Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Page 10
10 DV. MÁNUDAGUR18. APRÍL1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Morðið á Issam Sartawi: Hótun við hófsamari Palestínuaraba? Þaö er ekki hægt aö segja hversu mikið áfall það var fyrir friðarhorfur í Mið-Austurlöndum að Issam Sartawi var myrtur á þingi Alþjóða- sambands jafnaðarmanna í Portú- gal, því það er alls ekki ljóst, hversu miklu hann hafði áorkaö í sinni ára- löngu friðarviðleitni. Að sönnu hafði hann átt viðræður við ýmsa ísraelska aðila, en til þessa hafa stjórnvöld í Israel ekki viljaö viðurkenna slíkar viðræður. Og sannarlega varð Sart- awi að teljast talsmaður minnihluta- hóps innan PLO, þar sem margir valdamiklir aöilar litu starf hans hornauga. En þó Sartawi hafi ekki gegnt nokkurri opinberri stöðu innan PLO, var hann náinn samstarfsmað- ur Arafats, og víst að dauði hans er Arafat mikiðáfall. Sartawi var persónulega boðiö til þings Alþjóðasambandsins af hinum portúgölsku gestgjöfum. Þegar þangað kom reyndist staða hans nokkuð óljós, þar sem ekki fékkst samþykkt að hann ávarpaði þingið. Að lokum var sú málamiðlun gerð að ritari Alþjóðasambandsins, Svíinn Bernt Carlsson, las ávarp hans upp undir lok þingsins. En Sartawi sjálf- ur fékk ekki að sitja þingið, og þegar hann var myrtur stóð hann frammi í inngöngusal hótelsins Montchoro, þar sem þingið var haldiö, og ræddi þar við sendiherra Tanzaníu í Portú- gal og áheyrandafulltrúa frá Kýpur sem sat þingið. Tilræöismaðurinn skaut fimm skotum aö Sartawi, sem| léstþegarístað. Haukur sem varð að dúfu Æviferill Sartawis var um margt óvenjulegur. Þegarhann varbarnaö aldri flúöi fjölskylda hans frá borg- inni Accra til Irak, þegar ríkið Israel varð til árið 1948. Þaðan hélt hann síðar til náms í Bandaríkjunum og lærði þar til læknis. Hann var hjarta- skurölæknir að mennt. En eins og fór með svo marga Palestínuaraba, varð auðmýking araba í stríðinu 1967 honum óbærileg, og hann hélt til Mið- Austurlanda þar sem hann varð einn stofnfélaga A1 Fatah og áhrifamikill ráðgjafi Arafats. Hann barðist sem skæruliði í Irael og særðist í átökunum þar. Árið 1968 sleit hann sambandi sínu við Arafat um tíma á þeirri forsendu að Arafat væri ekki nógu einbeittur í barátt- unni gegn Israel. En ári seinna var hann orðinn bandamaður Arafats að nýju. Meö dauða Sartawis hefur einnig lokið gömlu sakamáli í V-Þýska- landi. Arið 1970 réðust hermdar- verkamenn á flugstöðina í Miinchen og í átökum þar lést einn Israels- maöur og þrettán aðrir meiddust. Saksóknari Bæjaralands, Otto Heindl, segir naumast nokkurn vafa leika á því að Sartawi hafi skipulagt árásina. Fyrir því ber hann vitnis- burð tveggja Palestínumanna, sem handteknir voru eftir árásina. Sartawi sjálfur kom aldrei til V- Þýskalands. Og hefði hann gert það hefði hann verið handtekinn. En hann varð afhuga hryöjuverk- um og morðum innan skamms og lét af vopnaðri baráttu. Hann varð með tímanum talsmaöur hófsamari aðila innan PLO og tók upp áróður fyrir friðarsamningum. Vegna friðarviðleitni sinnar varö hann illa séður af ýmsum innan PLO og hélt því sjálfur fram, skömmu fyrir dauða sinn, aö honum hefðu verið sýnd 25 morðtilræði. Þau fylgdu í kjölfar funda hans viö Isra- elsmenn, sem voru sama sinnis og; hann sjálfur. Einn síðasti fundurj sem Sartawi átti með Israelsmannij var við Liova Eliav og ræddu þeir. þar fangaskipti eftir Líbanonsstríö- ið. Á fundi Þjóðarráðs Palestínu í Alsír, sem fram fór í febrúar, varð Abu Nidal. Þessi öskýra mynd var tekin af israeisku leyniþjónust- unni fyrir nokkrum árum og er sú eina sem birst hefur afhonum. mikiö uppistand þegar Sartawi hót- aði að segja sig úr samtökum Palestínuaraba. Það var vegna þess að hann komst ekki á mælendaskrá, og mun það hafa verið vegna þess að þingforsetar töldu ekki ráðlegt aö leyfa honum að tala um frið, þar sem það hefði getað kostað opinberan ágreining innan ráðsins. Þó óttuöust menn að úrsögn Sartawis gæti leitt til klofnings innan ráösins, og varð það ekki útkljáö fyrr en Arafat hafði rætt við ráðgjafa sinn og tjáð honum að úrsögn hans yröi ekki tekin gild. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sart- awi hafði gripið til þessa ráðs til að rödd hans heyrðist innan PLO. Árangur starfsins En það verður að varast það að gera of mikið úr árangri Sartawis í friöarumleitunum hans. I fyrsta lagi leikur ekki nokkur vafi á þvi að hann Þaö er því ljóst að árangur af starfi Sartawis varlítill. En þó verður það að teljast nokkur áfangi að viöræöur hafi fariö fram, þó milli minnihlutahópa hafi verið. Því þó Sartawi hafi veriö fulltrúi minnihlutahóps innan PLO heyrðist rödd þess hóps þó innan samtak- anna. Og mun heyrast áfram þó hans njóti ekki lengur við. En það er óviss- ara með undirtektirnar. Abu Nidal Abu Nidal-hópurinn á ekki aðild að PLO. Leiðtogi hópsins, kallaður Abu Umsjón: ÓlafurB. Guðnason var fulltrúi minnihlutahóps innan PLO. Að vísu hefin- borið á nokkurri slökun á stefnu PLO gagnvart Israel hin síðari ár. Arafat hefur lýst sig reiðubúinn að viðurkenna tilverurétt Israelsríkis gegn því að landakröfum PLO verði fullnægt. En meira að segja Arafat helst ekki uppi að sýna of mikinn sveigjanleika gagnvart Israel. Það kom glögglega í ljós á fundi Þjóðarráðs Palestínu í Alsir í vetur, þar sem Arafat komst ekki hjá því að taka mikið tillit til einstrengislegri afla innan samtak- anna. Því Arafat er það fulUjóst að gangi hann of langt gerist annaö tveggja; PLO klofnar eða Arafat missir ÖU völd og áhrif. I öðru lagi hafa öll sambönd Sartawis við Israela verið við minni- hlutahópa innan ríkisins. Að sönnu mótmæltu 40 þúsund Israelar innrás- inn í Líbanon, enda benti Sartawi gjama á það þegar hann vUdi sann- færa viðmælendur sína um friðar- vilja almennra borgara í Israel. En við stjórnvölinn í Tel Aviv situr Menachem Begin og styðst við litla hópa ofsatrúarmanna og þjóðernis- sinna á þinginu. An þeirra hefði hann ekki meirihluta. Og þess konar stjórn mun aldrei semja við Palestínuaraba um eftirgjöf í landa- kröfum. Meira að segja Verka- mannaflokkurinn undir stjórn Shim- on Peres hefð: lítið svigrúm til eftir- gjafar í samningaviðræðum viö Palestínuaraba, eða fulltrúa þeirra, svo sem Hussein Jórdaníukonung. Sartawi og Arafat voru vinir og Sartawi einn hans nánasti ráðgjafi einnig. Nidal, en heitir réttu nafni Sabri al Banna, var upphaflega meölimur í A1 Fatah-samtökunum. Þegar A1 Fatah varð kjarninn í PLO var Abu Nidal gerður að sendimanni samtak- anna í Súdan en vann þar fá afrek. Kunnugir segja að Abu Nidal hafi þá þegar verið illa haldinn af minni- máttarkennd og hatri í garð yfir- manna A1 Fatah, þar sem hann taldi sig ekki vera virtan að veröleikum. Víst er að hann er til muna síður menntaður en flestir frammámenn Palestínuaraba. Á sínum tíma var hann nátengdur hryðjuverkasamtökunum Svarta september, og þegar A1 Fatah- samtökin fordæmu hryðjuverk uröu vinslit með honum og meirihluta PLO oghannhéltáframaðstarfaaö hermdarverkum og skipuleggja þau. Áriö 1974 féllust PLO-samtökin á þá hugmynd að ríki Palestínuaraba yrði á Vesturbakkanum. Þá taldi Abu Nidal að Arafat hefði svikið málstaðinn og sýndu samtök hans Arafat morðtilræði í Damaskus. Síöan hefur Abu Nidal-hópurinn myrt sex fulltrúa PLO, auk fjölda gyöinga. Þetta geröi hann lengi í skjóli vinskapar við stjómvöld í Sýr- landi. En 1976 snerist hann gegn Sýr- lendingum og stóð fyrir sprengju- tilræöum í sendiráðum Sýrlands, og gegn utanríkisráðherra landsins. Þá flúði hann til íraks og hefur haft þar lengi aðsetur, en upp á síðkastiö hefur heldur batnaö milli hans og sýrlenskra stjórnvalda og hafa sam- tök hans nú skrifstofu í Damaskus. Abu Nidal hefur veriö dæmdur til dauða af PLO og verður að fara Franskur fuiitrúi á þingi Alþjóða- sambands jafnaðarmanna, Jean- Bernard Curial, krýpur við lík Sartawis. huldu höfði. Hann er nánast ekki annað en leigumorðingi, sem þrífst vegna þess hversu slæmt samkomu- lag er milli arabaríkjanna innbyrð- is. Þeir em fáir sem þykjast skilja hver hans pólitíska afstaða er eða fyrir hverju hann berst. En það kann að vera vísbending um ágreining innan PLO að dauöadómnum yfir Abu Nidal hefur ekki verið fullnægt. Arafat varaður við Þegar talsmaður Abu Nidal-hóps- ins lýsti sök á hendur hópnum fyrir morðið á Sartawi benti hann m.a. á grein úr málgagni Abu Nidal, sem heitir , J^alasttine A1 Thawra”, eða „Palestínska byltingin”. I grein sem þar birtist fyrsta apríl, undir fyrir- sögninni „Af hverju Issam Sartawi?”, segir m.a.: Hið sjötta skilningarvit, sem Arafat er svo ríku- lega gæddur, sveik hann hvað varð- aði eðli Sartawis. Leiðtogi vor ákvaö að taka á sig ábyrgðina á því að út- rýma þeim grunsamlega hópi, sem þykist vinna að frelsun Palestínu, og Sartawi er leiðtogi fyrir. ..” Þetta verður varla skilið á annan hátt en sem viðvörun til Arafats viö því að slá af kröfum Palestínuaraba. Það er að vísu staðreynd að Abu Nidal er einangraður frá öömm Palestínuaröbum. Hann á ekki aðild að PLO og opinberlega geta þeir sem aðild eiga að PLO ekkert átt saman við hann að sælda. En skilaboðin eru í sjálfu sér einföld: byssukúla getur stöðvaö hvern sem er. Hin óútkljáða spumingersú; fyrir hvern myrti Abu Nidal-hópurinn Sartawi? Margir arabar vilja kenna ísraelsku leyniþjónustunni Mossad um. öðram finnst þar leitað langt yf- ir skammt, þar sem vitað er að Sartawi átti marga andstæðinga innan PLO sem utan. Auk þess hefur Abu Nidal-hópurinn staðiö fyrir hryöjuverkum gegn Israelsmönnum, og slíkt fyrirgefa þeir seint eða aldrei. Auk þess má benda á undar- legt áhugaleysi sem virðist ríkja á því innan PLO að fullnægja dauða- dómnum yfir Abu Nidal og spyrja hverjir þeir séu sem vemda hann. Og að lokum má benda á samband Sýrlendinga við hópinn, en það er öll- um ljóst að af öllum Arabaríkjum er það Sýrlendingum mest í mun að ekki verði samið við Israelsmenn. Og þá skiptir ekki máli hvort maðurinn heitir Sarta wi eöa Arafat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.