Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Side 8
Viðtal við bandaríska körfuknatt- leikssnill- inginn Val Brazy sem þjálfar og leikur með meistara- f lokki Fram íúrvals- deildinni „Komdu blessaður. Hvemig hefurðu það? Er þetta ekki allt í lagi? — Þetta er eiginlega allt og sumt sem ég kann í íslensku, þó að ég sé búinn að búa hérlendis hátt á þriöja vetur. Ég hef einhvem veginn aldrei haft kjark til aö hella mér út í íslenskunám. Kannski áhuginn sé ekki fyrir hendi, eöa ég mikli þetta tungumál um of DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. Val Brazy er fæddur og uppalinn í borginni Grand Rapids i Michigan fyiki í Bandarikjunum. Þetta er þriðji veturinn sem hann dveiur hérlendis. DV- myndirBjarnleifur. „Það er rythm- inn sem heillar” fyrir mér, haldi að erfiðara sé að tala það en raunin er. En það getur vissulega verið sárt að kunna ekki þetta mál ykkar. Ég pirr- ast oft þegar ég er staddur í vinahópi og tungumálið skilur á milii mín og annarra, einkum þegar verið er aö segja brandara á íslensku og allir hlæja — nema auðvitað ég sem ekkert skil.” — Það er Val Brazy, bandaríski körfuknattleiksmaðurinn sem þjálfar og leikur með meistaraflokki Fram í, úrvalsdeildinni sem á þessi orö hér aö ofan. Brazy verður aö kallast ein af vítamínsprautunum sem fjörgaði körfuknattleikslífið fyrir nokkrum árum þegar amerískir körfusnillingar tóku aö koma til landsins að leika og þjálfa með íslenskum liðum. Öhætt er að fullyrða að vinsældir körfuknatt- leiksins hafi aukist aö mun með til- komu þessara manna. Má jafnvel segja að þeir hafi hækkað „standard” íslensks körfuknattleiks, aö minnsta kosti leitt til þess að þessari íþrótt er meiri gaumur gefinn en áður. En hvað sem því líður; Val Brazy er kominn í viðræöustellingar gegnt mér við eitt af matboröum veitingastaðarins Torf- unnar við Lækjargötu, þar sem eftir- farandi viðtal fór f ram. Erfið æska „Ég er fæddur og uppalinn í borginni Grand Rapids í Michiganfylki. Þetta er stór og mannmörg borg á banda- rískan mælikvarða, sú næstfjölmenn- asta í fylkinu”, segir Brazy. ,,Foreldrar mínir skildu þegar ég var enn á unga aldri. Við erum sjö systkinin og bamæskan var töluvert basl. Móðir mín hafði sjaldnast örugga vinnu, íbúöin er við bjuggum í var þröng, og leið okkar krakkanna lá því fljótt út á atvinnumarkaðinn. Ég vann jafnan samhiiða skólanum, ýmist sem hreinsunarmaöur í stór- verslunum eöa seldi blöð og tímarit. Það var heldur lítið upp úr þessum störfum að hafa, en allir fjármunir, hversu smáar upphæðir sem um var að ræða, komu sér vel fyrir heimilið.” — En frítíminn ef einhver var. Honum hefur væntanlega verið varið í körfubolta? „Já, maður fór fljótt aö leggja leið sína á körfuboltavellina, ef svo frómt orð má nota yfir þessi húsasund, sem oftast nær voru þau svæði, sem karfan var spiluð á. Annars var þaö önnur íþrótt en körfuboltinn sem heillaöi mig fyrst. Þaö var ameríski fótboltinn. Flestir mínir vinir stunduðu þann kappleik. En maöur fékk fljótt áð finna fyrir fá- tæktinni. Það er nefnilega mun dýrara aö stunda fótboltann en körfuna. Hann krefst svo mikillar múnderingar; hjálms, allskyns verja, vandaðs skóbúnaöar, svo að eitthvað sé nefnt, á meðan það eina sem þarf til körfubolt- ansersjálftuðran. Það má því segja að þaö hafi verið efnahagurinn sem hafi rekið mig í körfuboltann. Eftir á að hyggja tel ég það ekki slæm skipti. Körfuboltinn er miklu fallegri íþrótt en ameríski fót- boltinn, miklu nettari og jafnframt fjölbreyttari.” Uppgötvaður — Hvenær byrjaðirðu aö æfa körf- una að einhver ju marki? „Ætli þaö hafi ekki veriö um sextán ára aldur, þegar ég innritaðist í framhaldsskóla (high school). Þarmá segja að ég hafi veriö uppgötvaður. Körfuboitaþjálfari skólans var þá David nokkur Gingberd og hann sá fl jótt eitthvert efni í mér. Hann vildi óður að ég byrjaði strax aö æfa og leika meö eldri flokkí skólans í körfunni. Ég var tregur til, bæði vegna hógværðar og einnig hins að allir mínir vinir æfðu með y ngri flokkn- um og ég var hræddur um að missa tengslin við þá ef ég léti aö vilja Ging- berds. Eg lenti reyndar eitt sinn í kröftugu rifrildi við Gingberd út af þessum met- ingi okkar. Var helst kominn á þá skoðun að hætta aö æfa körfu. En Gingberd var harðstjóri og tókst aö tala mig til, fullyrti að ég væri eitt- hvert besta efni í góðan körfubolta- mann sem hann hefði lengi séð og ef ég legði hart að mér ætti ég örugglega eftir að ná langt... og þar fram eftir götunum. Eg lét huggast. Og það sem eftir lifði af skólavist minni var ég fastamaður í aðaliiðiskólans.” „Ég fór fíjótt aé leggja leið mina á körfuboltavellina, efsvo frómt orð má nota um þessi húsmsund sem oftast nœr voru þau svœði sem karfan var spiluð á. . ." góðan leikmann. Þeir voru nefnilega með augastaö á öðrum og heldur þekktari leikmanni, Kevin Ramsey að nafni, og buöu honum fimm hundruð þúsund dollara laun yfir árið, en Ramsey þessi var eitthvað óákveðinn, svo að fjármálaspekúlantamir ætluðu að baktryggja sig með því aö hafa mig innan handar. Ég mætti svo fara ef Ramsey gengi til liös við þá. Þessir menn hugsa náttúrlega í engu nema peningum og mér líkuöu ekki þessi vinnubrögð þeirra, þetta auðvirðilega bragð sem þeir hugðust beita mig. Allt sem ég vildi og vil er að fá að leika körfubolta á heilbrigðan og eðli- legan hátt. Svona peningaplotti sem viðgengst í NBA-deildinni hafði ég ekki kynnst áður og haföi ekki sett það í samband viö þann leik að spila körfu- bolta. Ég hef kannski gert mistök þarna, ég veit þaö ekki. Staöreyndin er náttúr- lega sú að atvinnumannadeildin er peningar númer eitt og síöan körfu- boltinn. Þaö veröur bara að viðurkenn- ast, hvort sem manni líkar betur eða verr. En eins og ég segi, ég hafði ekki kynnst peningahliö körfuboltans fyrr. Eg hefði ef til vill betur mátt búa yfir þeir ri reynslu — og þar með komist inn í atvinnumannadeildina, því að þess má geta aö undir lokin hafnaði Ramsey tilboði Milwaukee Bucks. ” — Og þá fóru skólarnir að bjóða í þig, hver af öðrum? , Já, mikið rétt. Ég þótti standa mig það vel í skólaliðinu að málaliðar skólaliðanna fóru fljótt aö spá í mig. Eg fékk tilboð frá mjög þekktum liðum, svo sem Michigan-State-liðinu, Missisippi Valey og Indiana-liðinu. En því miður átti ég ekki kost á að komast í þessi skólalið þegar til kom. Einkunnir réðu því. Ég hafði ekki nógu góð próf frá mínum skóla til að geta gengiö inn í hvaða skóla sem væri. Leið mín lá þvi í annan skóla sem gerði ekki eins miklar kröfur. Það var Central Michigan University, sem staðsettur er í minni heimaborg. Þar lék ég með aðaliiði skólans í þr jú ár, eða þann tíma sem skólavistin tók.” NBA-deildin — Þá hefirðu verið orðinn mjög góður körfuknattleiksmaður, því að aflokinni skólavist færðu tilboö um að leika með sterku liöi í NBA-atvinnu- mannadeildinni frægu. „Það er rétt. Milwaukee Buck-liðið hafði áhuga á mér og vissulega hafði ég áhuga á að komast í það lið og þar með atvinnumannadeildina. Þetta var og er sterkt lið — er um þessar mundir í öðru sæti í NBA-deildinni — og ekki sakaði að borgin Milwaukee er ekki alls fjarri heimaborg minni, rétt handan Michiganvatnsins. En mér líkaði ekki allskostar samningurinn sem f jármálaspekúlant- ar liðsins buðu mér. Mér fannst hann niðurlægjandi fyrir mig, þó þetta „Why not" — Einmitt um þetta leyti færðu til- kynningu frá Islandi aö þarlend lið hafi áhuga á að fá þig til liðs við sig sem þjálfara og leikmann. „Já, það var eiginlega fyrir milli- göngu Dirks Dunbars — sem spilaöi á sínum tíma meö liði stúdenta í úrvals- deUdinni — að ég komst í samband við íslenskan körfubolta. Ég hitti Dirk ein- mitt um það leyti sem ég var að hafna tUboði Milwaukee-Uðsins. Hann spurði mig si sona upp úr þurru hvort ég hefði áhuga á að spila og þjálfa körfubolta á íslandi. „Why not”, var það fyrsta sem hrökk upp úr mér. Ég hafði að vísu enga hugmynd um gæði eða eðU ís- lensks körfubolta þá, en samt fannst mér eitthvað eggjandi við þaö að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.