Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1983, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLÚN HF.
Stjémarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogúlgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. ,
AósldOarritstjóri: HAUKUR HELGASON. j
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. _
I Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTIÍTT SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611. ->
Setníng, umbrot, mynda-og plölugerð: HILMIR HF., SÍOUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI1». ~
Áskriftarverðájnánuði 210 kr. Verðílausasölu 18 kr. Helgarblaö22kr.
Ráðherralistinn
Nýir menn hafa tekið við ráðherraembættum. Suma
þeirra höfum viö séð áður í svipuðum stöðum. Fram á
síðustu stundu var óráðið, hverjir yrðu ráðherrar og
hvaða ráðuneyti hvor flokkur fengi. Nú getum við litiö á,
hvemig til hefur tekizt.
Ríkisstjórnin byrjar feril sinn með hörðum aðgerðum.
Margar þeirra koma illa við alþýðu manna. Rök stjórn-
arinnar eru þau, að slíkar aðgerðir séu bráðnauðsyn-
legar. Ríkisstjórnin á það á hættu að verða óvinsæl strax í
upphafi. Þegar litið er til embættis forsætisráðherra er
Steingrímur Hermannsson til mikilla muna opnari gagn-
vart fjölmiðlum en Geir Hallgrímsson hefði verið sem
forsætisráðherra. Þessi ríkisstjórn mun þurfa á því að
halda, að hún svari fyrir sig fullum hálsi, þegar að henni
verður vegið. Steingrímur er líklegur til þess. Vegur
ríkisstjórnarinnar í almenningsálitinu mun mikið fara
eftir því, hvernig þar tekst til.
Eftir er að sjá, hvernig Steingrími ferst forysta ríkis-
stjórnar úr hendi að öðru leyti. Steingrímur er mjög mis-
tækur. Það hefur ráðherradómur hans áður sýnt. Ekki
dugir þessari ríkisstjórn að leggjast undir ok þrýstihópa
og hafa fyrirgreiðslupólitík að leiðarljósi. Þá mun
almenningur að minnsta kosti illa sætta sig við skertan
hlut.
Geir Hallgrímsson mun vafalaust sóma sér vel sem
utanríkisráðherra. I þeim málaflokki lýkur nú
áhrifavaldi Alþýðubandalagsins. Bygging flugstöðvar
verður hafin og framkvæmdum í Helguvík haldið áfram
án skæruhernaðar annarra ráðherra.
Albert Guðmundsson treystir enn stöðu sína með því að
fá embætti fjármálaráðherra. Sem ráðherra er frammi-
staða Alberts óskrifað blað, en af ferli hans má merkja,
að hann vilji hamla gegn háum sköttum á almenning og
atvinnuvegi. Albert mun væntanlega hafa jafnvægi í
ríkisrekstrinum en ekki freistast til að reka búið með
halla, sem æsir upp verðbólguna. Við væntum þess
einnig, að við fáum ekki í sumar nýja skatta svo sem
„skyldusparnað”. Fremur verði skattar lækkaðir, þegar
fram í sækir.
Halldór Ásgrímsson er einn efnilegasti maður Fram-
sóknarflokksins. Auðvitað ættu það að vera góð skipti að
fá hann sem sjávarútvegsráðherra í stað Steingríms.
Fátt skiptir okkur meira en meðferð þessa málaflokks.
Nú verður Halldór að sýna, að hann setji þjóðarhag ofar
fyrirgreiðslu.
Jón Helgason hefur reynzt traustur maður. Hann mun
þó varla jafnharður af sér og fyrirrennarar hans í stöðu
landbúnaðarráöherra. Það væri til bóta, ef drægi úr
áhrifavaldi forystumanna þrýstihópa á því sviði.
Matthías Á. Mathiesen gæti reynzt betri viðskiptaráð-
herra en hann var sem fjármálaráðherra í stjórn Geirs
1974—78. Um Matthías Bjarnason má einnig segja, að
góðs má af honum vænta í starfi heilbrigðisráðherra.
Hann hefur þar reynslu, og vel er, að hann skuli ekki á ný
taka stöðu sjávarútvegsráðherra.
Sverrir Hermannsson hefur lengi sem „kommissar” í
Framkvæmdastofnun í reynd verið einn „ráðherranna”
ef ekki ofar þeim. Hann er athafnamaður, sem gæti snúið
vörn í sókn í iðnaðar- og orkumálum. Annars er sú saga
auðvitaö óskrifuð enn.
Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra og Alex-
ander Stefánsson félagsmálaráðherra eru líkleg til að
valda vel sínum málaflokkum. Gott er, að ekki var með
öllu gengið fram hjá konunum, þótt yngri mennirnir í
Sjálfstæðisflokknum hafi verið hafðir út undan við skipt-
ingu ráðherrastóla, svo og ráðherrar í fráfarandi stjórn.
Haukur Helgason.
DV.FÖSTUDAGUR27. MAl 1983.
Óttínn við
A-flokkana
Þegar til átti aö taka, reyndust krat-
ar ekki hafa þann stjórnmálastyrk,
sem þarf til þess aö mynda ríkisstjóm
á heiðarlegum grunni. Allt frá því, aö
þeir voru fyrst beönir um aö taka þátt í
viöræöum um hugsanlega stjómar-
myndun meö Sjálfstæöisflokknum og
Framsóknarflokknum, hafa þeirra
óskir veriö um ráöherrastóla en minna
um aðgerðir í efnahagsmálum. I stuttu
máli er stefna flokksins þessi: Fyrir
forsætisráöherrastól gerum við allt,
fyrir þrjá ráðherrastóla hérumbil allt,
en hins vegar ekkert fyrir tvo ráð-,
herrastóla.
Kratar hafa undanfariö reynt aö
gera sér mat úr því, aö óskað var þátt-
töku þeirra í stjórnarmyndun. Vitan-
lega er þaö svo, aö ekki var nauðsyn-
legt aö hafa þá meö. Hins vegar var
þaö mat margra, aö ríkisstjórnin heföi
meiri breidd með þátttöku Alþýðu-
flokksins — einkanlega væri styrkur
hennar meiri meðal verkalýösfor-
ingja, en ennþá eru margir forystu-
menn launþegasamtakanna alþýðu-
flokksmenn. Hins vegar er rétt aö
benda á þaö, aö engir af höfuðforingj-
um launþega eru úr rööum alþýöu-
flokksmanna, — öll fjölmennustu laun-
þegafélögin lúta forystu annaöhvort
sjálfstæöismanna eöa komma. Og
Framsókn ræður býsna miklu úti á
landi.
Á að endurtaka 74 ti! 78?
Hrakfarir ríkisstjórnar Geirs Hall-
grímssonar í kosningunum 1978 voru
slíkar, aö eölilegt er, að menn séu hik-
andi við aö mynda ríkisstjórn á svipuð-
Haraldur Blöndal
um grunni. Þetta var jafnframt ein af
ástæðum þess, aö menn vildu fá krata
inn í stjómina. En var reynslan af rík-
isstjórn Geirs svo slæm?
Þaö er staðreynd, aö henni tókst að
ná verðbólgu verulega niöur og var
hún komin niöur í 26% á árinu 1976. Þá
hófust hins vegar pólitísk verkföll og
var þeim aöallega stjórnaö af Birni
Jónssyni, sem fyrst og fremst vildi ná
sér niöri á Olafi Jóhannessyni.
Oraunhæfir kjarasamningar voru
gerðir, og þegar gripið var í taumana
hófst heiftarleg barátta ASI og BSRB
undir forystu Björns gegn ríkisstjórn-
inni, sem tókst, og ríkisstjómin beiö af-
hroð. Fyrst og fremst var það vegna
aðgerðanna í febrúar 1978. En hvaö
hefur sagan kennt?
Kjörorð andstæðinga þeirrar ríkis-
stjómar var: „Sanuiingana í gildi.”
Það slagorö er nú orðið aöhlátursefni
um allt land. Engin launamaöur trúir
framar foringjum Alþýöuflokks og Al-
þýöubandalags, þegar þeir tala um
samningana í gildi. Blekkingin tekst
ekki nema einu sinni.
Hitt er annaö mál, aö visst sam-
bandsleysi var milli foringja verka-
lýösráös Sjálfstæðisflokksins og sjálf-
stæöismanna í ríkisstjórn. Menn hafa
lært af þeim mistökum og þau munu
ekki endurtaka sig.
Á öðrum grunni.
Fyrir nokkru síöan lýsti Geir Hall-
grímsson ástandinu í þjóömálum og
A „... Enginn launamaður trúir framar
" foringjum Alþýðuflokks og Alþýðubanda-
lags, þegar þeir tala um samningana í gildi.
Blekkingin tekst ekki nema einu sinni.”
urffciiic
vicfifvVSfiNS
mm^m^m m wllffvlv
1 gær, 23. maí, mátti heyra í hádegis-
útvarpi athyglisveröa frétt, einkan-
lega athyglisverða þeim illa þokkaða
hópi landsmanna, sem lifir á þvi að
breyta hinni einnig illa þokkuðu sauö-
skepnu í hráefni ýmsum ágætum fyrir-
tækjum til úrvinnslu og sölu. Þessi
frétt var um kápusaum úr íslenzkum
sauöskinnum á vegum SlS. Kápumar
á aö sauma í Noregi til sölu á Sovét-
markað. Hinn norski verktaki fullyrti,
að islenzk sauöskinn væru beztu sauð-
skinn veraldar til efnis í slíkar kápur,
og ekki nóg meö að hann væri himinlif-
andi yfir að fá að sauma úr þessu dýrð-
arinnar efni, heldur sá hann Norö-
mönnum opnast þama leið inn á skinn-
klæöamarkaöinn í Sovét, sem Islend-
ingar höföu, aö mér skildist, lokaö
fyrir þeim fram til þessa. Sem sagt:
SIS bjargar ekki einungis íslenzkum
nauöþurftarmönnum illa séöum,
hjartagæzka þess kemur einnig
„frændum vorum” í Noregi til halds og
trausts. Gleði hins norska skinnasaum-
ara var slik, aö hann hugöi sér falið að
sauma fimm þúsund kápur, en í kvöld-
fréttum útvarpsins var þaö leiðrétt og
flutt niður í fimmtán hundruð. Og ekki
lýgurSlS.
En skyldi ekki framleiðendum sauð-
skinna á Islandi hafa brugðið dálítið
við þessa frétt? Eöa þá því láglauna-
fólki hérlendis, sem vænzt hefir vinnu
við saum á þessari dýrindis vöru? Og
þaö núna, þegar forráðamenn þjóöar-
innar keppast við, hver um annan
þveran, að hóta atvinnuleysi, ef lág-
kjallarinn
Jakobína Siguröardóttir
launamenn heröi ekki enn sultarólina,
taki kjaraskeröingum meö glööu geöi
og góöum þegnskap til bjargar sökkv-
andi þjóðarskútunni, og svo framveg-
is.
Nú er þaö engin nýlunda í okkar
þjóöarsögu, fremur en allri veraldar-
sögu, aö framleiðendur hráefna beri
minnst úr býtum þeirra sem nærri
þeim koma til nýtingar. En því þótti
mér sem bóndakonu svo athyglisverö
þessi sauðskinnafrétt, að ég veit
nokkur dæmi þess aö í haust leið tóku
sumir bændur gærumar af sláturfé
sínu heim frá sláturhúsunum, rökuðu
þær og seldu ullina, og var hún þó ekki
í neinu geipiverði. Hvaö þeir gerðu við
skinnin er mér ókunnugt um, en
áreiöanlega voru ekki saumaðar kápur
úr þeim. Svo lágt víu- þá veröiö í haust
á „beztu sauðskinnum veraldar”. Ekki
trúi ég þvi, aö SIS sé með öllu ókunnugt
um þetta leiöindatiltæki nokkurra
framleiöenda sauöskinna. En trúlega
„SlS bjargar ekki einungis íslenzkum
nauðþurftarmönnum illa séðum, hjarta-
gæzka þess kemur einnig „frændum vorum” í
Noregi til halds og trausts....”