Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1983, Síða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 22. APRlL 1983. jEtaf' AUGLÝSING RÆKJUVEIÐAR VIÐ ELDEY Þeir skipstjórar og útgerðarmenn rækjubáta, sem hyggjast stunda rækjuveiðar á Eldeyjarsvæðinu í sumar þurfa að sækja um veiðileyfi til s jávarútvegsráöuneytisins f y rir 27. apríl nk. Umsóknir, sem berast eftir þann tíma, verða ekki teknar til greina þegar tekin verður afstaða til umsókna um veiðileyfi. SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ 18. apríl 1983. Sjálfboðaliðar á kjördag D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfboðastarfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúa listans í kjördeildum auk margvíslegra annarra starfa. Þeir sem vilja leggja D-listanum lið með starfskröftum sínum á kjördag, 23. apríl, hringi vinsamlegast í síma 85730. >___________________________ ITTlisfinn á sínum stað í I « i Er það ekki notalegt að geta gengið að öllum hlutum á sínum stað? Fyrir suma, til dæmis verslanir — lagera — skóla — spítala — verkstæði — vörugeymslur er hrein nauðsyn að hafa allt á sínum stað. Með SCHÁFER hillukerfinu er þetta hægt. í það er hægt að fá hirslur fyrir alla skapaða hluti og engin hætta er á lausum skrúfum — því SCHÁFER hillukerfinu er bara smellt saman — engar skrúfur, boltar eða rær. Með SCHÁFER hillukerfinu sparar þú bæöi pláss — orku og tíma, það er auðvelt í uppsetningu, og ef þér er sagt upp lagerplássinu þarftu ekki að kaupa húsið, þvi það er jafnvel auðveldara að taka það niður. Með skrúfulausu SCHÁFER hillukerfinu er allt á sínum stað, og ekki nauðsynlegt að leita að skrúflyklinum inni í ísskáp. Lítið inn — hringið eða skrifið og fáið nánari upplýsingar. VÉLAVERSLUN Ármúli 8-105 Reykjavík - » 91-85840 Jámsmíöavélar - Stálinnréttingar Fyrir verkstæöi, birgða- og vörugeymslur Neytendur Neytendur Neytendur Kanadamaður á íslandi að skrífa um mataræði: „ Valdi stórir skammt- ar krabbameini gera litiir það líka” „Það eru eiginlega ekki nema tvær kröfur sem menn þurfa að gera til matar síns. 1 fyrsta lagi að hann sé hreinn. Það er aö ekki séu í honum óæskileg efni af ýmsu tagi. Og í öðru lagi að hann sé heill. Að hveitið sé ekki hvítt og hrísgrjónin hýðislaus og svo framvegis.” Þetta voru orð Roy Firus. Hann er nú að skrifa bók um mataræöi. Undanfarin ár hefur hann unnið í Kornmarkaðinum á Skóla- vörðustíg en er nú í fríi viö bókarskrift- irnar. Bókin er nær frágengin, aðeins verið að leita aö þýöanda. Því þó að Roy tali nokkuð í íslensku treystir hann sér ekki til aö skrifa á henni. Hann er Kanadamaður af þýskum og svissneskum ættum. Undanfarin 10 ár hefur hann lesiö allt sem hann hefur geta komist yfir um mataræði og spurt alla þá sem hann taldi að hefðu meiri vitneskju en hann hefur sjálfur. „Eg hef lesiö bókstaflega alia matarkúra sem ég hef séð á prenti. 1 þeim flestum stendur eitthvað á þessa leið: „Borð- aðu þetta en ekki hitt.” Ekki er nánar sagt af hverju eða hvers vegna eitt er talið hollt og annað óhoilt.” Mig langaöi til þess að setja saman bók þar sem þessir hlutir væru studdir rökum,” sagði Roy. Bókin skiptist í 7 aðalhluta. Sá fyrsti er um efni sem búiö er að sanna að eru eitruð en er samt blandað í matvæli. Þar er aðallega um fjögur efni að ræða, nítrít, saltpétur, sýklamat og sakkarín. Annar hlutinn er um matvæli sem algerlega eru ómerkt, hvaö innihald varðar. Sá þriðji um hálfmerkt matvæli. Til dæmis þar sem á stendur aðímatinn sé bætt „aukaefnum”, án þess að skilgreina hver þau eru. Fjórði kaflinn er um mat sem í hefur verið blandaö ýmsum óhollum efnum sem valda mönnum óþægindum en draga þá samt ekki til dauða. Fimmti kaflinn er um óhollar snyrtivörur. Sá sjötti um svonefnt heilsufæöi sem í mörgum til- fellum er alls ekki hollt og sá sjöundi er um lög og reglur sem til eru á Islandi um matvæli. Þykir Roy skorta mikið á að þessi lög séu nægilega ströng. „Þaö er til dæmis furöulegt að ekki skuli vera bannað á Islandi, eins og í nær öllum löndum öðrum, að nota DDT skordýraeitur viö úðun á gróðri. Bóndi sem ekki vissi um hversu hroðalega hættulegt þetta efni er gæti í ógáti úðaö því á grænmetið sitt. Að afleiöingunum þarf ekkiaðspyrja.” Heilsa manns og rottu Roy var spurður ögn nánar út í þennan fyrsta kafla bókarinnar. Hvort nítrít, saltpétur, sýklamat og sakkarín væru virkilega svona lífshættuleg eins oghannheldur fram. —segirRoyFirus Roy Firus. „Framleiðendur sem nota þessi efni halda því fram að svo sé ekki. Þeir benda á að í tilraunum þar sem sýnt hefur verið fram á óhollustu þessara efna hafi örfáum dýrum verið gefnir risaskammtar af efnunum. Og þó aö þau fái krabbamein sé fásinna að ætla að fólk fái líka krabbamein af því að neyta efnanna í litlum mæli. Þeir hafa reyndar stungið upp á því að á vörur með þessu innihaldi yrði letrað: „Varúö, þetta efni getur verið hættu- legt heilsu rottunnar þinnar.” Einnig hafa þeir haldið því fram að þaö sé sama af hvaða efni öðru gefnir eru svona risaskammtar, allt valdi það krabbameini. En báðar þessar staðhæfingar eru ósannar, það eru færustu vísindamenn úti um allan heim búnir að sýna fram á. Búiö er að sanna að ef efni veldur krabbameini í stórum skömmtum, þá veldur það líka krabbameini í litlum skömmtum, aðeins í færri tilfellum. Auðvitað má segja að betra sé að tvö þúsund manns fái krabbamein en tuttugu þúsund. En fyrir þann tvöþús- undasta er þetta ósköp lítil huggun. Aö öll efni valdi krabbameini ef þeirra er neytt í risaskömmtum er líka bull. Ef farið er í hvaöa matvörubúð sem er og teknar hundrað vörutegundir niður úr hillu myndu risaskammtar af 2—3 þeirra að hámarki valda krabbameini. Hinar yllu að vísu hvers konar óþæg- indum en drægju fólk ekki til dauöa. Arthur S. Flemming, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sagði líka á þá leið að meðan ekki væri búið að sanna að eitthvert efni ylli ekki krabbameini væri rangt að hafa fjöld- ann sem tilraunadýr, gefa honum efnin og sjá hvort hann lifði af.” Bannað, leyftaftur Öll efnin fjögur sem Roy nefndi og kallaði eitur hafa einhvern tíma verið bönnuð en leyfð aftur. Þannig var sýklamat bannað í Bandaríkjunum árið 1969. Það var leyft aftur 4 mán- uðum seinna með því skilyrði að matur sem innihéldi sýklamat væri skráður sem „drug” eða lyfjavara. Aftur var sýklamatið bannað 6 mánuðum seinna en er nú leyft á nýjan leik. Roy segir að iðnaðurinn sem notar sýklamat velti um 4 milljörðum dollara á ári og sé því geysilega áhrifamikill. Honum hafi tekist með þrýstingi á stjórnvöld að knýja fram leyfi á sýklamati að nýju. Sakkarín var bannaö árið 1977 í Banda- ríkjunum en leyft aftur af sömu ástæðum að því að Roy segir. Saltpétur og nítrít, sem hefur sömu áhrif, voru bönnuð í Noregi árið 1973 til nota í pylsur, í Kanada var bannað að nota það í fisk og í Minnesóta í Bandaríkj- unum var það alveg bannað. SJÁLFSTÆÐISMENN! Munið iandssöfnunina VINSAMLEGA GREIÐIÐ GÍRÓSEÐILINN SEM FVRST.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.