Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1983, Síða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR18. MAl 1983. HVERJUM SKJÁTLAST? — hugleiðing um kosningar og stjórnarmyndun Mikið voöalega erum við íslend- ingar heimskir. I nýafstöðnum kosn- ingum hröktum viö af þingi þá einu menn sem hafa sýnt aö þeir eru til forystu fallnir. Fyrir svona fram- komu ættu menn það einna helst skil- ið að missa kosningaréttinn, því með þessu sýna þeir að þeir hafa ekki vit á aövelja sér leiðtoga. En sem betur fer hafa sumir þeirra sem féllu af þingi í kosningun- um haft til aö bera þann þroska að móögast ekki, þrátt fyrir illvilja kjósenda, og halda áfram að hjálpa til við að stjórna þeim heimska lýð sem á það þó alls ekki skilið. Lítum til dæmis á Geir Hallgríms- son, þennan óumdeilanlega foringja. Þar fer maður atkvæðamikill og ábyrgur. En af tómum skepnuskap var reynt að bregða fyrir hann fæti, fyrst í prófkjöri og síöan í kosning- um. Þaö tókst að hluta. „Helvítin” náöu aö fella hann af þingi. Þarna hefðu sumir fariö í fýlu og dregið sig í hlé, (samanber Olafur Ragnar Grímsson) en Geir hefur þann þroska og skilning sem fáir aðrir hafa. Af einstakri fórnfýsi tók hann að sér aö leiða stjórnarmyndunar- viðræður, þrátt fyrir skepnuskap kjósenda. En æ, laun heimsins eru vanþakklæti. Nú heyri ég aö ein- hverjir „ruddar” ofan úr Breiðholti séu farnir aö safna undirskriftum til þess aö mótmæla því að maður sem felldur var í prófkjöri og kosningum, starfi enn sem aöalmaður flokksins út á við. Hvað meina þessir menn eigin- lega? Eins og það sé ekki nógu sárt aö falla í kosningum þó einhverjir fari nú ekki að strá salti í sárin og heimta eitthvert „lýðræði”. 0, svel En sem betur fer er þó til einn maöur innan Sjálfstæöisflokksins sem hefur til að bera hinn sanna íþróttaanda, enda alinn upp við íþróttir. Þessi maöur skilur hver er hinn eini sanni foringi, og er fús að hliðra til og ég er viss um að hann léti Geir eftir fyrsta sætið ef hann bara gæti. En því miður það getur hann ekki og gerir því það næstbesta, lætur Geir kannski eftir að mynda stjórn. Vildi ég aö fleiri hefðu þennan þroska og þetta innsæi. Mér hefur orðið tíörætt um sjálf- stæöismenn, en það voru fleiri flokk- ar sem misstu menn af þingi, t.d., Alþýðuflokkurinn. Magnús H. Magn- ússon var líka látinn gjalda góðra' verka, en fyrtist ekki frekar en Geir, og tók þátt í stjórnmyndunarvið- ræðum fyrir sinn flokk. Þessir tveir menn, Geir og Magnús, hafa sýnt og sannað aö óréttlæti og ódrengskapur fá ekki þrifist á tslandi, jafnvel þó í nafni lýöræöis sé. Nú hefur veriö sagt aö föllnum þingmönnum hafi í raun verið sagt upp störfum, af þjóöinni. Sem sagt, þjóðin réði þá og þjóöin getur líka rekið þá. Þetta má bæði vera rétt og satt, en þjóðin getur gert mistök. Og ef það er mat Geirs að þjóðinni hafi skjátlast þá er það rétt því þeim títt- nefnda manni skjátlast sjaldan. Kjallarinn Heimir Bergmann Hann hefur sýnt að hann lætur þessi þjóöarmistök sem vind um eyru- þjóta. Eg vil því enda þennan grein- arstúf á hvatningu til þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni í Breiðholti aö snúa viö blaðinu og safna frekar undirskriftum undir afsökunarbeiöni frá þjóðinni til handa Geir Hallgrímssyni. Heimir Bergmann, verslunarstjóri. Betri einangrun íbúðarhúsa Að undanförnu hefur verið mikið talaö um þann háa hitunarkostnaö sem fólk úti á landi verður að borga, þar sem hitaveitu gætir ekki. Með ýmsum ráðum er hægt að lækka þennan háa hitunarkostnað. Mikilvæg leið til að minnka varma- tapiö í húsum er sú að hafa einangr- unina sem næsta kuldanum í út- veggnum. Þá þarf að klæða húsiö að utan með einhverju efni sem hús- byggjandi er ánægöur meö. Kostnað- arreikningar sýna aö veggur (sjá mynd) sem er 26 cm þykkur með timburklæðningu, einangrun 3”, 15 cm þykkum steinvegg og múrhúð að innan mundi kosta núna 1800 kr /m2 en veggur með múrhúð aö utan 20 cm þykkri steinsteypu, 3” einangrun að innan og múrhúð með neti kostar 1600kr /m2 (sjámyndb). En kosturinn við að einangra húsin eins og á mynd a er samt mikill vegna þess að þá losnar húsbyggj- andinn við kuldabrýr í húsinu. Hún myndast ef steypt plata nær út í óein- angraðan útvegg (sjá mynd c). Rannsóknir hafa sýnt aö oft tapast meiri varmi út um þessar kuldabrýr (mynd c) en í gegnum sjálfan vegg- inn og þá er átt viö á lengdarmetra. Best er þess vegna aö hafa einangr- unina sem næst útveggjafletinum. (myndd). Önnur leiðin til að minnka varma- tap í húsum er að ath. glerið. I venju- legum húsum er varmatapiö gegn- um gler um 20—30% af heildar- varmatapi hússins alls. Þá er notað tvöfalt gler. Birta er fyrirtæki í Reykjavík sem getur framkvæmt tvöföldun og jafnvel þreföldun á gleri fyrir um 2000 kr /mz. Benda má á að glerull sem er 3” þykk er helmingi ódýrari en hvíta plastið sem kostar jafnþykkt um 126 kr /m2 en steinullin kostar 108 kr /m!. Öll þessi einangrunarefni hafa sömu varmaleiðni, tölu sem er 0,045 w/m2 °C. Þessi efni eru þess vegna góðir- varmaeinangrarar. Ut um sömu þykkt af steinsteypu á þá að tapast 38 sinnum meiri varmi en út um sömu þykkt af hvíta plastinu, steinull og glerull. Hagkvæmast er þess vegna að nota hvítt plast sem ein- angrun. Ekki er ráðlegt að þjappa Kjallarinn Bjöm Agnarsson steinull eöa glerull saman við ísetn- ingu vegna þess aö það rýrir varma- leiönina nokkuö. Nú hefur verið sett í byggingar- reglugerð ákvæði um að ekki megi nota annaö en pússningu eöa annaö sambærilegt efni sem hiiðarlag á hvíta plastið. Plastið brennur mjög ört ef kviknar í því. Aftur á móti þolir steinullin og glerullin mjög mikinn hita. Glerullin er unnin úr sömu efn- um og gler en steinullin úr basalti en bráðnunarmarkið er um 1500 °C. Benda má á aðra góöa varmaein- angrara eins og t.d. kork, perlustein og vikur en öll þessi efni eru of dýr til að keppa viö fyrrnefndu einangrun-. arefnin. Til eru tvær geröir af pappa. Dýr- ari gerðin er ætluð á þök nær ein- göngu en hin á veggi og á milli sperra. Verðmunur er talsverður. Þakpappi kostar 22 kr /m2 en hin 10 kr/m2. Þakpappann má eingöngu nota utan dyra, ef hann er notaður inni í húsi þá má nota hann næst hita- fleti en ekki fyrir utan einangrun. Rakinn sem flyst út stöðvast þá hlýrra megin í pappanum og lekur aftur niöur í einangrun. Rakinn verö- ur að komast upp í loftrúm fyrir ofan pappann og síðan kemst hann út og berst með loftinu út á milli sperr- anna. Björn Agnarsson byggingatæknifræðingur. Alþjóðasjóstangaveidimótid íVestmannaeyjum: Á milli 70 og 80 búnir aðskrá Á milli 70 og 80 manns hafa þegar látið skrá sig í sjóstangaveiöimótiö mikla sem verður í Vestmannaeyjum um næstu helgi. Það er Sjóstangaveiðifélag Vest- mannaeyja sem hefur veg og vanda af sig þessu móti en það er árlega haldið um hvítasunnuna. Er þetta í 14. sinn sem mótiö er haldið. Mótiö er alþjóöamót því að bæði Islendingar og útlendingar takaþáttíþví. Þetta er tveggja róðrardaga mót og er fylgst með því af miklum áhuga í Vestmannaeyjum. Er jafnan mikill fjöldi af fóllki á bryggjunum þegar bátamir koma að. Vegleg verðlaun eru veitt á mótinu. Eru það að þessu sinni 25 bikarar svo og tugir verðlaunapen- inga. Mótiö veröur sett á föstudaginn og hefur veriö tryggð gistiaðstaða fyrir alla mótsgesti svo og fyrir þá sem kunna aö bætast við á síöustu stundu. Magnús Magnússon mótsstjóri ásamt hressum Eyjarósum sem urðu sigur- sælar á mótinu ífyrra. DV-myndG.S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.