Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Side 11
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. 11 um samband þeirra Elvis. Hún hefur ekki látiö móðan mása um hann og líf hans, eins og svo margir vina hans og kunningja eftir að hann var allur. Þvert á móti. Hún hefur ekki viljað vera í sviðsljósinu. Og enn síður hefur hún reynt að græða á því að hafa verið eiginkona Elvis. Hún erfði ekkert eftir hann. Aftur á móti erfði dóttir þeirra, Lisa Marie, næstum allt. En nú virðist sem Priscilla sé að taka við sér. Loksins er hún nógu sjálfstæð til að vera annaö og meira en fyrrverandi konan hans Elvis. Undanfarin ár hefur hún stundaö nám við leikskóla í Los Angeles og nú hefur hún fengið sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Henni hefur boðist fjöld- inn allur af hlutverkum gegnum tíðina, en aldrei fyrr hefur hún slegið til. ,,Ég veit að þeir sem sjá mig núna á hvíta tjaldinu munu líta mig mjög gagnrýnum augum,” segir hún. „Og Priscilla er mikil iþróttakona. Hér er hún að læra að kafa. ég veit líka aö margir munu segja sem svo: Hún heldur að hún geti leikið, bara af því að hún heitir Presley. Þess vegna verð ég að standa mig vel. Og þetta er tækifærið til að sýna hvað í mér býr. Hins vegar er ég ekki reynd leik- kona, langt frá því. En ég hef alltaf haft áhuga fyrir kvikmyndum. Þessi mynd, sem ég er að leika í, heitir „Comebaek” og það er Michael Landon sem leikur á móti mér. Og ég vona bara að mér takist vel upp. Þegar Elvis var aö leika í kvik- myndum var ég vön að fara meö honum í upptökur, en mikið hefur breyst síðan. Hann átti það til að láta taka sama atriöiö upp 20 sinnum. I mínu tilviki verður eitt skot að nægja, fjárhagurinn leyfir ekki meira. Og þetta hefur reynst mér erfitt því ég vil hafa allt sem ég tek mér fyrir hendur fullkomið.” Það varást við fyrstu sýn I sex ár bjuggu þau Elvis og Pris- cilla saman. Þau hittust þegar hún var 14 ára gömul og það var ást við fyrstu sýn. Elvis var alla tíö hræddur um að missa Priscillu og vakti því yfir hverju fótmáli hennar. Afleiðingin varð sú að hún varð mjög háö honum og gat ekkert gert eða ákveðið nema hann væri með í ráðum. „Eg fékk aldrei tækifæri til að vera sjálfstæð manneskja,” segir Pris- eilla. Elvis sá fyrir öllu og um allt. Hann vakti yfir mér dag og nótt. Ég fékk aldrei að fara neitt ein og við hittum eiginlega aldrei fólk. En þessi umhyggja hans var ekki af illum hug. Þetta var hans máti að sýna mér ást og virðingu. En þar kom að éggatekkimeira. Þeir voru margir sem ekki skildu hvers vegna ég gafst upp á hjóna- bandinu og lúxúslífinu. Ekki síst vegna þess að okkur þótti vænt hvoru um annað, en það var ekki um annað að gera fyrir mig, ég vildi fá eitthvaö annað og meira út úr lífinu.” Rak verslun um tíma Þótt hugur Priscillu hafi lengst af hneigst til kvikmyndanna var það ekki það fyrsta sem hún tók sér fyrir hendur eftir skilnaðinn. Hún opnaði litla verslun þar sem hún seldi föt sem hún hannaði sjálf. Besta stoð hennar og stytta á þeim árum var Lisa dóttir hennar. „Lisa Marie er fyrirmyndar bam,” segir Priscilla. „Hún er orðin 14 ára en enn veit hún ekki hvað hún vill. En hún hefur tímann fyrir sér og ekki ætla ég aö hafa áhrif á hana í þá átt. Aftur á móti reyni ég að vernda hana. Við vitum báðar að það er alltaf til fólk sem vill vingast við hana einungis af því að hún er Presley. Eg reyni hvaö ég get að vernda hana frá slíku fólki. Og ég held aö aliir vinir hennar og kunningjar sem hún umgengst núna geri þaö. Eg fylgist auðvitaö ekki meö hverju fótmáli hennar. Og alls ekki þegar ég er aö leika, þá kem ég henni fyrir hjá foreldrum mínum. Faðir hennar var stjama. Og hvaö verður ef móðir hennar verður það líka? Þaö er erfitt að vera bam þekktra foreldra. Ég hef lært af reynslunni. Og Lisa vonandi líka. Ég held aö ef við leggjum okkur báöar f ram getum við forðast gildmmar.” „Varrósí hnappagati Eivisl" Priscilla er mikill íþróttaunnandi. Hún stundar leikfimi af lífi og sál og sund af kappi með meiru. „Ég hugsa mikiö um útlitið enda lærist manni það eftir tuttugu ár í sviðsljósinu. Og rómantík er mér mikils virði,” bætir Priscilla við. Þessa stundina er vinur Priscillu Michael nokkur Edwards, fyrrum tískusýningarmaður en hyggur nú á frama á hvíta tjaldinu. Þau hafa verið saman í fjögur ár. „Samband okkar er mjög gott,” segir Priscilla. „Eg krefst mikils af þeim sem ég er með. Eg var bara rós í hnappagati Elvjs og ég ætla ekki að verða það aftur i nokkurs manns hnappagati,” segirhún. FLOT KRAFTUR I Nýi flotteinninn frá Hampiðjunní heítir KRAFTFLOT. Fléttuð er kápa úr kraftþræðí utan um flotköggla, bæði kulur og sívalnínga. Um tvær gerðír Kraftflots er því að velja. Teínninn er lípur í notkun, hann hringast vel vegna lögunar flotanna og þolír allt að 250 faðma dýpí. Uppdríf hans er 5-6 kg og slítstyrkur 3 tonn*. *Við hvetjum menn þó eindregið til að hlífa teininum víð svo miklum átökum, því annars geta flotin aflagast og misst við það nokkuð af flothæfi sínu. HAMPIÐJAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.