Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Side 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd ilfltÉ Halda striki þrátt fyrir mótmælin Sósíalistastjórn Frakklands mun standa fast á spamaðarráöstöfunum sínum, sagði Pierre Mauroy forsætis- ráðherra, á meðan helstu verkalýösfé- lög landsins héldu uppi háværri gagn- rýni 1. maí á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Stúdentar og bændur hafa staðið fyrir mótmælaaögerðum sem jaðraö hafa við óeirðir í síðustu viku. Stúdent- ar til að mótmæla lagabreytingu um Frauskir bændur mótmæla innflutn- ingi á iandbúnaðarvörum og brenna hér á myndinni ávexti og grænmeti úr flutningabílum sem koma frá Spáni. háskólana, sem stýra eiga þeim til þeirra æðri menntunar er hagnýtari þykir þjóðfélaginu, bændur til aö mót- mæla afurðaveröi hjá EBE, þar sem þeim þykir stjórnin hafa haldið slæ- lega á þeirra málum. Þrjár fjölmennar kröfugöngur og útifundir voru haldnir af stærstu verkalýðsfélögunum í París og áttu að sýna stuðning verkalýösins við vinstri stjóm Mitterrands og umbætur sem hægri öflin og atvinnurekendur stæðu gegn. Talsmenn verkalýðsfélaga stilltu sig þó ekki um að gagnrýna fyrirhugaðar ráöstafanir, eins og skatta- og veröhækkanir, sem þeir kvíða að muni rýra kjör launþega. Aflétta takmörkuib um á útlendinga sem staría í Sviss Glistrup grýttur — óeirðir á degi verkalýðsins í miðborg Kaupmannahafnar Utlendingar sem starfa í Sviss með eins árs atvinnuleyfi mega eftirleiðis flytja til sín fjölskyldur sínar eftir tólf mánaða dvöl í staö fimmtán mánaða áður. Það er að kröfu itölsku ríkisstjórnar- innar sem þessar reglugerðarbreyt- ingar koma, en sú krafa var reist á samningum ítalíu og Sviss frá 1964 um ítalskt farandverkafólk í Sviss. En til þess aö ítölum sé ekki gert hærra undir höfði en öðrum útlend- ingum tekur þessi breyting til allra, Áströlsk kona á von á bami sem fjóra fyrstu mánuöi meðgöngutímans hafði veriö geymt djúpfryst og segja læknar í Melboume að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt er reynt viö manns- fóstur. Aðferöin hefur áöur verið reynd við skepnur. Það er læknahópur viö Monash- háskóla og tvö sjúkrahús í Melboume hverrar þjóðar sem þeir eru. En ekki þó til þeirra sem starfa skamman tima í senn og snúa aftur til heimalands sins inn á milli. Eins mega Italir setjast að fyrir fullt og allt í Sviss eftir fimm ára starf í stað tíu ára áður, samkvæmt þessum nýju reglum, sem eiga einnig að gilda yfir aðra. Um 410 þúsund Italir starfa í Sviss og eru þeir um þriðjungur útlends vinnu- afls í landinu. sem fyrir þessu stóð en þeir hafa áöur fengist viö tilraunaglasagetnað. Konan mun vera komin fjórtán vikur á leið og rannsóknir benda til þess aö fóstrið sé eðlilegt og dafni vel, eftir því sem dr. Alan Torunson, forstööumaður læknaliðsins, segir. Segir hann að tvær konur aðrar bíði Mogens Glistrup i friðsamari félags- skap en kostur var á 1. maí. frétta af því hvort þær séu þungaðar af áöur d júpfrystum fóstrum. Eggjastokkar ofannefndu konunnar voru samgrónir og kom þaö í veg fyrir eölilega þungun. Fjögur egg voru fjar- lægö og frjóvguð í tilraunaglasi og var þrem þeirra síðan aftur komiö fyrir á réttan staö. Það fjórða var djúpfryst við mínus 196 gráöur (Celsíus) þegar það var enn átta frumu f óstur. Frá Ásgeiri Páli Júlíussyni, fréttarit- ara DV i Kaupmannahöfn: Mogens Glistrup, formaöur Fram- faraflokksins danska, varö fyrir held- ur fólskulegri árás í miðborg Kaup- mannahafnar á sunnudag, þar sem verið var að halda dag verkalýðsins hátíðlegan. Svo sem venja er skipulögðu vinstri- menn flestar mótmælagöngumar sem famar vom þennan dag. Framfara- flokkur Glistrup hefur hins vegar f jöl- mennttil hátíöarinnar síðustu ár ,,í at- kvæðaleit meðal hinna vinnandi stétta”, samkvæmt upplýsingum Lis Knudsen, eins talsmanns flokksins. En Konan varö þunguö en missti fóstriö eftir átta vikur. Frysta fóstrið, sem geymt hafði verið í vetni í vökvaformi í fjóra mánuöi, var þá þýtt og því komið fyrir í móöurlífi konunnar. Við geymsluna höfðu tvær frumur af sex eyðilagst af ískristöllum en læknar segja aö sex af átta geti orðiö fyrir skemmdum og bamiö samt fæðst full- komlega eðlilegt. varla veröur það sagt aö Framfara- flokkurinn eigi margt sameiginlegt með vinstrimönnum og er það árviss viðburður að til smá átaka komi milli þessara andstæöna í dönskum stjóm- málum. Ur hófi keyrði þó á sunnudag þegar ráðist var á Glistrup meö málningu, fúlum eggjum, steinkasti og ööru laus- legu. Tilgangur atlögunnar var að henda Glistrup í smávaln í miðju garðs- ins þar sem hátíöahöldin fóru fram. Stóð Gli.«?trup meöal fylgismanna sinna, þegar kona ein skar sig úr hópi vinstri- sinna og hrópaði: „Glistrup er hérna, hendum honum í vatniö!” Tóku þá skoðanabræöur hennar undir og gerðu aösúg aö flokksformanninum. Sparkað var í maga hans og hann rekinn meö látum út úr garöinum — þar sem lög- reglan greip inn í og stöðvaði þessi skrílslæti. Björguðu lögreglumenn Glistrup inn í lögreglubíl og óku honum ötuöum í málningu og eggjum til síns heima. Hann slapp því frá aö taka sundtökin í þetta sinn, en slík var múgæsingin aö annar Framfaraflokksmaður var gripinn í staðinn og honum hent í vatn- ið. Danska sjónvarpið var á staðnum og festi atburðina á filmu en æstur lýðurinn réðst á kvikmyndatökumann- inn, eyðilagöi tæki hans og stal film- unni. Eftir að hafa þvegið sér og skipt um föt lét Glistrup hafa þaö eftir sér að eft- ir þennan atburð hefði hann þaö á til- finningunni aö hann væri hinn eini og sanni baráttumaöur og talsmaður lýð- ræðisins og enginn þyrði að mæta skoð- unum Framfaraflokksins með rökum. Djúpfryst fóstur sett i módurkvtö — eftir fjögurra mánaða geymslu f f Ijótandi vetni — Daf nar ágætlega U.júníí Þýskalandi Karl Carstens, forseti Vestur-Þýska- lands, mun ávarpa þingið í Bonn í næsta mánuði í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að tilraun var gerð í Austur-Þýskalandi til þess að rísa upp gegn kommúnistastjórninni. 17. júní 1953, nokkru eftir fráfall Jósefs Stalíns, brutust út óeirðir í ýmsum austur-þýskum borgum og þar á mcðal Austur-Berlín. Sovéskir skrið- drekar voru sendir inn í A-Þýskaland til þess að kæfa niður þessa mót- spyrnu, sem í mannkynssögu austan- tjaldslanda er sögð hafa verið undan rifjum Bandaríkjanna sprottin. 17. júní er almennur frídagur í V- Þýskalandi til minningar um þessa atburði. Dauösföllin eðlileg Vestur-þýska stjórnin lýsti því yfir í gær, að hún teldi sannað að v-þýskur ferðamaður, sem andaðist i höndum landamæravarða A-Þýskalands i siðustu viku, hafi látist af h jartaslagi. Var tekið frara að v-þýsk yfirvöld teldu rannsókninni á andláti hins 68 ára gamla Heinz Moldenhauer, lokið. Hann var annar V-Þjóðverjinn sem andaðist af hjartasiagi í landamæra- hliði við vegabréfaskoðun og yfir- heyrslu hjá a-þýskum landamæra- vörðum og var skammt á milli þeirra. Þessi skyndilcgu dauðsföll ollu miklu fjaðrafoki í V-Þýskalandi, þar sem mönnum þótti a-þýsk yfirvöld sein til skýringa á þeim. Hafa þau leitt tU kólnandi sambúðar þessara tveggja nágranna. Argentínumenn vilja heimsækja Falklandseyjar Bresk yfirvöld hafa ítrekað að þau synji argentínskum ættmennum fall- inna hermanna í Falklandseyjastríö- inu i fyrra um leyfi til þess að heimsækja grafir dátanna á Falk- landseyjum. Argentínsku flutningaskipi, Lago Lacar, hefur verið breytt til þess að flytja nokkur hundruð farþega, allt ættingja falllnna argcntínskra hcr- manna, til cyjanna. Brctar neita aö gera undanþágu á banni sínu við sigl- ingum argentínskra skipa innan 150 mUna frá eyjunum. Þeir gáfu kost á því, eftir samráð við alþjóða Rauða krossinn, að fólkið tæki sér ferð með skipi sem sigldi undir öðrum fána en argentinskum. Sá aðili sem skipulcggur ferðina neitaði að bcygja sig undir það. Hann ætlar samt að senda skipiö að mörkum bannsvæðisins í von um að Bretum snúist hugur. Brctar segjast ckki vilja meina Argentínumönnum að vitja grafreita fallinna sona sinna á Falklandseyjum, cf Rauði krossinn skipuleggi þær heimsóknir eða hafi milligöngu um þœr og ef ekki liggi annað að baki þeim en mannúðarástæður. t orrustunni um Goose Green féllu um 300 Argentínumcnn á fáum klukkustundum og stöfluðu félagar þeirra likunum upp á kérrur og óku i f jöldagrafir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.