Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Side 20
20
DV. MÁNUDAGUR18. APRlL 1983.
gunnar ornislev.
GUNNAR ORMSLEV - JASS í ÞRJÁTÍU ÁR
BROT URISLANDSSOGU
Hinn tuttugasta og annan mars
síðastliöinn hefði Gunnar Ormslev
orðið fimmtíu og fimm ára. I minningu
hans efndi Jazzvakning til glæsilegra
tónleika. En hún gerði betur. Þá loks-
ins kom út plata sem jassunnendur
höfðu beðið eftir — minningarhljóm-
platan um Gunnar Ormslev.
Nítján hundruð fimmtíu og tvö hefst
sagan, því elsta hljóðritun á plötunni
er frá því ári, Vermalandsvísan á plötu
frá H.S.H. Síðan er ferillinn rakinn
eins og unnt er með hljóðritunum af
ýmsu tagi, en oft var nánast hending
hvað var til hljóðritað og guð má vita
með hvaða aðferðum og tækni. Nærri
má geta aö ekki hefur það verið heigl-
um hent að vinna margar upptökurnar
upp í plötuhæft ástand og held ég að
þar hafi endurvinnslumenn unnið
þrekvirki.
Upptökugæði gilda einu, því sama er
hvar gripiö er niður á plötunni — þar
vitnar allt jafnan um snillinginn sem
blæs í saxófóninn. Þennan hvíslandi
seiðmagnaöa tón, sem samkvæmt
kokkabókum í blásturspedagógik var
hreint ekki myndaöur samkvæmt
ritúalinu. En það sýnir okkur aðeins
hvemig theorían getur stundum staöið
berrössuð þegar praktisku dæmin
segja annað. Og þessi ljúfi tónn var í
algjörri harmóníu við fljúgandi létta
tæknina og hugmyndaauðgina í sólóum
Gunnars. En ljúfust er minningin um
Gunnar, þegarhanná laugardagseftir-
miðdegi klappaði léttilega á öxlmanni,
táningsspjátrungi sem þóttist geta
spilað, og spurði, „viltu djamma?”.
Þannig var Gunnar — aldrei yfir það
hafinn að deila snilli sinni, jafnvel með
unglingum sem vom að stíga sín fyrstu
spor á jassbrautinni.
Mörg lögin vekja með manni
minningar og kennd um að maður hafi
upplifað merkisatburöi Islandssögunn-
ar. Eg held að elsta upptakan sem ég
þekki af eigin raun hafi veriö útvarps-
útsendingin frá djamminu með Konitz
og ég má segja að þá hafi ég sannfærst
um að jass væri alls ekki þetta stór-
hættulega fyrirbæri sem gamlar konur
nefndu heist ekki upphátt, frekar en
þaöíneðra.
Svo var það svonefnt Gulda djamm.
Þá hélt maður að þakiö ætlaði af
Framsóknarhúsinu. Ja,þá var gaman í
henni Reykjavík. Seinna heyrði ég
Gulda segja að djammið hefði veriö
hápunktur Islandsfararinnar og einn
albesti jassleikur sem hann hefði tekið
þátt í. Eða lokalag á hlið tvö og upp-
hafslag á hliö þrjú. Þarerþaðtríó Jóns
Páls,tenórsax, bassioggítar. Stórkost-
leg samsetning — sannkallað virtúa-
ósatríó. Eitt sinn spiluðu þeir í
Tjamarcafé hjá' Jazzklúbbi Reykja-
víkur og þá sagöi Pétur östlund í
hléinu — ,,það var eins gott að þeir
tóku pásu, því annars hefði ég orðið að
pissa í buxumar”. Já menn gengu ekki
að óþörfu út frá slíkum snilldarleik.
Á f jórða og síðustu hliöinni em nýrri
upptökur með betri tækni. En tæknin
er það eina sem breytist. Gunnar
Ormslev er sá hinn sami. Snillingur-
inn, sem með leik sínum yljar manni
um hjartarætur. Saga hans, rakin á
fjómm plötusíðum, er einnig saga
jassins á Islandi um þrjátíu ára bil —
brot úr Islandssögunni. Annálar nú-
tímans era ritaöir á tón eða myndbönd
og þótt margir dýrgripir glatist varð-
veitist vonandi nóg til að geyma minn-
inguna um skemmtilegt tímabil. Jazz-
vakning hefur lagt fram gagnmerkan
skerf til íslenskrar sagnfræöi. Hún
hefði átt skilið betri umbúðir um sitt
gagnmerka framlag. Ekki nægja
skreytingar Tryggva Olafssonar og
Áma EKars til að upphefja hroðviikni
íslensks iönaöar, þar sem frágangur
umslags og plötu era síst til að hvetja
menn til að hafa yfir slagoröiö „veljum
íslenskt”.
Kálfsskinn varðveitti innihald Is-
lendingasagna áöur fyrr og oftast var
það handverk betur í stíl við listaverk-
iö innan í en frágangurinn á þessari
plötu og umslagi. En allt að einu er
minningarplata Jazzvakningar um
Gunnar Ormslev góð, alþýðleg sagn-
fræði á tuttugustu öld.
EM.
JOAN ARMATRADING - THE KEY:
LYKILL AÐ VELGENGNI?
Enn einu sinni kemur Joan Arma-
trading með plötu sem aðdáendur
hennar geta verið ánægðir með. The
Key heitir nýjasta afkvæmi hennar og
er nafnið tekið eftir lykli sem hún ber
að jafnaði um hálsinn og er hennar
lukkutákn.
ÞróunarferUl Joan Armatrading er
nokkuö sérstakur. I byrjun notaðist
hún mikið við kassagítar sem hún spil-
aöi sjálf á, en meö tímanum hefur
tónlist hennar orðið rafmagnaðri og á
síðustu plötu hennar Walk Under
Ladder var rafmagnsgítarinn búinn að
taka völdin þótt ekki hafi hún spUað
sjálf. En á The Key tekur hún í raf-
magnsgítar og tekur meöal annars
sóló í einu lagi, TeU Tale, einu af ágæt-
um lögum á plötunni.
Það er nokkur munur á The Key og
Walk Under Ladders þótt ekki sé það
beint gæðamunur heldur liggur
munurinn í lögunum sjálfum. Á Walk
Under Ladders voru mjög góð lög sem
skáru sig nokkuð úr heildinni að gæö-
um. En á The Key era lögin mun jafn-
ari og í heild léttari blær yfir lögunum,
sem aö sjálfsögöu era ÖU samin af
J oan Armatrading, bæði ljóð og tónlist.
The Key er áttunda plata Joan
Armatrading, sem fædd er í Vestur-
Indíum en fluttist sjö ára tU Englands
og hefur búið lengst af í Birmingham.
Að mínu mati hefur henni farið fram
sem lagahöfundi en hennar veika hUð
era textarnir, þeir láta aö vísu vel í
eyrum, en eru frekar innihaldslausir.
En hún vinnur þaö upp með ágætum
útsetningum og heUlandi og sérkenni-
legri rödd.
Þaö er nokkuð erfitt að flokka tónlist
Joan Armatrading í dag. Þótt hægt sé
að segja að tónlistin sé létt rokkuð þá
hefur maður á tilfinningunni aö meira
búi undir og The Key sé aðeins hluti af'
þróun hennar sem tónlistarmanns.
Það er erfitt að gera upp á miUi lag-
anna á The Key. Eitt lagið, Drop The
PUot, hefur notið nokkurra vinsælda að
undanförnu, en það sker sig ekkert úr
þegar hlustað er á aUa plötuna. Er
aöeins eitt af eUefu lögum sem öll láta
velíeyrum.
Joan Armatrading á aö baki tíu ára
feril sem poppstjama og þrátt fyrir
þennan langa feril er ekki að heyra
nein þrejdumerki á henni, það er eins
og áður sagði, að búast má við meiri
afrekumafhenni. HK
KLORAÐIBAKK-
ANN - ÞOKKALEGA
Hljómsveitin Black Sabbath er að
mínu mati búin að vera sem skapandi
þungarokksflokkur, eins og hann var
að nokkra leyti framan af ferU sínum.
Lög og plötur Sabbath hafa á síðustu
árum verið frekar hvimleiðar endur-
tekningar á því sem þeir höföu þegar
unnið sér markvert til framdráttar.
MeðUmir hljómsveitarinnar (sem
raunar era að týna tölunni, aðeins þrír
NYJAR PLOTUR
eftir að upprunalega gengi) virðast
vera staðnaðirtónlistarlega séð.
Nýjasta hljómplata flokksins, Live
E vil, sem hér er tU umfjöllunar, er tvö-
föld hljómleikaskífa, tekin upp á
þrennum tónleikum, í borgunum
Seattle, San Antonio og DaUas. Þar
gefur að heyra ÖU helstu lög
hljómsveitarinnar frá fyrri tíð. Farin
er nokkurs konar yfirferð yfir
tónUstarlega þróun og sögu flokksms.
Svo virðist sem ágætlega hafi tekist að
velja lögin og raða niður á plöturnar,
að mmnsta kosti era þær allar saman
komnar þarna, fegurstu baUöðurnar,
grimmasta rokkiö og þyngstu dúndrm
frá ferli Sabbath. TU þess að gera er
platan eiguleg fyrir þá sem vUja kynn-
ast því besta sem strákarnir hafa gert
í tónUstmni.
Sem tónleikaplata er Live Evil í
meðaUagi. Vissulega er krafturinn og
keyrslan fyrir hendi sem svo mjög
hefur emkennt tónlist grúppunnar. Og
þéttleikinn, fyUingin mUU trommu, gít-
ars og bassaleiks er líka á sínum stað.
Þá er söngurinn hjá Dio óaðfmnan-
legur og kemst hann vel tU skUa, hverf-
ur hvorki né yfirgnæfir, heldur líður
hann áfram, þægilega eggjandi miUi
hljóðfæraleiksins. En það sem vantar í
þessa tónleikaplötu eru impróvíseríng-
arnar og leikurinn að melódíum. Það
er örlítið gert af slíku, en hvergi nógu
mikið svo manni finnist sem virkilega
sönn konsertskífa sé undir nálinni. Þá
er það ókostur aö samleikur þeirra
Tommi og Butler við aðstoðarhljóð-
færaleikara Hljómleikanna er ekki
nýttur sem skyldi. Með honum hefði
mátt skapa fleiri blæbrigði og krydda
gömlu lögin meira lífi.
Þetta er þannig þokkaleg tónleika-
plata. Gömlu Sabbathlögin komast
sæmilega til skila, en heldur ekkert
umfram það. -SER.
ELECTROLUX WH 810
Tekur inn á sig heitt og kait
vatn. Vinduhraöi 800 sn/mín.
Hefur öll viöurkennd þvotta-
kerfi. Sérstakur „sparnaóar-
rofi“. Tekur 5 kg. af þvotti.
■m m o0
5K
Electrokix
WH 810
ÞV0TTAVEL
Vörumarkaðurini hf.
ARMULA 1a S: 86117