Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1983, Blaðsíða 32
SENDIBÍLASTÖÐ
KÓPAVOGS
SKEMMUVEGI50 '
Símsvari á kvöldin
og um helgar
AUGLÝSINGAR
JL SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
qm £ RITSTJÓRN
000 I 1 SÍÐUMÚLA12—14
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983.
„Las sæmi-
legafyrirpróf”
— segir Gylfi Zoéga
sem fékk meteinkunn,
9.68, á stúdentsprófi
ÍM.R.
Gylfi Zoega, nýstúdent úr M.R., Dux,
Scholae, fékk hæstu einkunn á stúdents-
prófi sem gefin hefur veriö síðan tuga-
kerfi var tekiö upp við þann skóla. Ný-
stúdentar voru útskrifaðir í gær frá
skólanum og fékk Gylfi meðaleinkunn
9.68. Sló hann þar með met Olafs
Jóhanns Olafssonar frá því í fyrra um
0.01.
Gylfi sagði í samtali við blaöamann
DV að hann hefði ekki sérstaklega
stefnt að því aö verða dúx en eins og
allir aðrir hefði hann stefnt að því að
þurfa ekki að segja eftir próf: „ég
hefði getað gert betur.” Gylfi var
spurður að því hverju hann þakkaði
þennan frábæra námsárangur. Hann
sagðist ekki getað svarað því en bætti
við eftir umhugsun: ,,Ég las sæmilega
fyrirpróf.”
Næsta vetur hyggst Gylfi Zoega
setjast á skólabekk í Háskóla Islands
og nema þar þýsku. ás
Geymdi
amfetamín
í verjum
íiðrumsér
Maður á fertugsaldri var um
hádegisbilið í fyrradag úrskurðaður í
21 dags gæsluvarðhald eftir að hafa
verið tekinn með „verulegt magn” af
amfetamíni á Keflavíkurflugvelli í
fýrradag.
Hann var þá að koma frá Kaup-
mannahöfn og við tollskoðun fannst
amfetamínið á honum. Síðar kom í ljós
að hann var með meira af efninu í verj-
um sem hann geymdi í iðrum sér.
Fíkniefnadeild lögreglunnar er nú
með málið til frekari rannsóknar.-JGH
Knútur skipaður
ráðuneytisstjóri
Knútur Hallsson skrifstofustjóri
hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í
menntamálaráðuneytinu frá 1. ágúst
næstkomandi. Starfinu gegndi áður
Birgir Thorlacius en umsækjendur um
þaö voru ellef u talsins.
Þá hefur Ámi Gunnarsson deildar-
stjóri verið skipaður skrifstofustjóri
menntamálaráðuneytisins frá sama
tíma. -JSS
Samningana í gitdil
Verkalýðsforystan er nú 6
upprifjunarnámskeiði í
róttœkni og slagorðafram-
leiðslu. „Rotum ríkis-,
geira".
Atvinnuleysið:
Skólafólk á
rétt á bótum
— uppfylli það tiltekin skilyrði
Þeir sem hafa unnið 425 dag- .í’yrsta er að fólk uppfylh þessi um fólki helstu upplýsingar sé eftir
vinnutíma síðustu 12 mánuði, eru í skilyrði,” sagði Eyjólfur Jónsson, því leitað. Það er hlutverk stéttarfé-
stéttarfélagi og hafa náö 16 ára aldri, forstöðumaður atvinnuleysistrygg- íaganna að meta stöðu félagsmanna
eiga rétt á atvinnuleysisbótum fái ingasjóðs, „annað aö það hafi skráð sinna og eðlilegast aö snúa sér til
þeir ekki vinnu. Lágmarksbætur eru sig hjá vinnumiðlun og sé með vott- þeirra. Þau ein hafa endanleg svör.”
um 2.400 krónur á mánuði en mestu orð um það og þriðja að þaðsnúi sér Þetta sagði Gunnar Helgason, for-
bætur um 9.650 krónur fyrir bam- til stéttarfélags síns, sem metur stöðumaöur Ráðningarstofunnar.
lausaneinstakling. stöðu viðkomandi og sér um alia út- Loks var bent á það, á skrifstofu
Skólafólk vinnur margt þrjá til reikningaogútborgunbótanna.” eins stéttarfélagsins, að fólk sem vill
fjóra mánuði á sumrin og síöan um DV hefur verið bent á að Ráön- leita eftir atvinnuleysisbótum flýtir
jól og áramót. Þannig nær það um ingarstofa borgarinnar hafi í til- fyrir því að fá svör um stöðu sína
700 dagvinnutimum á ári. Sá sem teknu tilviki tregðast viöaðgefaupp- komiþaðmeðvottorðvinnumiðlunar
hefur þann tímafjölda að baki síð- lýsingarumréttarstöðuskólanema. og vottorð vinnuveitenda, sem sanni
ustu 12 mánuði fær um 4.000 krónur í „Það er erfitt fyrir okkur að eiga dagvinnutíma þess síöustu 12
bætur á mánuði nú, fái hann ekki frumkvæði í því efni, hér eru stans- mánuðl
vinnu. lausar biöraðir alla daga en við gef- HERB
.
Geysiharður árekstur varð á milli Dalhatsu og Cortlnu á gatuamótum Klapparstígs og Laugavegs nm klukkan
hálfátta í morgun. Við áreksturinn hentist Cortinan á kyrrstæðan bO við Klapparstíginn. ökumaður Daihatsuins
var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Áreksturinn varð með þeim hætti að Daihatsuinn ók niður Laugaveginn en
Cortinan var að koma upp Klapparstíginn.
-JGH/DV-mynd: S.
Besta geimskutlumyndin
Góður
bunki kominn
Þegar hefur safnast saman á rit-
stjóm DV góður bunki mynda af flugi.
geimskutlunnar í síöustu viku. Eins og
fram hefur komiö efnir DV til sam-
keppni um bestu myndina af flugi
geimskutlunnar. Þrenn verðlaun
verða veitt, að fjárhæð þrjú, tvö og eitt-
þúsund krónur. Skilafrestur er til 1.
júní en rétt er að minna á að einungis
áhugamenn í ljósmyndun hafa rétt til
þátttöku. Myndir skal senda á ritstjórn
DV Síðumúla 12—14, merkt ljósmynda-
keppni. -óm
Ásmundur Stefánsson
forseti
Alþýðusambandsins:
Hrikalegar
kjara-
skerðingar
„Það er ljóst að þessar aðgerðir fela
í sér hrikalegar kjaraskerðingar sem
eru langt umfram skerðingu þjóðar-
tekna,” sagði Ásmundur Stefánsson
forseti Alþýðusambands Islands í
morgun um aðgerðir ríkisstjórnar-
innar. „Og það er kannski ekki síður
mikilvægt og alvarlegt að samnings-
rétturinn er greinilega afnuminn í
ákveðinn tíma og síðan sniðinn
þröngur stakkur i áframhaldinu.”
Ásmundur vitnaði í samhljóða sam-
þykkt miðstjómar Alþýöusambands
Islands á fundi í gær. Þar segir meðal
annars að aðgerðir rikisstjómarinnar
sýnist að meginefni snúast um afnám
samningsréttar um kaup og kjör og
kaupmáttarskerðingu, tvöfalt til
þrefalt meiri en nemur samdrætti
þjóöartekna síðastliðin tvö ár. Virðist
stefiit að því að um næstu áramót verði
kaupmáttur um fjórðungi lakari en á
síðasta ári. Ekki verði heldur séð að
mótuð hafi verið samræmd atvinnu-
stefna þannig að enn á ný sé kjara-
skerðing eina svarið til þjóðarinnar.
Mótmæhr verkalýöshreyfingin
þessum aögerðum harðlega og sam-
þykkir miðstjórnin að boða til for-
mannaráðstefnu 6. júní næstkomandi
um lániö.
Ekki vildi Ásmundur vera með neina
spádóma um hvort og þá til hvers
konar aðgerða yrði gripið af hálfu
verkalýðshreyfingarinnar. Þetta yrði
allt rætt á formannaráðstefnunni. JBH.
„Rothögg fyrir launafólk”
— segir Kristján Thorlacíus, formaður BSRB um komandi ef nahagsaðgerðir
,JÉg vil minna á samhljóða og ein-
róma ályktun stjóma BSRB og ASl
þar sem varað var við rothöggi 1.
júní til að leysa efnahagsmálin. Það
högg hefur nú verið látið ríða,” sagði
Kristján Thorlacíus, formaöur
BSRB, i samtali viö DV í gær um
fyrirhugaðar aögerðír ríkisstjórnar-
ínnar.
„Hér er um að ræða mjög alvar-
lega kjaraskerðingu hjá launafólki í
landinu. Við lítum mjög alvarlega á
að vísitölubætur skull vera afnumd-
ar í tvö ár. Eg bendi á að á sama
tíma verður lánskjaravísitala
óskert. Launafólk er svipt 14% samn-
ingsbundinni verðlagsuppbót 1. júní,
það er boðuð 18% gengislækkun og
auövitað verða þar tilheyrandi verð-
lagshækkanir. Meðal annars muau
verða hækkanir á opinberri þjónustu
og sveitarfélögunum er gefið sjálfs-
forræði um verðlagningu á þeirri
þjónustu sem þau láta í té. A móti
þessu koma aðeins 4% hækkanir 1.
október.
Bann viö gerö kjarasamninga
fram í febrúar 1984 litum við alvar-
legum augum. A sama tíma og kjör
launafólksins eru skert þá er boðuð
frjáls verðmyndun. Það gefur auga
leið að minnkaður kaupmáttur leiðir
til almenns samdráttar og skapar
því aukna hættu á atvinnuleysi”.
Hvemig munu þín samtök bregð-
ast viö þessum aðgerðum?
, JÉg vil nú ekki segja neitt um það
en sú stórfellda kjaraskerðing sem
verður, ofan á rýrnandi kaupmátt
sem þegar er orðinn, hlýtur aö koma
launafólki í nauðvöm.Aðþvíervarð-
ar okkar samtök þá bendi ég aftur á
ályktun BSRB og ASI þar sem segir
að þjóðin verði að vinna sig út úr
vandanum en ekki hörfa ávitsam-
dráttar, langvinnra kjaraskerðinga
og atvinnuleysis. Við höfum boðaö til
sameiginlegs fundar stjómar og
samninganefndar BSRB eftir viku af
júní til að ræða stööuna,” sagði
Kristján.
-PÁ