Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. 3 lfl vað er svona merkilegt vid þad... að vera flugfreyja? Eru flugfreujur erfiáar eiginhonur? Margir hafa haldið því fram aö erfitt sé aö vera eiginmaður/eiginkona flugliöa. Þeir séu mikið aö heiman og sögusagnir hafa gengið um tíöa hjónaskilnaöi í þess- ari stétt. Viö fullyrðum ekki um neitt slíkt hér enda nú á tímum flugvélar svo fljótar í feröum aö jafnvel átta tíma vinnudagur næst ekki þótt flogið sé til Lond- on og heim aftur. Flugliöar eru því ekki eins lengi aö heiman nú og fyrir nokkrum árum. Öneitanlega var þaö þó dálítið freistandi aö spyrja þrjá eiginmenn flugfreyja hvort það væri svo erfitt aö vera í hjónabandi með konu í þessu starfi. Þeir voru sammála um að svo væri ekki. Sennilega megum viö því láta sögusögnina sem vind um eyru þjóta. . . Bædi kostir og gallar „Ég mundi segja aö þaö heföi kosti og galla. Aö mörgu leyti skerpir þaö ástina þegar konan er aö heiman. Allt- af gaman aö fá hana heim. I öðru lagi bitnar starf hennar á fjölskyldulífinu, sérstaklega á sumrin,” sagöi Jón Olafsson, eiginmaður Ingigeröar Eggertsdóttur flugfreyju. Þau eiga tvær dætur, sex og átta ára. „Stundum þarf aö koma börnunum fyrir í pössun. Þaö getur bitnaö á eigin- manninum þegar frúin er í vinnunni. Annars frá henni séö þá held ég aö starfiö sé spennandi til aö byrja meö, þaö kemur starfsleiöi og kannski hætt en þær þurfa alltaf aö byrja sem fyrst aftur. Ætli þaö sé ekki einhver ævin- týraþrá. Þetta er samhentur hópur á erlendri grund og stendur mikiö sam- an.” — Ertu aldrei hræddur um hana, aö eitthvaö komi fyrir? „Jú, ekki get ég neitað því, en maður reynir að hugsa ekki út í þaö,” sagði Jón. Ingigerður hefur starfaö sem flug- freyja í þrettán ár. — En hvernig finnst þér aö flug- freyjur eigi aö vera? „Mér finnst almennt séö aö þær eigi aö vera liprar, þægilegar og þolin- móöar því farþegamir geta veriö mis- jafnir eins og þeir eru margir. Eg hef aldrei kynnst nema góöum flugfreyj- um hjá Flugleiöum. Eg mundi gefa ís- lenskum flugfreyjum hæstu einkunn, þær gera meira heldur en þær geta og hafa vald til. Þaö eru ótrúlegustu hlut- ir sem þær þurfa að leysa. Ég hef oft feröast meö erlendum flugfélögum og ég líki ekki þjónustu þeirra félaga um borö viö þjónustu í ís- lenskum vélum. ’ ’ -ELA Alveg sáttur við þetta „Þaö er ágætt ef samvinnan er góð. Aö minnsta kosti er ég alveg sáttur við þaö,” svaraði Haraldur Teitsson, eiginmaöur Guörúnar Fanneyjar Júlíusdóttur flugfreyju. Þau eiga einn dreng. — En hvernig finnst honum aö flug- freyjureigi aövera? „Mér finnst aldur og útlit ekki skipta máh ef þær þjóna sínu starfi vel. Þær þurfa að vera þægilegar í framkomu. Eg held þaö fari bara eftir mann- eskjunum hvernig þær svo eru,” sagöi Haraldur. Guörún hefur starfaö sem flugfreyja í ellefu ár. — Ertu ekkert oröinn þreyttur á ferðalögum hennar? „Nei,allsekki.” — En hvað er þaö sem er svona spennandi viö starfið? „Ætli þaö séu ekki ferðalögin, ég býstviöþví.” -ELA Tilvalinn staður tiI oriofs hvort heidur ar fyrir böm aöa fullorOna. Sól- skin öruggt, loftslag mllt. Þjónusta og hótel ágmt. Matarmiðar sem hœgt er aO note á öllum veitingastöOum tH aO kaupa mat og vín. AlþjóOlegir og búlgarskir ráttir. Langar og breiöar baOstrendur meO hvitum sandi. Sjórinn tmr og hreinn. Skemmtanalif fjölbreytt. Skoðun- arferöir um landið og sigling tii Istanbul. 80% uppbót á feröamanna- gjaldeyri. Hótel og sumarhús á Gullnu ströndinni. LúxushóteiiO Varna á Vináttuströndinni. Barnaafsláttur 2—12 ára. Sendum bmklinga og verO- lista. Ferðaskrífstofa Kjartans Helgasonar Gnoðarvogi 44 Reykjavík Sími 86255 SVARTAHAFSSTRÖNDIN - BÚLGARÍA ÁGÆTAR FERÐIR - ÁGÆTT VERÐ —- Opiö frá kl. 8—5 alla virka daga og 8—12 al/a /augardaga. Símsvarí al/a aöra tíma. Ekki verri en konur í öðrwm störfum „Eg held aö það sé ekkert verra aö vera kvæntur flugfreyju en konu í ööru starfi. Þetta skiptir ekki miklu máli í heimilislífinu. Eg held aö þaö sé ein- mitt konunni nauðsynlegt aö komast burt frá heimilinu og eiginmanninum. Þarna fær hún líka tækifæri til aö víkka sjóndeildarhringinn. Getur létt af sér og verður þá ekki innilokuö,” sagöi Baldur Jónsson, eiginmaöur Ragnheiöar Brynjólfsdóttur flug- freyju. Þau eiga átta ára gamlan son. — En hvernig finnst Baldri aö flug- freyjur eigi aö vera? „Miðaö viö önnur flugfélög, sem ég hef flogið meö, finnast mér íslenskar flugfreyjur mjög glaölyndar og yfirleitt óstressaðar. Manni líöur vel í flug- vélum Flugleiöa. Maöur hefur tekið eftir því að flugfreyjur í erlendum vélum eru oft hrokafullar. Eg held aö léttleikinn sé einn aöalkosturinn við flugfreyjur.” — Hvaö er svona spennandi og eftir- sóknarvert viö þetta starf ? „Þetta er fjölbreytt starf og ekki vanabundinn starfstími frá 9—5. Þaö er alltaf eitthvaö nýtt aö gerast. I hvert skipti nýir farþegar og í þessu starfi eru meiri möguleikar en í mörgum störfum sem kvenfólk er í.” — Er þaö þá ekki bara búningurinn sem lokkar? „Nei, af og frá. Ég veit náttúrlega ekki um ungar stúlkur en ef ég tala um mína konu þá veit ég aö svo er ekki. I flugfreyjustarfmu séröu stúlkur sem eru með allrahanda menntun og ég álit þær ekki vera neinar tildurdúkkur.” -ELA. Sjá nakslu sián Ótrúlega hagstæðir greiðs/uskilmá/ar Allt niður i 20% útborgun og eftirstöðvar a/lt að 8 mánuðum • FLISAR • HREINLÆTISTÆKI • • BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI • • BADTEPPI • BAÐMOTTUR • MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI • • HARÐVIDUR • SPÓNN • • SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI • VIÐARÞILJUR V • PARKETT • PANELL • EINANGRUN • ÞAKJÁRN <• ÞAKRENNÚR • '• SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O.FL. I n mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18. Föstudaga kl. 8—19. Laugardaga 9—12. ITIibyggingavörOr) Hrinabraut 190 — «tími 9RROO II Hringbraut 120 — sími 28600 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.