Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Side 15
DV. MÁNUDAGUR18. APRlL 1983. Veikindi þungaðra kvenna — Iftið dæmi um réttleysi hinnar vinnandi konu Ef barnshafandi kona innan raða Alþýðusambandsins verður veik á fyrri hluta meðgöngu og veikindin tengjast þunguninni er undir hælinn lagt að konan fái greidd laun í þeim veikindum sinum. Það er háð góð- mennsku atvinnurekandans hvort hún fær greidd laun þann tíma eða ekki. Hvemig stendur á því, kann ein- hver að spyr ja. Eru ekki lög í landinu sem tryggja launþegum laun í veik- indum? Jú, að vísu. I lögum um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla er kveðið á um rétt verkafólks er það forf allast frá vinnu vegna sjúkdóma eða slysa. Réttur- inn er mismikill eftir því hversu lengi fólk hefur unnið hjá sama at- vinnurekanda, en á fyrsta starfsári má segja að hann sé tveir dagar fyrir hvem unninn mánuð. Þess ber að geta hér að aðrir viðsemjendur laun- þega en Vinnuveitendasambandið hafa viðurkennt rétt kvenna til greiðslu vegna veikinda á með- göngutíma. Þrátt fyrir lögbundinn rétt fólks til greiðslu í veikindum er að finna eftirfarandi dæmi í bókinni „Vinnu- mál I, túlkun kjarasamninga”, sem Vinnuveitendasamband Islands gaf útí janúarl978: Sp.: Teljast veikindafjarvistir kvenna á meögöngutíma vegna þungunar til almennra veikinda? Kjallarinn Lára V Jútíusdóttir honum verið í lófa lagið að taka slíkt fram við setningu laganna. Því get ég ekki annað séð en þung- uð kona haldi áunnum rétti sinum til greiðslna i veikindum skv. 1. 1979 ef hún veikist á meðgöngutíma þótt í ljós séu leidd tengsl þungunar og sjúkdóms. Þungun er ekki veiki, heldur fullkomlega eölilegt ástand konu. Allar hártoganir í þá átt að þá hafi kona tekið á sig aukna áhættu og við það eigi réttur hennar að skerð- ast brjóta í bága við anda jafnréttis og lýsa löngu úreltum viðhorfum og fordómum í garð kvenna. Sv.: Stafi veikindafjarvistimar af meðgöngunni hefur verið talið að þær féllu ekki uridir hin almennu veikindadagaákvæði, þannig aö ekki ber skylda til að greiða kaup eftir almennum veikindaregl- um.” Með öðrum orðum, konan getur sjálfri sér um kennt. I tilvitnuðum lögum nr. 19/1979 er fjallað um sjúkdóma og veikindi án þess aö nánari skilgreining á þvi hvað átt sé við fylgi. Ekki er heldur í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu til L 19A979 aö finna nokkra leiðbein- ingarreglu um hvað átt sé hér við. Því verður að fara hefðbundnar lögskýringarleiðir og athuga laga- téxtann sjálfan. Ekki verður séð að veikindi eða sjúkdómar konu á fyrstu mánuðum meðgöngu séu hér undanskildir, jafnvel þótt sýnt sé fram á að þeir standi í sambandi viö þungun konunnar. Ef þaö hefði verið vilji löggjafans að undanskilja hér ákveðna sjúkdóma eða veikindi hefði En hvemig stendur á því að ekki hefur verið látið reyna á þetta fyrir dómi? Ekki er það vegna viljaskorts Alþýðusambandsins, vegna þess að það hefur óskaö eftir að á þetta reyndi. En til þess að fara í mál þarf þungaða konu, sem veikst hefur á meðgöngutíma, konu sem þorir að láta á það reyna fyrir dómi hvort hún njóti þeirrar lágmarkstryggingar vinnulöggjafarinnar að fá greiðslu í veikindum. Því miður er það svo að enn elur fólk á fordómum gagnvart óléttum konum. Þær finna mætavel fyrir því og vilja ekki auglýsa ástand sitt eða auka á þær áhyggjur og streitu sem fyrir er með máishöfðun sem ef til vill kann að virðast tvísýn., Nóg er samt. Á meöan svo er ástatt ganga vinnuveitendur á lagið og neita þessum konum um greiðslur í veikindum. (Þess má geta að Jafnréttisráð hefur mótmælt túlkun Vinnu- veitendasambands Islands á launa- greiðslum til kvenna vegna veikinda á meðgöngutíma.) Lára V. Júlíusdóttir hdl. „Allar hártoganir í þá átt aö þá hafi kona ^ tekið á sig aukna áhættu og við það eigi réttur hennar að skerðast brjóta í bága við anda jafnréttis og lýsa löngu úreltum viðhorf- um og fordómum í garð kvenna...” 15 Ævintýrið hefst með þriggja sólarhringa lúxussiglingu með ms Eddu til Bremerhaven. Frá Bremen til Hanau liggur röð upphaísborga Grimmsœvintýranna: Brimarborgarsöngvaranna, Hans og Grétu, Þyrnirósu, Mjallhvítar o.íl., o.íl. Þessa leið er œvintýralegt að aka á nokkrum dögum í eigin bíl óháður öðru en duttlung- um sjálís sín. Frá Hanau er hœíileg ökuferð til Bernkastel-Kues ein- hvers fegursta og írœgasta vínrœktarbœjar Moseldals- ins. Við bjóðum siglingu með ms Eddu og bílinn með og 5 daga dvöl með morgunverði á nýju glœsilegu hóteli í Bernkastel fyrir kr. 8.994,- Gengi 14.4. '83. Verð fyrir hvern í 4ra manna fjölskyldu. Tveir fullorðnir og tvö börn, yngri en 12 ára. Veitum allar nánari upplýsingar. rJru? Almennar upplýsingar um Þýskaland eru fáanlegar hjá: Tysk Turist-Central, Vesterbrogade 6d, 1620 Koben- havn. FARSKIP AÐALSTRÆTI 7 REYKJAVÍK SÍMI 2 5166 SANYO Offtía/ \fidoo Products af LA1984 Otympics Efþú átt 6000 krónur í útborgun — eigum við myndsegulband fyrírþig. <2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Suðuriandsbraut 16 Sími 91 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.