Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAI1983. Hilmar Vigfússon sendibifreiöarstjóri: Eg treysti á aö þaö verði KR-ingar sem veröa Islandsmeistarar í ár. Bönkum lokað of snemma Sverrir Kristjánsson, vinnur í ■ Gutenberg: Ég er hættur að fylgjast' með þessu en ég veðja nú á Valsmenn í þetta sinn. Sigurður Þorsteinsson leigubifreiöar- stjóri: Ég vona að það verði Valur en ætli það verði ekki Víkingur eins og undanfarin tvö ár. Birna Gunnarsdóttir, setjari í Prentsmiðjunni Hilmi: Það verður auðvitaðVíkingur. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur 0536-9460 skrifar: Ég hef lengi ætlað að koma áleiöis kvörtun í lesendadálkinn og læt nú verða af því. Ég vinn skrifstofuvinnu á miili 8 og 5 og á bágt með að komast frá á vinnutíma og hef auk þess ekki yfir bifreið að ráða. Oft og einatt kemur fyrir aá ég get ekki leyst launaávísun mína út fyrr en nokkrum dögum eftir útborgunardag vegnaþess að öllum bönkumerlokað stundvíslega klukkan fjögur — alla daga nema fimmtudaga. Einatt kemur fyrir að ég næ ekki að borga mikilvæga reikninga á réttum tíma vegna lokunartima bankanna. Mér er ómögulegt að skilja hvers vegna iokunartími banka þarf að vera samræmdur. Er ekki hægt að láta hvert útibú vera opiö til sex fjórðu hverja viku. Otibúin gætu skipst á, viðskiptavinum til hags- bóta, og auk þess fengju bankamenn nokkra yfirvinnu en kunnugir segja mér að þeim veitti ekki af þeirri bú- bót sem yfirvinnutekjur eru. Lesendur Sigurður Valgeirsson Spurningin Hvaða félag verður íslandsmeistari í knattspyrnu í ár? Magnús Ólafsson, útlitshönnuöur meö meiru: Það yrði örugglega FH ef það væri í 1. deiid, en víst að svo er ekki, þá verður það annaöhvort Keflavík eða Akranes. Eiríkur Jónsson safnvörður: Vona að það verði Vestmannaeyingar. Þeir hafa alltaf spilað skemmtilega knatt- spyrnu í gegnum árin og það er alltaf gaman þegar liö utan Reykjavíkur verða meistarar. Bowie kemur að vísu ekki —en það er engin ástæða til að kvarta Bréfritari telur Siouxsie Sioux bæta upp vöntun á Bowie að einhverju ieyti. „Rokkari” hringdi: Undanfarna daga hafa ýmsir tón- listaráhugamenn farið hamförum á lesendasíðum blaðanna vegna kvik- sagna um að David Bowie væri á leiðinni hingað til lands í þeim erindagerðum að halda hér tónleika. Sannast sagna varö ég ekki hissa er ég las í DV að ekkert yröi af þessu. Ég hef séð tónleika með Bowie erlendis, fyrir 5—6 árum, og sá hvílíkan búnað hann var með. Auk þess sem hann var með fullkomnustu græjur sem völ er á og stærsta ljósa- sjó sem ég hef séð var meðal búnaðar hans, mikill krani sem Bowie karlinn sveiflaðist í yfir höfðum áhorfenda þegar vel lá á honum. Hvemig gat nokkrum lifandi manni dottið í hug, í fyrsta lagi, að íslenskir aðilar gætu brúað fjár- magnskostnaðinn og í öðru lagi að hægt yrði að setja græjurnar hans upp í höllinni? Mér þykir leitt, sem aödáandi Bowie, að hann kemur ekki en mér fannst menn vera ansi bjartsýnir! Ég vil nota tækifærið og minna tón- listaráhugamenn á að við fáum glað- ning erlendis frá í sumar. Hin frá- bæra söngkona Siouxie kemur hingað með hljómsveit sína, The Banshees. Hvet ég menn til að kynna sér tónlist hennar og þá einkum plötuna Ju Ju og The Scream því hún stendur ekki langt að baki Bowie hvað gæði snertir. Svo má líka alltaf hafa gaman af Grace Jones sem hingað kemur líka í sumar. Sérstaklega ef gítaristinn Barry Reynolds verður með. Bowie kemur ekki en það er engin ástæða til að kvarta. Stelpurnar tvær sjá fyrir því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.