Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAl 1983. 5 i Pöntunarsími 44440 Póstverzlunin Heirnaval, box 39, Kópavogi. Kvenréttindaf élag íslands: Fundað með þingmönnum Reiðstígvél Kvenréttindafélag Islands boöaði til hádegisverðarfundar að Hótel Sögu í síðustu viku. Til fundarins var sérstak- lega boðið konunum níu sem nýkjömar eru á Alþingi Islendinga. Fluttu þing- menn stutt ávörp og svöruðu fyrirspumum fundargesta. Rætt var um hugsanlegt samstarf hópsins í þingsölum svo og samstarf við kvennasamtök í landinu. Breytingarnar í þingsölum, sem fylgja í kjölfar þreföldunar þingmannafjölda úr röðum kvenna, taldi einn þingmaðurinn að yrðu í öllu falli „litrík- ari”. Hingaö til hefði „gráteinótti” blærinn verið í meirihluta. Fjölgun kvenna á þingi væri mjög jákvæð og mikilvægt að sýna í verki árangur. Einnig aö starf kvennanna á þingi verði öðrum konum til eftir- breytni, svo fleiri sækist til starfa á 3 gerðir verð frá kr. 565 Fyrirlestur um sam- band líkama og sálar Danirnir Marianne Bentzen og Merete Holm halda fyrirlestur með æf- ingum um líkamsmeðferð (krops- terapi) i húsi Rauða kross Isiands, Nóatúni 21, kl. 20 í kvöld, miðvikudags- kvöld. Fyrirlesturinn fjallar um tengsl lík- ama, tilfinninga og persónuleika. Gengið er út frá því sem forsendu að félagslegir og andlegir þættir í lífi fólks endurspeglist í Iíkama þess. Fyrirlesaramir vilja auka vitund fólks um eigin líkama og kenna til þess ákveðnar æfingar sem jafnframt leiða til bættrar líkamlegrar og and- legrar vellíðunar. Marianne Bentzen og Marete Holm hafa haldið fyrirlestra og námskeið víða um lönd, m.a. í Þýskalandi, Belgíu og Bandaríkjunum. Fundur um samskipti EBE og Sovétríkjanna Félögin Samtök um vestræna sam- vinnu og Varðberg halda sameiginleg- an fund í kvöld þar sem tveir fulltrúar Efnahagsbandalags Evrópu munu f jalla um samskipti EBE og Sovétríkj- anna. Gestimir eru þeir Folmer Bang- Hansen úr utanríkisdeild bandalagsins og Niels J. Thorgersen, forstjóri Kaupmannahafnarskrifstofu EBE. I fréttatilkynningu um fundinn segir aö umsvif bandalagsins hafi orkað mjög á stefnu Austur-Evrópuríkjanna í utanríkis-, viðskipta- og vamar- málum og mun þaö hafa magnaö nokkra spennu innan NATO og þá ekki síður milli E vrópu og Bandarík janna. Fundurinn er haldinn í hliðarsal HótelSöguoghefst klukkan 20.30. -BH þessum vettvangi. Jafnframt að störf kvennanna verði til þess að innan stjórnmálaflokkanna verði sjónarmið kvenna virt og fleiri konur kallaðar til starfa af flokkunum. Einn þingmaður- inn hafði orð á því að þó að konum hafi nú fjölgað um þriðjung á þingi mætti benda á að fjölga þyrfti konum í fjöl- miðlastétt. Konum sem hefðu áhuga á aö koma rétt til skila í f jölmiðlum þeim málefnum sem konur berjast fyrir á þingi. Að leiðrétta launamisrétti kvenna í þjóðfélaginu gæti meðal annars verið góöur grundvöllur til samstarf kvenna á þingi. Þrátt fyrir að þessir þingmenn kæmu til starfa með misjöfn pólitísk sjónarmið og úr ólíkum stjómmálaflokkum, mátti heyra á málflutningi flestra þing- mannanna á fundinum að um hugsan- lega samstööu á breiðum grundvelli um ýmis málefni gæti verið að ræða á þingi. Hvatti einn fundargesta hina nýkjömu þingmenn til að komast í f jarveitinganefnd og var tekið undir þá hvatningu af fundargestum. Nokkur umræða var um hvort þingmennirnir ættu að nefnast þingkonur sem heyrst hefur nokkuð í fjölmiðlum aö undanfömu. Töldu þeir fundargestir sem til máls tóku, og þingirienn þeir sem tóku þátt í þeirri umræðu, að nafngiftin þingkona væri ekki í samræmi við jafnréttisstefnuna í þjóðfélaginu. Ef talað væri um þing- karla og þingkonur, forkarla og for- konur væri um málspjöll að ræða. öll værum við sama tegundin — það er menn. Þingmönnunum níu var óskaö velfamaðar í starfi í lok fundarins. -ÞG Á fundi Kvenróttindafólagsins mættu allar konurnar niu sem nýkjörnar eru á Alþingi íslendinga. Á myndina vantar Kristínu Kvaran, sem var i ræðu- stóli þegar myndin var tekin. En á myndinni eru Jóhanna Sigurðardóttir, Kristin Halldórsdóttir, Sigriður Dúna Kristmundsdóttir, Guðrún Helgadótt- ir, Kolbrún Jónsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Salome ÞorkelsdóttOþog Guðrún Agnarsdóttir. D V-mynd Bj. Bj. Hvar er vatnið? DV-mynd E.Ó. Lækurinn ekki lokaður — heldurlítið vatn „Það er ekki hægt að segja að lækurinn sé lokaður heldur rennur stopult í hann,” sagði Ámi Gunnars- son, verkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, um það hvort læragjáin svonefnda væri lokuð. Ámi sagði að það væri misjafnt eftir því hvernig rekstri Hitaveitunnar væri háttað hve mikið frárennslisvatn streymdiumlækinntilsjávar. -SGV Ölduselsskóli í kvöld: FUNDUR UM ÆSKULYÐS- OG TÓMSTUNDAMÁL Æskulýðsráð Reykjavíkur boöar til hverfafundar um æskulýðs- og tóm- stundamál með íbúum Seljahverfis í dag, miðvikudag, klukkan 20.00 í öldu- selsskóla.Áfundinumverðurrætt um uppbyggingu félagsaöstöðu við Selja- skóla ásamt bráðabirgðatillögum í félags- og tómstundastarfi bama og unglinga í Seljahverfi næsta vetur. Ræður munu flytja Kolbeinn Páls- son, formaður Æskulýðsráðs Reykja- víkur, Bogi Arnar Finnbogason, tals- maður Foreldrasamtaka Seljaskóla og Jens Einar Þorsteinsson, talsmaður Foreldrafélags ölduselsskóla, Omar Einarsson, framkvæmdastjóri Æsku- lýösráðs Reykjavíkur, kynnir hug- myndir borgaryfirvalda um félagsað- stööu í Seljahverfi og ávörp flytja full- trúar nemendaráöa Ölduselsskóla og Seljaskóla. Þá flytur Markús örn Antonsson, borgarfulltrúi og formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur, ræðu en að þvíloknuverða almennar umræður. JBH HAIMDLÓÐ MEÐ LAUSUM LÓÐUM. Verð fer eftir þyngd lóða. Handlóðin eru mjög hentug líkams- ræktartæki fyrir karla og konur á öllum aldri. NAFN: ~ n HEIMILI: ■ STAÐUR; PÓSTNR- L l HANDLOÐ í ÖLLUM STÆRÐUM OG ÞYIMGDUM FYRIR KONUR OG KARLA! TAKTU AF SKARIÐ OG BYRJAÐU SKIPULAGÐA LÍKAMSRÆKT í DAG! Æfingakerfi fylgir hverju handlóðasetti. Æfingunum hefur verið raðað saman af sérfræðingum á sviði líkams- og heilsuræktar með það fyrir augum að bæta likamsvöxt þinn, gera þig grennri og vöðvameiri, fyrir tilstilli nýjustu þjálfunaraðferða. Þú munt njóta góðs af líkamsþjálfuninni ævilangt og verða hreykin(n) af vel þjálfuðum og vel byggðum likama þínum. Sendumér_______kg handlóðasett kr____ + sendingarkostn. Vinilhúðuö handlóðasett 1,3 kg, kr. 390,00 Vínilhúðuö handlóðasett 2,0 kg, kr. 470,00 Vínilhúðuð handlóðasett 4,5 kg, kr. 685,00 Verö á handlóðum í lausri þyngd l'er eftir þyngd lóð- anna. .0I0IOIO. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Sportval ÍLAUGAVEG1116, VIÐ HLEMMTORG, SÍMAR 14390 f* 26690

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.