Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1983, Blaðsíða 7
DV.FÖSTUDAGUR27. MAl 1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Verðkönnun á brauði og kökum utan höf uðborgarsvæðisins: TÆP FJÖGUR HEILHVEITI- HORN í BORGARNESI FYRIR EITT Á EGILSSTÖÐUM Verðmunur á stórum brauðumerí öllum tilvikum yfir 100% á ódýrustu og dýrustu brauðunum. Mismunur á ódýrasta og dýrasta snittubrauði er 253%. Helmingsmunur er á brauð- skurði, en lægsta verð fyrir hvert brauð er þrjár krónur, það hæsta sex krónur. Þetta kemur fram í þrettándu verðkönnun Verðlagsstofnunar ásamt fleiri athyglisverðum niðurstöðum. I tólftu verðkynningu Verðlagsstofn- unar var greint frá verðkönnun á brauðum og kökum í bakaríum á höf- uöborgarsvæðinu. I þessari könnun, sem fylgir í kjölfariö, er haldiö áfram aö kanna verð á sömu vörum. Nær könnunin til allflestra brauðgerðar- húsa utan höfuðborgarsvæðisins, 31 alls. Könnunin var gerð dagana 10.— 17.maísl. Sem fyrr er ekki lagt mat á gæði vör- unnar eða þjónustu framleiðenda. Vissir erfiöleikar eru við að bera saman verð á vörum í bakaríum. Oft eru svipuð brauð nefnd mismunandi nöfnum og þyngd á einingum er einnig mjög breytileg. Því var í þessari könn- un brugðið á það ráð að athuga þau brauðheiti sem algengust eru, eða önn- ur brauð svipuð ef hin fyrrnefndu feng- ust ekki. I athugasemdum má sjá heiti þeirra. Verð á brauðum og smábrauðum eins og það birtist í könnuninni hefur verið umreiknað í kilóverð. Verð á kök- um er einingaverð. I einstaka tilfellum selja brauðgerðarhús aðeins niður- sneidd brauð. Miðast verðið í könnun- inni þá við það þó almennt sé miðað viö brauðin óskorin. Undantekninga sem þessara er getið í athugasemdum. Við yfirlestur meðfylgjandi töflu má sjá að 289,5% mismunur er á verðiheil- hveitihoma. Kílóið af hornunum kost- ar 193 krónur þar sem þau eru dýrust, eöa jafnvirði eins kílós af nautahakki. Lægsta verð á heilhveitihomum er 49,55 kílóið. Þegar á heildina er litið er töluvert meiri munur aö meðaltali á hæsta og lægsta verði á brauðum heldur en kök- um. Ef öll brauðin, þar með talin smá- Um daginn var fjallað í löngu máli um útigrill hér á neytendasíðunni. Þá var meðal annars rætt um það að grill- kolin væru feikidýr og ástæða til að spara þau eftir mætti. Þegar búið er að grilla er gott aö kæfa eldinn meö þvi að ausa á kolin sandi eöa að kæla þau nið- ur með vatni. Maður nokkur hringdi vegna þessa og var með enn betra ráð. Hann sagð- ist ævinlega láta ríflega af álpappír í botn grillsins. Þegar búið væri að grilla bryti hann varlega upp á hom pappírsins, yfir kolin. Kafnaöi þá í brauð, heföu verið keypt þar sem þau reyndust ódýmst hefðu þau kostað 493,70 krónur. En dýrust 1.254,75 krón- ur, sem er 154,2% hærra verð. Sambærilegar tölur hvað varðar kökur eru hins vegar 218,15 krónur — ódýrastar. En 373,85 krónur þær dýr- ustu og munar þar 71,4%. Meðalverð á brauðum reyndist vera 0,8% hærra á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. ^ins vegar reyndist meðal- verö á kökum vera 8,4% hærra í brauð- gerðarhúsum utan höfuðborgarsvæðis- ins. -ÞG. þeim. Ef rok væri sagðist hann setja litinn stein til að halda pappírnum kyrrum. Þegar næst ætti að grilla sagðist hann síðan opna pappírinn og hella úr honum á grillristina. Þá færi askan í gegn en kolin yrðu eftir, ágæt- lega nýtanleg. Þessi maður er með grilliö í garðinum hjá sér og nýtist ask- an honum jafnframt sem áburður. En þeir sem búa í fjölbýlishúsi geta sett ruslapokann undir grindina áður en kolunum er hellt á hana. Grindin er síðan þvegin vandlega áður en hún er notuðaftur. -DS. Sparar kolin BÆTIEFNA AFGREIÐUM OG ÖKUM HEIM ÖLLUM PÖNTUNUM. SÍMI 71386. GUÐMUNDUR T. GÍSLASON skrúógaróyrkjumeistari .ðtote^ Köpav°9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.