Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1983, Síða 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 27. MAÍ1983.
„Það er óvœnt ánægja að sjá þig hár," sagði Ragnar Arnaids um leið og
hann tók á móti Albert Guðmundssyni i fjármálaráðuneytinu. „Það
stendur að visu B á lyklinum. Það stafar liklega afþvi að framsóknarmenn
hafa setið hórna svo lengi," sagði Ragnar þegar hann afhenti nýja fjármála-
ráðherranum lyklana.
DV-mynd: Elnar Ólason.
Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra bretti strax i gær upp ermarnar
og settist á fund með Jóni L. Arnalds ráðuneytisstjóra og Jóni B.
Jónassyni skrifstofustjóra.
DV-mynd GVA
Hin nýja ríkisstjórn Steingrims Hermannssonar með Vigdisi Finnbogadóttur, forseta íslands, á Bessa-
stöðumígær. DV-mynd GVA
„Það er ánægjulegt að fé þing-
menn Austurlands hingað," sagði
Hjöríeifur Guttormsson þegar hann
afhenti Sverri Hermannssyni lykla-
völdin að iðnaðarráðuneytinu.
Sagðist hann vonast tH þess að
Sverrir nytí dvalarinnar, hversu
löng sem hún yrði. „Þetta eru tveir
lyklar," sagði Hjöríeifur „annar er
merktur mér, hann er rauður, og er
að skrifstofu minni." „Já, ég læt
það ekkert á mig fá þó liturinn sé
svona," svaraði Sverrir að bragði.
„Siðan er hér annar blár," sagði
Hjöríeifur, „og hann erað húsinu."
En Hjöríeifur lét ekkiþar við sitja,
eftírmaðurinn var leystur út með
gjöfum. „Hérna er salt i grautínn,"
sagði fráfarandi ráðherra, „fyrsta
islenska saltíð sem við framleidd-
um." Sverrir spurði hvort hann
hefði smakkað á þessu? Jú, Hjör-
leifur sagðist hafa gert það og
bættí við annarri gjöf, málmbita
sem hann bjóst við að Sverrir kann-
aðist við. Og ekki stóð á þvi, ferro-
silikon þekktí hann. Sverrir sagði
að sér hefði verið gefk) svoleiðis i
Noregi þegar hann skoðaði járn-
blendiverksmiðju þar.
Áður en þessari stuttu athöfn
lauk þakkaði Sverrir Hermannsson
fyrir sig og bað um að hann mætti
eiga Hjörleifað efá þyrftí að halda.
Fyrsta aðstoðin var veitt j>á þegar i
formi skýrslu sem starfsmenn ráðu-
neytísins höfðu tekið saman fyrir
Hjöríeif. Þar kemur fram allt það
sem hinn nýi iðnaðarráðherra þarf
að vita um stöðu mála innan ráðu-
neytisins. „Ja, þetta var þér likt,"
sagði Sverrir. „Er ekki augljóst að
ég hef þetta fyrir helgarlesningu.
Eg var að lesa Víga-Glúms sögu,
ætli ég skipti ekki yfir iþetta."
JBH/D V-mynd S.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Ekkert samráð haft við Svarthöfða
Það má sjá á Þjóðviljanum, að ná
á að taka á honum stóra sínum til að
hindra að ný ríkisstjórn komi fram
áformum sínum tll bjargar efna-
hagslegu sjálfstæðl þjóðarinnar.
Alþýðubandalagið er í startholunum
og vitnar jafnvel í Kari Steinar sér til
stuðnings, en það er orðið langt síðan
krati þótti nokkurs nýtur í málgagni
þjóðfrelsisins. Mikið er kvartað
undan því að ekki hafl verið haft
samráð við verkalýðshreyfinguna
um úrlausn efnahagsmála, eins og
kalla hefðl átt á hver ja einustu stétt í
landinu til að spyrja hana hvort hana
vantaði ekki skyr og rjóma, eða er
það bara verkalýðsstéttln, sem á að
ráðleggja nýjum ríkisstjórnum. Ber
hún kannski ábyrgð á f jórtán kjara-
skerðlngum Alþýðubandalagsins á
síðustu árum, þegar bandalagið átti
menn í stjórn? Ekki var haft samráð
við Svarthöfða, svo dæmi sé teklð,
við myndun núverandi ríkisstjórnar.
Tilhneigingar verkalýðsforstjóra
til að líta svo á að hér verði ekki
mynduð ríkisstjórn, eða að hún fái
starfað nema með samráðum við
einn aðUa þjóðfélagsmyndarlnnar er
ekki annað en yflrlýslng um valda-
brölt, sem samræmist ekki lýðræðis-
legum vinnubrögðum. Verkalýðsfor-
stjórar hafa hvað eftir annað, þegar
kommúnistar eru í stjómarand-
stöðu, kraflst þess að mega ráða yfir
öðrum hópum þjóðfélagsins og
skammta þeim lífskjör, þótt þeir takl
þegjandi við fjórtán launalækkunum
í stjóraartíð Aiþýðubandalagsins. Á
næstunni má vænta þess að skyndi-
verkföllin byrjl, þótt ekkert sé verið
að gera annað en bjarga þvi sem
bjargað verður, og reynt að hafa þá
fyrlrvara á, að hinlr lægst launuðu
beri minnst af víxlum síðustu
stjóraar.
Jafnvel innan verkalýðshreyf-
ingarinnar, sem öðra hverju vill
segja þjóðkjöraum fulltrúum fyrir
verkum, er ekki slnnt þelrri grund-
vallarreglu að láta ákvörðun meiri-
hluta gUda um athafnir og stefnu
launþegahreyfingarinnar. Atta
manna fundir í fjölmennum félögum
eru látnir ákveða verkföU og feUa
samninga. Sér hver heUvlta maður
að ekki er þetta samkvæmt reglum
lýðræðisins, og ættu verkalýðsfor-
stjórar að koma þessu i lag áður en
þeir hefja slaglnn samkvæmt rltúaU
Svavars Gestssonar og Karls
Steinars, kennara úr Keflavik.
Eins og ástand þjóðmála er nú
blnda menn miklar vonir við nýja
riklsstjóra, þótt ekki hafi verið haft
samráð við þá. EðUlegt væri að gefa
henni nokkurn tima tU að hún fái frlð
tU að sýna hvers hún er megnug.
ÞjóðvUjinn er ekki á því máU. Hann
talar um grimma leiftursókn gegn
lifskjörunum, en sleppir að minnast
á þá grimmu lelftursókn gegn sömu
lifskjörum, sem stóð yfir alveg fram
að hádegl i gær. Kommúnlstar ætl-
að spara stóru orðin í biU og leyfa
a.m.k. áhangendum sínum að
gleyma siðustu kjaraskerðingum
áður en þeir byrja á því að tæta
sundur björgunarstarf nýrrar rikis-
stjóraar. Auðvltað er ekki vlð þvi að
búast að kommúnlstar geti sparað
sig í svo sem hundrað daga, en áður
en til atkvæðaikemur í verkalýðsfé-
ilögum ættu þeir að sjá svo tU að
meirihlutinn þar fengi að ráða
ferðinni, en ekkl 7—8 manns eins og
venjan hefur verið.
Þótt ekkert samráð hafi verið haft
við Svarthöfða um stjóraarmyndun
vUl hann ekki trúa öðru en núverandi
stjóra sé þess albúln að takast
undanbragðalaust á við vanda-
málin, og láti ekki undir höfuð
leggjast að skýra landsmönnum frá
raunverulegu ástandi efnahagsmála
þegar hún tekur við. Það er
þýðingarmlkið að almenningur fái
nú að vlta hvar kommúnistar vora
staddir þegar þeir kvöddu, svo ekki
fari á mflll mála hvert þeir stefndu,
áður en þeir byrja að kynda katlana
hjá launþegahreyfingunni. Þá er
elnnlg ástæða tU að fyigjast með því
hve mörg alþýðuhelmUi núverandi
stjóra setur á hausinn, en Karl
Steinar, kennari í Keflavík, boðaði
slikt um það bU sem hann var að
verða heimUdarmaöur Þjóðvttjans.
Svarthöfði.