Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. 23 Nýja platan Porcupine; hljómsveitin við Gullfoss. neim og saman við þá ímynd sem hljómsveitin hefur skapað sér.” Echo & the Bunnymen hafa gefiö út þrjár breiðskífur og sífellt leitað á kaldari slóðir eftir því sem plötunum hefur fjölgað. Hermt er að það hafi verið dulítil gjóla þegar myndin utan á „Crocodiles” hafi verið tekin í ónefndu skóglendi, nepja hafi verið á ströndinni þar sem myndin á annarri plötunni, „Heaven Up Here”, hafi ver- ið tekin — og beinlínis frost þegar hljómsveitin stillti sér upp við Gull- foss. Tennurnar glamra enn upp í gæjunum Echo & the Bunnymen hafa sérstöðu í bresku rokki. Tónlist þeirra er hrá og vísast er það ekki alveg út í hött að telja þá einangraöa, kalda og hrá- slagalega eins og segir í Islandslýs- ingunni. Gagnrýnendum popp- pressunnar þykir mikið til þeirra koma en dæma þá engu að síður óvægi- lega.tvær síðustu smáskifur hafa náð inn á topp tuttugu og nýjasta stóra platan er meðal söluhæstu platnanna í Bretlandi; ergo: það er mikið látiö meö hljómsveitina.en er eins mikið í hana spunnið og af er látið? Þeirri spumingu verða rokkunnendur að svarahverfyrirsig. Sjálfir hafa hljómsveitarmeölimir tekið undir þá gagnrýni aö tónlistin sé of alvarleg; þeir verði að „létta” tón- listina, gera hana gleðilegri án þess aö slaka á listrænum kröfum. Hins vegar hafa þeir ekki í bígerð aö ganga til Uðs við fönkiö: „Ef aðrarhljómsveitir fara út í fönkið þá vona ég að þær geri það sómasamlega,” segir Mac, öðru nafni Ian McCuUoch söngvari og driffjöður Echos. „En margar þessar svokölluðu fönkhljómsveita sigla undir fölsku flaggi. Þær gætu allt eins leikið á þvottabretti í stað gítara, svo lítilfjör- legter,,sándið”. Tan „Mac” McCuUoch setti Echo & the Bunnymen á laggirnar haust 1978 í Liverpúl; hann haföi áður verið í hljómsveitunum A ShaUow Madness og The Crucial Three, en í síðarnefndu hljómsveitinni vom auk hans Julian Cope (nú liðsmaður Teardrops Explodes), Peter Wylie (núna í Wah!) og Steve Spence (núna í háskóla). Ian vingaðist viö WiU nokkurn Sergeant og þeir hófu í sameiningu að semja lagstúfa meö dyggri aðstoö trommuvélar sem gegndi nafn- inu Echo. Nokkm síðar gekk Less Pattison bassaleikari í lið þeirra og þar með var hljómsveitin Echo & the Bunnymen fullskipuð. Þessi hljómsveitarskipan hélst óbreytt í hartnær ár, gaf út eina smá- skífu með lögunum „Pictures In the WaU/Read it In Books” (sem voru glaösinna skemmtisöngvar eins og hljómsveitin stefnir að, að framleiða í náinni framtíð) en í október ’79 lögðu strákarnir Echo sjálfan á hUluna og fengu trymbU klæddan holdi og blóði, sem gegndi nafninu Pete De Freitas. Hljómsveitin hafði áður spUað Unnu- lítið og hélt því áfram af sama eldmóði á stöðum miUi London og Liverpool. Hljómsveitin skrifaði auk heldur undir samning við Korva síðla þessa árs. Fjrstabreiðskífan„CrocodUes” kom út síðsumars árið 1980, en áður höfðu lögin „Rescue”/„Simple Stuff” komið út á smáskífu.Stóra platan fékk fínar móttökur og margir gagnrýnenda voru með hana á blaði yfir bestu plötur árs- ins í áramótayfirUtinu. I janúar 1981 gerði hljómsveitin þrjátíu mínútna kvikmynd: „They Shine So Hard” um dularfuUt stefnumót og vorið 1981 kom út fjögurra laga plata með lögum úr myndinni, einskonar forréttur nýrrar breiðskífu, .dleaven Up Here” sem kom út snemma um sumarið. Platan þótti til fyrirmyndar og Echo & the Bunnymen komust í tölu stórmerki- legra hljómsveita. Síðan þá hefur líf Echo & the Bunny- men ekki verið alveg samkvæmt kokkabókunum. Að sönnu gekk smá- skífa sem kom út á síöasta ári með lag- inu „The Back Of Love” ágætlega og lofaði góöu um framhaldið. Hljóm- sveitin fór í stúdíó, kláraöi breiðskífu sem síöan bæði umboðsmaður þeirra og útgefendur neituðu að gefa út! Þeir töldu plötuna ekki boðlega og strákam- ir urðu veskú að fara aftur inn í stúdíó- ið og vanda sig betur! Eölilega kvisað- ist þetta út og var erfiður biti aö kyngja fyrir hljómsveitina, en hún stóð saman í þessum þrengingum og ólík- legt að eftirköstin verði alvarleg. Eins og flestum er kunnugt haföi Echo & the Bunnymen hug á því að koma hingaö til lands snemma á þessu ári til hljómleikahalds; þeirri för hefur verið frestaö og óvissa er um þaö hvenær af þessari hljómleikaferð getur orðið. Á meðan notar Mac tímann til þess að gifta sig og gagnast öðrum. -Gsal Því er svarað til að umbinn þeirra, Bill Drummond, sé stórhrifinn af land- inu. Og skýringin á því er þessi: Hann er sannfæröur um að einhvers konar halastjörnunefna muni lenda í Haukadal einmitt á þeim stað þar sem Bunnymen sátu fyrir hjá ljósmynd- „Island er einkar viðeigandi bak- grunnur fyrir Echo & the Bunnymen þótt einhverjar undarlegar ástæöur hafi legið að baki ferð þeirra þangað. Landið er einangrað, kalt og hráslaga- legt (fagurt og frítt sagði skáldið — innskot Gsal) og kemur fullkomlega Echo & the Bunnymen kom hingað til lands svo lítið bar á undir lok síðasta árs; erindið var fyrst og fremst að taka myndir á umslag nýrrar breið- skífu og gera myndband fyrir nýjasta lagið „The Gutter”. Myndbandið sáum við í Skonrokki á föstudegi fyrir hálfum mánuði og nýja platan, Porcupine, er komin í verslanir og skartar einhverri fegurstu mynd af Gullfossi í klakaböndum sem um getur. En hver er þessi hljómsveit og hvers vegna valdi hún ísland? Áður en reynt verður að varpa ein- hverju ljósi, sem getur í besta falli orö- iö dauf skíma, á hljómsveitina er reyn- andi aö grafa upp einhverja skýringu á heimsókninni hingað upp á klakann. „Af hverju Island?” spurði líka eitt bresku blaðanna um daginn. aranum. Hver einasti „bongó- og gæruhippi” gæti sagt ykkur að hala- stjarna er dræsa gerö úr geimrænum kröftum eða þannig. Bill ímyndar sér aö halastjaman skríði niður eftir Matt- híasarstræti í Líverpúl, hlykkist fram hjá öllum stöðum þar sem Bunnymen hafa leikið á eftirminnilegum hljóm- leikum og síöan þjóti hún þvert yfir hnöttinn til Nýju Gíneu. Nú er alls ekki víst að venjulegir les- endur láti sér þessa skýringu duga; alténd áleit breska blaöið sem birti hana tilhlýðilegt að bæta við eftirfar- andi klausu: Ný hljómsveit PaulWellers The Style Couneil Paul Weller höfuöpaur Jam sálugu sat ekki lengi aðgerðalaus. Nýlega kynnti hann áform sín um stofnun nýrrar hljómsveitar sem fengið hefur nafnið The Style Council. Til aö byrja með er þetta dúett, hinn liösmaðurinn heitir Mick Talbot og er fyrrum hljómborðsleikari Dexys Midnight Runners þannig að segja má að hann komi frá góðu heimili! „Einsog Hrói höttur ætla ég að spranga glaösinna um götur og torg og sanka að mér liðsmönnum fyrir The Style Council,” sagði Paul Weller í viðtali við NME. Astæöuna fyrir ráöningu Mick í hljómsveitina sagði hann vera þá aö betri jass/soul hljómborösleik- ari væri ekki tl í Bretlandi. Framtíðin er enn óráðin að sögn Pauis ög eng- ar áætlanir um gerð breiðskífu. Hins vegar er eKKi onsiegi au snmsB.ua lítil dagsins ljós einhvern daginn þar eö Paul hefur lýst yfir því að hann hafi löngun til þess aö gefa út 2ja laga plötu. -Gsal IHAUKADAL G FROST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað Helgarblað II (12.03.1983)
https://timarit.is/issue/189291

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað Helgarblað II (12.03.1983)

Aðgerðir: