Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Page 16
16 DV. MÁNUDAGUR18. APRIL1983. Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hefurðu farið á hestbak nýlega? Skúli Einarsson sjómaður: Nei, ekki í vetur. Ég held ég hafi bara einu sinni komið á hestbak á ævinni. Stefán Unnarsson nemi: Nei, ekki neitt. Einhvern tíma hef ég nú komiö á hestbak, ætli það séu ekki tólf ár síðan. Guðmundur Guðnason strætisvagna- stjóri: Já, já, ég fer þetta fjórum til fimm sinnum í viku og hef mikla ánægju af. Fjölskyldan á sjö hesta alls. Pétur Axel Pétursson járnsmiður: Nei. Ég held það séu komin tuttugu ár síðan ég fór síðast á hestbak. Arna Valsdóttir, nemi í MHÍ: Ekki ný- lega, nei, en ég á ein níu stykki. Ég er frá Akureyri og hrossin eru þar. Þetta er gífurlega skemmtilegt, ég er alin upp viö aö vera á hestbaki. Björn Kristinsson, frystihússtarfs- maður frá Stöðvarfirði: Nei, ég hef ekki gert þaö og það er langt síðan ég; fór síðast. Nú er að byrja lífið í hesta-j mennskunni úti á landi, eftir veturinn. i Börn að leik. „Hvergi pláss fyrir dagvistun bams” Foreldrar i vandræðum: 3965-9727 hringdi: Ég, kona mín og systir hennar höf- um verið að leysa dagmömmuvanda- málið. Systir konunnar býr í Kópavogi og við í Hafnarfirði. Systir konunnar hafði samband við Félagsmálastofn- un Kópavogs til að athuga hvort ein- hver laus dagmamma væri en hvergi var laust pláss fyrir daggæslu barns. Hún hefur stundum velt því fyrir sér að taka sjálf böm í gæslu og taka okkar bam líka og fleiri. Hún býr í einbýlis- húsi og við góðar aöstæður. Hún spurði því hvort hún gæti fengið leyfi til dag- gæslu barns sjálf en þá varhenni svar- að því að þessum leyfum væri ekki út- hlutað nema á tímabilinu frá 1. ágúst til 15. október. Þegar hún spuröi hvaö dagmömmur fengju í gjald fyrir gæslu var henni svarað að þaö væri engum gefið upp nema þeim sem væm meö böm í gæslu hjá dagmömmu. Mig langar til að spyrja Félags- málastofnun Kópavogs hvort hún sé til aö gæta hagsmuna dagmæðra eða leysa félagsvandamál fólks í bæjarfé- laginu. Ef þetta er ekki misskilningur þá þætti mér vænt um aö fá svör. Sigurlaug Einarsdóttir f óstra: Það eru 65 dagmömmur og 178 börn í daggæslu í heimahúsum í Kópavogi. Við fáum mikið af upphringingum dag- lega og því er erfitt aö rifja upp eitt einstakt atvik. Leyfisveitingar eru frá 1. ágúst til 15. októbér og við gerunT ákveðnar kröfur til dagmæðra. Þær þurfa meöal annars að sækja nám- skeið um uppeldis og fræðslumál sem haldin em árlega á vegum Félags- málastofnunar Kópavogs. Veittar hafa verið undanþágur í einstökum tilvik- um þar sem brýn þörf hefur verið á og mikil eftirspum. I fyrstu grein reglu- geröar um dagvistun barna í Kópavogi segir: ,,FélagsmálastofnunKópavogs (Félagsmálaráð) veitir leyfi til gæslu bama í heimahúsum og skulu leyfis- hafar einir hafa heimild til aö taka greiðslu fyrir slíka gæslu í Kópavogi.” Gjaldskráin er unnin af Samtökum daggæslukvenna í Kópavogi. Kosningarogloforð: Alþingismenn svikið öll sín 0769-6078 hringdi: Ég var að hlusta á Gull í mund í morgunútvarpinu 14. apríl og þá sagði kona aðenginnmyndiráðatilsínfólk sem mætti ekki til vinnu og hefði svikiö öll sín loforð. Þetta hafa alþingismenn gert sagði hún og ég tek undir þaö. Samt fara þeir fram á að viö ráðum þá áframhaldandi til starfa. Svavar Gestsson hefur til dæmis margoft sagt að það væri ekkert mál fyrir sig að leggja á nýja skatta til að geta tryggt fólki sem er að byggja í fyrsta sinn 80% af kaupverði eignar. I dag hefur fólk hins vegar ekki einu sinni efni á að greiða húsaleiguna sína sem er svipuð hjá mörgum og mánaðarkaupiö þannig að ekki grillir í lausn. Ég vona að hann komist ekki á þing eða hans fylgifiskar sem hugsa svona. Þessir menn þykjast þó vera að berj- ast fyrir láglaunafólkið. Er þetta trú- verðugt? Frammistaða flugmáiastjóra ísjónvarpi: Sýnir að Stein- grímur gerði rétt Jónas Jóhannesson skrifar: Ég get ekki orða bundist vegna frammistöðu Péturs Einarssonar flug- málastjóra í sjónvarpinu nú á dögun- um. Hann stóð sig frábærlega vel og sýndi yfirgripsmikla þekkingu á öllu sem að f lugmálum lýtur. Þótt ég hafi upphaflega verið efins um réttmæti skipunar Péturs í embætti flugmálastjóra þá er ég nú iþeirrar skoðunar að Steingrímur Her- Steingrimur Hermannsaon. mannsson hafi gert rétt með því að skipa Pétur í embættið. Ég er ekki alltaf sammála því sem Steingrímur segir eða gerir en hann má eiga það að i í þessu máli sýndi hann kjark sem fáir aðrir stjórnmálamenn hefðu þorað að sýna. Ég óska Steingrími og Pétri til| hamingju með frammistöðuna. Vestfirðingar: Kjósið Sigurlaugu Ólöf Kristjánsdóttir hringdi: Mig langar til að Vestfirðingar meti störf Sigurlaugar Bjarnadóttur og sér- staklega Dýrfiröingar, aö þið kjósið hana af heilum hug í hvaða flokki sem þið standið. Árnaðaróskir til Sigur- laugar Bjarnadóttur. Hennar besta vinkona, Olöf, og kveöja til Vestfirð- inga einnig. Ég bý í Reykjavík og kýs Sjálf- stæöisflokkinn af heilum hug. Ef ég væri hins vegar heima í Dýrafirði myndi ég kjósa Sigurlaugu Bjarnadótt- ur. Sigurlaug Bjarnadóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.