Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGURIO. MARS1983. 19 Menning Menning Menning Menning Menning glöggt fram sú tilhneiging, sem sam- eiginleg er öliu mannkyni: Aö hefja leiötogana yfir sig, lyfta þeim á stall, hætta að umgangast þá eins og einn úr hópnum. Walesa óttast fyrirbær- ið, en hitt þó enn meira en skipulagn- ingu hinna nýju samtaka, Samstööu, leiði til nýs skriffinnskuforræðis. Þetta leiðir hann í þá villu að skrif- borðið hans í höfuðstöðvum samtak- anna sé best notað til að hvíla lapp- „Þegar allir endar eru dregnir saman, þá er það ekki einhliða mynd og alls engin glansmynd, sem bókin dregur upp af Lech Walesa” — segir Ölafur Hannibalsson í ritdómi sínum um pappírskiljuna The Book of Lech Walesa. irnar upp á því og hann geti leyst öll mál með því að tala beint við fólkið. Og hann er kaffæröur í hvers kyns smámunum sem ekki ættu aö vera í hans verkahring, meðan stórmál bíöa eftir aö hann hafi tíma til sam- ráðs við samverkamenn og töku ákvarðana. Af biturri reynslu verka- mannsins í ríki kommúnismans ótt- ast hann form og vald meira en nokk- uð annað. Sá hleypidómur verður honum dýrkeyptur. Lýöræði án forms veröur lítiö annað en enda- laust raus og málæöi án niðurstööu og forysta án valds leiðir til aðgerða- leysis. Nytsöm bók fyrir alla þá sem áhuga hafa á pólitík eöa velta fyrir sér grundvallarspumingum um lýðræði og hlutverkaskiptingu milli foringjans og fylgjendanna, stofnana þjóðfélagsins og þegnanna. Ö.H. leika á þessum afmælistónleikum. En hitt mun ekki öllum jafnkunnugt að meðlimir kvintettsins unnu mikið að undirbúningi Austurríkisferðar Sinfóníuhljómsveitar Islands og hafa þannig stuðlað að því að við Islend- ingar værum ekki einungis þiggjend- ur í músíkölskum samskiptum okkar við þetta stórveldi tónlistarinnar. Hefur kvintettinn því fyrr reynst okkur haukur í horni. Efnisskrá Niederösterreichisches Blaserquintett bar yfirskriftina ,,Scherz und Tanz” eða glens og dans og eins og ráða má af heitinu bar hún léttan svip, þó án þess að á kröfum væri slakað. Undir slíku samheiti rúmast mætavel svo ólík stykki sem Tanzen und Springen, Hasslers; Mödlingerdansar Beethovens og sú makalausa músíkalska paródía „Last Tango in Bayreuth” eftir Pet- er Schikele. Niederösterreichisches Blaserquintett er vel samspilaður kammerhópur, hefð síns heimalands trúr en meö augu og eyru opin til músíkalskra samskipta í allar áttir. Á seinni hluta tónleikanna bættust íslenskir blásarar í hópinn, flestir annaðhvort upprunnir eða menntað- ir úr Austurríki og varð ekki annaö heyrt en að vel færi á með þeim, eins og oftast gerir meö góðum blásurum. EM Eyjólfur Melsted Margarita Zimmermann. eina stórsöngkonu má prýða og ræð- ur vel við það erfiða hljóðfæri sem röddin er. Hún er jafnvíg á dýpt og hæð, framburður skýr og styrkinn hefur hún algjörlega á valdi sínu. Þegar svo frábær söngkona syngur og nýtur meðleiks jafn stórkostlegs undirleikara — hver getur þá útkom- an orðið önnur en stórkostlegir tón- leikar? EM Tónlist iwrnvTiwr rnuin IVliiAllVl VjUKJM SKEMMTISIGLING — og dvöl á Mallorca í einni og sömu ferdínní Nú kemur ATLANTlK meö enn eitt glæsitilboöið. Aö þessu sinni er þaö skemmtisigling meö lúxusskipinu MAXIM GORKI um austurhluta Miöjaröarhafs. Maxim Gorki, sem um þessar mundir er að skila af sér á fimmta tug énægðra Islendinga, eftir nær mánaöar siglingu um Suður-Ameríku og Afriku, mun nú leggja ieiö sína fré Mallorca til ýmissa sögufrægra viðkomu- staöa fyrir botni Miöjaröarhafsins. Flogiö veröur til Paima de Mallorca í beinu leiguflugi 12. apríl, þar sem dvalið veröur á hóteli i eina viku. Pann 19. april veröur svo stigið á skipsf jöl og siglt samdægurs af stað til eftirtalinna staða; Sardiniu, Túnis, Möltu, Krítar, Tyrklands, Grikklands, Italíu (Róm) og Genúa. Frá Genúa er svo haldiö aftur til Mallorca og dvaliö í þrjár nætur. Heim veröur svo flogið í beinu leiguflugi þann 3. mai. Efnt veröur til skoðunarferða á öllum viðkomustöðum. Þetta er sérstakt tækifæri og er framboð takmarkað. Orion deck vistarverur á besta stað í skipinu Orion Deck Allir klefar með gluggum; wc/sturtu FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstigl.Símar 28388 og 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.