Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAI1983. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Sofffa Lóren: Tekst: KURT KRtSHANSEN Soffía er hrædd við að ræningjar geri henni grikk og segir að iitt só i efni hjá þeim ríku og frægu. Kardemommubær versnandi fer Lóren nokkur Soffía sagöi nýlega viö fréttamenn aö heimurinn væri farinn aö leika þá ríku og frægu alvarlega grátt. Þetta sagði hún eftir aö hafa ráöiö öfluga verði til að gæta strákanna sinna, Edoardo, 10 ára, og Carlo, 14 ára. Þaö gerði hún þegar skólasystur þeirra íGenóvaíSvissvarrænt. Ræningjarnir sáu sér ekki fært aö skila stúlkunni fyrr en foreldrarnir höföu pungað út lausnargjaldi að upphæð um 21 milljónkróna. Við vonum að Jesperar, Kasperar og Jónatanar veröi ekki á ferðinni hjá Soffiu, þannig að hún þurfi ekki aö hafa áhyggjur yfir því aö heimurinn fari versnandi. ENGINNKULDI AÐ VERA GIFTFROST Sjónvarpsmaðurinn heimsfrægi, David Frost, kvæntist fyrir stuttu. Og sú lukkulega heitir heitir Carina og er dóttir hertogans af Norfolk en sú ætt ku hafa veriö í „fínna” lagi í gegnum aldirnar. Frost skildi viö konu sína og fyrrum ekkju Peters Sellers, Lynn Frederick, á síöasta ári .aðeins sautján mánuðum eftir aö þau giftu sig. Og vegna hjónabandsins meö Lynn gat brúðkaup þeirra Carina ekki fariö fram í kaþólskri kirkju en „Norfolk-f jölskyldan” er kaþólsk. Þau Frost og Carina redduðu þessu í snarheitum. Fóru bara til fógeta í Chelsea í London og sá pússaði þau saman á stundinni. Þaö fylgir sögunni aö hertoginn, hann pabbi, hafi bara ekkert haft á móti ráðahag dótturinnar þó þaö hljóti jú aö vera kuldi aö gifta dóttur sína herra Frost. Færeyingar f jalla um „græna kallinn” Barátta Auönu Haddar Jónatans- dóttur, níu ára stálkunnar úr vestur- bænum, fyrir lengri tima til handa græna karlinum á umferðarljósum hefur vakið athygli erlendis. Viö rákumst á þessa klausu í færeysku blaöi þar sem segir frá „græna karlinum” og umræðum um hann. „Nú hevur Ayðna so fingiö ferðslunevndin at taka máliö til viðgerar,” segir meðal annars í blaðinu. Og enn minnum viö á aö nærgætni og varfærni er þörf við gangbrautir. Aldrei er of varlega fariö. Um leið þökkum viö Auðnu Hödd fyrir hennar f ramlag til þessara mála. -JGH Glatt igrillinu hjá Eika. Með honum 6 myndinni eru tveir af nokkrum grillmeisturum hans, Kristín Péturs- dóttir itH hægrii og Guðrún Gunnarsdóttir. Okkur i Sviðsljósinu finnst nú engin furða þótt kappinn brosi innan um þessa ,,djúsí"meistara og steikur auðvitað. Ernema von að kúnnarnir fái vatn ímunninn? DV-mynd: Einar Óiason. „Boggamir” fá góðar rallferðir hjá Eika Það vakti athygli fyrir stuttu þegar haldið var eitt allsherjar Eika- grillrall þar sem flestir af fremstu rallköppum þjóðarinnar tóku þátt. Eikagrillrall er nokkuð merkilegt rallnafn og að vissu leyti svolítið óþjált í munni. En hvar skyldi Eika- grill vera og um hvers konar grill er eiginlega að ræða? Eikagrill er við Gnoðarvog 44—46 og er til húsa þar sem Brautargrill var áður. Og sá sem sér um rekstur- inn heitir Eiríkur Friðriksson, kokkurmeð meiru. Hann lærði á Sögu og nú eru um þrjú ár síðan hann útskrifaðist þaðan. Þannig er ham; kannski ekki „nýbakaður” í faginu en „ferskur” er hann auðvitað. „Það var 1. apríl sem ég tók hér viö staðnum. Ég býð upp á hamborg- ara, kjúklinga, djúpsteiktan fisk og fleira. Og nýlega opnaði ég ísbúð hér við hliðina,” sagði Eiki þegar við ræddum við hann í hádeginu fyrir stuttu. Og við megum til með að skjóta því hér inn í lokin að hafi Eikagrillrall verið svolítið óþjált í munni er ekki hið sama að segja um hamborgar- ana sem fara góðar rallferöir á grillinu hjá honum. Þeir fara sko vel í munni eftir allt rallið. -JGH A uðna Hödd fyrir framan götuljósin við Meiabúðina. Barátta hennar hefur farið viða og vakið athygli. ' DV-mynd: GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.