Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAI1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Vítamínhomið VI Ukaminn verður móttækilegri fyrir sýkingu. Við meiri skort bólgnar tannholdiö og blæðir úr því. Annað Líkaminn á auöveldara með að vinna jám úr matnum sé nægt C- vítamín til staðar. C-vitamín er mjög viðkvæmt fyrir hita. Þannig byrjar það aö fara forgöröum strax við 50 stiga hita í eldamennsku. Ekki er gott að taka C-vítamíntöflur á fast- andi maga. Stórir skammtar af því geta ert magann. Nóbelsverðlauna- hafinn Linus Paulling hefur haldið því fram að stór skammtur af C- vítamíni geti byggt líkamann upp gegn sýkingu. Hann er fullviss um það að C-vítamín hjálpi líkamanum við að brjóta niður framandi, eitruð efni og geti þannig einnig verið vörn gegn krabbameini. Paulling mælir með 3—4 sinnum stærri skammti en venjulega er talinn nægja. Of stór skammtur af C-vítamíni getur hins vegar orsakaö fósturlát hjá barnshafandikonum. Reykingamenn ættu að athuga að fá nægt C-vítamín. Reykingar eyðileggja mikið af C-vítamíni. Aðvörun: Sykursjúklingar, sem nota insúlín, ættu ekki að auka C-vítamín- neyslu án samráös við lækna. C- vitamín eykur áhrif insúlínsins. Það getur því truflaö jafnvægi sykurs og insúlíns í iíkamanum. Næst verður byrjaö að fjalla um B- vítamínhópinn. B1 vítamínið erfyrst íröðinni. -DS/þýtt. C-vítamín LAGAÐIR AÐ FÆTINUM Á árum áður var skyrbjúgur dánarorsök margra Evrópubúa, sér- staklega þeirra sem bjuggu í Noröur- Evrópu. Alþýðulæknar þeir sem leitaö var til kunnu ýmis ráð til úrbóta. Hér á landi þekktu flestir skarfakálið sem slíkt ráö. Skyr- bjúgur stafar af skorti á C-vítamíni (askorbin). Það var ekki fyrr en kartöflur fóru að veröa mikill hluti af almennu fæði að skyrbjúgur tók að verða sjald- gæfur. Tiltölulega stutt er hins vegar síðan hann hvarf alveg. Gjafar Um helmingur þess C-vítamíns sem við neytum er í ávöxtum og berjum. Mest C-vítamin er í sítrónum, appelsinum og grape-ald- inum. Bæði safinn og kjötið í þessum ávöxtum er mjög C-vítamínríkt. Vínber og jarðarber, sem hér eru seld oft á ári, eru einnig auðug af C- vítamíni. Ávextir sem ekki eru eins súrir,. svo sem epli, bananar og ber, eins og bláber, eru ekki eins rík af C- vítaminL Sama má segja um alla rótarávexti, svo semkartöflur. Við suðu á grænmeti og ávöxtum minnkar C-vítaminið. Því lengur Mikið af C-vitamini er í grænmeti og évöxtum. sem soðið er, því minna verður eftir. Því er um að gera að borða eins mikið af hráu grænmeti og nýjum ávöxtum og menn geta. Bauna- og ertu-hýði inniheldur mikið af C-vítamíni. I kjötmeti er hins vegar aðeins ein afurð sem inni- heldur C-vítamín, hrá lifur. En við suðu f er mest af því til spillis. Skortur C-vítamín getur geymst í lík- amanum en aðeins í litlu magni. Því er líkamanum nauösynlegt að fá eitthvert C-vítamín daglega. Skortur á C-vítamíni kemur fyrst fram í þreytu og máttleysi, ásamt því að % Breiöir fætur þurfa breiöa skó. Tær, bæði fóta og skóa, eiga að snertast þegar innri brúnir eru lagöar saman. Á þessari mynd, sem tekin er af fótum 14 ára stúlku, sóst að tærnar eru strax byrjaðar að skekkjast ögn. Það er hættumerki. Támjóir skór, sem eru mikið notaðir, afmynda tærnar þannig að þær mynda odd. ungrar konu. Takið eftir V-inu sem myndast á miiiistóru tánna og kúiunnisem er fremsta lið stóru tánna. beygja sig í hnjánum, sem ekki þykir mjög fallegt, eða þá að tipla áfram, taka mörg smá skref í stað fárra og stórra. Maðurinn er skapaður til þess að ganga berfættur um mjúka jörðina. Nútímamaðurinn gengur hins vegar daglangt skóklæddur á haröri stein- steypu og gólfum. Því er mikilvægt að skómir séu mjúkir og takið höggið af hörðu undirlaginu af fótunum. Harðir skór gera það að verkum að höggið af hörðu undiriaginu leiðir alla leið upp í hrygg. Afleiðingin eru verkir í fótum og baki sem margir finna til á full- nrðinsárum. Þessi mynd er af fótum að byrja að myndast við Við gang á hörðu góifi eða steyptri götu myndast högg á fótinn sem leiðir upp eftir líkamanum. Á kúrfunni má sjá höggið sem djúpa læað á linunni. Meðalmaður tekur 10 til 15 þúsund skref á hverjum degi. Margir ganga mun minna og þar af leiðandi er stór hópur manna sem gengur mun meira. Þetta eru aðallega börn og unglingar. Þaö er því mikilvægt að vanda skó- búnað þessa hóps sérstaklega vel. Skómir þurfa að vera þannig að þeir henti vel bæði til göngu og hlaupa því aö oft er brugðiö á sprett á eftir strætisvagninum til dæmis. Margir hafa ef til vill ekki hugsaö út í það hversu mikið álag það er fyrir fótinn að ganga og hlaupa. Það er álag fyrir tærnar, hælana, hnén, mjaömir og jafnvel hrygg. Á unga aldri finna hins vegar fæstir fyrir þessari áreynslu. En með aldrinum eyðileggja menn oft hæfni fóta sinna. Áðallega með vondum skóm. Hællinn er það sem fyrst lendir á jörðinni þegar gengið er. Maðurinn er eina dýrið sem beitir hælnum á þennan hátt. Því er hæll mannsins ólíkur hæl annarra dýra. Ef ökklinn er beygður eins mikið og unnt er verður hællinn líkastur jafnri kúlu. Þegar stigið er til jarðar „rúllar” maðurinn eftir þessari Skór með mjúk- um hælum minnka höggið um fjórðung og gera ganginn þannig mýkri. aðir er því gott að hreyfa litlu tána ögn og vita hvort nægilegt rými er ekki fyrir hendi. Ungir fætur afmyndast auðveldiega Það er ekki af engu sem tennur bama em réttar þegar þau eru 13—15 ára. Á þessum aldri þroskast beinin og eiga auövelt með að breytast. Tæmar eru líka þannig. Því er sérlega áríð- andi að unglingar séu í góöum skóm sem ekki skemma fætur þeirra. Háir hælar og mjóar tær ættu að vera á algerum bannlista fyrir þennan aldurshóp. Ef ungar stúlkur geta ekki hugsað sér að vera alveg án þess að eiga hæla- háa skó ættu þeir aö minnsta kosti ekki að notast nema til spari. Sem göngu- skór em þeir bæði óhentugir og vondir. Háir hælar og mjóar tær em búin til vegna þeirrar þrár kvenna að láta líta út fyrir að þær séu með litla fætur. Afleiðingin er göngulag sem undir- strikar enn meira það hvað konur séu veilar verur, tipl. Núna á dögum er hugmyndin um konuna sem þessa veiku veru úreltar og því ættu hælaháir og tám jóir skór að vera það líka. Notum góða skó sem hlífa fótunum. Viö fáum aðeins eitt fótapar sem á að endast okkur ævina og það verður aö fara vel með. Kaupum mjúka, rúma skó með sléttum hælum. Þegar ekki er verið að ganga föram þá úr skónum og hreyfum fótinn, tær jafnt sem hæl og ökkla. -DS/Þýtt og staðfært úr danska ritinu Helse. Hlaupaæðið víða í heiminum hefur gert það aö verkum að farið er að framleiða skó með sérstaklega mjúkum hælum til þess að minnka höggið að mun. I hælnum er frauð- gúmmi sem minnkar höggið um allt að helming. Tærog il Tæmar eru oft taldar næsta gagns- litlar. Þær eru taldar eins og litlir en magnvana fingur. Þetta er hins vegar mesta firra. Tæmar hafa mjög ákveðnu hlutverki að gegna og án þeirra væri gangur erfiður. Þegar gengið er sveigjast tæmar á móti rist- inni. örsnögga stund í hverju skrefi hvílir allur þungi mannsins á tánum eingöngu. Þessi litla hreyfing er mjög mikilvæg. I ilinni er sinaband frá tám og aftur í hæl. Það sér jafnframt um að halda ilinni passlega kúptri. Ef tærnar em ekki sveigðar nóg upp í gangi, slaknar á þessu sinabandi og ilin sígur. Stífur skósóli kemur í veg fyrir það að tærnar geti hreyfst eins mikiö og nauð- synlegt er. Verstir em tréskór sem koma alveg í veg fyrir hreyfingu tánna. Skór með háum hælum gera það hins vegar að verkum að tæmar eru alltaf bognar til hins ýtrasta. Þetta þola þær ekki og smámsaman verður fóturinn slappur og göngulag óömggt. Stóra táin er mikilvægust því að hún tekur til sín mest af þunga mannsins. Ef hún er skökk og vísar á móti hinum tánum, missir hún styrk sinn, og göngulagið veröur ekki eins þjált. Við liðinn að tánni myndast einnig kúla sem smátt og smátt verður stærri og aumari.Skökk stóra tá er alltaf afleið- ing af röngum skófatnaði. Einkum em það támjóir skór sem þessu valda. Ef fæturnir em settir saman þannig að innri rönd þeirra snertist, eiga stóm tæmar einnig að snertast. Þegar keyptir em skór er einnig ágætt aö legg ja þá svona saman og sj á hvort tær þeirra snertast. Ef svo er ekki ætti ekki aö kaupa skóna. Því miður er obbinn af þeiií>skóm sem fást með V-laga tá og því óhollir. Rúmt þarf að vera um litlu tána. Oft myndast fótasveppur milli litlu táar og þeirrar næstminnstu. Hann nær að búa um sig ef ekki leikur nægilegt loft þarna um. Þegar nýir skór em mát- Röskur og lipur gangur. Hægri hæll snertir jörðina og vinstri hællinn hefst á loft. Bæði hnén eru bein og armarnir sveiflast frjálslega. kúlu. En gangi menn í hælaháum skóm er þetta ekki hægt. Til þess að stíga til jarðar þarf maðurinn annaðhvort að EÐA FÓTURINN AÐ SKÓNUM —áríðandi að velja rétta skó f yrir unglinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.