Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. síðan hefur verið sungin og höfð yfir á fslandi oftar en nokkur önnur: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. Þessi ferð leiöir til þess aö Kristján dvelur í Reykjavík næsta vetur til undírbúnings skólagöngu. Nýtur hann til þess styrks góðra manna. Þau hjón, Helgi biskup Thordarsen og kona hans, taka að sér að „fæöa hann og klæða” og þrír kennarar Latínuskólans kenna honum kauplaust undir skóla. Tók Kristján inntökupróf um voriö og var hann síðan víðloöandi skólann næstu fjóra vetur. Skólanám sitt rækti hann í meðal- lagi, lagði ekki sérlega stund á eitt ööru fremur; en gáfur hans voru mikl- ar og fjölhæfar en þó farnar að stirðna til lærdóms meðfram aldri því að hann hafði verið maður bráðþroska. Þó hafði hann góða stund afgangs náms- störfum sínum í skóla og las margt ut- an hans, einkum skáldskaparrit. A engum tíma mun hann hafa ort jafn- mikið og á skólaárum sínum; og breyt- ingu má sjá á skáldskap hans eftir 1863. Kristján gat sér strax miklar vin- sældir meöal skólabræðra sinna og urðu margir þeirra nánir vinir hans svo sem Valdimar Briem, Björn M. Olsen og Indriði Einarsson svo örfáir séu nefndir. Tók hann virkan þátt í fé- lagslífi nemenda, samdi meöal annars leikþætti og skólaleikrit og orti ýmis minni við sérstök tækifæri. Til er merkileg saga frá skólavist Kristjáns í Latínuskólanum. Gerðist hún í einni af skólaferðunum, sem þá voru farnar á hestum og tóku oft marga daga. Sagan er svohljóðandi: A miðjum sjöunda tug nítjándu aldar komu nokkrir skólapiltar aö Gríms- stöðum á Fjöllum og þágu þar gist- ingu. Um kvöldið hafði einn úr hópnum gerst ailmjög drukkinn og þegar hann vaknaði næsta dag varð hann þess áskynja aö hann hafði týnt hesti sín- um, hnakk og höfuðfati. Var þá ekki annað sýnt en að hann hlyti að verða eftir er samferöamenn hans héldu áfram og bar hann sig aö vonum sár- lega. Lagöist hann aftur fyrir og um leið varð honum aö oröi: „A mér þá alltaf aðlíðailla?” Þessa kveinstafi heyrði húsfreyjan á Grímsstöðum og tók hún þá til sinna ráöa. Gerði hún út vinnumenn sína til að leita uppi hest, hnakk og höfuðfat skólapiltsins, og nokkru síöar gat hún fært honum þau tíðindi aö allt væri fundið og stæði hestur hans söðlaður á hlaðinu. Reis þá gestur hennar upp, alls hugar feginn, og kvaðst með engu móti vita hvernig hann gæti launaö henni svo mikla velvild og fyrirhöfn. En húsfreyjan svaraði: „Þér hafið greitt mér það fyrir löngu — með ánægjunni sem ég hef haft af kvæðun- umyðar.” En hver voru þá þessi kvæði sem hinn dapurlegi skólapiltur hafði „fyrir löngu” lagt inn á reikning sinn hjá húsfreyjunni á Grímsstöðum? Um það verður ekkert fullyrt því að um fleiri kvæði en eitt eða tvö gæti verið aö ræða en kannski hefur henni eins og á stóð komið fyrst í hug kvæðið Haust sem birst hafði ínorðanblaðiaðhöfundinum nítjánáragömlum: Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða. Fölna grös, en blikna blóm, af börkum laufin detta; dauðalegum drynur óm dröfn við fjaröar kletta. Allt er kalt og allt er dautt, eilífur ríkir vetur. Berst mér negg í brjósti snautt, en brostið ekki getur. IV Þessi saga bendir okkur meöal ann- ars á vínhneigð Kristjáns Fjallaskálds sem mun hafa farið mjög vaxandi eftir að hann hóf nám syðra. Framan af æsku sinni var Kristján þó reglumaður og laus við drykkjuskap og mun svo hafa verið til þess er hann var sautján eöa átján ára. Aöstæöur hans og það Þessi mynd af Fjallaskáldinu kófdrukknu í túnfætinum í VaUanesi birtist í Sunnanfara í aprílmánuði 1913, en hún fannst af tUvUjun norður á Húsavík sumarið áður. Það var Tryggvi bankastjóri Gunnarsson sem náði þessari ein- stöku mynd af skáldinu. Og má með sanni segja að þar hafi ljósmyndara tekist snUldarlega að „gera augnablikið eUíft”. Mynd þessi var auðvitað „öllu góðu fólki” hneykslunarefni þá er hún birtist, en síðar meir hefur hún orðið fólki nokkur skUningsauki á manninum að baki kvæðanna. I andlitinu eru hinir þunglyndislegu drættir mannsins sem orti „Andvarpið” og hið tregasjúka augnaráð skáldsins sem orti „Tárið”. umhverfi er hann lifði í á þeim árum ýtti honum ööru fremur út í drykkjuna. Þegar hann var vinnumaður um þenn- an aldur á Fjöilum, var þar hin mesta drykkjuöld og margir drykkjumenn svo aldrei hefur ofdrykkja líklega ver- ið almennari á Norðurlandi. Várla var sá maður með mönnum teljandi sem ekki var drykkjumaöur. Kristján lærði þar að drekka eins og aðrir en ákaf- lyndi hans leiddi til þess aö hann, í því sem öðru, gekk flestum lengra þegar fram í sótti. Og nægar haföi Fjallaskáldið sorg- irnar, sannar og ímyndaðar, til að drekkja sér í. Stúlka sem hann unni hugástum, brá heiti við hann og þótt slíkt sé gömul saga í þessum heimi þá er hún þó jafnan ný fyrir þann sem það reynir en skapferU manna misjafnt og ólíkt hver áhrif sorgin hefur á það hjá mönnum. En Kristján var maöur þunglyndur í skapi og tók sér þetta mjög nærri; og bæði gremjan yfir þessu og sorgin yfir þeim örðugleikum er á því voru fyrir hann að afla sér menntunar og koma sér áfram í heim- inum — þeim örðugleikum sem hann örvænti oft um að fá yfirstigið — hvort tveggja þetta mun hafa fallið honum þyngra en svo, að hann fengi það af borið. Efagirnin geröi hann sturlaöan og þunglyndan, og þeir sem þunglyndir eru í verunni, eins og Kristján var, geta ekki án sorga lifað; því að þá er heimurinn færir þeim ekki sorgarefni, þá búa þeir sér það til sjálfir. Og þegar sorgin sígraöi máttinn sem átti að bera hana þá var það skiljanlegt að Kristj- án leitaði þar svölunar sem hann eftir sinni skoöun fann hana: Hjá Bakkusi. Þegar Kristján kom fyrst suður til náms var hann þegar orðinn meiri drykkjumaður en svo að mikil von væri til að sú ástríða læknaðist. Þaö fann hann líka vel og vissi sjálfur og mun það enn hafa aukiö á þunglyndi hans. En þó aö Kristján væri þunglyndur maöur, einkum þegar hann var einn saman, var hann þó jafnan glaður og skemmtilegur í viðmóti og hinn indæl- asti í umgengni. En væri hann ölvaður, einkum ef það var í meira lagi, og helst á eftir, var hann daprari í huga. Það er og kunnugt að flestir eru daufir og sljó- ir eftir á er þeir hafa veriö ölvaðir; Kristján var þá og ætíð dauðveikur; en aldrei var honum léttara um að yrkja en þá. Mörg hans bestu kvæði eru kveðin í timburmönnum þegar höfuö manns ætlar að klofna af sting og pínu og hugurinn eftir því. Sjaldnar var það hinsvegar að Kristján væri vel upp- lagður til að yrkja á meðan hann var drukkinn. Þá gleymdi hann sorg sinni og gat varla ort. Indversk þjóösaga hermir að eitt sinn hafi maður nokkur veriö á ferð á hestbaki. Allt í einu kom lítill söngfugl svífandi úr háa lofti á flótta undan rán- fugli og leitaði skjóls undir kviöi hests- ins. En þá vildi svo slysalega til að hesturinn steig óvart ofan á fuglinn og kramdi hann til bana. Maöurinn varð hryggur og af samúðarstunu þeirri sem leið frá brjósti hans skapaðist hiö fyrsta ljóð. Grunntónninn í kvæöum Kristjáns Jónssonar er dimmur, þrunginn böl- móði og trega, allt aö því sjúklegu þunglyndi. Það er engu líkara en hann sé alltaf aö kremjast til bana undir hörðum hófi miskunnarlausra örlaga, líf hans allt sé sárt andvarp og allar æöar hans standi opnar í þeirri kvöl. Þú milda kvein, frá mæddum liðiö barmi, er munarklökkum huga veitir frið, með blíðri þögn þú lýsir huldum harmi, sem heimur kaldur ekki kannast við. Trúverðugustu kvæði skáldsins eru þau sem túlka örvæntingu þess og böl- hyggju á algildan hátt, án sambands við sérgreinda orsök eða tilefni. Og það verður ekki heldur með neinu móti séð að lífsskoðun þess hafði tekið verulegri breytingu með árunum: Örmæddur flyt ég andlátskvein, einmana dey við kaldan stein, segir það kornungt, og Lílið allt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyrr en á aldurstilastund, mælir skáldið ári áður en það deyr. Tár og grátur, þau orð sem einna tíð- ust eru í kvæðum þess, koma engu sjaldnar fyrir í fyrstu ljóöunum en þeim síðustu og „hin myrka, þögla gröf”, fyrirheitið um eilífan draum- lausan svefn er jafnnærstætt í þeim öU- um. Stundum reynir Kristján þó að hrista af sér drungann og kveða kynngimögn- uö ljóð. En áður en varir er óðurinn til orkunnar og kraftsins orðinn að lík- söngslagi og skáldið sér ekkert annað en gröf ogdauða: Ö, hvað náttúran er nú fríð, ununarrík og himinblíð, blómin anga svo hýr og hrein, h jalar lækur við kaldan stein, en svo endar skáldið ljóðiö á eftirfar- andihátt: Vertu’ ekki’ að reyna’ að velkja mig, veröld; ó, ég hef elskað þig! En þú varst gerð af köldum klaka og kunnir ei minni ást að taka. Tæla og véla viltu mig, verð ég nauðugr að hata þig I þessari miklu bölsýnishljómkviöu kveöur þó stundum við gjaUandi hlátur gáska og glettni því að hið hunangsilm- andi sálarblóm, sem heitir húmor, spratt í hugtúni Fjallaskáldsins. En samt sem áður er gleöi hans oftast galli blandin. Eg er hraustur, ég er veikur, ég er hryggur, glaður þó; ég er óhræddur, ég er smeykur, ég er snauður, ríkur nóg. Ég elska gjörvallt, allt þó hata, allt ég veit og neitt ei skil; öllu bjarga’ og öllu glata íaugnabliki sama’ eg vil. VI Kristján Jónsson gekk ekki heill til skógar. Hann virðist hafa gengið meö krabbamein í sálinni. Eftir að leiðir hans og námsfélaga skildust, vegna fjárskorts skáldsins og öðru fremur drykkjuskapar, urðu kjör þeirra ólík. Þeir sátu kyrrir við háborð fræða og lista. Hann settist að í fásinni og and- leysi austfirsks smáþorps. I gömlu stóru timburhúsi austur á Vopnafiröi sjást enn skilrúmsmerki stofunnar sem Kristján Jónsson Fjallaskáld and- aðist í. Við þessa stofu eru tengdar hin- ar furðulegustu og jafnframt skáldleg- ustu þjóðsögur um þaö hvernig dauða hans hafi borið að höndum. Höfuðper- sónur þessara þjóðsagna eru Bakkus og Lofn, þau hin sömu sem Kristján hafði fórnað svo miklu af list sinni en höfðu leikið hann svo grátt í staðinn. Og hinn sanni skáldskapur gleymir aldrei aö byggja á traustum grunni sannleikans. Því að það er staðreynd aö nóttina sem hann dó hafði Bakkus verið í fylgd meö honum og eins hitt aö það var ein af dætrum Lofnar sem fann hann andaöan um morgunin. Og andi hins táknræna fylgdi honum út í kirkjugarðinn á Hofi og hefur ekki skilið við leiði hans síðan. A leiðinu er sívalur steinn, rúmlega eins metra hár og sér í brotsár á honum að ofan. I steininn er greypt harpa og þessi áletrun: Kristján Jónsson, 1842-1869. Brotsárið á steininum er tákn hinnar ömurlegu ævi skáldsins sem lagði upp frá Krossdal umkomuleysisins, hrakt- ist á Dimmafjallgarði einstæöings- skaparins og hrapaði í Heiðnabjargi meinlegra örlaga. En átti honum þá „alltaf að líða illa?” Sú spurning kemur enn fram í hugann en henni verður ekki svarað. Við vitum það eitt aö flest ungmenni á vaxtarskeiði hafa einhverja eölis- bundna hneigð til að líta sjálf sig í harmrænu gervi og fæst eru þau svo heillum horfin að þau finni sér ekki eitthvaö tU í því skyni. Slík bölhyggja leitar ekki síst uppi þá unglinga sem eiga sér ríkt ímyndunarafl, en stendur venjulega stutt viö. Hjá Kristjáni Jóns- syni fann hún aftur á móti ákjósanleg- an jarðveg, rækilega plægðan af ævi- kjörum og umhverfi, og þá varð líka skammt til þess að hún ætti alls kostar við skáldgáfu hans. Upp frá því fellur ævi hans í samfelldan farveg þeirrar heimsþjáningar sem ljóð hans sjálfs hafa ræktað honum uns hún tekur af honum ráðin og leiðir líf hans, hægt og sígandi til rökréttra lykta. Það er einungis frá þessum sjónar- hól að okkur skilst til fulls, hversu Kristján Jónsson var frábært skáld og minnisverður maður. Hann er aöeins tuttugu og sex ára þegar gröfin heimtir hann en þá er ævi hans í raun full- komnuð. Af svo einstæðum heilindum orti þessi ungi skáldsnillingur örlög sín — og lifði þau. -SER tók saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.