sjúkdómum, þar á meðal parkinsonsveiki. Kvöldvor- rósarolía er náttúrulegt fæöuefni og engar aukaverkanir fylgja langvar- andi notkun hennar. (Aö vemlegu leyti úr grein eftir Ævar Jóhannesson í tímaritinu „Holl efni og Heilsurækt”. Meira veröur birt af þessari grein innantíöar). -JBH. Náttúrulækningabúðin: Kvöldvorrósar- olía mikið seld Byrjað var aö flytja Pre-Glandin (kvöldvorrósarolíu) hingaö til lands á miðju ári 1982.1 maí voru seldir um 12 þúsund belgir en seinni hluta árs- ins voru þeir 245 þúsund. Neyslan hefur því aukist gríöarlega og eftir- spumin fer stööugt vaxandi. Aö sögn forráöamanna Elmaro hf., heldsöl- unnar sem flytur Pre-Glandin inn, hefur ekkert staöiö viö á lagernum. Elmaro er þriöji stærsti seljandi á Pre-Glandin á Norðurlöndum, á eftir Svíþjóð og Danmörku. Pre-Glandin er selt í þessum verslunum: SS, Austurveri, Hlemmi og Hafnarstræti, Kom- markaöinum, Frækorninu, Heilsu- húsinu, Kaupfélagi Suöumesja, NLFl Hverageröi og Heilsuhominu, Akureyri. Smásöluverð á síöustu sendingu var: 42 stk., 152,45 kr., 168 stk., 626,35 kr., 252 stk., 813 , 420 stk. (ekkitil einsoger) 1170.Mæltermeö því aö meö Pre-Glandin sé tekiö zink og kosta 100 „zinkvita töflur” 75,10 krónur. -jbh. ( Náttúrulækningabúöin hefur flutt inn kvöldvorrósarolíu síðan í haust og selt mikið. Katrin Karlsdóttir, starfsmaður búðarinnar á Laugaveg- inum i Reykjavík, heidur þarna á þvisem er á boðstólum afolíunni. é Aðeins * ? dagar eftir Stórútsa/an q Fimmtudag 9—18 QÝ* Föstudag 9—19 Skú/agötu 26 Laugardag 9—12 VINNUFATABÚÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.