Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Qupperneq 5
DV. MÁNUDAGUR18. APRIL1983. 5 Ummæli fólks í könnuninni: „Erfítt iþessum frumskógi” )fAllt almennilegt fólk hlýtur aö kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eftir aö hafa séö hvemig þessi ríkisstjóm hefur komiö fram,” sagði kona á Reykja- víkursvæðinu, þegar hún svaraöi spumingunni í skoðanakönnun DV. „Það em alveg hreinar linur. Eg kýs Sjálfstæðisflokkinn,” sagði önnur. ,4Cýs Sjálfstæðisflokkinn, er of vana- bundin til að fara að skipta um skoð- un,” sagði kona úti á landi. „Mér hefur fundist gegnum tíðina, að Sjálfstæðis- flokkurinn væri eini flokkurinn sem eitthvað hefur látið kveöa að sér,” sagði karl úti á landi. ,JViér líkar mjög vel við það sem Hvemig skiptast hinir óákveðnu? Sú spuming er brennandi, hvort unnt sé að komast nær því að ráða í hvemig hinir óákveðnu í svona skoðanakönnun muni skiptast, mið- að við fyrri reynslu. DV sneri sér í því sambandi til Þorvalds Búasonar eðlisfræðings, sem hefur kannað þessi efni. Reynslan af fyrri könnun- um DV, sem gerðar hafa verið með sömu aðferðum og nú, hefur verið sú að Sjálfstæðisflokkurinn eigi til dæmis lægra hlutfall meðal hinna óákveðnu en hann hefur átt meöal þeirra sem taka afstöðu. Fram- sóknarflokkurinn hefur haft hærra hlutfall meðal hinna óákveðnu en hinna ákveönu og sama hefur gilt um Alþýðubandalagið. Þorvaldur Búa- son hefur reiknaö þessar tilhneiging- ar, miðað við fyrri reynslu, og sam- kvæmt formúlum hans gætu niður- stöður þessarar síðustu skoðana- könnunarþýtt að úrslit kosninganna y röu sem hér segir: Alþýðuflokkur 6,8% Framsóknarflokkur 25,0% Bandalagjafnaðarm. 9,1% Sjálfstæðisflokkur 34,8% Alþýðubandalag 17,5% Kvennaframboð 6,0% BB-listi 0,5% T-listi 0,3% Yrðu úrslitin þessi, fengi Alþýðu- flokkurinn 4 þingmenn. Framsókn fengi 15 miðaö við atkvæðahlutfall, sem samsvaraði 16 eða 17 vegna kjördæmaskipunarinnar. Bandalag jafnaðarmanna fengi 5. Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 22 miðaö við at- kvæðahlutfall eða 21, þegar tillit væri tekið til kjördæmaskipunarinnar. Al- þýðubandalagið fengi 11 miöaö við atkvæðahlutfall og 10, þegar kjör- dæmaskipunin hefur verið tekin í dæmiö. Kvennaframboðiö fengi 3 þingmenn. Þar sem sum framboðin eru ný, hefur Þorvaldur reiknað hugsanlegt fylgi þeirra miðað við þá útkomu, sem orðið hefur í fyrri könn- unum hjá framboðum utan gömlu flokkanna f jögurra. HH Framsóknarflokkurinn hefur gert,” sagði kona úti á landi. ,,Ég hef kosið Framsókn frá því ég byrjaði að kjósa,” sagði 75 ára gömul kona úti á landi. „Framsóknarflokkurinn er ill- skástur,” sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Það er svo erfitt að gera upp hug sinn í þessum frumskógi. Trúlega kýs ég þó Alþýöubandalagið,” sagði karl úti á landi. „Kýs G-lista, því að þeir eru á móti hernum,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. ,,Kýs Alþýðu- bandalag, því þar er álmálið ofar- lega,” sagði karl á Reykjavíkursvæð- inu. „Vilmundur viröist traustvekjandi,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Ég myndi kjósa Vimma, það er allt klárt meö það,” sagði karl á Reykja- víkursvæöinu. „Mér lízt ekkert á þetta stjórnarfar. Ætli ég kjósi ekki Vil- mund,” sagöi kona í sveit. „Ég slæ á kvennaframboðið, þannig stendur það í dag,” sagði karl á Reykjavíkursvæð- inu. „Kvennalistann. Ég styð alltaf konur,” sagði kona á Reykjavíkur- svæðinu. „Ég kýs kvennalistann, en þaö get ég svarið að það þyrði ég ekki að segja þér ef bóndi minn heyrði til,” sagöi öldruö kona á Reykjavíkursvæð- inu. „Alþýðuflokkurinn er ekki góður, þó skástur af þeim,” sagði karl úti á landi. „Ég kýs hana Sigurlaugu mína aösjálfsögðu,” sagðikarlá Isafirði. Flytjast til Danmerkur? „Þetta eru allt sömu asnarnir,” sagði kari úti á landi. „Eg er alveg ruglaður á þessu. Það stendur ekki á loforðunum og það stendur heldur ekki á svikunum hjá þessum háu herrum,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Þaö er nóg að ákveða sig daginn sem maður fer á kjörstað,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Ég er skúffuö á svo mörgum. Þetta er allt vonlaust. Ég er að hugsa um að flytjast hreinlega til Danmerkur,” sagði kona á Reykja- víkursvæðinu. „Ég veit bara það að ég kýs ails ekki gömlu flokkana. Þeir lofa öllu en svíkja allt,” sagði karl úti á landi. „Ég hef ekki trú á neinum,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Ég er algerlega óákveðinn, stend á núlli,” sagði karl á Reykjavíkursvæð- inu. „Ég ætla engan að kjósa. Eg er ekkert spennt fyrir þessum kosning- um,” sagöi kona á Suðurlandi. „Eg er ósammála öllum flokkum. Mér finnst þeir hæla sjálfum sér alltof mikið,” sagði kona á Norðurlandi. „Þetta eru allt sömu aumu grautarpungarnir,” sagöi karl úti á landi. „Mér finnst þetta allt botnlaust,” sagöi kona á Austur- landi. -HH REVÍULEIKHÚSIÐ Hafnarbíó Hinn sprenghlægilegi gamanleikur KARLINN I KASSANUM Vegna óstöðvandi aðsóknar veröur enn ein aukasýning á þriðjudagskvöldkl. 20.30. Miðasalan opin frá kl. 16—19 alla daga. Sími 16444. SÍÐAST SELDIST UPP MICHELIN R4DIAL ERLMÝKRl OG E\T)AST MIM LE\GIR Michelin Radial dekk eru mjúk og með breitt yfirborð, sem gefur gott grip ogeykur öryggi í akstri. Michelin Radial dekk laða fram bestu akstureiginleika hvers bíls. , UMBOÐ ISDEKKHF Smiðjuvegi 32 - Kópavogi Sími78680

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.