Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUK18. MAI1983. Óvinafagnað ur tóf uvina —álygar, rógur og níð Ekki er nema lofsyert aö taka svari tófunnar, sé veriö að taka svari .lítilmagnans. Hitt getur ómögulega blessast, aö þykjast tala í nafni mannúöar og í nafni vísinda og nátt- úruverndar, en ljúga upp á bæöi menn og málleysingja eins herfilega eins og titlaður forseti „Hins ís- lenzka tófuvinafélags”, Siguröur Hjartarson, í DV 28. apríl. Er illa unnið í góöum tilgangi aö skrifa eins og þar. Fjarstæður og fíflska Siguröar hafa engin áhrif á þá sem þekkja til, en villa hrapallega um fyrir þeim sem ekkert þekkja, en kunna aö freistast til aö trúa. Ekki þarf Sigurð Hjartarson til, ekki einu sinni Pál Hersteinsson, til aö segja okkur bændum hvort tófur valda tjóni eða ekki. Sannleikurinn er nefnilega sá og mun löngum hafa verið, aö næsta fá- ar tófur drepa sauöfé. Eitthvaö er, eöa öllu heldur var, misjafnt hve al- gengt var aö hitta dýrbít á greni. Stundum á þriöja hverju, stundum á sjötta hverju, jafnvel sjaldnar. Ef tófa beit í alvöru, valdi hún ekki af verri endanum. Tófur gefa öörum „neytendum” alls ekkert eftir, held- ur fá sér væn lömb og þung um grenjatímann, klippa þau í tvennt og færa heim í viðráðanlegum pörtum. Skárri er þaö nú tófuvinurinn, sem skrökvar upp á tæfur að þær éti „sjúkt horkjöt”. Allur fjöldinn lifir á fuglum, ekki hvaö síst rjúpum, eggjum og ungum. Þar sem ég þekki best til var algeng- ara aö tófur ynnu tjón í æðarvarpi en á sauðfé. Og þaö var oft og einatt ekkert smátjón. Þetta hefur komið afar skýrt í ljós á seinni árum. Sannleikurirn er nefnilega sá, aö tóf- um hraðfækkaði þegar kíkisrifflar komu til sögu. Má til sanns vegar færa, aö hægt sé aö vinna hverja tófu í sumum sýslum, ef mikið kapp er á þaölagt. Samtímis skeöi þaö aö æöarvarp |óx til mikilla muna og færðist upp á land. Sá peningaskaöi sem tófur valda bændum þar sem ég þekki til, er mestur gagnvart æöarvarpinu. Þar eru þær ekki einar um, heldur etja kappi viö hrafna, minka, svart- bak og erni. Samt munar drjúgt um bítina, ef og þegar þeir láta til sín taka. Ég hefi komið á útleitt bítsgren og taliö þar fætur af 15 vorlömbum. Þetta er dagsatt þó það sé hvorki bókaö hjá Páli Hersteinssyni eöa Sig- uröi Hjartarsyni. Kjallarinn JátvarðurJökull Júh'usson Bændur og sveitarstjórnir hygg ég aö muni fara sínu fram og reyna aö halda niöri hverskonar vargi, hvað svo sem einhverjir kalla þjóöar- skömm. Þeir læra sjálfir af reynslunni og fara nokkuö nærri um hvers þarf og fara aö ég ætla fæstir langt frá hinum æskilega meöalvegi. Sigurður „forseti HÍT” álasar Dýraverndunarfélaginu fyrir aö hafa ekki „neitt viö það að athuga að bændur veiddu yrölinga upp úr grenjum meö egndum önglum eöa beinbrjóti yrölinga sér til skemmtun- ar, til að kalla foreldrana heim aö greni í dauöafæri byssukjafta”. Ég tel alveg mega ná yrðlingum á öngul, sé þaö ekki gert ómannúðlega, þ.e. aö yfirgefa öngulinn. Hefi sjálfur gert þetta og tekist vel, en klippa þarf öngulinn í sundur vegna agn- haldsins. Eg forsvara þær grenja- skyttur sem ég hefi þekkt, lífs og liðnar, aö þær beinbrutu ekki yröl- inga sér til skemmtunar né kvöldu til aö kalla tófur heim. Sjálfur hefi ég látið yrðling kalla á tófu fyrir grenja- skyttu. Maður lætur litla flóniö liggja upp í loft og blæs á trýnið. Aðferðin gagnvart tófunni er vitanlega grimmileg, en yrölingunum er ekk- ert mein gert líkamlega. Frá því sjónarmiði væri engu betra aö spila hljóöritaö yrölingsvæl. Annaö mál er þaö, aö varla er því bót mælandi aö elta uppi tófur á vél- sleðum. Einhvers staöar veröur aö setja mörkin, einhvers staðar veröa vondir aö (fá aö) vera. Oþarfi er fyrir bændur og aöra veiðimenn að láta „forseta HlT” gefa tóninn og leiða umræöurnar. Þeir eiga að endurskoða þetta eins og margt annaö. Þaö hlýtur aö vera fásinna að drepa yrðlinga á vorin í stað þess aö ala upp loðdýr. I eyöi- byggðum viö fuglabjörg, sem hætt er aö nytja, ætti líklega enga tófu aö veiða nema sem loðdýr á þeim tíma sem hárafariö er best og skinnin dýr- mæt söluvara. Um þetta yröi aö setja reglur í samræmi við aðstæður, eignaumráö og hverskonar eölileg viöhorf. Alþingi, sem „forseti HlT” kallar „tímaskekkjuna viö Austurvöll”, getur svarað fyrir sig og eins fyrir veiöistjóra, sem hann ræöst á af þjösnaskap. Hlutverk veiöistjóra varöar fleiri varga en tófur. Athuga mætti um hvort stööur hlunninda- ráöunauts og veiðistjóra eiga aö vera eins aöskildar eins og þær eru nú. Játvarður Jökull Júlíusson bóndi. 15 J Teiknistofa — meðeigandi i í Teiknistofa óskar eftir röskum meöeiganda. Upplýsingar i ★ J síma 11820 ákvöldin. J ★ ★ Frá Menntamála- ráðuneytinu Lausar eru til umsóknar nokkrar kennarastööur viö Hjúkr- unarskóla íslands. Um er að ræða bæöi bóklega og verklega kennslu. Umsóknir skal senda til menntamálaráöuneytisins fyrir 5. júní nk. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 17. inai 1983. Útboð Hreppsnefnd Hvammstangahrepps óskar eftir tilboðum í annan hluta fyrsta áfanga viðbyggingar viö Grunnskóla Hvammstanga. Verkiö felur í sér: uppsteypu á ca 3200 rúm- metra húsi ofan botnplötu samkvæmt teikningum og verklýs- ingu Fjarhitunar hf., Teiknistofunnar Laugavegi 42 og Raf- teikningar hf. Gert er ráö fyrir að framkvæmdir hefjist 10. júní nk. og veröi lokið 1. okt. 1983. Utboðsgögn liggja frammi og veröa afhent gegn 4000 kr. skilatryggingu á skrifstofu Hvammstangahrepps og verkfræöistofu Fjarhitunar hf., Borgartúni 17 Rvk. Tilboðum skal skila á sömu staöi fyrir kl. 11.00 miövikudaginn 1. júní nk. en þá verða tilboö opnuö aö viöstöddum bjóöendum. SVEITARSTJÖRIHVAMMSTANGAHREPPS. TILSÖW NOJAÐIR Vantar þig notaðan bíl r a góðum kjörum? Veró kr. Dodge Aspen árg. 1976, 90.000. Plymouth Duster árg. 1975, 65.000. Simca 1100 árg. 1977, 35.000. Wagoneer árg. 1974, 110.000. Fíat 125P árg. 1979, 65.000. Fíat 125P árg. 1978, 45.000 Lada árg. 1977 45.000. Chevroiet Nova árg. 1974, 60.000. Simca 1508 árg. 1976, 45.000. Escort árg. 1974, 25.000. Bílarnir eru til sýnis og sölu á staðnum. Opið laugardaga kl. 10-18. notaöir bííar EGILL ágóöum kjörum VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi, s. 77200 og 77202

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.