Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Page 19
DV. LAUGARDAGUR 23. APRIL1983. Popp Popp Popp Popp Popp Sagan af fátæka drengnum §em vard stjarna Suöur í Karíbahafi á eyjunni Barbados hefur hinn blakki Eddy Grant komiö sér fyrir ásamt konu sinni og fjórum bömum á gömlu þrælasetri sem um langa hríö haföi verið í niðumíöslu. Milljón pundum síðar fer vel um fjölskylduna og öllum líöur vel. Grant,sem er 35 ára og fæddur í Bresku Guiana, hefur veriö kallaöur fyrsta blakka stór- stjarna Bretlands. Hann fluttist ásamt foreldrum sínum til Bretlands árið 1960, ætlaði sér að veröa læknir en tónlistin náöi yfirhöndinni. Saga hans er hin dæmigeröa fyrir fátæka, strákinn sem varö stjarna. Honum líkaði alla tíö illa viö veöráttuna í Bretlandi. A vetmm var honum stöö- ugt kalt og kom þaö niður á músík- gáfunni. Svo þegar tækifæri gafst flutti hann suður í lönd. II. Arið 1968 sló Eddy Grant fyrst í gegn meö laginu Baby Come Back en þá var hann meðlimur í hljómsveit- inni Equals. Jafningjarnir vöktu aldrei vemlega athygli en áttu þó nokkrar dægurflugur og er Viva Bobby Joe eflaust hin þekktasta þeirra. Hljómsveitin gaf út nokkrar plötur semnáöu hylli vel fyrir neðan meöallag. Gáfur Grants höföu snemma komið í ljós. Hann byrjaði á því aö læra á trompet, smíðaði sér síöan eigin gítar í handavinnu í skól- anum og endaöi meö því aö læra á öll hljóöfæri sem hann komst í tæri viö. Og söngurinn var honum eðlilegur Áriö 1972 yfirgaf hann Equals og stefndi á sólóferil, nokkuö sem fáir aörir en hann s jálfur trúöu á. III. Fyrsta skrefið var aö koma upp eigin stúdíói. Eddy keypti græjur af gjaldþrota stúdíóeiganda (Dave Robinson sem nú á Stiff-fyrirtækiö) og innréttaði fyrsta stúdíó Evrópu sem var í eigu negra. Og hann geröi betur. Stofnaöi Ice-útgáfufyrirtækið sem var hiö fyrsta „svarta” sinnar tegundar í álfunni. I fyrstu haföi það aðsetur í Guyana og Afríku 1977 flutti hann starfsemina til Bretlands. Fljótlega tókst Grant að afla sér verulegra vinsælda meöal íbúa Karabíska hafsins og í Afríku. Meginland Evrópu fylgdi á eftir. Og Bretar aö síðustu þegar lagiö Living On The Front Line komst í efstu sæti lista sumariö 1979. Á eftir fylgdu fleiri vinsælar dægurflugur svo sem Walking On Sunshine og Do You Really Feel My Love. IV. Eddy taldi sig komast aö því snemma á ferli sínum aö enginn næöi langt í músíkinni nema aö hafa viö- skiptanef. „Þessi bransi er fyrst pen- ingar og síðan tónlist,” er haft eftir honum. „Útgáfufyrirtækin ráöa pen- ingunum og þar meö öllu heila gill- inu. „Hann minnir á orð hetju sinnar Chunk Berry sem eitt sinn sagöi: „Ef ég ætti aö endurtaka leikinn myndi ég fyrst fara í viðskiptafræði og síöan læra á gítar.” V. Eddy Grant hefur aiia tíö verið ákafur baráttumaöur fyrir réttinda- málum svertingja. „Ein ástæöa þess hve mér gekk illa aö komast áfram var aö ég ei svartur. Stóru karlamir í Bretlandi trúöu ekki á svarta stjörnu. Hefði ég verið hvítur hefðu málin þróast á annan veg.” Hann bendir á að til aö svertingi komist' áfram veröi hann aö fóma öllu og helst að láta gera sig aö viörini. „Tökum til dæmis Bob Marley. Hann lét gera sig aö fífli. Hann sökk niður í dóp og djönk og týndi sjálfum sér. Ekki þar fyrir aö ég hafi ekki mjög hrifist af tónlist hans og textum, en þannig léti ég aldrei fara meö mig. Ég er fyrst og fremst manneskja, eins og þú sem lifir af músík. Eg er ekki fífl,” segir Grant sem vissulega lifir heilbrigðu lífi eins og sagt er. Hann drekkur ekki, reykir ekki, fanatíker á móti kaffi, tei og kjöti. Grænmetisæta. Hetjur hans em Muhammed Ali, Martin Luther King og Diego Maradonna knattspymustjarna. Grant tileinkar Maradona eitt lagið á nýju plötunni sinni, Killer On The Rampage. Lagið heitir Latin Love Affair. Sem nærri má geta er Grant hrifinn af fótbolta en á Barbados er enginn fótbolti. I staðinn kemur leikur sem nefndur er „squash” og er Grant einn af þremur fínustu iðkendum hans á eynni. Sem sagt: heilbrigðurnáungi. VI. Grant er f jölhæfur tónlistarmaður. Leikur á öll hljóðfæri sem hann getur notast viö. „Getur þú ímyndaö þér aö listamaöur eins og Picasso hafi teiknað drög aö málverki og fengið síöan aðra til aö setja litina á strigann? Nei, þaö væri fáránlegt. Á sama hátt á sannur tónlistarmaöur aö fullgera verk sitt upp á sitt eindæmi. Aörir geta ekki sett sig í hans spor. Aö öörum kosti verður verkið ekki eins og höfundurinn haföi hugsað sér þaö.” Grant er uppsigaö viö bassann og segir hann óþarfan, notar í staöinn hljóögervla og trommur. Lög hans em tilbúin áöur en hann heldur inn í stúdíóið., ,Ég hef lagiö og útsetninguna fullbúna í höfð- inu. Ekkert verður til við upptökur.” Stúdíóiö hans nýja á Barbados sem kallast Blue Wave er þegar oröið eftirsóknarvert meöal tónlistar- manna. Þessar vikurnar dvelur þar Marcia Barrett úr Boney M viö upptökur á sólóplötu. Og stjarna innfæddra, Mighty Gabby, tók þar upp plötu sem Grant segir vera mestu söluplötu allra tíma — miöað viö fólksfjölda. Þaö hlýtur aö vera áhugavert fyrir okkur á Fróni. Lagiö Jack sem er eftir Grant seldist í 25.000 eintökum á eynni en þar búa tíu sinnum fleiri íbúar. VII. I nóvember síöastliðnum kom nýja albúmiö hans Eddys, Killer On The Rampage. Á henni eru tvö „hit”-lög, I Don’t Wanna Dance og Latin Love Affair. Auk þess em þar mörg önnur prýðileg lög. Uppáhaldslag Grants sjálfs heitir War Party sem hann fullyrðir sjálfur aö sé frábært lag, hvort sem mönnum líki þaö betur eða verr. Jú, að vísu ágætislag. Þar er líka lagiö Electric Avenue sem fjallar um Brixton hverfiö í Lund- únum þar sem litir innflytjendur búa. Annars er tónlist Eddy Grants mjög blönduð. Þar má finna áhrif popps, soul, rokks, afríkumúsíkur og suörænna ballaöa. Allt í einum graut en útkoman er ári skemmtileg. Eins og ég minntist á er ég fjallaði um plötuna hér í blaðinu gerir Grant mikið til að útsetningamar nái réttu andrúmslofti. Gefum honum sjálfum oröiö: „Til dæmis I Don’t Wanna Dance. Þaö lætur kannski ekki mikið yfir sér en útsetningin er mjög flókin. Eg nota þar fjögur tambórín sem hvert fylgir sínum ryþmanum. Og þrjú píanó sem sömuleiöis fylgja ólíkum linum og helling af trommum. En allt smellur þetta svo vel saman að úr verður ein heild. Og sándiö sem ég var aö leita eftir. Ef einhver annar heföi komiö nálægt laginu myndi þaö hljóma allt ööru vísi. Þetta var mitt lag og ég varö aö flytja þaö. Svo einfalt er þaö,” segir Eddy Grant blátt áfram og varar viö því aö þessi orö séu oflof. „Nei, svo einfalt er þaö.” Sem sagt: maöur meö ódrep- andi metnað og sjálfstraust. Hver er þaðsvosemekki? TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.