Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. 5 ai> vora flug'freyja? Örugg- lega ekkl leikara- skapur „Ég haföi áhuga á fjölbreyttu og lifandi starfi og haföi mikinn áhuga á aö fá þetta starf,” sagöi Þórdís Erla Ágústsdóttir 21 árs. Hún varö stúd- ent um jólin úr Menntaskólanum við Hamrahlíð en hefur undanfariö starfaöá útsölumarkaði. ,,Ég held aö þetta starf gefi manni kost á að kynnast mörgu fólki. ” — Var inntökuprófið erfitt? „Ekkert sérstaklega en þó erfið- ara en ég bjóst viö og haföi heyrt um prófiöífyrra.” — Hvemig hefur þér fundist aö vera á námskeiðinu? „Mjög skemmtilegt. Kannski erfitt þegar maöur er búinn að vera í vinnu allan daginn og er þreyttur. Ég er líka í ýmsu félagsstarfi og það er eiginlega ekki mikiö eftir af sólar- hringnum. Þaö er nauösynlegt aö hafa nám- skeiðiö því þaö á aö vera alvara í þessu starfi, ekki neinn leikara- skapur.” — Hefur þú oft ferðast meö flug- vél? „Já, nokkuð oft. Eg hef þá tekið eftir flugfreyjunum en ég held aö ég hafi ekki verið svokallaður erfiöur farþegi.” — Heldur þú aö flugfreyjustarfiö sé erfitt? „Eg býst viö aö þaö sé erfitt. Þetta er mikiil þeytingur og örugglega enginn leikur enda lít ég ekki á flug- freyjustarfiðsemslíkt.” -ELA Jafnrétti ábáða bóga „Eg sótti eiginlega bara um af for- vitni. Eg hef gaman af að feröast og svo kemur inn í þetta líka aö vinnu- tíminn er ekki þessi hefðbundni frá 9—5. Annars hefur verið mjög gam- an á þessu námskeiði,” sagöi Gunn- laugur Gunnlaugsson, verður tvítug- ur í vor, er hann var spurður hvers vegna hann hefði sótt um. „Annars finnst mér dálítið skrýtiö aö ekki skuli vera fleiri karlmenn. Viö erum aðeins tveir af átján. Að vísu vorum viö þrír en einn hætti og stelpa kom í staöinn. Þetta starf gefur manni gott tæki- færi til aö ferðast og þetta er aöeins byrjunin hjá mér því ég er ákveðinn í aðfaraíflugnám.” Nú ert þú í Menntaskólanum viö Sund. Er ekki erfitt að sitja nám- skeiðið með skólanum? „Það er svolítiö strembið. Annars hef ég heillast af þessu. Viö erum aö vísu rétt að fara í gang, höfura fariö inn á björgunarstarf flugfreyja og flugþjóna og reglur og umgengni,” sagðiGunnlaugur. — Er flugfreyjustarfiö ekki kvennastarf? „AUs ekki, alls ekki. Þetta var kallaö kvennastarf en jafnréttið veröuraöveraábáöabóga.” -ELA Langar meira að verða hlaðfreyja „Eg er í Kennaraháskólanum en sótti um þetta starf sem sumar- vinnu,” sagði Anna Olafsdóttir 20 ára. ,,Eg hef áður unniö á sumrin viö þjónustustörf á hótelum en ég tel aö ég fái mikla tilbreytingu út úr flug- freyjustarfinu. Ætli þaö hafi ekki veriö ferðaáhuginn sem rak mig til aö sækja um þetta starf,” sagöi Anna. Hún sagði aö prófiö sem þau hefðu þurft að taka heföi verið nokkurs konar þekkingarpróf. „Viö þurftum að svara spumingum um almenn atriöi, til dæmis hver væri íþrótta- maður ársins og þess háttar. Síðan áttum viö að þýða íslenska grein yfir á eins mörg tungumál og viö gátum. Þegar útkoman var séö fórum viö í viðtal og síöan var vabö úr þeún sem komuíþaö.” — Er margt sem þiö læriö á þessu námskeiöi? „Já, námskeiöiö stendur yfir í sex vikur, á hverju kvöldi, og við lærum sitt af hverju. Til dæmis um öryggis- búnað, þjónustulund, lítilsháttar í veöurfræði og margt, margt fleira.” — Er ekki erfitt að sitja nám- skeiöiö jafnframt skólanum? „Jú, annars er þetta alit svo nýtt og skemmtilegt sem við erum aö gera hér. Þetta er samt strangt og viö verðum aö mæta á hverju kvöldL” — Langar þig aö gera flugfreyju- starfiö aðævistarfi? „Eg veit ekki. Mig hefur alltaf langaö til aö vera hlaðfreyja, jafnvel meira en flugfreyja, en þaö er ekki svo auövelt að komast í það starf,” sagöi Anna. Hún var búsett um ára- bil bæði í Belgíu og Frakklandi og talar frönskuna eins og Frakkar. -ELA Texti: Elín Albertsdéttir Myndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson og Gunnar V. Andrésson % FERMINGARGJOFIN í ÁR Rúm m/útvarpi, klukku, segulbandi, bókahillu og dýnu. EFNI: BEYKI VERÐ KR. 12.960,- ÁKLÆÐI: RÚSKINNSLÍKI handa fermingarbarninu SENCOR STEREO FERÐATÆKIN Sencor S 4440 Kr. 5.695,- Sencor S 4370 Kr. 5.540,- Póstsendum SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN Síðumúlo 2 — Simor 39090, verslun og 39091, verkstæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.