Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Side 8
8 DV. MANUDAGUR18. APRlL 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Danskurákæröur fyrirnjósnir Danskur blaöamaöur, sem hand- tekinn var af v-þýsku lögreglunni fyrir njósnir í þágu A-Þjóðverja, kemur fyrir rétt á morgun. Flemm- ing Sörensen, fyrrum formaður samtaka útlendra fréttamanna í Bonn, er sakaður um að hafa af- hent a-þýskum leynierindrekum leyndarmál í hinum og þessum borgum austantjalds á árunum 1970—1979. Hann hefur veriö í varð- haldi síöan hann var handtekinn í septemberl982. Brottvísanir James Callaghan, fyrrum for- sætisráðherra Breta, segir að brottvísun sovéska diplómatsins í síðustu viku hafi verið „hálf bama- leg” af hálfu breskra stjómvalda. — Tveim Bretum hafði skömmu áður veriö vísað brott úr Sovétríkj- unum vegna brottvísunar á tveim Rússum úr Bretlandi fyrr í vetur. I úfvarpsviðtali sagði Callaghan að það væri almennt álitiö aö Sovét- menn heföu aukið mjög n jósnir sín- ar á síðustu árum. Því hefði fjölda sovéskra diplómata veriö vísað burt úr ýmsum vestrænum ríkjum. En hann sagðist ekki sammála brottvísun þriöja sendiráösritara sovéska sendiráðsins í London. Sá maður hefði ekki verið sakaður um njósnir. Kvaðst Callaghan velta því fyrir sér hvort Francis Pym utanríkis- ráðherra hefði fengið „snert af sól- sting” þegar hann var á ferðalagi um austurlönd nær í síðustu viku. FerjuslysíKína Níu fómst og óttast er um tvo til viöbótar eftir aö ferja sökk skammt frá Kanton í Suður-Kína á laugardaginn. Með ferjunni vom 65 farþegar. Um 120 fómst meö annarri ferju, sem hvolfdi og sökk á þessum slóðum í síðasta mánuöi. Kattarvæl oginnbrot Breska lögreglan leitar innbrots- þjófs sem virðist kvelja kött sinn svo aö veinin í honum yfirgnæfi hávaöann þegar hann brýst inn í hús. I sex innbrotum sem framin hafa verið í Mordenhverfi í London hafa vitni borið að þau heyrðu kött veina ámátlega á sama tíma og brotist var inn. Telur lögreglan aö þjófur- inn hafi köttinn með sér til umbrota og kippi í rófuna á honum í „sömu andránni og hann brjóti rúðu til þessaðkomastinn. Mótmælagáma- flutningum Hafnarverkamenn eru í eins sólahrings verkfalli í helstu hafnar- borgum Japans í dag til þess að fylgja eftir kröfum um tryggari vinnu. Þeim finnst atvinnu sinni ógnað af aukinni gámanotkun. Einnig stendur til að leggja niður vinnu við gámaafgreiðslur á níu stöðum næstu fimm daga og aftur um þriggja daga bil eftir 26. þessa mánaöar. — Það eru aöaliega gámaflutningar innanlands sem þeirmótmæla. Beinagríndur íhelli Hermenn í Colombíu fundu beinagrindur 44 manna í afskekkt- um helli í norðurhluta landsins í síðustu viku. Eru uppi getgátur um að fólk þetta hafi verið drepiö af maríjúanasmyglurum fyrir sex árum. Kínverjar beita fallbyssum óspart gegn Víetnömum á landamærunum. Kínversk stórskotahríð dynur á Víetnam Fréttir f rá Peking kalla aðgerðimar svar við árásum Víetnama Kínverskt stórskotalið lét skothríð- ina dynja í gær á skotbyrgi og vígi handan landamæranna í Víetnam en fréttir herma að átök hafi harðnað á iandamærunum. Fréttir frá Peking greina frá því að Víetnamar hafi byrjaö skothríðina í gærmorgun og kínverskt landamæra- liö í Yunnan-héraði svaraö henni. Sömu heimildir segja aö víghreiður Víetnama séu í rústum. Á laugardag var sagt frá því í Peking að kínverskt landamæraliö í Guangxi-héraði hefði svarað skothríð víetnamskra hermanna og valdið miklum usla. — Þessar sömu fréttir greina jafnframt frá því að skærur hafi verið tíðar viö Víetnama á landa- mærunum síðasta mánuð og ótil- greindur fjöldi kínverskra smábænda er sagöur hafa verið drepínn. Víetnömum er borið á brýn að hafa laumast yfir í landamærahéruð Kín- verja og borið eld í skóga og gúmmí- plantekrur. Auk þess eru þeir sakaðir um að hafa rofið símalínur og unniö fleiri spjöll. Að margra mati hafa Kínver jar hert aögerðir gegn Víetnömum á landa- mærunum til þess að dreifa athygli hinna síðamefndu frá skæruliöum í Kampútsíu en Víetnamar hafa haldið uppi öflugri sókn gegn Kampútsíu- skæruliöum viö landamæri Thailands. — Pekingstjórnin hefur stutt Rauðu khmerana í Kampútsíu og baráttu þeirra gegn víetnamska innrásarliðinu og leppstjórn þess í Phnom Penh. Þúsundir Kampútsíumanna búa í flóttamannabúðum við landamæri Thailands og Kampútsíu en Víetnöm- um leikur grunur á að þessar búðir séu höfuðstöðvar skæmliðahópa Noro- doms Sihanouks prins og Son Sann fyrrum forsætisráöherra. 1979, eftir innrás Víetnama í Kampútsíu, háðu Kína og Víetnam styrjöld á landamærunum án þess að til úrslita drægi. Síöan hafa brotist út æ ofan í æ skærur en flestar minniháttar þar til núna um helgina að Kínverjar gera mikiö úr árásum Víetnama. Það er taliö að fyrir Pekingstjóm- inni vaki aö vara Hanoistjómina við aö efna til ýfinga á landamærunum sem gætu leitt til styrjaldar. Nú heyrist þó ekki í yfirlýsingum Pekingstjómarinn- ar að kenna beri Víetnam lexíu, eins og sagt var í átökunum 1979. Víetnam hefur krafist þess aö Kína hætti failbyssuskothríðinni á víet- nömsk skotmörk en lýsir annars ábyrgð á hendur Kína á afleiðingunum ella. Utanríkisráðuneyti Thailands hefur sagt fréttamönnum aö það telji að- gerðir Kínverja réttmætar vegna ögr- ana og yfirgangs Víetnama gagnvart nágrönnumsínum. Síðustu viku hefur allt verið meö kyrrum kjörum á landamærum Thai- lands og Kampútsíu. Frést hefur þó að víetnamskt herlið sitji um Ban Sa- Ngae, sem er um 300 km austur af Bangkok. Þar voru stærstu bækistööv- arskæruliða khmeranna. Walesa var fagnað sem þjóðhetju þegar hann kom ti' messu í stærstu kirkju Pól- lands í gær. „Ekkert frelsi án Einingar, ”hrópaði fólkið. ÓKYRRD f VARSJÁ VEGNA FYRSTA MAÍ AÐGERÐA Lögreglan í Varsjá dreifði í gær um 1000 manna safnaði sem sækja ætlaði opinbera athöfn til heiðurs hetjunum í uppreisn gyðingahverfisins gegn nas- istum fyrir 40 árum. Að þessari minn- ingarathöfn stóðu fylgismenn Eining- ar- Janusz Onyszkiewics, einn af for- vígismönnum hinnar bönnuöu verka- lýöshreyfingar, sagði í ræðu að hann teldi að hetjur „gettósins” hefðu verið sömu hugsjóna og Eining. — Oein- kennisklæddir lögreglumenn leiddu hann burt eftirfundinn. Hið opinbera hefur sett upp tveggja vikna dagskrá til minningar um upp- reisnina í gettóinu en upp komu hug- myndir meðal gyðinga og Einingar- manna að sniðganga þær athafnir og minnast sjálfir með sínum hætti hetju- dáðanna sem drýgöar voru í barátt- unni við hemámsliö nasista. Josef Glemp kardínáli hefur hvatt til sátta alþýöu og stjómvalda eftir hand- tökur stjórnarandstæðinga í kjölfar áskorana Einingarmanna um mót- mælaaðgeröir verkalýösins 1. maí. Átti hann viöræður við Lech Walesa í gær um áhyggjur kirkjunnar þjóna af hugsanlegum árekstrum við yfirvöld vegna fyrirhugaðra mótmælaaðgerða. Walesa sótti guðsþjónustu í kirkju heilagrar Maríu og var fagnað eins og þjóðhetju af söfnuðinum enum25þús- und manns voru þar við messu. Þegar hann hélt frá messu hrópaöi fólkið í sí- fellu nafn hans og eins slagorðið „Ekk- ertfrelsián Einingar”. 1. maí aögerðimar, sem kirkjunnar menn kvíöa, gætu sett strik í reikning- inn um fyrirhugaða heimsókn Jóhann- esar Páls páfa til Póllands (í júní) en pólsk yfirvöld hafa ítrekað að „að- stæður heima fyrir verði að vera rétt- ar”. Nánustu samstarfsmenn Walesa segja að lögreglan vinni enn að rann- sókn og yfirheyrslum vegna leynifund- ar Walesa á dögunum meö neöan- jarðarforingjum Einingar. Walesa hef- ur boðað til fundar með erlendum blaðamönnum á miðvikudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.