Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Page 12
12 DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983 Löngun manna til ad klífa fjöll, sigra þau og hreykja sér á hœsta tindi, hefur sjálfsagt verid svo lengi til sem mennirnir hafa gengid upp- réttir. Pau eru fá, efþau eru þá einhver, fjöllin á jördinni sem menn hafa ekki klifið. Eins og gefur að skilja freista hœstu fjöllin mest. Það sem stendur hoest yfir sjávarmáli í álfunni Afríku nefnist Kilimanjaro. Það er staðsett í ríkinu Tanzaníu við austurströnd Afríku og hœsti tindur þess telst vera rétt tœpir sex þúsund metrar á hceð. Það fjall kleif Gunnar Leví Gissurarson síðastliðið sumar. Hann hefur búið í Tanzaníu síðastliðin þrjú ár ásamt fjölskyldu sinni, Huldu Kristinsdóttur og börnunum Kristni Má og Gissuri Erni. Gunnar Leví, sem er tcekni- frceðingur að mennt, starfar þar við samnor- rœnt þróunarverkefni,, The Nordic Project For Co-operative And Rural Development In Tanzania”. Þetta verkefni er fjármagnað af öll- um Norðurlöndunum fimm en er undir stjórn Danida, deildar í danska utanríkisráðuneyt- inu. Borgin sem fjölskylda Gunnars býr í, nefnist Iringa. Hún er byggð upp á mikilli hásléttu inni í miðri Tanzaníu í rúmlega fimmtán hundruð metra liaeð. Þar býr, að sögn Gunnars, þjóð- flokkur sem nefnist Wahete, miklir stríðsmenn og eru þeir frœgastir fyrir harða og öfluga mót- spyrnu gegn Þjóðverjum um síðastliðin alda- rnót, þegar nýlenduveldi þeirra stóð sem hœst. Það var á þjóðhátíðardegi fslendinga, sautjánda júní, í hófi sem íslendingar í Tanzaníu héldu, að Gunnar ákvað að klífa Kili- manjaro. Guðrún Stefánsdóttir, sem einnig var stödd í þessu hófi, hreifst af hugtnynd Gunnars og ákvað að skella sér með honum. Ferðasaga þeirra upp á hcesta fjall Afríku fer hér á eftir í máli og myndum. — hæsta ffjuil Afríku klifið með þeim Gunn eg Guðrúnu Stet Burðarkarlarnir þurftu að bera um fjörutiu kílóa byrði þá fimm daga sem fjallgangan tók. Hér sjást tveir þeirra með byrðar sinar. A toppnum. Gunnar Leví Gissurarson ásamt tveimur leiðsögumönnum á Gilmans Pont á Kilimanjaro. Hæðin er fimm þúsund sex hundruð áttatíu og fimm metrar yfir sjávarmáli, vindhraðinn um átta stig, hitastigið um fimmtán gráðu frost — og súrefnið að anda að sér frá- leitt mikið. Feröin frá Iringa hófst þann tuttug- asta og annan júní 1982. Borgin Iringa er í um þúsund kíómetra f jarlægö frá fjallinu mikla, yfir slæma vegi og veg- leysur að fara og str jálbýl og frumstæð landsvæði. Eftir dags keyrslu komum við til höfuðborgar landsins, Dodoma. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að gera Dodoma að höfuöborg landsins en borgin er með þeim ósköpum gerð að vatn og rafmagn finnst þar varla og telst til munaðar. Þar er vatn jafnvel selst á svartamarkaðsverði. Þar liggja líka fínir vegir út í eyðimörkina þar sem byggja á ráðuneyti, sendiráö og aðrar stjórnarbyggingar en enginn af þessum aðilum hefur ennþá lagt út í framkvæmdir. Reykingar og vín- drykkja skorín niður Næsta dagleið er frá Dodoma til Arusha. Á leiðinni yfir hinar víðáttu- miklu og heillandi Masai-sléttur tapast hljóökútur og púströr undan Land Rovernum og demparagúmmí gefa sig. Borgin Arusha var valin sem aðal- stöðvar Austur-Afríkubandalagsins og þá byggðar miklar hótel- og ráðstefnu- hallir. Nú, eftir aö sá bandalags- draumur rann út í sandinn, eru þessar byggingar mest notaöar af ferðamönn- um sem þangað koma að skoða ein- hverja stærstu og fegurstu þjóðgarða í Afríku og eitthvert fjölskrúðugasta dýralíf í heimi. Næstu dagar eru notaðir til af- slöppunar og undirbúnings undir fjall- gönguna. Meðal undirbúnings- ráðstafana voru sígarettureykingar skomar niður úr tveimur og hálfum pakka á dag í einn pakka og vín- drykkja niður í tvo bjóra og eitt viskíglas á dag. Sökum sjálfselsku og leti tókst ekki að hefja neinar líkams- æfingar fyrir fjallgönguna og þær látn- ar bíða þar til á hólminn var komið. Hafði röit ófáar ferðir upp á fjaiiið_________ Þann tuttugasta og sjötta júní var svo ekiö fá Arusha til Moshi, en borgin Moshi stendur við rætur Kilimanjaro. Þar var gist á Marangu-hóteli sem ber keim af gömlu nýlendutímunum. Eftir að hafa ráðiö allan þann mannskap og útvegað vistir og annan útbúnað, sem til ferðarinnar þurfti, fórum við til fundar við ævagamla þýska konu. Mér datt strax í hug antik þegar við hitt- umst en sú gamla vissi sínu viti og var auðheyrt aö hún hafði rölt ófáar ferðir upp á f jalliö. Hún var mjög elskuleg og hélt fyrirlestur um fjalliö bæöi í máli og myndum og gaf okkur holl ráð. Árla morguns hinn tuttugasta og sjöunda júní kemur sú gamla og yfirfer allan okkar útbúnaö og skipuleggur pökkun. Fyrst er pakkað í koddaver, síðan í hveitipoka, þar næst í plastpoka og loks í strigapoka. Hver poki vegur fjörutíu kíló. Gamla konan segir okkur af tveimur Norðmönnum sem eru að leggja á fjallið þennan sama morgun og við ákveðum að vera í samfloti. Okkur brá heldur í brún er viö sáum svo Norðmennina, því þeir voru báðir stórir og stæltir og þaulvanir fjall- göngumenn með nýtískulegan útbún- að. Mér varð þá hugsað til skældu gönguskónna, götóttu síðu nær- buxnanna, gatslitnu ullarsokkanna og gömlu bresku hermannaklæðanna frá fyrri heimsstyrjöldinni sem engan veginn pössuöu mér — og jafnvel var ekki búiö að gera við kúlnagötin á. Þessi föt höföum við leigt hjá þeirri gömlu því hér um slóðir á enginn hlý föt. Eftir að allri skriffinnsku og öörum formsatriöum er fullnægt er lagt af stað. Fársjúkur maður ______með fjaiiaveikina_________ Við erum fjórir fjallgöngumenn sem leggjum af stað með þrjá leiðsögumenn og tíu burðarkarla. Hver þeirra ber sinn fjörutíu kílógramma strigapoka á hausnum með mat, föt- um, svefnpokum, teppum, matar- áhöldum, steinolíu og lömpum. Við göngugarpamir fjórir berum hins veg- ar lítinn bakpoka hver, um fimm kíló- gramma þungan, meö klósettpappír,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.