Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUK12. MARS1983. 17 Bílar Bílar Bílar Bílar Bílar Portiígalskur viiimi þja r kur Portaro: Undanfarin ár hefur fjölgaö þeim jeppategundum sem fluttar hafa verið til landsins. Sumar hafa unniö sér sess aörar ekki. Nú nýverið hóf Bílaleigan hf í Kópavogi innflutning á Portaro jeppum frá Portúgal. Portarojeppinn er framleiddur í verksmiðju sem annars sérhæfir sig í samsetningu á öðrum bílategundum, þar á meðal Volvo og Daihatsu í Portú- gal. Grindina í bílinn og ýmsa aöra hluta framleiða heimamenn sjálfir, en aðrir hlutar koma frá öðrum löndum. Þannig koma formaöir boddíhlutir frá Rúmeníu, en þaöan hafa komið Aro- jepparnir sem margir þekkja. Vélar og gírkassar koma frá Japan því að Daihatsuverksmiöjumar leggja til dísilvélar og gírkassa við þær. Volvo leggur hins vegar til tvær gerðir bensínvéla. Portarojeppinn hefur staðið sig vel í erfiðum rallakstri víöa um heim, og meðal annars vann hann í erfiðri Afríkurallkeppni jeppa sem haldin var á síðasta ári. I hönnun bílsins virðist hafa verið lögö aöaláhersla á að búa til vinnu- þjark sem hentaði vel í landbúnaði og fyrir verktaka. Um margt minnir bQl- inn á Land-Rover, bæöi í útliti og bún- aði. Mælaborðið er einfalt og ekki mik- ið borið í frágang. Sætin frammi í eru tvískipt, bílstjórastóll og tveggja manna bekkur við hliðina á því. Aftur í eru langbekkir með sætum fyrir sex, þannig aðallstekur bílhnn níu. I stuttum reynsluakstri fyrir skömmú var hægt að kynnast einni gerð Portarojeppans, sem Bílaleigan hf. hefur flutt inn til eigin nota.Þessi bíll var búinn minnstu dísilvélinni frá Daihatsu, en sú vél skilar 72 hestöflum. Heldur virðist bíllinn vera vélarvana með þeirri vél við snörp átök, en dugar vel í jöfnum akstri. Dálítið er jeppinn þungur í stýri og veigalítiö stýrishjól á þar hlut að. Þrátt fyrir að bíllinn sé nokkuð hastur fer hann vel með far- þega í akstri og fjöömnin svarar vel. Fjöðrun er sjálfstæð aö framan, en heill öxull aö aftan. Hægt er að fá bílinn ýmist með stál- eða plasthúsi og meö misjafnlega íburðarmikilli innréttingu. I þeirri út- færslu sem bíllinn er var reynsluekið var í, þá hentar hann vel fyrir bændur og verktaka, sem þurfa aö standa í ýmsum flutningum. Stórar afturdyr og uppleggjanlegir langbekkirnir skapa góða flutningsgetu. Burðarmagn er 900 til 1300 kíló. Portaro — minnir um margt á eldri gerðir af Land-Rover. Að aftan eru tveir langbekkir með sætum fyrir sex. Bekkina er hægt að leggja upp og fá gott flutningspláss. Að framan er sæti fyrir þrjá. Mælaborðið er einfalt og ekki mikið borið í inn- réttingar. Hjólbarðar eru stórir, 65x16, og því hátt undir lægsta punkt eöa 23 senti- metrar, sem gefur bilnum aukið gildi í ófærð. -JR Nokkrar tölur: Lengd: 3974 mm, Breidd: 1784 mm. Þyngd: 1652 kg. Hæð undir lægsta punkt: 230 mm. Bremsur: Skálar á öllum hjólum. Fjöðrun: Sjálfstæð framan/heill öxuU aftan Hjól: 650x16 (8strigalaga). Vél: Daihatsu 260 D (disil) 4 strokka 2530 rúmsentim. 72 hestöfl við 3600 sn. á mín. Hámarkshraði 112 km. Aðrar vélar fáanlegar: 260 dísU turbo 95 hö. og 320 dísU, báðar frá Daihatsu, og Volvo B23A bensin 4 strökka 112 hö/5000 sn. og Volvo B21ET turbo 4 strokka bensinvél 155/5500 sn. Verða á Portaro með 72 hestafla dísUvél ca 440.000. SUBARU1800 GLF, nú með sjálfskiptingu og vökvastýri. Endurbættnr £|órh|óladrl£tnn SUBARI Einn með öllu — sem hentar nær öllum Þegar Subaru kom fram með f jor- hjóladrifna fólksbUinn fyrir nokkr- umárumslóhannsamstundis igegn. Svo þótti sá bíU sameína kosti fólks- bUs og jeppa. I fyrstu var Subaruinn þröngur og frekar hannaður fyrir Austurlandabúa en okkur á Vestur- löndum hvað pláss varðaði. En bUl- inn sem kom fram fyrst 1972 tók breytingum og fyrir fimm árum var breytt verulega um útlit og plássið aukið. Með 1983 árgerðinni hafa enn verið kynntar endurbætur og fyrstu bUarn- ir eru komnir til Ingvars Helgason- ar. Helstu breytingarnar eru þær að afturhluti þaksins hefur verið hækk- aöur um nær fimm sentimetra og gefur það verulega aukið rými inni í bílnum. Stuðarar eru breyttir og eru nú úr .ivörtu höggþolnu plasti. BUarnir koma nú á stærri hjólbörð- um, 175/70R13. Aðrar minni háttar breytingar á hliðarlistum, speglum og ljósum hafa einnig átt sér stað. Að innan hafa ýmsar breytingar veriö gerðar tU bóta. Mælaborðið hefur verið bætt, og nú er einnig hægt að fá bUinn með „digital” eða tölvu- mælaborði þar sem allur aflestur er tölvustýrður, jafnt hraðamælir sem aksturstölva. Nýtt stýrishjól hefur verið hannað. Á það að gefa betra grip og eins betri yfirsýn yfir mælaborðið. Veltistýri er nú í öUum bUum og stUlingar á því hafa veriöauknar. Sæti hafa verið endurbætt mUcið og nú eru aftursætin formuð og með höfuðpúðum. Sjá/fskipting og „brekkuhald" helstu nýjungarnar Þær nýjungar sem þó vekja hvað mesta athygli eru sjálfskipting, sem nú er boðið upp á í fyrsta sinn, og svokaUað „brekkuhald” eða ,,hUl- holdar” sem auðveldar töku af stað í brekku. Sjálfskipting, sem er þriggja gíra, er fáanleg meö 1800 bílnum og hefur hún verið búin sérstökum afUásbún- aði sem vinnur á öUum skiptistigum og á þar meö aö draga úr eyöslu. Lásbúnaöurinn vinnur þannig að hann heldur átaki á skiptingunni í stað þess að í venjulegum sjálfskipt- ingum er töluvert „snuð” sem veldur því aö véhn þarf að snúast töluvert meir en ella og eyðslan verður því meiri. AfUásbúnaðurinn gefur þó aukið svigrúm, sé verið að auka hraöann, með því aö sleppa átakinu að hluta á meðan. Fjórhjóladrifinn erstýrt meðhnappiá gírstönginni „Brekkuhaldið” er nýjung sem kemur sér vel hér á landi þegar taka þarf af stað í bröttum og erfiðum brekkum. Búnaöurinn vinnur þannig aö þegar stigið er samtímis á bremsu og kúpUngu, þá heldur bremsan þar til kúplingunni er sleppt aftur þótt ekki sé haldið ástigi á bremsuna. Þetta kemur í stað þess að setja þurfi bíUnn í handbremsu á meðan verið að vinna með kúplingu og bensíng jöf. Ljósarofa hefur nú verið breytt þannig að ljósm slokkna þegar drep- ið er á bílnum, en í staðinn hefur ver- ið komið fyrir sérstakri stUUngu fyr- ir parkljós á ljósarofa. KúpUng er mun sterkari en áður. Hefur þvermál á kúplingsdisk verið aukiö úr 200 mm í 225 mm. Tvær gerðir með ýmsum búnaði Af Subaru 1800 verða tvær gerðir tU sölu hér, en báðar boðnar fram meö mismunandi búnaði. Annars vegar er stationbíUinn 1800 4WD GLF sem boðinn verður beinskiptur og sjálfskiptur. Einnig er hægt að fá sjálfskipta bíUnn með vökvastýri, en það er nýjung sem margir hafa sagt að vantaöi í bílinn. Sé bUlinn tekinn með vökvastýri þá er hann ennfrem- ur búinn raffstýrðum rúðum og úti- speglum. Hin gerðin er „hatchback” eöa tveggja dyra með stórri afturhurð. Lipur fólksbíU sem býður upp á aUa kosti fjórhjóladrifsins. Einnig er fjórhjóladrifinn lítill sendibUl í boði hjá Ingvari Helga- syni, Subaru 700 4WD, „kúlutoppur- inn”. Þetta er UtUl skemmtilegur snattbUl sem nýtist vel vegna f jór- hjóladrifsins. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig nýjungunum í Subarunum verður tekið hér á landi og reynslunni sem af þeim fæst, en erlendis hefur þeim verið tekið afburðavel og því haldið fram að með sjálfskiptingu og vökvastýri sé kominn fram sá alhliða bíU sem mennhafiveriðaðbíðaeftir.. -JR SUBARU 1800 GLF — NOKKRAR TÖLUR: Lengd: 4285 mm. Breidd: 1620 mm. Hæð: 1485 mm. Minnsta hæð frá jörðu: 200 mm. Vél: 4 strokka, lágrétt gagnstæðir, 1781 rúmsm., 82 hestöfl við 5200 sn. á mín. Gírkassi: 4 gíra eða 3 gira sjálfskipting. Bremsur: diskar framan, skálar aftan. Hjól: 175/70SR13. Bensíntankur: 551ítrar. Snúningsradíus 4,8 metrar. Verð: 1800 station GLF 294.000. Með sjálfskiptingu kr. 325.000 og með sjálfsk., vökvastýri og rafstýrðum rúðum og speglum kr. 340.000. 1800 hatchback kr. 275.515 og með sjálfskiptingu 305.380. Verðin eru án ryðvamar og skráningar og eru m. við gengi 5.3.’83.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.