Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR12. MARS 1983. Hvaðer svona merkilegt við það... að vera flugfreyja? Hvað er svona merkilegt Erna Hrólfsdóttir yfirflugfreyja sýnir væntanlegum flugfreyjum og flugþjóni hvernig raða skuli á bakka. Þetta kannast allir við sem á annað borð bafa komið upp í flugvél. Eruð þið hins vegar viss um hvernig á að gera? Ekki það? Kannski þau tvö eigi eftir að sýna ykkur það í sumar þegar þið farið í sumarfríið til Spánar. Fimm hundruð sóttu um átján stöður... Það er ekki ofsögum sagt að flug- freyjustarfið sé eitt vinsælasta starf meðal kvenna. Karlmenn eru að byrja að átta sig á f jölbreytni þessa starfs en þó ekki nægilega mikiö til að hafa yfir- höndina. Er Flugleiöir auglýstu eftir flugfreyjum og flugþjónum nú nýlega sóttu nær fimm þundruö manns um átján stöður. Að sjálfsögðu er mikill vandi að velja hæfasta fólkiö og munu símar Flug- leiða vera rauðglóandi á meðan á vali stendur. Allir vilja koma sínu aö og á það ekki síst við um mæður umsækj- enda. Flugfreyjustarfið hefur verið vafið ljóma allt frá fyrstu tíð. Ljóminn hefur sennilega sest á starfið þegar fyrstu flugvélarnar komu til landsins. Þama var kjöriö tækifæri fyrir ungar stúlkur að komast til annarra landa sem ekki var á hvers manns færi í þá daga. Öfundaraugu beindust fljótlega að þessari stétt. Flugfreyjumar fengu tækifæri til aö kaupa í útlöndum þaö sem ekki var hægt að fá hér á landi. Þær skáru sig úr í klæðaburði og eftir þeim var tekið. Það var því ekki að ástæðulausu sem augu annarra beind- ust að þeim. Flugfreyjur hafa sjálfsagt þurft aö sitja með ýmsar gróusögur í gegnum tíöina eins og því miöur viröist vera um fólk sem er áberandi. Á okkar tímum þykir það ekki lengur furðu sæta að ferðast um gjörvallan heim. Islendingar era mikið ferðafólk og sjálfsagt varla til sá staður þar sem Islendingur hefur ekki einhvem tíma komið. Erna Hrólfsdóttir, sem er í helgarviötali í blaöinu í dag, á einmitt þá skýringu á þessu að ferðaeðiið sé í okkur öllum af því við búum á eyju. Þrátt fyrir að Islendingar ferðist nú svo mikið sem raun ber vitni hefur glansinn ekki farið af flugfreyjustarf- inu. Starfið er ennþá vinsælt og verður sjálfsagt alltaf. En hvað er það sem er svo merkilegt viö þetta starf að fimm hundruð ungmenni á svipuðum aldri sækjast eftir að komast í það. Með þessum greinum okkar, og ekki síst viðtalinu við Ernu Hrólfsdóttur yfir- flugfreyju, reynum við að gera lesend- um grein fyrir hvernig starfið í raun óg veru er. Svo getur hver og einn dæmt um hvað er svona merkilegt.. . Þar sem umsækjendurnir átján sitja sex vikna námskeiö þessar vikurnar litum við inn til þeirra og tókum þrjá þeirra tali. -ELA Gyða Þórhallsdóttir og Margrét Bjamadóttir flugfreyjur komnar til London en þaðan ætluðu þær til Þýskalands og rifja upp þýskuna. Til Þýskalands að læra þýsku ■ og auðvelda §ér samstarfið við farþega frá Þýskalandi ,,Eg er að fara til Þýskalands í tvo mánuöi. Þar ætla ég einungis að læra þýsku og rifja upp það sem ég lærði í skóla,” sagði Gyöa Þórhallsdóttir en hún og Margrét Bjarnadóttir voru aö halda utan til frekara náms. Þá er einnig ein önnur flugfreyja í námi er- lendis, í Frakklandi. Flugfreyjurnar fara í námið á eigin vegum. Gyöa ætlaði aö nota sumarfrí, vetrarfrí og frí sem hún átti inni en Margrét tók sér launalaust frí. „Með því aö fara þetta gerum við starfið okkur léttara. Eg lærði þýsku í skóla en það er einhvem veginn þannig að maöur lærir best í viðkomandi lönd- um, auk þess er þetta mikil tilbreyting. Það eru mjög margir Þjóðverjar sem ferðast með okkur og þá er ekki verra að geta rætt viö þá á þeirra eigin tungu. Eg hef reyndar farið í svona skóla áður. Eg fór til Spánar fyrir fimm árum til að læra spænsku og fékk mikið út úr þeirri ferö,” sagði Gyða. Hún hefur starfað sem flugfreyja hjá Flugleiðum í átján ár. En af hverju valdi hún sér fiugfreyjustarfiö? „Af því að mig langaði að ferðast. Eg fór tíl Englands í skóla og þegar ég kom heim langaðí mig að feröast meira. Þegar ég byrjaði höfðu flug- freyjur viðdvöl í Kaupmannahöfn, London, Amsterdam og svo aftur í Ameríkufluginu, New York, Chicago, og Porto Roz. Nú er minna um þaö aö maður dvelji á hverjum stað en píla- grímaflugið bætir þaö upp. Ég hef far- ið í það á hverju ári. Þannig hefur maður séð staði eins og Nígeríu, Alsír og Indónesíu, svo eitthvað sé nefnt,” sagðiGy^a. — Nú eruð þið tvær að fara í sama skólann. Verðið þið þá ekki mikið saman? „Það era eingöngu útlendingar í þessum skóla og við verðum ekki í sama bekk. Viö ætlum að reyna að hitt- ast sem minnst og helst ekki oftar en einu sinni í viku þannig að við lærum sem mest,” sagði Gyða Þórhallsdóttir. i -ELA. Það þarf að halda hunn- áttunni við... — endurmenntnn i lugfreyja stöðugtígang! Ekki verður sagt um flugfreyjur að þær séu ómenntaðar. Strangar kröfur eru gerðar um menntun, kunnáttu og ekki síst tungumálakunnáttu. Og í starfi sínu veröa þær aö halda við þeirri kunnóttu. Nýlega stóðu Flugleiðir fyrir námskeiðí fyrir alla sína starfsmenn sem á einhvern hátt vinna viö flugið. Var þetta kallaö já- kvæöisnámskeið og haldiö aö fyrir- mynd SAS flugfélagsins. SAS hefur einmitt verið mjög framarlega í öllu námskeiöahaldi hvaö varöar flug- starfsfólk. Jákvæðisnámskeiöiö var haldið til að gera starfsfólk Flugleiða jákvæðara eins og nafnið á námskeiöinu gefur til kynna og til aö benda á margt það sem betur má fara í framkomu við viðskiptavinina. Námskeíðið var haldið fjórum sinnum, þanníg að allir starfsmenn gætu sótt þaö og reyndist áhuginn gífurlegur. Það vár starfs- maður SAS sem sá um kennslu. Flugfreyjur þurfa ennfremur aö sitja upprifunarnámskeið í öryggis- búnaöi flugvéla á hverju ári. Sem betur fer kemur sjaldan fyrir að grípa þurfi til hans en þaö er ekki síst þess vegna sem nauðsynlegt er að rifja upp öryggisbúnað og það sem honum við- kemur. Farþeginn á alltaf að vera viss um að flugfreyjan viti hvernig skuli bregðast við ef eitthvaö kemur fyrir. Flugfreyjur fara einnig sjálfar og á eigin vegum í endurmenntun. Tvær eru nú í Þýskalandi aö rifja upp þýsku- kunnáttu og ein í Frakklandi. Viö spjölluðum viö Gyðu Þórhallsdóttur áður en hún lagði upp til Þýskalands og fer spjall hennar hér áeftir. -ELA. Mynd þessi var tekin er jákvæðisnámskeiö fyrir starfsfólk Flugleiða stóð yfir á Hótel Loftleiðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.