Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1983, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 27. MAI1983.
13
Hver segir að ekki takist gott samstarf með forustu ASÍog hinni nýju ríkisstjóm?
varð sú lýsing tilefni þess, að dr.
Gunnar heimtaöi umsögn Seðlabanka
Islands um fullyrðingar Geirs. Sú um-
sögn hefur borist upp í ráðuneyti, en
forsætisráöherrann hefur ekki séð
ástæðu til að birta þetta svar. Og nú
virðist staðreyndin sú, að Geir lýsti
öllu of van — ástandið hefur aldrei ver-
iö verra í landsmálum frá því að lýð-
veldi var stofnað á Islandi.
Fer þá að hrynja undan dýrðarstöpl-
inum, ef sú stjórn, sem sérstaklega var
mynduð til þess að bjarga þjóðinni frá
smán, skuli hafa komið öllu í strand,
sóað öllu og svo kyrfilega mistekist í
landsstjórn, að neyöarástand blasir
viö. Það er skemmtileg tilhugsun aö
vita af þessum dómi sögunnar í bækur
framtíðarinnar!
Sú ríkisstjórn, sem nú tekur við,
byggir á nokkuö öðrum grunni heldur
en fráfarandi ríkisstjórn. Það, sem
fyrst og fremst sker sig þó úr, er, aö
hún er mynduö um málefni en ekki
nenn. Þaö er samiö um hlutina, áöur
:n gengiö er til samstarfs og þess
'egna er von til þess, aö vel takist.
En hvað með A-flokkana?
Þeir, sem óttast samstarf Fram-
sóknar og sjálfstæðismanna, halda að
þessir tveir flokkar hafi svo lítil áhrif
innan verkalýðshreyfingarinnar, að
útilokað sé fyrir þá aö ná tökum á efna-
hagsmálum. Þeir sem þetta segja trúa
því, að foringjar A-flokkanna muni
öðru sinni beita launþegasamtökunum
póhtískt. Eg hef enga trú á því, að slíkt
gerist.
I fyrsta lagi eru allt aðrir menn við
völd í Alþýðusambandinu en áður. Ás-
mundur Stefánsson er fyrst og fremst
faglegur foringi launþega, sem gerir
sér grein fyrir því, að launþegasam-
tökin verða að vinna með stjórnvöld-
um en ekki öfugt. Ásmundur er þing-
ræðissinni, en í því felst, að hann viöur-
kennir rétt Alþingis til þess að leggja
línurnar, þótt hann hins vegar vilji
hafa með hönd í bagga. Og hver segir,
að ekki takist gott samstarf með hon-
um og hinum nýju ráðherrum? A.m.k.
er fullur trúnaður með honum og Geir
Hallgrímssyni.
Þá þarf ekki að taka fram, að Björn
Þórhallsson, varaforseti ASI, og einn
áhrifamesti leiðtogi launafólks bæði
'í röðum sjálfstæðismanna og
meðal andstæöinga flokksins, mun
aldrei taka þátt í því, að stéttarfélög-
um sé beitt á pólitískan hátt gegn ríkis-
stjórn, hver sem hún er. Ég hef því
enga trú á því, að ASI verði aftur
teymt til siðlausra pólitískra verkfalla.
Þvert á móti tel ég, aö með hinni nýju
ríkisstjórn og forystu ASI geti tekist
gott samstarf byggt á trausti eins og
var á viðreisnarárunum.
Og þegar áhrifum A-flokkanna í
verkalýðshreyfingunni sleppir, þá er
tæpast aö búast við harðri stjórnar-
andstöðu. Flokksbrotin tvö eru ekki til
stórræðanna og Alþýðubandalagið
veröur næstu mánuði önnum kafið við
að svara til saka fyrir viðskilnaöinn.
Hann var hryllilegur. En framsóknar-
menn mega þó eiga það, að þeir eru til-
búnir að þrífa eftir sig.
Haraldur Blöndal.
er vandalitið að hagræða tölustöfum á
þann veg, að ljóst verði að um mis-
skilning litt reikningsfærra einstakl-
inga úr bændastétt hafi verið að ræða í
þessum tilfellum. Samt sem áður mun
sú staðreynd verða hrakin, hversu
nærfærnislega sem tölvur eru mataðar
til hagstæðrar útkomu fyrir kaupendur
hráefna, að það voru og eru enn þeir
sem framleiða hráefnin og vinna lægst
launuöu störfin við úrvinnslu hráefna,
sem snúa Gróttakvöm auðkýfing-
anna, hvort heldur um er að ræða auð-
hrínga eða einstaklinga. Það gætu allir
vitað, ef þeir vildu ogþyrðu aðhorfast í
augu við þá staðreynd, jafnvel þó þessi
blessaður Fenju- og Menjulýður trúi
því ekki, að mögulegt sé að breyta
þessu án þess að þjóöarskútan sökkvi.
En hvað er þaö nú aftur, sem alltaf er
verið að fræða okkur fávísa um í sam-
bandi við styrjaldimar um markaöi
fyrir íslenzkar vömr? Er þar ekki hver
sjálfum sér næstur, með tilliti til
þjóðarhagsmuna aðsjálfsögðu? _
Frumkvöðiar róta sór
I leiðréttingu í kvöldfréttum út-
varpsins um þennan sauðskinnakápu-
saum i Noregi var þess ekki getið, aö
rangt hefði verið farið með það, að
þessi saumaskapur opnaði Norðmönn-
um leið inn á samskonar markað i
Sovét og Islendjigar sætu nú að. Er
þessi markaðastyrjöld þá ef til vill eitt-
hvað, sem ekki er til nema á pappírum
og í upplýsingum til fáráðra neytenda
og vinnuþræla? Þegnskaparlýðsins,
sem kannski sif rar eitthvað í barm sér,
en herðir samt sultarólina þjóðarskút-
unni til uppihalds? Undanfarið hefir
nokkuð veríð rætt um þann skort á
þegnskap, sem fram hafi komið i af-
stöðu nokkurra Mývetninga gegn
ásókn SIS um land í Mývatnssveit und-
ir sumarbústaðahverfi til handa
starfsfólki þessa fyrirtækis. Einn
pennaglaöur SlS vinur var hræddur um
að frumkvöðlar samvinnuhreyfingar-
innar kynnu að rótast í gröfum sínum
vegna þessarar úrkynjunar afkom-
enda þeirra í Mývatnssveit. Nú hef ég
persónulega enga trú á því, að dauðir
íslenzk sauðskinn beztu sauðskinn veraidar?
menn róti sér mikið af sjálfsdáðum,
hvort sem þeir hafa verið hugsjóna-
menn eða ekki i lifanda lifi. En sé þaö
tilfellið, að sUkt geti átt sér staö, þá er
ég hrædd um að þessir frumkvöðlar
samvinnuhreyfingarinnar hafi æði oft
rótað sér síðan gengiö var frá þeim í
moldu. Og sem þjóðlegir bissnissmenn
hljóta þeir að hafa velt sér allt að hálf-
um hring um hádegið í gær, þegar þeir
heyrðu þessa frétt um elskusemi arf-
taka þeirra í samningunum við norsku
frændur okkar viðvík jandi Sovétmark-
aðnum fyrir sauðskinnakápur. Því
varla róta sér dauðir menn, nema þeir
viti hvað er að gerast ofan moldar og
svarðar, heyri, hugsi, skilji. En þeir
rísa ekki upp, þó þeir bylti sér kannski.
Sem betur fer, ef til vill. Því þrátt fyrir
allt sem þeir lögðu á sig forðum fyrir
hugsjónir sínar, er ég ekki viss um að
þeir legðust á sveifina með þeim lýð,
sem snýr kvöminni. Og ef þeir gerðu
það ekki eru þeir bezt komnir rótlausir
þar sem þeir eru, með allri virðingu
fyrir sögu þeirra og ævistarfi.
En aö þeir semdu af sér um markaöi
á rammíslenzku hráefni, því trúi ég
varla. Ekki að óreyndu.
24. mail983
Jakobina Sigurðardóttir
rithöfundur, Garði.