Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1983, Síða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAl 1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Frá friðarráðstefnu kirknanna í Uppsölum: Friðurinn er ekki auðunnið markmið — „Kirkjan gegnir einstæðu hlutverki í af vopnunarmálum,” sagði Jan Martensson, aðstoðarf ramkvæmdast jóri Sameinuðu þ jóðanna „Friöurinn er ekki auðunnið mark- miö. En bara sú staðreynd að þessi ráðstefna hefur komið saman er skref í rétta átt,” sagði enski kvek- arinn John Duncan Wood á hinni al- þjóölegu friðarráöstefnu kirkjunnar í Uppsölum í siðustu viku. Allstókuum600mannsþátt íráð- stefnunni sem haldin var undir yfir- skriftinni Líf og friður. Lútherskir menn voru vissulega fjölmennastir á ráðstefnunni en annars voru mættir til leiks fulltrúar allra kirkjudeilda. Hiroshima Meðal þeirra sem töluðu við opnun ráðstefnunnar var Olof Palme, for- sætisráðherra Svíþjóðar. Hann sagöi meðal annars: „Frá 6. ágúst 1945 hefur spumingin um líf og frið fengið nýja vídd. Þaö var daginni sem flugvélin Enola Gay flaug inn 'yfir japönsku eyjarnar. Takmark hennar var Hiroshima og farmurinn var fyrsta kjarnorkusprengjan. Þennan morgun undirbjuggu 340 þúsund íbúar Hiroshima sig undir nýjan dag. Karlar og konur bjuggu sig til vinnu. Klukkan var tíu mínútur yfir átta. Mörg skólaböm vora úti á götum borgarinnar á leið til skóla. Þá gerðist það og allt var búið á þremur sekúndum. Hiroshima féll í rústir. Tugir þúsunda manna brannu til dauða, sópuöust burt meö vindinum eða létu lífið undir byggingum sem hrandu saman. Aðrir tugir þúsunda manna hlutu al- varleg sár eða sjúkdóma sem enginn gat læknað . . . Frá þessum tíma hefur uppbyggingu kjamorkuvopna- búrsins verið haldiö áfram með miskunnarlausum hraða,” sagði Palme og rakti síöan hvemig friðar- hreyfingar víða um lönd hefðu á síð- ustu áram snúist til varnar gegn þessari þróun. Hann sagði aö kristnir menn hefðu gegnt þýðingarmiklu hlutverki í friðarbaráttunni og fagnaði frumkvæði kirkjunnar með þessari friðarráðstefnu. Upplýst almenningsálit Jan Mártensson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem einnig talaði á ráð- stefnunni, tók í sama streng og Palme: „Upplýst almenningsálit í heiminum um hættur vígbúnaðar- kapphlaupsins er mikilvægt í bar- áttunni fyrir afvopnun. Hér gegna kirkjurnar einstæðu hlutverki.” En vitaskuld voru skoðanir skiptar á ráðstefnunni og kojn það meðal annars fram í orðum rúss- neska prófessorsins Vitaly Borovoy: „Hvers vegna eraö þið svo hrædd við okkur. Við getum ekki gert neitt. Og raunar kom marxisminn til okkar úr vestri. Viö erum ekki svo vond og þiö ekki svo góð. Viö erum bræður og systur, ekki óvinir.” Kúbanski prest- urinn Ofelia Ortega benti á nauðsyn þess að rætt yrði um samband norðurs og suöurs í stað þess að eingöngu væri rætt um ágreining austurs og vesturs. Kvekarinn John Duncan Wood, sem áður er getið, benti á að trúarsamfélag hans hefði alltaf barist gegn stríði óháð því hvaða vopn hefðu verið notuð. Það kom líka á daginn að ekki var auðvelt að koma saman ályktun ráð- stefnunnar sem allir þátttakendur gætu skrifað undir. Ályktunin var ekki tilbúin þegar þessi grein var skrifuð. Tvenns konar afstaða til valdbreytingar I upphafi ráðstefnunnar spurðu fréttamenn Olof Sundby, fráfarandi erkibiskup Svía og stjómanda ráðstefnunnar, hvemig sænska kirkjan liti á þau orð ritningarinnar aö manni beri að bjóða hina kinnina ef maður er sleginn. Erkibiskupinn vísaði til þess að í hinni kristnu kirkju hefði verið aö finna tvenns konar afstöðu til vald- beitingar. önnur þeirra byggir bók- staflega á ritningaroröinu hér að ofan. Hin afstaðan byggir á því að þegar um tvo vonda hluti er að ræöa beri manni að velja þann skárri, þ.e. að veita mótspyrnu til þess að koma í veg f yrir sigur hins illa. Friður og frelsi fari saman Ekki er vafi á því að síðarnefnda afstaðan hefur verið ráðandi í gegn- um tíðina og auðvitað átti hún sína talsmenn á ráöstefnunni. „Réttlátur friður” vora orð sem oft heyrðust á ráðstefnunni. Einnig var bent á nauðsyn þess að friður og frelsi færu saman. Ekki þótti þó öllum sem á þetta væri lögð nægileg áhersla og má geta þess að fyrir utan háskóla- bygginguna í Uppsölum, þar sem ráöstefnan fór fram, áttu mótmæli sérstað. Mótmælendurnir vildu minna á þá kúgun sem margir kristnir menn búa við í Sovétríkjunum. Þátt- takendur á ráðstefnunni höföu hins vegar í upphafi gert það ljóst að ekki væri unnt að fjalla um ofsóknir gegn kristnum mönnum í einstökum heimshlutum. Slíkt gæti teflt einingu ráðstefnunnar í tvísýnu. Hver svo sem árangurinn af ráðstefnunni veröur þá er ljóst að flestir gátu tekið undir orö Karoly Toth, biskups frá Búdapest, er hann sagði: „Þessi ráöstefna hefur a.m.k. fært okkur nær einingu kirkjunnar.” -GAJ, Lundi. Antonie, yfirmaður ortodoux kirkjunnar í Rúmeníu, ásamt Olof Sundby, erkibiskupi sænsku kirkjunnar. Sundy stjórnaði ráðstefn- unni og var það síðasta stóra hlutverk hans áður en hann lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Vitaíy Borovoy (nær skiltinu), prófessor frá Sovétríkjunum, sagði aðl ótti Vesturlandabúa við Sovétríkin væri ástæðulaus: „Við erum öll bræður og systur.” Tilraunir Svía með kapalsjónvarp: Lausir endar í kap- alsjónvarpi Lundar — lögf ræðileg hlið málsins algjöviega óleyst Tilraunir þær sem Svíar hafa ákveðið að gera með kapalsjónvarp í Lundi samanstanda nú af „flækju af lögfræöilega lausum cndum,” svo notað sé orðalag úr frétt Sydsvenska dagblaðsins um málið. Stefnt var að þvi að kapalsjón- varpið gæti hafist í vissum hverfum í Lundi þegar í haust. En enn sem komið er liggur ekki fyrir nein á- kvörðun um hver eigi að greiða kapallagnirnar í húsin og ekki hefur heldur veriö gert neitt samkomulag við þær þjóðir sem senda út þær dag- skrár sem Lundarbúar koma til með aö njóta góðs af i haust ef allt gengur samkvæmt áætlun. „Þetta verður komiö í lag fyrir haustið,” sagði Lars Aronsson, stjórnandi tilraunarinnar, í samtali við Sydsvenska dagblaðið. En hann játaði að málið ætti eftir að verða flóknara síðar á þessum áratug. Aronsson sagði að þegar væru tU- búnar tillögur um hvernig haga ætti greiðslum á afnotagjöldum mUli landa og vonandi lægi fyrir ákvörðun um það fyrir 1986. Tilraunin í Lundi miðar einmitt að því aö kanna hvernig Svíar geta notfært sér útsendingar hinna ótal sjónvarpsstöðva sem unnt verður að ná gegnum gervUmetti úti í geimn- um. -GAJ, Lundi. Bodström bíður afstöðu Norður- landanna Lennart Bodström, utanrUcis- ráðherra Svíþjóðar, gerði það að umtalsefni í sænska þinginu í síðustu viku aö þrjú Norðurlandanna hafa enn ekki tekið afstöðu til hugmyndarinnar um Norðurlönd sem kjarnorkuvopna- laust svæöi. Hann sagði að þessi staðreynd drægi úr möguleikunum á að ræða smáatriðin í þessari hugmynd. Bodström sagöi að hugmyndin væri Svíum mikið kappsmál og væri sambandi við hin Norðurlöndin haldið opnuíþessumáli. „Ef verulegur árangur á aö verða af því starfi sem miöar að kjarnorku- vopnalausu svæði á Norðurlöndum þá þarf að nást samstaða um markmiðið og við gerum okkur vonir um að öll Noröurlöndin geti orðið sammála um það,” sagðiBodströmennfremur. -GAJ, Lundi. Cliff syngurum guðfyrir Svía Gamli rokkarinn Cliff Richard komí síðustu viku til Svíþjóðar og hélt á föstudagskvöld hljómleika í Malmö við góöar undirtektir. Þótt margt hafi breyst í lífi Cliffs á þeim 25 árum sem liðin eru frá því að hann hóf tónlistarferil sinn heldur hann enn try ggð við rokkiö. „Rokkið er einfaldlega mín tónlist,” sagði hann í blaðaviðtali eftir komuna til Malmö. En hann fer þó ekki dult með að á síöari árum hefur trú hans vikið rokkinu úr efsta sætinu í lífi hans. „Trúin er spurning um líf og dauða. Það er tónlistin ekki. Takist mér bara að auka dálítið áhugann á kristindómnum með hljómleikum mín- um og hljómplötum þá er mikið unniö. Eg flyt rokk með trúarlegum boöskap,” sagði Cliff Richard enn- fremur. -GAJ, Lundi. Gunnar Stráng herðir sultar- ólina Gunnar Strang, aldursforseti sænska þingsins og fyrrverandi fjár- málaráðherra Svía, er stöðugt í sviðsljósi sænskra fjöbniðla enda þykir hann litríkasti stjórnmálamaður landsins og jafnframt sá skemmtileg- asti. Expressen, sem ekki er stuönings- blað sósíaldemókrata og Strangs, sagði frá því á dögunum aö Strang hefði sést biðja ungan flokksbróður sinn um að gefa sér sígarettu. „Ertu ekki hættur að reykja?” spurði flokksbróðirinn. „Nei, en ég er hættur aö kaupa sígarettur,” svaraði Strang. Sósíaldemókratar hafa, eftir að þeir komust í stjóm á ný, mjög predikað nauðsyn spamaðar og Expressensegir að greinilegt sé aö Strang hafi nú hert sultarólina og auðvitað sé hagkvæmast aö gera þaö á þennan hátt, þ.e. að láta aðra um að borga hinn háa tóbaksskatt fyrir sig. -GAJ, lundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.