Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Qupperneq 7
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAl 1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur — segir Hörður Harðarson, svínabóndi í Laxárdal „Ég hef oröiö var við þaö, aö tillaga min hefur verið rangt túlkuð og menn óttast að hún feli í sér aö viö ættum að leggja öll okkar máli í hendur Fram- leiösluráðsins. En það er rangt,” sagöi Hörður Harðarson, bóndi í Laxárdai í Gnúpverjahreppi er við höfðum samband við hann vegna tillöguflutn- ings hans á aðalfundi Svinaræktar- félagsins. „En ég tel að það sé bæði til hagsbóta fyrir neytendur og bændur að höfð sé stjórn á stækkun búa og komið í veg fyrir offjölgun. Það tryggir neyt- endum meðal annars að þeir fái alltaf nýja vöru en ekki gamla sem hleðst upp. Þegar off jölgun verður eins og nú hefur átt sér stað og stóru búin auka sinn stofn má búast við lækkun svína- kjötsverðs um tíma. Og þá mun smáu búunum fækka.” Tillaga Harðar var á þessa leið: Aðalfundur Svínaræktarfélags Islands lýsir áhyggjum sínum vegna fyrir- sjáanlegrar aukningar í svínakjöts- framleiðslunni umfram markaösþörf. Fundurinn felur stjórn félagsins að leita eftir samstarfi við Framleiðslu- ráð landbúnaðarins um aðgerðir til framleiðslustýringar. Fundurinn ályktar að eitt megin- markmið þeirrar stjórnunar verði að tryggja þaö að það svigrúm sem skapist til aukinnar framleiðslu á næstu árum verði nýtt til að byggja upp fjölskyldubú af hæfilegri stærð. Fjölgunin verði innan þeirra marka sem venjulegur landbúnaður er rekinn ídag. Og að við getum haft stjórn á stækkun búa og komiö í veg fyrir offjölgun. Svo sem greint er frá hér annars staðar á síðunni var tillaga Harðar felld með 9 atkvæðum á móti 8. Verðlagning í höndum svínabænda tekist vel „Eg er ekki hlynntur því í dag að Framleiðsluráðið ákveði verðlagningu á svínakjöti,” sagði Hörður. „Eg tel að svínabændum sjálfum hafi tekist ljóm- andi vel að stjórna þeim málum. En ekkert er hægt að alhæfa og ég segi þetta með þeim fyrirvara að horfi í mikla offramleiðslu á svínakjöti geti min skoðun breyst.” ,,En ég vil taka þaö fram að ein meginforsenda þess aö hægt sé að lækka verð svínakjöts er sú að skipu- lega sé unnið að kynbótastarfi. Verður þá að gera kröfu til þeirra, sem eru i forystu í Svínaræktarfélagi Islands, að þeir séu ekki eftirbátar annarra svína- bænda í því og reyni að styðja við bakið á ráðunaut sínum. En hann hefurmætt fádæma skilningsleysi hjá stórum hópi svínabænda hvaö merkingu á svína- stofninum snertir. En hún er algjör forsenda þess að um skipulagt kyn- bótastarf geti verið að ræöa. Hvað varðar fé úrKjamfóðursjóði til svínabænda tel ég að svínabændur hafi gengið á undan öðrum þar sem féð er notaö til uppbyggingar í þágu búgrein- arinnar en fer ekki til einstaklinga,” sagði Hörður Haröarson, bóndi í Laxárdal. -ÞG. Vegna offramleiðslu svinakjöts að undanförnu má búast við verðlækkun á næstunni. sími 28980 Póstsendum 0$%— Laugavcgi 118 háfell HÚSBYGGJENDUR - FRAMKVÆMDAMENN Leígjum út belta- og hjólagröfur, jarðýtur, vibróvaltara o.fl. Tökiun aö okkur alla jarðvinnu, gröfum grunna, útvegum fyllingarefni. Tilboðs- og tímavinna. HÁFELL SF. Bildshöfða 14 — Simi 82616 Tillaga um framleiðslustjórnun og hámarksverð felld hjá svínabændum: nm á nvart” ff 1 iiiðgan iii 9111 9 OV9IT — segir Ámi Möller, f ormaður Svínaræktarfélags íslands DRAUMAFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR TIL MALLORKA 27. maí BÖRNIN FÁ 50% AFSLÁTT SANTA PONSA: Ein allra vinsælasta bað- strönd á Mallorka. Jardin del sol — Nýtt og glæsi- legt íbúðahótel alveg við sjóinn. PUERTO DE ANDRAITX: Mini folies lúxusvillur í fjölskylduparadís. Á skrifstofu okkar erum við með myndband frá gististöðum okkar. FERÐASKRIFSTOFAN Veriö vclkomin og fáiö nánari upplýsingar um hagstætt verö og kjör. LAUGAVEGI 66 SÍMI 28633 „í stuttu máli má segja aö í þessari tillögu hafi falist aö við svínabændur fælum Framleiðsluráði landbúnaðar- ins okkar mál, meira og minna,” sagði Árni Möller, bóndi á Þórustöðum í Ölfusi og formaöur Svínaræktarfélags Islands, í viðtali viö blaðamann DV. „I fyrsta lagi fólst í tillögunni að Fram- leiösluráöið ákvæði hámarksverð á okkar afurðum svo og smásöluálagn- ingu. Og í öðru lagi aö þeir stýrðu framleiðslunni.” Aðalfundur Svínaræktarfélags ís- lands var lialdinn 30. apríl síðastliðinn. I félaginu eru um 80 svínaræktendur, en 17 félagsmenn voru mættir á aðal- fundinum. Einn stjórnarmanna, Hörö- ur Harðarson, bóndi í Laxárdal, Gnúp- verjahreppi, flutti á fundinum tillögu þá sem hér aö framan var efnislega greint frá. Tillagan var felld meö 9 at- kvæðum á móti 8. „Þetta hefur aldrei áöur komiö upp á fundi hjá okkur og kom reyndar á óvart,” sagði Árni, formaður félags- ins. Á landinu eru fimm svínabú meö eitt hundrað gyltum og þár yfir. Milli tutt- ugu og þrjátíu bú eru með tuttugu til fimmtíu og önnur bú með fimm til tíu gylltur hvert. Kom fram í máli Árna Möller að svínastofninum hefur fjölgað nú um 25 prósent, „og það verður líklega næst á dagskrá hjá okkur að taka á því máli.” Um hvort fjölgun stofnins boðaði ekki verðlækkun á svínakjöti svaraöi hann: „Þaðmá búast viðþví.” Staðreynd er að svínakjöt er ekki niðurgreitt. Verð sem framleiðendur svínakjöts fá fyrir hvert kíló er um 80—84 krónur, en kílóverð á lambakjöti um 78—80 krónur. Offjölgun svína get- ur leitt til verölækkunar eða viö því má búast, að sögn Árna Möller. En hann hefur fleiri hugmyndir um hvernig lækka mætti verö á svínakjöti. „Ef við fáum að vera í friði meö okk- ar ræktun þá eru nokkrir möguleikar á verðlækkun, til dæmis ef kjarnfóöur- skatti væri sleppt. Og líka, ef við fengj- um að hafa sömu dýr og eru víöast er- lendis, þaö er svínastofn sem vex hratt og notar minna fóöur. Við hér á landi erum með svínastofn sem bæði þarf mikið fóður og vex hægt. Meö aukinni hagræðingu í rekstri svínabúa væri einnig hægt að lækka kjötverðið til muna.” Aðspuröur um fjárstyrki svína- bænda úr Kjarnfóðursjóði, sagði Árni Möller aö fé, sem svínabændum hafi verið veitt úr sjóðnum, hafi verið notað til sameiginlegra verkefna fyrir alla bændastéttina til rannsóknastarfa aö Keldnaholti. —ÞG VINDSKEIÐAR INNI- OG UTI SKRAUTLISTAR PÓSTSENDUM Mdlara^^hudin VESTURGÖTU 21 - SÍMI21600 „Hef orðið var við rang- túlkun á tillögunni” EKTA.. fPÖLSK HONNUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.