Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Síða 16
16
DV. LAUGARDAGUR 23. APRlL 1983.
Bækuroii brikaisöfnun XX
Ljóst er, aö prentun aö Leirár-
görðum hefur staöiö meö mestum
blóma á fyrstu árum starfseminnar
þar, en upp úr aldamótum hefur
tekið aö dofna yfir henni, þar til hún
aö lokum lagðist niöur meö öllu um
tíma. Eru ekki tök á í þessu stutta
yfirliti aö gera viöhiítandi grein fyrir
hinum ýmsu þáttum, sem hér höföu
samverkandi áhrif, þótt þeir væru af
mismunandi toga spunnir, jafnvel
tengdir erlendum og innlendum
stórviöburöum.
Magnús Stephensen
störfum hlaðinn
Má í upphafi telja líklegt, aö aukin
umsvif Magnúsar Stephensen aö
embættis- og landsmálum hafi smám
saman gert aðstööu hans erfiöari viö
aö sinna bókaútgáfustörfum í sama
mæli og áöur. Var hann sem fyrr
getur skipaöur dómstjóri viö lands-
yfirréttinn viö stofnun hans í júlí
1800, en í tilskipun þeirri, er setti
réttinum reglur, var svo ákveðiö, að
hann skyldi haldinn einu sinni í viku
mánuöina maí-október, en einu sinni
í hálfum mánuöi hinn hluta ársins,
nema nauðsyn bæri til aö halda hann
einnig þá vikulega. 1 reynd var f ram-
kvæmd þessara mála þó á annan veg
þar sem rétturinn kom mun sjaldnar
saman, enda heföi M. St. þá verið
búseta aö Leirá ógerleg. Hinsvegar
fluttist hann nokkru síðar, 1803, aö
Innra-Hólmi og því nokkru nær
Reykjavík, en um leiö fjær Leirár-
göröum. Hefur þaö því einnig gert
honum erfiðara um vik viö umsjón
meö starfsemi prentsmiðjunnar.
Hún var reyndar í góöum höndum
hjá Guömundi Jónssyni Schagfjörö
prentara, en ólíklegt er, aö M. St.
hafi taliö þaö nægja, svo mjög sem
hann lét þessi mál til sín taka. Fór
líka svo aö lokum, er hann hafi
stofnaö heimili hiö þriöja sinni í
Viðey, aö þangaö flutti hann einnig
prentsmiöjuna.
Guðmundur Schagfjörð
prentari
Um fyrrnefndan Guðmund Schag-
fjörö er skylt aö geta, aö hann hafði,
er hér var komið sögu, starfaö nær
látlaust viö prentun í 30 ár. Kom
hann aö Hólum áriö 1772, þá 14 vetra,
og hóf störf við prentsmiöjuna sem
aðstoöardrengur, en síðar sveinn og
aöalprentari fram til ársins 1782, er
starfsemin lagöist þar niður um hríö.
Þá lá leiöin til Hrappseyjar í stuttan
tíma, en þaöan til Kaupmanna-
hafnar, einnig til prentstarfa. I Kh.
kynntist Guðmundur Magnúsi
Stephensen, er þar var viö nám, og
réöst í framhaldi af því sem skrifari
hjá fööur hans Olafi Stephensen,
stiftamtmanni, í Viðey. Viö stofnun
Leirárgaröaprentsmiðju 1795 gerðist
hann þar yfirprentari og síðan áfram
látlaust fram til ársins 1830 í Viðey,
en þar mun hann hafa starfað enn
fram til ársins 1832, er 60 ár voru
liöin frá því hann fyrst hóf nám í iön
sinni. Hlýtur GuðmundarSchagfjörð
ávallt aö veröa minnst sem eins
hinna merkustu frumherja
íslenzkrar prentlistar.
Syrtir í álinn
Áöur hefur komiö fram, aö dregið
hafi mjög úr starfsemi Leirárgarða-
prentsmiðju fljótlega eftir aö
nítjánda öldin gekk í garö, og hafi
breytt aöstaöa Magnúsar Stephen-
sen átt þar nokkurn hlut aö máli.
Verður þaö ekki dregið í efa.
Hinsvegar er lítill vafi á, aö ástæðn-
anna er að mestu lengra að leita.
Meö byltingunni miklu í Frakklandi,
sem oft er talin hafa átt upptök sín í
París h. 14. júlí 1789, hófst mikiö óróa-
og upplausnartímabil þar í landi,
sem leiddi til verulegra þjóöfélags-
legra breytinga. Höfðu átök þessi
áhrif víða um lönd, en þó fyrst og
fremst í Evrópu þar sem lengi haföi
verið grunnt á því góða milli stærri
og smærri ríkja eða héraða, en inn á
viö milli stétta og ýmissa hagsmuna-
hópa. Brátt tók líka aö draga til enn
meiri tíðinda, og má segja, aö meö
stríösyfirlýsingu Frakka á hendur
Austurríki í apríl 1792 hæfist sá
ófriður í Evrópu, sem stóö með
stuttum hléum í rúma tvo áratugi og
lauk ekki fyrr en á vígvöllunum við
Waterloo og ósigri Napóleons þar
áriö 1815.
$ íaufíut'' ^ófíutímt*
Sutftí
Sítgóugjn;
ft;cic á.ci& 1818.
iTofu&ui og ótfenöuo
fif
a ð tt ú f i <5 t c v í) e n f e n ,
futíúngícgvav ^áíignrtt’ (Confetencccá&t og Dúfh’'
tíavtQ í DsíanOð Foiiúagícga áLcjn&eyftt;
vctíi, og íTíeöíimí ýmtjtva Fottúnflí.
S, ee v t> q m &
^eittfíeöum/ i 8 i 8.
$y?nírti>ui’ af SaFíóví og iBóffvýcFirtU
(&* Q c í; <x g f j qx
Titilsíða af fyrsta árgangi Klaustur-póstsins, Beitistöðum 1818.
Valdarán Jörundar
Áöur en lengra er haldiö fer vel á
aö geta eins eftirminnilegasta
atburöar í sögu landsins á síöari öld-
um, komu Jörgens Jörgensens eða
Jörundur Hundadagakóngs, sem
hann hefur venjulega verið nefndur
af Islendingum. Veröur sú saga ekki
sögö hér, en aöeins rifjaö upp, aö h.
25. júní 1809 gengu menn á land í
Reykjavík af brezku freigátunni
„Margaret and Ann” undir forustu
skipstjórans John Liston og Danans
Jörgensens. Handtóku þeir æðsta
yfirmann landsins, stiftamtmanninn
Trampe greifa, og fluttu um borð í
skip sitt. Hófst nú valdatími J.J.,
sem nefndur var hæstráðandi
Islands er stóö í tvo mánuöi eða þar
til á hann var bundinn endi af skip-
herra annars brezks herskips, „The
Talbot”. Á þessu tímabili gaf
Jörgensen út fjölmörg fyrirmæli
varöandi stjóm landsins og aðrar
ráöstafanir, en veigamestu
auglýsingamar, dags. 26. júní og 11.
júlí vom prentaöar í Leirárgörðum.
Eru þær báöar tilgreindar í „Fiske-
skrá” I, Ithaca, N.Y. 1914, bls 310, en
auk þess er hin fyrri sýnd í heild og
sú síðari aö hluta í „Öldin sem leið”
— Minnisverö tíöindi 1801—1860,
Rvík 1955, bls. 35—36. Um þessa
atburði eru til miklar heimildir og
eru nokkrar þeirra skráöar í lok
þessarar greinar.
Prenthúsið á faiianda fæti
Áöur hefur verið getiö helztu
ástæöna fyrir samdrætti í starfsemi
Leirárgaröaprentsmiðju, einkum
vegna vöntunar á ýmsum
nauðsynjum til hennar. Fleira kom
og til s.s. aö prenthúsiö var orðið
mjög lélegt um þessar mundir og
raunar aö lokum talið ónothæft. Er
líklegt, að smiðshöggið hafi veriö
rekiö, er áin Leirá flæddi yfir bakka í
leysingum, stórskemmdi húsiö og
eyöilagði pappír og bækur. Var því
framhald prentunar af þeim sökum
einum útilokaö aö óbreyttum
aðstæðum. Magnús Stephensen haföi
flutt búferlum frá Innra-Hólmi til
Viðeyjar áriö 1806, eöa um sama
leyti og faöir hans Olafur Stephensen
lét af embætti fyrir aldurs sakir, þá
fullra 75 ára. Mun M. St. hafa haft
áhuga á aö flytja prentsmiðjuna
Böðvar Kvaran
skrlf ar um
bækur og
bökasöfnun
áfangastaö, a.m.k. að nafni til, fram
á mitt ár 1819, en í júlí þaö ár var
prentsmiöjan flutttil Viðeyjar.
Traustar heimildir
Um bækur og ritlinga frá
Beitistöðum er hægara aö ræöa en
Leir árgaröaprentiö, því aö þar er viö
aö styðjast grein Olafs Pálmasonar,
cand. mag., bókavarðar viö
Landsbókasafn, er nefnist
Beitistaðaprent, og birtist í Helga-
kveri, Afmæliskveöju til Helga
Tryggvasonar bókbindara á
áttræðisafmæli hans 1. marz 1976,
Rvík 1976, (bls. 71-77). Var hún auk
þess sérprentuð í 16 eintökum, Kópa-
vogi 1976. Hér er sem vænta mátti
um mjög ítarlega og vandaða skrá
aö ræöa, en jafnframt óvenjulega aö
því leyti, aö getiö er f jölda prentaðra
eintaka af hverju riti. Reyndist það
mögulegt þar sem þessar
upplýsingar er aö finna í reikningum
prentsmiöjunnar, sem varðveitzt
hafa, og geymdir eru í Þjóðskjala-
safni. Hinsvegar verður tæpast sagt,
aö hin prentuðu rit hafi verið að
sama skapi eftirtektarverö, ef undan
eru skilin örfá, sem nefnd verða hér
á eftir og í næstu grein. Alls eru
skráö 26 rit eða titlar, aö langmestu
leyti smáprent, þ.á m. 9 líkræður,
æviminningar og grafskriftir og
önnur 9 margvíslegs efnis. Þekkt-
asta ritið var hinsvegar Klaustur-
pósturinn, sem hóf útkomu að
PREVITMIM
ÁtVÖK
AB VERJAST
Dönum settir
úrsiitakostir
Veigamikill þáttur í stríðsátökun-
um var sú viöleitni Frakka aö koma í
veg fyrir alla verzlun Evrópuþjóða
við höfuðóvinina Englendinga. Skipti
þar afstaöa Dana verulegu máli, en:
auk þess aö ráöa yfir miklum skipa-
flota var lega Danmerkur og skatt-
lands hennar Noregs, hernaðarlega
mikilvæg sem næstu nágrannar Eng-,
lendinga í austri. Ottuöust hinir síö-
ast nefndu, aö Frakkar heföu í
hyggju að ná danska flotanum á sitt
vald og buöu Dönum bandalag og aö
afhenda sér skipin, meöan styrjöldin
geisaöi. Þessumafarkostumhöfnuöu
Danir, en hlutu aö launum árás og
umsátur um Kaupmannahöfn í
september 1807, sem lauk með upp-
gjöf eftir f imm daga. Héidu Englend-
ingar á braut meö danska flotann, en
Danir slitu viö þá friönum og gerðust
stuðningsmenn Frakka.
Einangrun
landsins
Þessir atburöir urðu örlagaríkir
Islendingum þar sem heita má, aö
allar samgöngur viö landið hafi
rofnað. Varð því lítið um nauðsynleg-
ustu aödrætti hvaö þá annaö, sem
frekar mátti án vera undir þessum
kringumstæöum s.s. pappír og önnur
prentföng. Er mér t.d. ekki kunnugt
um, aö annaö hafi veriö prentaö í
Leirárgörðum á árinu 1808 en síðasti
hluti Minnisveröra tíðinda,
Hl.bindis, 2. deildar. Eftir það kom
sáralítiö út fram til ársins 1812 og
eingöngu smárit, ef undan er skiliö
hiö síðasta, „Hentug handbók fyrir
hvöm mann” eftir Magnús
Stephensen um ýmis lögfræöileg
efni. Varö þá hlé á prentun um tíma,
þar sem ekkert var prentaö hér á
landi á árunum 1813—1815, fyrst og
fremst af fyrrgreindum erfiðleikum
viö útvegun pappírs.
þangaö frá Leirárgörðum, þegar út-
lit tók aö batna í þessum málum í
ófriöarlok, en þaö var þá talið
Landsuppfræöingarfélaginu ofviða
vegna erfiörar fjárhagsstöðu. Hafði
félagið oröiö fyrir miklu tjóni árið
1813 viö gífurlegt gengisfall, er
stafaöi af stööugt aukinni skulda-
söfnun danska ríkisins og
takmarkalítilli seðlaútgáfu í
samræmi viö það. Var því sú
ákvöröun tekin að flytja
prentsmiöjuna frá Leirárgörðum aö
Beitistööum, í næsta nágrenni, og
byggja yfir hana þar. Aö sjálfsögöu
var ástæöan einnig sú, aö
prentarinn, fyrmefndur Guömundur
Schagfjörö, bjó á Beitistööum, en þá
jörö hafði hann keypt árið 1805 og því
sótt prentstörfin þaðan eftir því sem
tilefni gáfust til. Var byggingu hins
nýja prenthúss lokiö á árinu 1815, en
fyrst prentað þar áriö eftir, 1816.
Hélst starfsemin á þessum
Beitistööum áriö 1818 og þar
prentaður 1. árgangur og fyrri hluti
2. árg. (1.-6. tbl., bls. 1-96). Var
framhaldiö síöan prentaö í Viðey og
m.a. sagt, að útgáfa þessa nýja
tímarits Magnúsar Stephensen hafi
átt djúgan þátt í, að hann flutti
prentsmiöjuna þangaö.
Heimildir um Jörgen Jörgensen
a) Saga Jörundar Hundadagakóngs. Eftir
Jón Þorkelsson. Kaupmannahöfn 1892.
b) Almanak Hins íslenzka þjóðvinafélags
um árið 1893. Kaupmannahöfn 1892, (bls.
52-73)
c) Helgi P. Briem. Byltingin 1809. Rvík
1936.
d) Journal of a tour in Iceland in the
summer of 1809 by William Jackson
Hooker. Vol. I.—II. London 1813. (i Vol.
n., bls.3-102).
e) James Francis Hogan. The convict king.
London 1891.
f) Sami. En deporteret Konge eller Beretn-
ing om Jörgen Jiirgensen. Kjöbenhavn
1892.
Böövar Kvaran