Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1983, Blaðsíða 8
DV. FÖSTUDAGUR 27. MAl 1983.
Utlönd
Útlönd
Utlönd
Útlönd
Tyrkland:
Her ræðst gegn Kúrdum
Tvær tyrkneskar hersveitir, sem
telja yfir 2000 manns, réöust í nótt
meir en 30 kílómetra inn í Irak. Talið
er aö hér hafi verið um aðgeröir gegn
kúrdískum þjóðernissinnum aö
ræða. Kúrdískir skæruliöar hafa haft
sig nokkuð í frammi á þessu svæði
lengi.
Samkvæmt sumum heimildum
mun írönskum stjómvöldum hafa
verið kunnugt um fyrirætlanir
tyrkneska hersins en þaö hefur þó
ekki veriö staðfest. Opinberir tals-
menn sögðu þó að sveitir lækna og
hjúkrunarliðs hefðu verið sendar til
svæðisins og er talið að komiö hafi til
nokkurra átaka.
Landamæri Tyrklands og Irak
liggja um svæöi sem að mestu er
byggt Kúrdum og kunnugir menn á
svæðinu segja að smyglarar og
skæruliöar fari þar gjaraa um. Þann
10. maí sl. voru þrír tyrkneskir her-
menn drepnir og þrír særðir þegar
skotið var á þá yfir landamærin og er
talið að kúrdískir skæruliðar hafi
veriðþaraðverki.
Egyptaland:
Fórnarlamba
enn leitað
I dag halda herþyrlur, mótorbátar
og kafarar áfram leit aö likum þeirra
sem fórust þegar ferja á Nílarfljóti ■
brann og sökk i fyrrinótt. Talið er aö
317 manns hafi farist. Til þessa hafa
194 lik fundist og flest verið grafin í
f jöldagröf á árbakkanum.
Slysið varð þegar gaskútur í eldhúsi
ferjunnar sprakk. Allri áhöfninni, 42
talsins, var flogið til Kairó og er hún
þar i haldi meðan lögreglan leitar
skýringa á slysinu. Flestir farþeganna
voru Súdanir á leið frá Aswan til Wadi
Halfa. Þar sem slysið varð að nóttu tii
voru flestir þeir sem komust lífs af fá-
klæddir og tókst þeim ekki að bjarga
neinu af eigum sínum með sér í land.
Átta farast
flestarslysi
Átta manns létust og tuttugu meidd-
ust þegar hraölestin frá Vín til Ostend
fór út af sporinu nærri Köin í nótt.
Björgunarstörfum lauk snemma í
morgun en síðast þegar f réttist var enn
ekki vitað hverjir aliir hinna látnu
voru.
Það voru þrír fremstu vagnarnir
ásamt vélarvagninum sem fóru af
sporinu eftir að lestin rakst á skriðu
sem runnið hafði yfir teinana. Lestar-
stjórinn var meðal þeirra sem létust.
Skriðan stafaði af miklum rigningum,,
sagði talsmaður járnbrautafyrirtækis-
ins.
Filipus prins ræddi Faikiandseyja-
deiiuna við sænska atvinnuteys-
íngja.
Prinsinnogat-
vinnuleysingjarnir
Það hellirigndi á öðrum degi heim-
sóknar Elísabetar Bretadrottningar og
Filipusar prins í Svíþjóð í gær en það
kom ekki í veg fyrir að þúsundir
manna fylgdust með er drottningin
skoðaði gamla miðbæinn í Stokkhólmi
og var henni fagnað ákaft.
Filipus prins fékk hins vegar aðrar
og lakari móttökur er hann skoðaði
starfsfræðslumiðstöð fyrir atvinnu-
lausa í Stokkhólmi. Hópur nema þar
hrópaði ..Argentína, Argentína” og
„Malvínas-eyjarnar tilheyra Argen-
tínu”. Filipus prins lét sér hvergi
bregða en gekk til þeirra sem hrópuðu
og ræddi við þá nokkra stund. „Við
vildum bara láta þig vita að framkoma
ykkar í Falklandseyjadeilunni var
röng,” sagði einn úr hópnum, innflytj-
andi frá Chile. Prinsinn gerði ekki til-
raun til þess að sannfæra þá um hið
gagnstæöa, heldur yppti öxlum og
gekk á brott. GAJ — Lundi.
Umsjón:
Ólafur B. Guðnason
Aiiar tilraunir til að bjarga mjaidinum Valborgu úr Limafirði i Danmörku
hafa reynst árangurslausar hingað til. Mjaldurinn unir sér vel í firðinum þar
sem nóg er að bita og brenna. Sérfræðingar hafa hins vegar miklar áhyggj-
ur afþviað hitastig sjávar fer nú hækkandi við Danmörku og geti það orðið
hvalnum að aldurtila. Hin eðlilegu heimkynni mjaldursins eru í Norður-
íshafinu.
Japan:
HUNDRAÐ MENN TALDIR AF
Ottast er að meira en hundrað
manns hafi látist í flóðbylgjunum sem
gengu y fir norðurstrendur J apans eftir
harðasta jarðskjálfta sem þar hefur
komið lengi. Þegar björgunarmenn
hófu leit að nýju í dögun í morgun var
vitaö um 37 sem höfðu drukknaö, 65
voru týndir og taldir af og að minnsta
kosti 77 slasaðir.
Jarðskjálftinn sem mældist 7,7 stig
á Richters-kvaröa varð á eyjunum
Honshu og Hokkaido. Nærri 800 hús
eyðilögðust eða skemmdust, hundruð
Kosningar í Bretlandi:
IRA vekur ugg
lögreglunnar
Bresk lögregluyfirvöld óttast nú aö
írski lýðveldisherinn reyni aö myrða
einhverja frambjóðendur í kosningun-
um sem fara fram í júní. Scotland
Yard tilkynnti að lífvörður Margrétar
Thatcher forsætisráðherra hefði verið
efldur sem og lífvörður þeirra Roy
Jenkins, formanns jafnaðarmanna,
Michael Foot, formanns Verkamanna-
flokksins, og David Steel, formanns
frjálslyndra. Talsmaður lögreglunnar
sagði að á lofti væru teikn þess að
„provisional” armur írski lýðveldis-
hersins hygðist grípa til einhverra að-
gerða í Bretlandi.
Hinn ólöglegi lýðveldisher hefur
þegar ráöist á nokkra frambjóðendur á
Norður-Irlandi. Talsmenn Scotland
Yard nefndu sérlega tvo menn sem
lögreglan vildi finna og hafa tal af
varðandi þettamál.
Svíþjóð:
Ríkisstjórnin gagnrýnir þingmann
Sænska ríkisstjórnin fordæmdi í gær
harðlega Carl Bildt, varnarmálasér-
frasðing Ihaldsflokksins, vegna fundar
hans með bandariskum ráðamönnum
nýverið.
Bildt er fulitrúi Ihaldsflokksins í
„kafbátanefndinni” svokölluðu og
hann hélt til Washington nýverið eftir
að síðasta kafbátamál í Svíþjóð kom
upp. Hann átti þar m.a. viðræður við
starfsmenn í Pentagon og barkafbáta-
máliöþará góma.
, ^Bildt þingmaður hefur ekki sýnt þá
ábyrgðartilfinningu gagnvart landi
sínu sem búist er við af fulltrúa í kaf-
bátane&idinni,” segir m.a. í hinni
óvenjulegu yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar. Þaö mun nær einsdæmi í sögu
sænska þingsins að ríkisstjórn for-
dæmi gerðir einstakra þingmanna.
Bildt visar öllum ásökunum ríkis-
stjómarinnar á bug og segist ekki hafa
rætt neitt það í Washington sem ekki
hafi þegar verið gert opinbert í skýrslu
kafbátanefndarinnar. Hann segir hér
um hefnd Olofs Palme að ræða vegna
gagnrýni sem hann sætti af hálfu
Ihaldsflokksins nýverið er upplýst
var að tillaga Palmes um kjamorku-
vopnalaust belti í Mið-Evrópu var nær
orörétt unnin upp úr bréfi v-þýska
sósíal-demókratans Egons Bahr til
Palmes. GAJ/I.undi
húsa fóru undir vatn og um 700 smá-
bátar sukku eða skemmdust.
Meðal þeirra sem urðu fyrir flóð-
bylgjunni voru 47 skólaböra ásamt
tveim kennurum, sem sópuöust út á
sjó. 34 var bjargað þegar í stað en síð-
an hafa sex lík fundist og eru þau sjö
böm sem enn eru ófundin talin af.
Þetta er stærsti jaröskjálfti sem
mælst hefur í Japan í fimm ár. Upptök
hans voru um 200 kílómetra úti á hafi,
undan borginni Akita. Auk dauðsfall-
anna hefur jarðskjálftinn valdiö ýms-
um skemmdum á mannvirkjum.
Kona fer í næstu
geimskutluferð
Challenger á að lenda aftur 22. júni
og mun hún þá fyrst geimferja lenda
á sama stað og henni var skotið frá í
Flórída. Allar fyrri ferjur hafa lent á
Edwards flugstöðinni í Kaliforníu.
Sjöunda geimferjuferðin, og sú
önnur með geimferjunni Challenger,
er áætluð frá Kennedy Space Center í
Flórída 18. júní næstkomandi.
Fimm manna áhöfn verður á ferj-
unni og þar á meðal fyrsta banda-
ríska konan sem fer í geimferð, Sally
K. Ride.
Eitt af verkefnum ferjunnar í
þessari ferð verður að lyfta þýsk-
byggðum gervihnetti út úr geymslu-
rými ferjunnar, og setja hann á
braut umhverfis jörðu. Ferjan á
síðan að flytja sig í um 300 metra
fjarlægð frá gervihnettinum og
þaðan á að fanga gervihnöttinn með
hinum löngu sjálfvirku örmum ferj-
unnar og koma honum fyrir í
geymslurými hennar á ný.
Sally K. Ride hefur fengið þjálfun I
að fjarstýra gervihnettinum, sem á
að kvikmynda ferjuna á meðan á
aðgerðinni stendur og einnig getur
hún stjómað hinum sjálfvirka armi
ferjunnar.
Sally K. Ride, fyrsta bandariska kouan
sem fer í geimferð, sést hér önnur frá
hægri í hópi flmm stallsystra sinna
fyrlr framan líkan af geimferju eins og
þeirrl sem Sally fer með út í geiminn í
næsta mánuði.