Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Page 2
2 DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. Hvað er svona merkile^t við það... að vera flugfreyja? Þá er að stimpla sig inn og er það gert á Hótel Loftleiðum. Þetta eru þær Susane > Þorvaldsson og Jóhanna Hauksdóttir. I áhafnarherberginu á Hótel Loftleiöum er litið yfir skrár á meðan beðið er eftir áhafnarbílnum sem flytur áhöfn vélarinnar til Keflavikur. A myndinni eru þær Erna, Björg Halla, Susane fyrsta freyja í þessari ferð og Jóhanna Hauksdóttir. Flugvélinni sem þær stöllur áttu að fara með seinkaði örlítið frá Kaupmannahöf n. Þá var sest niður í kaffistofunni í flugstöðinni og rabbað saman. Þegar vélin lenti var örlítiU tími laus á meðan vélin var hreinsuð og var tækifæríð þá notað tU að rabba við flugfreyjur sem komu með vélinni. Þegar búið var að þrífa vélina fóru flugfreyjur um borð og litu yfir að aUt væri klárt fyrir ferðina.Hér er Susane ásamt birgðamönnunum að athuga hvort mat- urinn sé nægUegur. Aður en maturínn er fram borinn fara flugfreyjur í svuntur. Hér hjálpar Erna Hrólfsdóttir Björgu að koma svuntunni sæmUega fyrir. Vin og bjór selst venjulega þó nokkuð um borð og áður en maturinn fara tvær flugfreyjur með barinn og bjóða farþegum. Hér eru þær að ná í það sem á barinn á að fara. Löng plata er lögð á milU borða í eldhúsinu og ein flugfreyja raðar matarbökkum þar á á meðan hinar hlaupa með bakkana um vélina. En flugmennirnir þurfa líka sitt og er Halla hér einmitt á rabbi við einn þeirra á meðan Susane bíður eftir fleiri bökkum. ið að hægt er að ganga að stimpilklukk- unni og segja bless. í stórum dráttum gengur starfið þannig fyrir sig, heföbundið. Auðvitað kemur oft ýmislegt upp á og flugfreyj- ur þurfa oft að standa í ströngu. En starfsaldur flugfreyja, sem er allt upp í tuttugu ár, sýnir að það er eitthvað sem er merkilegt við þetta starf. Við fengum að fylgjast með flug- freyjum í starfi í elstu vél Flugleiöa. Vélin fór til London og heim aftur. Myndirnar af þeim Björgu Bjarnason, Höllu Snorradóttur, Jóhönnu Hauks- dóttur flugfreyjum, Susane Þorvalds- son fyrstu freyju og Ernu Hrólfsdóttur yfirflugfreyju sýna meira en mörg orð hversu gaman þeim finnst að vera flugfreyjur enda hafa þær allar háan starfsaldur. -ELA Farþegar eru komnir um borð og þá er það fyrstafreyjau sem talar við þá í gegnum hátalara og segir hvernig fluginu verði háttað. Þá leiðbeinir hún einnig um notkun björgunarvesta um leið og flugfreyjur sýna. þær aö vera búnar að losa sig við svuntuna, fara í jakka, setja á sig hatt- inn, snyrta sig og síðan eru farþegarn- ir kvaddir með brosi. Ef vélin er í London þá er hálftíma stopp. Ahöfnin fær sér kaffi meöan starfsfólk flugvallarins þrífur vélina að innan og síöan er tekiö á móti nýjum farþegum. Sama sagan endurtekur sig. Ekkert stopp. Ekki er búist við að flugfreyjumar séu aöeins farnar að þreytast. Þegar vélin lendir í Keflavík er þeirra starfsdegi síður en svo lokið. Þriggja stundarfjórðunga akstur til Reykjavíkur er eftir. Oft er áhöfnin svo þreytt aö sofið er alla leiöina eða þreytan er á því stigi að mikið er talað. Þegar áhafnarbíllinn er kominn að Hótel Loftleiðum er ekki hægt að segja bless og góöa nótt. Nei, þá þurfa þær að setjast niöur, skrifa skýrslu um flugið og telja peningana sem komu inn í sölu um borð. Það er ekki fyrr en því er lok- Páskaferð 30. mars — 2 vikur. Beint dagflug í sólina á Benidorm. Verð frá 11.900,- Kynnið ykkur FM-greiðslu- kjörin. Pantið tímanlega. Páskaferð 29. mars — 7 dagar. Góð gisting á ýmsum stöðum í borginni. Verð frá 8.787,- Innifalið flug — gist- ing m/morgunverði. Auk páskaferð- ar bjóðum við vikuferðir alla þriðju- daga og helgarferðir alla fimmtu- daga. ; : ' . AÐALSTRÆTI9 FERDA H MH3STODIIU S. 28133 AMSTERDAM Páskaferð 29. mars - vikuferð. Góð gisting. Verð frá 8.494,- Innifabð flug — gisting m/morgunverði. Auk páskaferðar bjóöum við vikuferöir alla þriðjudaga og helgar- og viku- ferðirallaföstudaga. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.