Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Side 32
40 DV. MÁNUDAGUR18. APRÍL1983. Um helgina Um helgina Kosningaskjálfti og inflúensa herja á landsmenn Kosningaskjálfti er farinn aö færast í landsmenn. Er varla á bæt- andi flensuna sem nú herjar á land- ann. Ekki vil ég giska á hvort flensan eöa kosningaskjálftinn leggi fleiri í rúmiö. En sem betur fer er við því aö búast að hvorutveggja veröi gengið yfir eftir um þaö bil hálfanmánuð. Sjónvarpiö hefur alltaf staðið sig vel er kosningar hafa staöið yfir og má sem dæmi nefna kosninga- sjónvarpiö sem geysilega spennandi er aö horfa á. Nú hefur komiö fram nýbreytni, eða framboöskynningar úr kjördæmunum. Nauðsynlegir þættir svo íbúar hvers kjördæmis geti borið saman frambjóðenduma, hvem á sínum staö. Þó er nú ekki alltaf aö marka hvað þessir ágætu menn lofa. Einnig finnst mér aö hver maöur hafi of stuttan tíma til kynninga á sínum málum. Nefni ég sem dæmi er frambjóðendur segja „Okkarflokkifinnstaömeiri áherslu eigi aö leggja á skólamálin, sjávarútvegsmálin og efnahags- málin.” Þá er nú ekki mikið eftir. Ekki nægur tími til aö tíunda hvernig eigi aö standa aö þessum málum. Kosningasjónvarp hefur haft áhrif á aöra dagskrárliöi, fært þá til, en sem betur fer mun þaö ekki standa yfir í langan tíma. Mikil ærsl vom í dagskrá sjónvarpsins á laug- ardagskvöldið. Fyrst breski gaman- myndaþátturinn Þriggjamannavist og svo kvikmyndin Lík í óskilum. Furöulega samansett mynd. Vanda- málum hrúgaö upp en allt skilið eftir í ólestri. Minnir á íslensku ríkis- stjórnimar sem hafa setið viö völd undanfarin ár. Dagskrá sjónvarpsins var ólíkt rólegri á sunnudagskvöldiö. Vissulega var Elías í Stundinni okkar rólegur er hann bakaöi þessa líka indælu köku fyrir móöur sína fárveika. Góöur drengur Elías. Vekur mikla lukku. Menningar- þáttur Gluggar var með albesta móti. Akaflega þægilegur þáttur og fjölbreyttur hjá Sveinbirni I. Bald- vinssyni. Ættaróöaliö er einnig ákaf- lega þægilegur þáttur en ekki aö sama skapi fjölbreyttur. Fátt markvert sem gerist hjá þeim Oxfordarháskólamönnum nema fyllirí og aftur fyllirí. Sjónvarps- helginni lauk meö þætti um land- flótta tónlistarmanninn Rostropovits sem kom hingað til lands á listahátíð fyrir nokkmm ámm. Bráöhress náungi. Ekki er mikill tími til aö hlusta á útvarp á meðan veriö er að horfa á sjónvarp. Þess meiri athygli beinist aö útvarpsmiölinum þegar slökkt er á sjónvarpinu. Til dæmis hlusta ég alltaf á fréttir og spumingaþáttinn á sunnudagskvöldum. Svo reyni ég aö hlusta á beinar lýsingar úr handbolt- anum og fótboltanum þegar svo stendur á. Annars var þessi helgi mér minnisstæöust fyrir þaö aö Manchester United komst áfram í úrslitaleik í ensku bikarkeppninni. En úrslitaleikurinn veröur háöur á Wembley 21. maí næstkomandi. Sennilega verður leikurinn sýndur hér beint eins og í fyrra þannig aö til einhvers er aö hlakka. Eiríkur Jónsson. Andlát Pétur Geirdal rafvirki lést 11. apríl 1983. Hann fæddist á Isafiröi 16. ágúst 1916. Foreldrar hans voru hjónin Vilhelmína Pétursdóttir og Guömund- ur Eyjólfsson Geirdal. Pétur lauk prófi í rafvirkjun frá Iðnskólanum. Aö raf- virkjun vann hann alla tíö síöan. Utför hans var gerö frá Fossvogskapellu í morgun kl. 10.30. Samúel Jónsson lést 11. apríl 1983. Hann fæddist 7. janúar 1910 á Langeyri viö Álftafjörö, sonur hjónanna Danielu Samúelsdóttur og Jóns Bjamasonar. Ungur að árum fluttist hann til Isa- fjaröar og ólst þar upp. Árið 1925 hóf Samúel störf viö smjörlíkisgerð Isa- fjaröar og áriö 1958 yfirtók hann rekst- ur smjörlíkisgeröarinnar sem aðaleig- andi en fyrirtækiö seldi hann áriö 1975, eftir 50 ára starf þar. Skeljungsbúðin w SíÖumúla33 símar81722 og 38125 Eftirlifandi eiginkona hans er Ragn- hildur Helgadóttir. Þau eignuöust 5 böm. Samúel var formaöur leikfélags Isafjaröar í 12 ár og sat í stjórn Iðnaðarmannafélagsins þar. Hann var einn af stofnendum Isafjaröardeildar Oddfellowreglunnar og gegndi þar _ ýmsum embættum. Hann sat um skeiö sem fulltrúi Sjálfstæöisflokksins í bæjarstjórn ísafjarðar. Útför hans veröur gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Olafía K. Jónsdóttir frá Langholti, Vestmannaeyjum, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. apríl kl. 15. Einar Jóhannsson, Jökulgmnni 3 Reykjavík, andaöist föstudaginn 15. aprílaöHrafnistu. Aöalsteinn Jóhannsson, Samtúni 16 Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. april nk. kl. 15. Óskar Halldórsson, fyrrv. dósent, veröur jarösunginn frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.30. Anna Einarsdóttir, Vesturbergi 109, áöur til heimilis aö Ránargötu 4, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 19. apríl kl. 13.30. Jóhannes Sæmundsson, íþróttakennari viö Menntaskólann í Reykjavík, veröur jarösunginn frá Landakots- kirkju þriöjudaginn 19. apríl kl. 13.30. Einar Jóhannsson, Jökulgmnni 2 Reykjavík, andaöist föstudaginn 15. aprílaöHrafnistu. Geir Benedikt Benediktsson, Hvamms- geröi 6, lést í Borgarspítalanum miövikudaginn 13. apríl. Sveinn Ellertsson, fyrrverandi mjólkurbússtjóri, lést í Héraðshælinu, Blönduósi, þann 14. apríl. Guömundur Gislason umboössali, Noröurbrún 1, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. apríl kl. 13.30. Haraldur Adolfsson varö bráökvaddur aö heimili sínu, Kirkjubraut 15 Akra- nesi,þann 14.april. Ólöf Bjarnadóttir lést í Borgarsjúkra- húsinuþann 15. apríl. Loftur Jóhann Jónsson frá Lækjar- botnum, Víöimel 49, lést 9. þ.m. Útför hans fer fram frá Skaröskirkju í Land- sveit þriöjudaginn 19. þ.m. kl. 14.30. Tilkynningar Hús & híbýli Sumarbústaöir eru teknir til umfjöllunar í nýjasta tölublaði tímaritsins Hús & híbýli. Sagt er í máli og myndum frá heimsókn í fall- egan bústaö viö Meðalfellsvatn en þann bú- staö byggöi eigandinn sjálfur eigin hendi. Einnig er sagt frá þeim möguleikum sem fólk hefur á að láta smíöa sumarbústaði fyrir sig og litið er á kostnaðarhliðarnar. Þá er í blaðinu rætt við Kristin Ragnarsson, formann samtakanna Lif og land. Kynnir hann hugmyndir sínar að framtíðarskipulagi höfuðborgarinnar. „Ný ævintýraborg sam- ræmis og fjölbreyttra tækifæra”, er yfirskrift viðtalsins, Af öðru efni má nefna myndskreytta grein um hjón sem stækkuðu hús sitt „niður í jörð- ina”, sagt frá íbúðarmesta og dýrasta dúkku- húsi veraldar, fjaliað um það tækniundur sem laserspilarinn er, einnig ótrúlegar tilraunir með vélmenni sem eiga að geta innt ýmis heimilisstörf af hendi. Auk þess er í blaðinu fjaUað um blómarækt, matjurtarækt í gluggaborum og skúmaskot- um, garðhönnun, prjónauppskrift er í blaðinu, grein um eldvarnir í heimahúsum og loks grein um þann snjaUa möguleika aö nota af- rennslisvatn frá húsum til að bræða snjó af heimkeyrslunni. Ritstjóri H&H er Þórarinn Jón Magnússon og útgefandi SAM hf. Blaðið kemur út sex sinnum á ári og er ofangreint blaö þriðja tölu- blað þessa árs. Háskólafyrirlestur Þriðjudaginn 19. april fytur dr. Vilhjálmur Egiisson fyrirlestur í boði viðskiptadeildar Háskóla Isiands og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Fyrirlesturinn fjaUar um áhrif af stóriðju á jafnvægi atvinnulífsins í Utlu bæjarfélagi. Dr. Vilhjálmur greinir frá einföldum líkönum af heildarjafnvægi (e. general equilibrium) og gerö sUkra líkana af hagkerfi borga og bæja og heilla þjóðfélaga. Hann skýrir jafnframt frá niðurstöðum úr líkani sem hann hefur gert af áhrifum stóriðju á hagkerfið við Reyðar- fjörð. ViUijáhnur Egilsson lauk kandidatsprófi frá viðskiptadeUd Háskóla lslands árið 1977 og doktorsprófi í hagfræði árið 1982 frá Há- skólanum i Suður-KaUforníu. Hann er nú hag- fræðingur hjá Vinnuveitendasambandi Is- lands. Fyrirlesturúin verður haldrnn í stofu 101 í Lögbergi og hefst kl. 17.15. öllum er heimill aðgangur. Líf og iand Aðalfundur Lifs og lands verður haldinn aö Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Islands, þriðjudaginn 19.04. 1983, kl. 20.30, í herbergi 101. Dagskrá fundarúis verður: 1) Skýrsla stjórnar 2) Reikningarfélagsins 3) Lagabreytingar 4) Kosnúig nýrrar stjórnar 5) önnur mál Stjórnin. Fræðslufundur um garðrækt Mennúigarmiðstöðúi við Gerðuberg og Skóg- ræktarfélag Reykjavikur halda tvo fræðslu- fundi um garðrækt nk. mánudagskvöld í menningarmiðstöðúini við Gerðuberg. Mánudaginn 18. april verður rætt um kúpp-- ingu trjáa og svalagróður. Mánudagmn 25. apríl verður svo rætt um skipulagningu garða og val á trjáplöntum. Vilhjálmur Sigtryggsson, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, flytur erúidi og svarar spurnúigum báða dagana og sýndar verða litskyggnur. Allir áhugamenn um garðrækt eru hvattir til að koma. Aðgangur ókeypis og hefjast fundirnir ki. 20.30. Norræna húsið Fyrirlestrar um andspyrnuna í Noregi á her- námsárunum 1940—45. Helga Stene, fyrrv. lektor við Oslóarhá- skóla, heldur fyrirlestra í Norræna húsinu mánudaginn og þriðjudaginn 18. og 19. april og verða þeir fluttur kl. 20.30 bæði kvöldin. Þessir fyrirlestrar eru bæði beint og óbeint tengdir sýningu þeirri sem nú stendur í and- dyri Norræna hússins og fjallar um leyniblöð- in í Noregi á hernámsárum Þjóðverja og and- spyrnuhreyfinguna. Fyrri fyrirlesturinn nefnir Helga Stene: „En ny sagatid í Norge 1940—45” þar sem hún f jallar um það hvernig ýmis boð og upplýsing- ar voru flutt munnlega. í siðari fyrirlestrúi- um ræðir hún um þátt norskra kvenna í húini pólitísku andspymu á þessum árum og nefnir þann fyrirlestur: „Kvinners innsats í norsk politisk motstánd 1940—45. Helga Stene heldur einnig fyrirlestur miðvikudaginn 20. april á vegum Friðarhóps kveruia. Nefnist harin „Fra Abraham til Alva Myrdal” og tekur þetta viðfangsefni til um 4000 ára tímabils þar sem starf að friði, af- vopnun og mannréttindum er rauði þráðurinn. Helga Stene hefur lagt gjörva hönd á margt. Hún er málfræðingur að menntun, lauk prófi í uppeldisfræði og cand. philol-prófi frá Oslóar- háskóla 1934, nam síðan viö Montpellier- og Sorbonneháskóla sem og í Lundúnum. Hún var dósent í norsku við Berlínarháskóla 1933, iektor við ýmsa sænska háskóla um skeið, rektor við menntaskóla í Osló 1937—1966 og hefur síöan starfað við uppeldisfræðistofnun Oslóarháskóla. Helga Stene vann í þjónustu norsku útiagastjórnarinnar í London 1944—45. Hún er í stjóm Den illegale presses forenúig, en það félag er einn þeirra aðila sem standa að sýnúigunni í anddyri Norræna hússins. Helga Stene hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum í þágu skóla- og menntamála og hún hefur mikið unnið að jafnréttis- og friðarmál- um. Hún hefur hiotið margvíslega viðurkenn- ingufyrirstörfsúi. Sumarfagnaður Húnvetningafélagsins verður haldúin í Domus Medica 20. apríl (síðasta vetrardag) kl. 20.30. Húnvetnúigafélagið Dregið í ferðahapp- drætti Hvanneyringa Nú í vor er ætlunin aö brautskráðir búfræðingar frá Bændaskólanum á Hvanneyri. fari í náms- og skemmtiferð til Noregs og Svíþjóðar. Hin síðustu ár hefur þetta verið árlegur viðburður og hefur þá ýmist verið farið til Noregs, Færeyja eða Skotlands. Þetta árið urðu Noregur og Svíþjóð fyrir valinu. Flogið verður út með flugvél Samvúinuferða þann 22. júní og lent í Þrándheimi, þar verður rúta tekin á leigu og ferðast um Noreg og Svíþjóð. Helsti skipu- leggjandi ferðarinnar er Trausti Eyjólfsson kennari og mun hann einnig verða fararstjóri. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að fjár- magna ferð þessa og má þar nefna verslunar- rekstur og sölu happdrættismiða. Sl. laugar- dag, 9. apríl, var dregið í happdrættinu og komu eftirtalin númer upp:: 1.—1239,2.—918, 3.-1387, 4.-219,5.-818, 6.-1142,7.-274,8,- 1148,9.-1460,10.-1532. Nemendur annars bekkjar á Hvanneyri þakka öllum þeún er styrktu þá í happdrætti þessu. Grár högni í óskilum í Mosfellssveit sást fyrst á vörubilspaili um páskana, gæti veriö komúin langt aö. Hafiö samband í súna 67254. Málfreyjudeildin Björkin Næsti fundur veröur haldúin þriðjudagmn 19. april (ath. breyttan fundardag) og hefst kl. 20.30 aö Hótel Heklu. Gestir velkomnir. 80 ára veröur á morgun, 19. apríl, Sigríður Guöjónsdóttir frá Bæ í Króks- flröi, nú W heúnilis aö Háaleitisbraut 103. Hún tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur aö Fornu- strönd 1, Seltjarnarnesi frá kl. 16 á af- mælisdaginn. Sprengju- tilræðið óupplýst Sprengjutilræðiö við sendiráð Bandaríkjanna aðfaranótt föstudags er enn óupplýst, samkvæmt upplýsing- um Rannsóknarlögreglu ríkisins í morgun. Aö sögn Þóris Oddssonar, vararann- sóknarlögreglustjóra ríkisins, kom ekkert nýtt fram í málinu um helgina en unnið hefur veriö aö rannsókn þess. I sprengingunni brotnuðu tveir gluggar og útiljós auk þess sem úti- dyrahurð laskaöist. -JGH Kvennalistinn í Reykjavíh er til húsa að Hverfisgötu 50, 3. hæð, símar 13725,24430og 17730. Opið alla daga frú 9—19. Girónúmer 25090-0. Valið er X-V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.