Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. 9 flytjast til Islands — næsta ókunnugs lands í mínum augum — og kynnast körfuboltanum þar. Nú, Dirk kvaöst geta útvegað mér lið á Islandi að leika með, og þar með sló ég til. Hann talaöi vitanlega fyrst við sitt gamla lið I.S., en þaö var eitthvað tregt til svo aö hann leitaöi til Framara. Þeir hugsuðu sig um nokkra stund, en ákváðu svo að fá mig til liðs við sig.” — Rétt áður en þú áttir þessar örlagaríku samræður við Dirk Dunbar barst þér tilboð frá Portland Trail- Blazers, atvinnumannaliðinu sem Pétur Guðmundsson lék forðum með. Af hver ju tókstu ekki því tilboði? „Það er skrítin saga að segja frá því. Eigandi liösins hringdi heim — ég var ekki við — og talaði við móður mína og sagöist vera með tilboð í mig. Hún skráði niður eftir honum að ég ætti að mæta á fund með liðsstjórninni klukkan átta að kvöldi þessa dags. Eg tók svo einfaldlega vitlaust eftir tíma- setningunni þegar móðir mín bar mér tíðindin þegar ég kom heim seinni hluta dags; stóð í þeirri meiningu að ég ætti að mæta á nefndan fund klukkan átta næsta morgun en ekki um kvöldið. Forráðamenn f élagsins hafa svo senni- lega ályktað að ég væri ekki til viðræðu um þetta tilboð þeirra þar eð ég mætti ekki þetta tiltekna kvöld til skrafs og ráðageröa. Þannig fór það tækifæri út umþúfurhjámér.” Millilending! — Þú kemur svo til Islands í septem- ber árið 1981. Svo ég spyrji frumlegrar spumingar eða hitt þó heldur: Hvemig kom Islandið þér fyrir sjónir? „Þegar flugvélin lenti á Keflavíkur- flugvelli, hélt ég raunar að hún væri að millilenda á einhverjum afskekktum stað norður í Atlantshafi. Aö minnsta kosti datt mér ekki í hug aö spilaður væri körfubolti á því landi sem ég sá út um flugvélargluggann: Hvergi tré, ekkert nema möl og grjót og hellirigning í þokkabót. En þetta var þá sem sagt Island.” — Þetta hefur verið nokkurs konar menningarsjokk? „Ekki segi ég það nú alveg, enda fór mesti hrollurinn að fara úr manni eftir að til Reykjavíkur var komið og ég sá hversu vingjamleg borg þetta er. Aö vísu sá ég enga stráka spila körfubolta á götum úti eöa í húsasundum, en aö öðru leyti kom umhverfið mér ekki svo spánskt fyrir sjónir.” — Svo við höldum aöeins áfram meö Island — og þá kannski Islendinga. Hvemig lið er þetta sem byggir landið að þínumdómi? „Mér líkar fólkið. Það er vingjam- legt, mjög blátt áfram og eðlilegt. Svo finnast mér Islendingar líka einstak- lega gestrisnir. Samanborið við Bandaríkjamenn, þá vinna Islendingar mun meira og lengur. Þeir eru enda óþreytandi við allt sem þeir taka sér fyrir hendur. Mig furðar stundum á því hvað þeir leggja hart að sér. Þeir verða eflaust að gera það. Það er dýrt að lifa á Is- landi.” — Helsti ókostur þess að búa á Islandi fyrir utan verðbólguna! ? „Þaö er veðráttan — og kannski ekki síst þetta langa skammdegi sem vofir yfir landinu mestan hluta ársins. Þaö er s vo svæf andi og þrengir að manni. ’ ’ ör kynslóðaskipti — En snúum okkur að starfi þínu, körfuboltanum. Þú leikur ekki aðeins hérlendis heldur þjálfar einnig. Hvaða álit fékkstu á íslenskum körfubolta fyrst eftir að þú hófst þjálfun hér? ,,Eg verð að viðurkenna að mér fannst hann ekki eins góður og ég bjóst við. Það voru einkum ýmis tækniatriði sem mér virtust standa leikmönnum fyrir þrifum. En auðvitað eiga Islendingar marga mjög frambærilega körfuknattleiks- menn, marga stráka sem eiga að geta náð langt ef þeir fá tækifæri. En þau vantar tilfinnanlega. Körfuboltinn er ekki tekinn nógu alvarlega hérna. Menn eru að vinna þetta átta til tíu tíma á dag og síðan að mæta á kannski tveggja stunda æfingar. Þetta er til þess að mjög ör kynslóðaskipti verða í körfuboltanum. Sífellt eru góðir körfuboltamenn að leggja skóna á hill- una, tiltölulega ungir menn, sem einfaldlega þola ekki það álag sem á þeim er. Þar kemur einnig til að hvatningin er lítil að þeir haldi áfram. Stærsta vandamál íslensks körfu- bolta er svo ef til vill aðstöðuleysi hans. Það er erfitt að fá æfingaað- stöðu, jafnvel fyrir meistaraflokkana, hvaö þá fyrir þá yngri sem fá kannski ekki tækifæri til að leika nema einu sinni yfir veturinn. Það segir sig sjálft að körfuboltinn á mjög erfitt uppdrátt- ar við þessar aöstæður. Þarna kemur íslenska veðráttan inn í myndina. Það er ekki hægt aö leika körfubolta héma úti undir berum himni til jafns við það sem gert er í Bandaríkjunum. Þar gefast alls staöar svæði og veður til að spila körfu.” — Það er væntanlega erfitt að bera saman íslenskan og bandarískan körfubolta? ,,Já, það er tilfelliö. Andstæðurnar eru ríkar ef við berum til dæmis saman bandarísku atvinnumannadeildina og íslensku úrvalsdeildina. I NBA-deild- inni er körfuboltinn hrein viðskipti og leikmönnunum — sem yfirleitt hafa fæðst með boltann í hendinni og varla alist upp annars staðar en innan körfu- knattleiksvallarins — er enginn miskunn sýnd. Ef menn sýna ekki sína sterkustu hliö í leik, detta þeir umsvifalaust út úr liðunum. Það er hvort eö er til nóg af frambærilegum leikmönnum í þeirra stað. Hér á landi eru ekki peningar inni í myndinni og það gerir gæfumuninn. Það er reynt að vinna úr því sem til fellur — og lítið umframþað.” Eins og ballett — Atvinnumennska og áhuga- mennska skapar tvo ólíka körfubolta- leiki!? „Það er vissulega frábrugðið að leika sem atvinnumaður eða einvörð- ungu vegna áhugans. Hraðinn, harkan og miskunnarleysið er það sem gildir í atvinnumennskunni, á meðan það er einkum bræðralagið, liðsandinn og kannski helst leikgleðin sem einkennir áhugamennskuna. Hvort heldur sem er, þá f innst mér alltaf jafngaman að leika körfubolta. Eg sem mig einfaldlega að aðstæðum hverju sinni.” — Hvað er þaö við þennan leik sem fær þig til að spila körfubolta? „Þetta er skemmtilegur leikur. Hraöi hans hrifur mann. Körfuboltmn býr yfir svo mikilli og fjölbreyttri hreyfingu, svo skemmtilegum „rythma”. Hann er ekki ósvipaður dansinum eöa jafnvel ballett; hreyfingin er það margbrotin. Þetta er meðal annars það sem gerir körfu- knattleikinn töfrandi. ’ ’ Frístundir — Þessu næst víkjum við Brazy talinu að honum sjálfum, einkalifi hans og hvernig hann ver sínum frí- stundum. Brazy er trúlofaður íslenskri stúlku, Helgu. Brazy segir þau ekki vera búin aö gera upp hug sinn hvorum megin hafsins þau ætli aö setjast aö. Bæði löndin, Island og Bandaríkin, komi jafn vel til greina. En allt sé óráöið í þeim efnum ennþá. En frístundirnar...? „Eg les óskaplega mikið,” segir Brazy. „Reyni að komast yfir flest bandarísku tímaritin til að kynna mér hvað er að gerast heima. Einnig les ég ýmiss konar skáldrit, afþreyingarlegs sem listræns eölis. Ég fer líka mikiö í kvikmyndahús og skrepp í sund af og til." — Hvað um tónlist? „Eg er eiginlega alæta á tónlist. Hlusta bæði á djass og rokk, pönk og blús. Það fer allt eftir því í hvemig skapi ég er í á hver jum tíma.” — Islenska sjónvarpið? „Dagskrá þess er ekki svo afleit,” segir Brazy og heldur áfram: „Iþrótta- þættirnir eru góðir, sérstaklega þeir síðustu þegar sýnt var frá úrslitum NBA-deildarinnar. En mér leiðist Dallas. Eg er orðinn óskaplega þreyttur á þeim mynda- flokki — og er hissa hvað Islendingar nenna að halda áfram að horfa á hann.” — Vinir? „Já, ég á nokkra íslenska vini, fáa en góða félaga. Það er kannski dýrmæt- astafþessuöllu.” -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.