Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAI1983. 13 i „Kjósendur hafa greitt atkvæði og fylkt sór um menn og flokka og þeir viija fá að vita hvernig kaupin gerast á eyrinni. . . " Þingræðisstjóm á hvftasunnu Það er erfitt að skrifa grein um stjómmálaástandið í miöjum klíðum stjómarmyndunar. Kemur þar hvort tveggja tU, að atburðarásin getur tekið óvænta stefnu frá degi tU dags og svo hitt, að yfir mann hrúgast kynstrin ÖU af trúnaðarmálum og upplýsingum, sem ekki em til frá- sagnar eöa birtingar. Margt er skrafað og pískrað í bakherbergjum og einkaviðtölum, sem kann að hafa þýðingu þegar upp er staðið, en vara- samt aö hlaupa með í blaðagrein. Sú hætta er og fyrir hendi, að slíkar upplýsingar og ótímabær frásögn af þeim tefji fyrir samkomulagi og stjórnarmyndun, ekki síst þegar menn hafa marga kosti í takinu í einu. Á hverju strandar? A hinn bóginn verður að viður- kenna, að hvíslingar og leyndar- hjúpur yfir atburðarásinni og viðræðum flokka í miUi er óþægi- legur fyrir stjómmálamenn gagn- vart öUum almenningi. Kjósendur hafa greitt atkvæði og fyUít sér um menn og flokka, og þeir vilja fá að vita hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvað um er aö semja, á hverju strandar, hvað sé að gerast. Af hverju slitnaði upp úr viðræðum sjálfstæöismanna og framsóknar- manna? Em Alþýðuftokkur og Banda- lag jafnaðarmanna tUbúnir í stjórn með Sjálfstæðisflokki? Er það rétt að þingflokkur sjálfstæðismanna sé ósáttur við formann sinn eða er það rétt, að forseti Islands hóti þingflokk- unum utanþingsstjóm eftir hvíta- sunnu? Þessar spurningar brenna á vömm fólks og erfitt er fyrir innan- búðarmann að svara þeim öllum afdráttarlaust, nema að liggja undir þeirri sök að bregðast trúnaði eins eða annars. Þóerréttaöreyna. Syngur með sínu nefi I kosningabaráttunni héldu fram- bjóðendur á málflutningi sínum eins og stjórnmálaástandið bauð upp á, út frá eigin sjónarhóli hvers og eins. Hver söng meö sínu nefi og biðlaði til kjósenda. Stjórnarandstaðan dró upp dökku hliðarnar, stjómarsinnar báru blak af ríkisstjórninni. Eftir kosningar, þegar óhkir flokkar, stjómarandstæðingar og stjómarsinnar, setjast til viðræðna um nýja ríkisstjórn, er ofur eölilegt, að leitað sé hlutlausra upplýsinga um hina raunverulegu stöðu. Þjóð- hagsstofnun, Seðlabanki og fjár- málaráðuneyti eru beöin um skýrslur um verðbólguþróun, við- skiptakjör, vaxtamál, stöðu ríkis- sjóðs o.s.frv. Oskað er útreikninga um valkosti og hugsanlegar að- gerðir. Allt tekur þetta tíma og tefur fyrir beinum samningum um myndun ríkisstjórnar. Hrikalegur vandi Enginn hristir ríkisstjóm fram úr erminni á einni nóttu, og máliö er flóknara en svo, að viðfangsefnið sé _ það eitt að raða upp ráöhermm. Menn mega ekki gleyma því, að verðbólgan mælist á 100% hraða, afkoma ríkissjóðs er nú verri en verið hefur í heilan áratug, fisk- veiðar dragast saman og sjávarút- vegurinn er á heljarþröm. Almennir vextir verða komnir í 100%, ef ekkert verður að gert fyrir árslok. Um næstu mánaöamót blasir við 20% hækkun verðbóta á laun, sem kallar á nýja holskeflu verðlagshækkana, gengisfellingar og verðtryggingu lána, sem mælist í nýjum og áður óþekktum hæðum. Vandinn er sem sagt meiri og hrikalegri en oftast áður, þegar menn setjast niður við myndun ríkis- stjórnar. Ríkisstjóm, sem ekki bregst við efnahagsvandanum þegar í stað, er máttlaus og andvana fædd. Óðs manns æði I Sjálfstæöisflokknum hefur sú skoöun verið ríkjandi, að ekki komi til mála að taka þátt í ríkisstjórn, sem ekki er reiðubúin til að ganga rösklega til verks. Bráðabirgðaráð- stafanir duga ekki lengur, skamm- tímalausnir eru vonlausar. Þjóðin þarf stjóm, sem þorir — og þolir þá ábyrgð, sem erfiðum ákvörðunum fylgir. Máliö snýst ekki um vinsæld- ir, heldur forystu og þrek og myndugleik í þrengingum þjóðar. Sjálfstæðismenn telja þaö óös manns æði, bæði fyrir ftokk og þjóð, að ana út í stjóm, án þess að fyrir liggi raunsæ áætlun um aðgerðir, Ellert É skrifar sem samstarfsaðilar em tilbúnir að standa og falla með. Spumingin hefur verið sú, hverjir hinna flokkanna vilja vera með i þeim slag. Sá slagur kann að ein- hverju leyti að vera háöur gagnvart öll önnur viðfangsefni stjómmál- anna eru aukaatriði, hjóm eitt. Efnahagur þjóðarinnar verður ekki leystur með einfaldri kaup- skerðingu. En hann verður heldur ekki leystur nema á verðbótum launa verði tekið um leið og aðrar ráðstafanir eru gerðar. Nú þegar liggjaá boröinu ráöstafanir, sem fela í sér verndun kaupmáttar lægstu launa: lækkun skatta, hækkun fjöl- skyldubóta, lágmarkstekjutrygging, full atvinna, aðstoð við skuldbreyt- ingar heimilanna. Gamalgróin tortryggiii Það ber að viðurkenna að bilið milli framsóknarmanna og Sjálf- stæðisflokks í undangengnum viðræðum hefur ekki verið svo ýkja mikið í þeim efnum, sem að framan em talin. Að mati sjálfstæðismanna em framsóknarmenn of fastheldnir á niðurtalningu og lögbindingu launa til langs tíma, og sjálfsagt em framsóknarmenn á varðbergi gagn- vart einhverskonar leiftursókn. Hvorug nafngiftin á þó við, miðað við þær tillögur, sem rseddar hafa verið. „Miðað við þá möguleika, sem í stöðunni ^ eru, er það í rauninni fáránlegt að velta fyrir sér utanþingsstjórn.” stjómarandstöðu og lýðskrumurum, sem vilja æsa launafólk til átaka gegn „íhaldsstjórn”. Þeim slag verður aö taka með hreinskilni og hugrekki þess, sem veit betur; sem veit, að lífskjör fara ekki eftir krónum í kaupumslagi, heldur verð- mæti framleiðslu og tekna, sem hver og einn og þjóðfélagið í heild getur skapað. Slagurinn f ramundan Slagurinn sem framundan er snýr nefnilega fyrst og fremst að verð- bólgunni. Það verða ekki átök milli vinnuveitenda og verkalýðs, ríkis og einstaklinga, íhalds eða sósíalista. Það verður glíma þjóðarinnar við sinn eigin efnahag, ormsta um framtíð og framfarir annarsvegar, ellegar atvinnuleysi og óáran hins- vegar. Ástæðan fyrir þvi, að enn hefur ekki náðst saman með þessum tveim flokkum er fólgin í öðrui efasemdum um að efnahagsúrræðin verði fremur málamiðlun um stjórnarsáttmála í stað beinskeyttra aðgerða; minning- in um hrakfarir flokkanna eftir sam- starfið 1974—1978; gamalgróin and- staða og tortryggni innan beggja flokkanna gagnvart hvor öðrum. Þessar og þvílíkar efasemdir hafa valdið því hiki, að þingflokkur sjálf- stæðismanna hefur viljað ganga úr skugga um aðrarleiðir. Enn er ekki fullreynt hvað Alþýðu- bandaiagið vill gera, og viðræður hafa staðið yfir milli sjálfstæðis- manna, Alþýðuflokks og Bandalags jafnaöarmanna. Fyrri kosturinn er að því leyti aðgengilegur að Alþýðubandalagiö hefur sterka stöðu innan verkalýðs- hreyfingarinnar, ef sá flokkur hefur á annaö borð vilja og þrek til að horfast í augu við efnahagsvandann og aðgerðir gegn honum. Seinni kosturinn, samstjóm með Alþýðuflokki og Bandalagi jafnaðar- manna er einnig fýsilegur, þar sem gera má ráð fyrir, að þessir þrír flokkar ættu auðveldara meö að stinga á kýlum og hrista upp staðnað kerfi í efnahags-, fjárfestingar- og stjómsýslumálum. Allir þessir kostir em til athugunar. Persóna eins manns Haft er í flimtingum að Geir Hallgrímsson sé þröskuldur i vegi stjómarmyndunar. Ástæðulaust er að gera stöðu Geirs að feimnismáli. Auðvitað veikir það stöðu hans, að hann sem formaður Sjálfstæðis- flokksins situr ekki á þingi og hann geldur ennþá illvígra deilna flokks- manna síðustu árin. En meðan Geir Hallgrímsson er formaöur Sjálf- stæðisflokksins er það bæði skylda hans og réttur að hafa forystu um stjórnarmyndunarviðræður af hálfu síns flokks. Á það hefur enginn borið brigður í þingflokki sjálfstæðis- manna. Sjálfur hika ég ekki við að fullyrða að Geir Hallgrimsson væri sjálf- sagður maður í ráðherrastól fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ef hann sjálfur óskar eftir. Hvort þaö verður embætti forsætisráðherra eða annað, verður að ráðast af hagsmunum flokksins og ríkisstjómarinnar, þegar þar að kemur. Hvíslingar um að stjómarmyndun ráðist af persónu eins manns em aðeins til þess fallnar aö veik ja' stöðu S jálfstæðisflokksins i samningum við aðra flokka og spilla fyrir þingræðisstjóm. Miðað við þá möguleika, sem í stöðunni em, er það í rauninni fárán- legt að velta fyrir sér utanþings- stjórn. Stjómarmyndunarviðræður hafa aðeins staðið í tæpan hálfan mánuð, og er það styttri tími en oftast áður. Þingflokkarnir munu ekki sætta sig við utanþingstjórn fyrr en yfir lýkur. Ég spái því að ný þingræðis- stjóm verði komin á laggirnar um eða eftir hvítasunnu. 16. mai. EUert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.