Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983. Spurningin Lestu erlendar fréttir í dag- blöðunum? Guðmundur Friðriksson leigubilstjóri: Já.þaðgeriég. Ingibjörg Hinriksdéttir símavörður: Nei, mjög lítið. Ég læt þær íslensku yfirleitt duga. tda Karlsdóttir húsmóðir: Já, ég er frá Þýskalandi og les erlendar fréttir. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Salóme Þorkelsdóttir, komir þú i framkvæmd þessu sem þú kallar „heimilisfræði" muntþú fá mitt atkvæði, "segir 4192-7828meðalannars. Heimilisfræði þörf náms- grein í skólum 4192-7828 skrifar: Mig langar að koma á framfæri við réttan aöiia (Salome Þorkelsdóttur), hvað hún meinti með því aö nota bíl- ljósin allan sólarhringinn? Eg hef sjálfsagt verið um svipaö leyti í Sví- þjóö og Salome og var ég svolítið hissa á þessum ljósakeyrslum um hábjartan dag. Veitir kannski ekki af, ég hef ekki vit á því, en ég tel aö þaö spari nú ekki kostnaö hjá bílaeigendum að vera allt- af á „fullu rafmagni” því þetta er nú einu sinni aðeins „geymir” sem rekur áfram rafmagn í bíl. En það var annaö sem ég hafði mikinn áhuga á hjá Salome og mun ég örugglega kjósa hana og hennar félagsmenn, nái þeir að koma því á, þessu sem hún kallaöi „heimilisfræði”. Heimilisfræði tel ég tvímælalaust eiga fullt erindi í skólana og þó sérstaklega þar sem mæður er farnar að vinna svo mikið úti sem raun ber vitni. Hún sagði í einhverju blaöi, Morgunbl. að mig minnir, að tvennt mundi hún hafa á „oddinum” eins og þingmenn segja gjarnan, það var „ökuljós á bílum, ávallt þegar þeir væru í notkun, og heimilisfræði”. Heimilisfræði skilst mér innihalda marga þætti og vil ég nefna nokkra að mínu mati. Þaö eru sambýlishættir, samvinna á heimili, umgengni á heimili, borðsiðir og ef ég mætti hafa það í einu orði, mannasiðir, sem mér virðist skorta mikið á. Við skulum byrja á morgninum. Hver móðir og faöir ættu að bjóða börnum sínum góðan dag strax og vaknaö er á morgn- ana, síðan ætti að snæða morgunverð saman og hefja umræður, mættu þær gjarnan vera um hvað skal gera dag- inn langan. Síöan mætti móðirin, að mér finnst, koma börnum sínum í skóla skammlaust, og þá meina ég_ þvegnum og greiddum og í burstuðum skóm eða stroknum vaöstígvélum og ekki má gleyma aö bursta tennur. öllu þessu veit ég að margur kennarinn tek- ur eftir hjá börnum þegar þau koma í skólann og ég vil segja aö þetta eigi ekki aðeins skólinn aö kenna heldur eigi þetta að vera heimilissiöir. Það er ekki nóg að hafa foreldra- fundi í skólum ef svo ekkert er athuga- vert við bæði útgang á bömum og lær- dóm þvi það veit ég af eigin reynslu aö foreldrar eru ákaflega kærulausir gagnvart skólanámi bama sinna, svo og hirðusemi. Ekki er ég aö segja að það séu allir, en margir. Það er eins og nútimafólki finnist ekkert þurfa að vera að dunda við eitt og annað. Börnin eiga að vera eins og fulloröna fólkið og fara sínu fram eins og fullorðin væra. En hvað segir máltækið. Hvað ungur nemur, gamall temur, og eru það orð að sönnu. Mörg böm og fullorðnir fara svo illa með, bæði í mat og fatn- aði, að það er ekki til að lýsa því. T.d. er það ekki sjaldan sem börn hátta sig og henda fatnaöinum hvar sem er, fara síöan óþvegin aö sofa og jafnvel upp í óumbúiö rúm sem hefur ekki verið skipt á fyrr en ekki var hægt að draga það lengur. Sjáið þið bömin á morgnana á leiðinni í skólann, kannski i norðan- garranum, úlpan opin, vettlingalaus, húfulaus og allt eftir því. Og enn eitt, nútímakonan, hún kann lítið meö þvott að fara, hún skellir þessu inn í þvotta- vélina, þurru, og það kemur alveg' jafnóhreint út úr vélinni aftur. Hvers vegna skyldi þaö nú vera? Jú, það þarf stundum að „leggja þvottinn í bleyti” sem kallað var í gamla daga, þá kannski sæist árangur verkanna. En, Salome, ef ég mætti nokkuð segja, þá myndi ég segja það, að þetta væri eitt af því þarfara sem hefði komist í gegn- um þingið í mörg ár. Og kannski verð- ur það einmitt kona sem gerir eitthvað í þessum málum því aldrei verður það karlmaðurinn, hann hugsar ekki um þessa hluti, og enn annaö, við höldum, Islendingar, að við séum menning- arþjóð og álítum okkur það og vil ég segja að þaö séum við að sumu leyti en sjáir þú manneskju í vel burstuðum skóm vekur það eftirtekt, að minnsta kosti hjá mér. Salome Þorkelsdóttir, komir þú í framkvæmd þessu sem þú kallar „heimilisfræði” munt þú fá mitt atkvæði. Og að lokum þetta. Látum börnin byrja nógu snemma á heimilisfræðinni, jafnvel áður en þau byrja í skóla. Ekki veitir af. Hrein borg f ögur torg. Hreinn mannskapur. OANÆGÐUR MEÐ UMSÖGN UM ORGHESTA Sveinn Teitsson trésmiður: Nei, ekki nema dálítið. Ég hlusta hins vegar á þæríútvarpinu. Jón Aðalbjörasson verkamaður: Já, svolítið, þó ekki mjög mikið. Hailveig Bjömsdóttir húsmóðir: Já,i ég geri það yfirleitt. 7943-2008 skrifar: Ég hef lengi fylgst með skrifum DV manna um ýmis menningarmál og kennir þar ýmissa grasa eins og vænta má, enda misjafn sauöur í mörgu fé. Mánudag fyrir skömmu — einmitt daginn sem greint var frá afhendingu menningarverðlauna DV — var stutt umsögn um nýja plötu Orghesta, Konunga spaghettifrumskógarins. Gagnrýnandinn — TT (og ef hann er sá sem mér er sagt að hann sé, lætur honum betur að leika á bassa en skrifa í blöð) — setur fyrirsögnina „Reður- menning í fyrirrúmi” yfir grein sína og þar vitnar hann í forsíðumynd plötuumslagsins sem rök fyrir þessari fullyrðingu sinni, en sér að sjálfsögðu ekki ástæðu til aö birta hana máli sínu til stuðnings. Undirritaður hefur bæði séð umslagiö og hlustað á plötuna og skilur ekki fyllilega hvaðan TT hefur fengið þessa hugmynd en dettur helst í hug að hún hafi kviknaö meö honum við að heyra lagið „Lafir það litla...”. Þar segir í viðlagi: „Slappaðu af og dillaðu þér/ haföu engar áhyggjur af því hvemig fer/ það fer sem fer/ það fer varla verr/ því nú lafir þaö litla, það litla sem eftir er”. Sér TT ekki að þetta viðlag hefur enga kynferðislega merkingu, heldur er þetta líking, samanber orðatiltækiö alkunna: „Nú er aldeilis uppi á þér tippið.” En fleira er undarlegt í þessum plötudómi. Ég nefni dæmi: „Gestur hefur lag á að kreista eymdarvæl út úr gítamum sínum og er auk þess fingra- lipur.” Hvemig ber að skilja þetta? Hvort er þetta lof eða last? Er gítar- leikurinn fingralipurt eymdarvæl, eða eymdarvæl en bjargað fyrir hom með fingralipurð? Hvaö segir þetta okkur um Gest sem gítarleikara? Ég leyfi mér aö fullyrða að það sé nákvæmlega ekki neitt. „Benóný leikur hæversklega á hljómborðin sín og hefði gjarnan mátt fylgja sama heilræði í söngnum.” Merkir þetta að söngur Benónýs sé óhæverskur? Hvernig er hægt að syngja hógvært? Og hvemig ekki? Á TT við aö söngurinn sé slæmur eða eitthvað annað? Því næst segir hann að stefiö í „Flogið í fjórvídd” hljómi kunnuglega en getur þó ekki fært fyrir því nein rök, að því er hann sjálfur játar. Hvers slags vinnubrögð eru þetta? — Textamir eru „oft sann- kallaður leirburður”, „falla illa að lag- línunni” og „innihaldið er fátæklegt”. Undirrituðum hefði þótt viökunnan- legra að fá dæmi um slikt, t.d. prent- aðan texta, tilvitnun í slikan eða sam- bærilegt. Fleira mætti tína til, en þá yrði þetta bréf lengra en til hefur staðiö (nei, TT, þetta er ekki „reðurmenning”). Gagnrýnendur dæma verk, hvers eðlis sem þau kunna aö vera, eftir sínum smekk og engu öðru. Það er vitað. Hins vegar hlýtur almennur lesandi að gera þá kröfu til manna sem stunda slika iðju að þeir færi einhver rök fyrir máli sínu, bendi á dæmi og þess háttar. Þeir Orghestarnir. hafa töluvert vald til skoðanamyndun- ar með prentuðum greinum sínum og fjölmargir sem lesa gagnrýni í blöðum um ýmislegt sem þeir hafa jafnvel áhuga á að kynna sér sjálfir til að gera sér hugmynd um hvers eðlis það til- tekna verk kann að vera. Margir bókmenntagagnrýnendur til- taka blaðsíðufjölda bókar, tíunda sögu- þráðinn og nefna í framhjáhlaupi próf- arkalestur og kápumynd Siikt þykir engum hugsandi manni fullnægjandi. A að draga tónlistargagnrýni niður á þetta plan? — Ef TT vill vera ábyrgur gagnrýnandi þarf hann að athuga sinn gang og undirbyggja fullyrðingar sínar með einhverjum rökum, hvort sem hann vill lofa verkið eða lasta. Hitt er svo annað mál, aö þetta er óþarflega mikið tal og mörg rök til að hrekja órökstuddar fullyrðingar. Það ættiað nægja. Athugasemd. Síðan hafði samband við TT, sem á er deilt, og las fyrir hann skrifin. Það eina sem hann vildi að kæmi fram af sinni hálfu var að hann hefði aldrei komið nálægt bassaleik. SGV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.