Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Page 15
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. 15 J ASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - J ASS - J ASS - Slgurður I. Snorrason, skðlastjðri FIH-skðlans: Kominn tími til aö stofna iassdeitd Sigurður/. Snorrason, skólastjóri FÍH-skólans. Tónlistarskóli F.I.H. lætur ekki mikiö yfir sér. Hann er í Brautarholti 4 og ekki víst að maður rambi á réttan stað í fyrstu atrennu. Uppi á annarri hæð í fjórlyftu steinhúsi finnum við samt Sigurð I. Snorrason skólastjóra og hann hefur lofað að gefa okkur myndafi starfsemi skólans. „Skólinn fór af stað haustið 1980 og var gamall draumur Félags íslenskra hljómlistarmanna. A sjötta áratugn- um var reynt aö stofna skóla á vegum félagsins og hann starfaði í eitt ár. Þá voru allt aðrar aðstæður en nú eru. Þessi skóli nýtur styrkja samkvæmt lögum um tónlistarskóla þannig að riki og sveitarfélög skipta á milli sín greiðslum á launum kennara og skóla- stjóra. Þá eru eftir hljóðfærakaupin, sem við höfum veriö í vandræðum með, og húsnæðiskostnaður en við leigjum þetta húsnæði af rnenningar- sjóði F.I JI. Því miöur höfum við ekki fengið styéki til hljóðfærakaupa þó það standi í lögum um tónlistarskóla. Það gerir okkur dálítiö erfitt fyrir í algjörlega nýjum skóla.” Jassdeild „Þegar farið var að huga að stofnun skólans reyndum við að sjá út hvar helst vantaði kennslu í tónlist. Því lyktaöi þannig að við bjuggum til þrjár deildir. Almenna deild, eins ogtíðkast í öðrum tónlistarskólum, þar sem nemendur geta stundað hefðbundið klassískt nám, jassdeild, en hana var virkilega kominn tími til að stofna, og fullorðinsfræösludeild en þar töldum við þörfina einnig brýna. Hvað snertir jassdeildina þá hefur þessi tegund tónlistar aldrei verið kennd kerfisbundið hérlendis þó eitt- hvað hafi verið kennt. Við sækjum fyrirmyndina aöallega tQ bandarísks tónlistarháskóla, Berklee College of Music, í Boston. Núna er verið að gera námsskrá fyrir flest hljóðfæri og unnið að því að búa til jassnámsskrá til við- bótar henni. Nám í jassdeildinni er talsvert yfir- gripsmeira en í almennu deildinni enda er jassdeildin hrein og klár framhaldsdeild. Sem dæmi, þá þarf hver nemandi í jassdeild, auk þess að mæta í einn spilatíma í viku, aö sækja tvær klukkustundir í jasshreim, tvær klukkustundir í jasshljómfræði og tvo samspilstíma (hljómsveitartíma). Jafnframt er svo kennd jasssaga.” — En hvað um rokkið, hvers vegna er ekki rokkdeild? „Rokkið er náttúrlega ein grein út frá jassi. Fólk getur ekki valið sér ákveðinn anga af þessari braut heldur verður það að ganga brautina alla. Auðvitað er reynt að mæta óskum nemenda. Ef einhverjir krakkar óska eftir að vera í hljómsveit, sem að sjálf- sögðu er undir handleiöslu kennara, og spila þar jassrokk, þá er þeim leyft það.” Læra útsetningar og tónsmíðar „Það er raunar mikið af efni samið hér í skólanum og nemendur læra útsetningar og tónsmíðar sem strax eru prófaðar, jafnvel í hljómfræðitím- um. I jassdeild eru nemendur á aldrinum 16 til 30 ára. Fók þarf að hafa grunn- menntun þegar þaö byrjar í jassdeild- inni þannig að þaö er ljóst aö þaö getur ekki verið mjög ungt.” — Hversu stór hluti dægurtónlistar- manna heldurðu að stundi hér nám? „Eg get nefnt það sem dæmi að þrír meðlimir Mezzoforte eru nemendur hér og tveir þeirra kenna einnig við skólann. Þá hef ég orðiö var við mikinn áhuga hjá reyndum mönnum í bransanum og þeir hafa innritast í skólann en þvi miður staldraö stutt við. Eg vona að afrakstur af þessum skóla fari að sjást í dægurtónlist og stúdíóspUamennsku næstu árin. Eg vona líka að þessi deild skólans eigi eftir að hefja hina svokölluöu léttari tónlist upp á æðra plan og að við eign- umst ekki eingöngu stærri hóp hæfra hljóðfæraleikara heldur einnig hóp tón- smiöa og útsetjara. Hér við skólann eru u.þ.b. 160 nemendur. Þeir skiptast þannig aö um eitt hundrað eru í almennu deildinni en um sextíu í jassdeild. Nokkrir í al- mennu deildinni sitja þar til þess að komast í jassdeildina en það er alls ekki reglan. Með sæmilega rösklegu áframhaldi ætti áhugasamur nemandi að f ara létt með að ljúka tilskildu námi fyrir jassdeildina á tveimur árum. Talsvert margir íslenskir hljóðfæra- leikarar stunda nú nám við Berklee þannig að von er á nokkrum tslendingum heim sem jafnvel nú þegar hafa óskað eftir því að fá stöðu við skólann og jafnvel sumir eru komnir heim, eins og t.d. Bjöm Thoroddsen, sem er meðal annars menntaður í Bandaríkjunum. Það er svo gífurlega mikið til af hæfileikafólki. Jassbrautin kemur til með aö virkja hæfileika þeirra sem áhuga hafa á dægurtónlist betur en hingað til hefur verið. Áður fyrr gat þetta fólk ekki séö sér neina leið í al- mennu tónlistarnámi. Hér í jassdeild er grunnur að braut sem það vill ganga. Það sér því einhvem tilgang í hinu almenna námi.” Fullorðins- fræðsludeild Hvemig starfar fullorðinsfræðslu- deildin? „Fullorðinsfræðsludeildin var, eins og jassdeildin, stofnuð með það í huga að koma til móts við þarfir eða fylla upp í eyðu í tónlistarmenntakerfinu. Fyrsta haustið fórum við af staö með níu vikna námskeið en á það mættu ekki nema 11 manns. Námiö tókst ann- ars mjög vel og mæltist vel fyrir. Þessi mannfæð dró úr okkur kjarkinn þannig aö við gerðum ekkert haustið ’81. Síðasta haust fórum við aftur af staö og auglýstum fullorðinsnámskeið og fengum færan leiöbeinanda. Þá brá svo við aö það sýndi þessu enginn áhuga. Hugmyndin er samt ekki gleymd og við eigum eftir að reyna aftur. Þrátt fyrir dræma aðsókn hing- að til held ég að grundvöllurinn og þörfin séu fyrir hendi.” Ellefu kontra- bassaleikarar — Hvaða hljóðfæri eru vinsælust? „Það athyglisverðasta í því sam- bandi er ef til vill það að hér stunda 11 nám á kontrabassa og er það mikil aukning. Annars er gítarinn vinsælast- ur, bæði í almennri deild og jassdeild. Þá hefur píanóið sótt mjög á í jass- deildinni.” Þetta spjall hefur átt sér stað í eld- húsi skólans þar sem hægt er aö hita sér kaffi. A meðan það hefur staðið yfir hafa borist tónar úr píanói einhvers upprennandi tónsnillings. Stöku bumba hefur verið barin og málmgjall slegið. Síödegið er ekki hafið, en þá fer hinum almenna tónlistamema og sveif luketti að hitna í hamsi. Það átti að vera jasskvöld það sama kvöld í skólanum. Allir velkomnir. -SGV. TextisSigurdur G.Valgeirsson Myndir: Gunnar V. Andrésson Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka Islands hf. verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, í dag laugardaginn 12. mars 1983 og hefst kl. 13.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Ðankaráð Samvinnubanka Islands hf. JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS - JASS -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.