Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Page 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAl 1983. 3 Reykjavíkurborg: Atvinnuumsóknir skólafólks aukast Töluvert fleira skólafólk hefur sótt um vinnu hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar nú í vor en á sama tíma í fyrra. Aö sögn Gunnars Helgasonar forstjóra Ráðningar- stofunnar hafa 524 stúlkur og 464 piltar látið skrá sig frá 1. apríl síðast- liðnum. Samtals eru þetta 988 einstaklingan. Á sama tíma í fyrra höföu 485 stúlkur og 308 piltar látið skrá sig eöa 793 samtals. Gunnar taldi að erfiðara yrði að útvega þessu fólki vinnu nú en oft áður þar sem al- mennt atvinnuleysi væri meira nú og vinnumarkaöurinn þrengri. Skráðir atvinnuleysingjar hjá Ráðningarstofunni voru um mánaða- mótin 382, þar af voru 236 karlar og 146 konur. I hópi karlanna voru skólapiltar 17, en í hópi kvennanna voru skólastúlkur 34. Á sama tíma í fyrra voru 69 karlar og 74 konur á at- vinnuleysisskrá eöa 143 samtals. Þá voru skólapiltar 17 af körlunum og skólastúlkur 26 af konunum. Eins og sjá má af þessum tölumer atvinnuleysi í Reykjavík umtalsvert meira nú en á sama tíma í fyrra. -SþS. Mezzoforte: Fáskrúðsfjörður: Á SKÍÐUM IMALLORCAVEÐRI Þennan skemmtilega út- fœröa bekk rákumst vid DV tnenn á í Hafnarfirdi í gœr. Eins og sjá má hefur hann verið búinn hjólum og mœtti eflaust telja œsku landsins trú um aö um sé að ræða fyrsta hjóla- stólinn. Ungur Hafn- firðingur hvílir lúin bein blaðamanns á bekknum eins og til er œtlast. DV-mynd S. Sannkallað Mallorcaveður hefur verið að undanförnu víða um land. Þessa mynd tók fréttaritari okkar á Fáskrúðsfirði, Ægir Kristinsson, af kátum Fáskrúðsfirðingum að renna sér á skíðum fyrir ofan kauptúnið. Voru allir sem vettlingi gátu valdið komnir út og famir að renna sér á skíðum eða sleðum. Voru sumir jafn- Báðar plötur Mezzoforte, sem hafa gert garðinn frægan í Bretlandi og á meginlandi Evrópu að undanförnu eru nú komnar á topp tíu í Hollandi. Litla platan var samkvæmt síöustu skráningu í tíunda sætinu en var áður í þrettánda sæti. Stóra platan er í níunda sæti, var áður í tólfta. Er þetta þaö hæsta, sem íslenskar hljómplötur hafa komist á vinsæidalistum eriendis. Tveir af meðlimum hljómsveit- arinnar voru nýlega á ferö i Hollandi og komu þar fram viðs vegar i viðtölum og kynningum. Má því búast við að plöturnar eigi eftir að komast enn hærra á holienska iistanum. -SþS. vel léttklæddir í sólskininu þó hitinn mældistekkihárá hitamæla. DS/DV-mynd Ægir. Siglufjörður: Aldarafmæli skólastarfs Sýningin „Skólastarf í 100 ár” var opnuð á Siglufirði á sumar- daginn fyrsta. Sýningin var. haidin í tilefni þess að um þessar mundir eru 100 ár frá því að reglulegt skólastarf hófstá Siglufirði. Á sýningunni voru verkefni eftir nemendur grunnskólans sem aö undanfömu hafa tekið fyrir í hóp- vinnu viðfangsefnið „Skólastarf í 100 ár”. Sýningin stóð til sunnu- dagsins 24. apríl. Til að minnast þessara tímamóta hefur einnig veriö hafinn undirbúningur að söguritun sem tekur til ýmissa þátta skólastarfsins í 100 ár. Fyrsti kennarinn á Siglufirði var Helgi Guðmundsson læknir en nú- verandi skólastjóri grunnskólans erPéturGarðarsson. -SþS. Skotveiðifélag íslands: Gæsa-oganda- veiðarbannaðar Skotveiðifélag Islands hefur sent frá sér áminningu um að gæsa- og andaveiðar eru bannaðar með lögum á vorin. Ennfremur vill félagið benda landeigendum, sem stuðla á einhvem hátt að því að slíkar veiðar fari fram, á aö þeir geti hugsanlega orðiö hlutdeildar- menn í lögbroti samkvæmt 22. grein laga nr. 19 frá 1940. -JBH. Á TOPP TÍU f HOLLANDI MAIFERÐIR TIL MALLORCA ODYRT 11. mai, 17 dagar, og 27. mai, 19 dagar, verð frá kr. 11.800. Börnin greiða aðeins hálft fargjald. Búið á glæsilegu og vinsælu íbúðahóteli, TRIANON, alveg við hina vinsælu Magaluf-baðströnd. Allar íbúðir með sólsvölum út að ströndinni móti sól. Svefnherbergi og stofur vel búnar húsgögnum, flísalögð böð og vel búin eldhús með öllu tilheyrandi. Lyfturnar ganga beint niður á sund- laugarsvæðið þar sem einnig eru barir og léttar matarveitingar. Sérstök barnasundlaug. Af sundlauga- og sólbaðssvæði byggingarinnar er gengið beint út í sandinn (þarf ekki einu sinni að fara yfir götu). NOTIÐ FJÖLSKYLDUAFSLÁTTINN OG TAKID BÖRNIN MEÐ í SÖLINA /0%tOUr (Flugferöir) PANTIÐ STRAX ÞVl PLÁSSIÐ ER TAKMARKAÐ Vesturgötu 17 Símar 10661,15331 og 22100 ÍSLEIOIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.