Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1983, Page 10
10
DV. FÖSTUDAGUR27. MAl 1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Um 500 börn urðu fyrir eitrun af
vöidum sprengingarinnar i
Seveso 1976. Þau fengu ýmiss
konar húðsjúkdóma og mörg
urðu að gangast undir upp-
skurði. Grunsemdir um fósturlát
af vöidum eitrunarinnar voru
aldrei staðfestar af dómstólum,
nó heldur vansköpun barna sem
fæddust rétt eftir slysið.
<—----------------m
og í nóvember koma svo tunnurnar
41 til Anuilcourt.
Leitin hefst
I franska umhverfismálaráðuneyt-
inu fá menn fréttir af því að eitrið sé
komið til Frakklands og 22. október
berst skeyti frá Hoffman La Roche
þess efnis að eitrið sé í öruggum
höndum og engin hætta stafi af því.
Þegar þetta skeyti er sent er ljóst
að fyrirtækið hefur ekki minnstu
hugmynd um hvar eitrið er niður-
komið.
Að svo komnu máli ákveöur
franska umhverfisráöuneytið að að-
hafast ekkert í málinu.
En það eru ekki allir sem eru jafn
auðtrúa og frönsku yfirvöldin. Al-
þjóða umhverfisverndarsamtökin
Greenpeace og franska tímaritið
Science et Vie hefja umfangsmikla
leit um alla Evrópu að eitrinu. Sér-
staklega beinist leitin aö Þýskalandi
en einnig aö öörumEvrópulöndum.
Loksins í mars síöastliönum
komast leitarhóparnir á sporið er
þeir komast yfir skjöl sem staðfesta
að eitriö hafi verið flutt til Frakk-
lands 10. september 1982. Þaðan
tekst aö rek ja slóðina til Saint Quent-
in þar sem hún hverfur.
Science et Vie birtir greinar um
leitina og í framhaldi af þeim er
Paringaux tekinn til yfirheyislu en
hann neitar að láta uppi hvar eitriö
sé niðurkomið. Hann er fangelsaöur
30. mars og eftir að hafa setið í fang-
elsinu í einn og hálfan mánuö gefst
hann upp og leysir frá skjóðunni.
Hvers er ábyrgðin?
Spurningin er nú hver ber ábyrgð á
þessu hneykslismáli. Lyfjafyrirtæk-
ið Hoffman La Roche vísar öllum
ásökunum í sinn garð á bug og segist
vera fómarlamb rangra upplýsinga
frá öðrum aðilum málsins.
Þessir aðilar séu fyrirtækið
Mannesman Italia, sem hafi lofað að
f jarlægja eitrið á fullkomlega lögleg-
an og ábyrgan máta, þaö er að segja
til einhvers fyrirtækis sem tekur að
sér að eyða eða geyma hættulegan
eiturúrgang.
Þess vegna hafi það verið í góðri
trú gert að senda frönskum um-
hverfisyfirvöldum skeyti um að
eiturefnin væru úrsögunni.
Sú staðreynd að eitrið hafi þá
raunverulega verið niðurkomið, að
mestu óvarið, í skúraskriflum í
frönsku smáþorpi verði að skrifast á
reikning Mannesman Italia, það
fyrirtæki hafi verið samningsbundið
um að ganga endanlega f rá eitrinu.
Italska ríkisstjómin hefur einnig
sitthvað um málið að segja og bendir
á að samningurinn milli Hoffman La
Roche hafi verið samþykktur af
ítölsku rikisstjóminni á sínum tíma
og fulltrúi hennar hafi fylgst með
flutningi eitursins yfir til Frakk-
lands.
I samningnum hafi verið ákvæði
þess efnis að lokaáfangastaður eitur-
tunnanna skuli vera leynilegur og
þess vegna sé ekki við Hoffman La
Roche að sakast þegar það fyrirtæki
kvaðst ekki vita hvar eitrið var
niöurkomið. Ábyrgðin hvíli því öll
hjá Mannesman Italia.
Þessa röksemdafærslu neitar
franska umhverfismálaráðuneytiö
að samþykkja. Franska ríkisstjórnin
heldur því fram að eigendur verk-
smiöjunnar í Seveso, Hoffman La
Roche séu og verði ábyrgir fyrir
þeim eitmðu úrgangsefnum sem
komi af framleiöslu verksmiðj-
unnar, þangað til tryggt sé að þeim
hafi verið eytt eða komið til varan-
legrar geymslu á ömggum stað.
Þetta hafa forráðamenn Hoffman
La Roche fallist á eins og fyrr sagði
og ætla að sjá til þess að eitrinu verði
eytt eða komið fyrir í öruggri
geymslu.
Eitrið f rá Seveso fannst
óvarið í f rönsku smáþorpi
Tunnurnar sem innihalda eitrið
dioxin frá eiturefnaverksmiðjunni í
Seveso á Italíu og hafa verið týndar
að undanförnu, fundust nýlega í smá-
þorpi í Norður-Frakklandi. Tunnum-
ar, sem em 41 að tölu, f undust svo aö
segja óvarðar í opnum skúmm sem1
eitt sinn tilheyröu k jötverslun í þorp-
inu Anguilcourt-le-Sart. Sá sem benti
yfirvöldum á tunnurnar var Bemard
Parinqaux forstjóri sorpeyðingar-
stöðvar i bænum Saint Quentin, en sá
bær er í aðeins 30 kílómetra fjarlægð
frá þorpinu þar sem eiturtunnumar
fundust. Sorpeyðingarstöðin tók í
fyrra á móti tunnunum frá Seveso en
fram aö þessu hefur forstjóri hennar
neitað að gefa upplýsingar um hvað
varð af tunnunum.
Strax eftir að tunnurnar fundust
vom þær fluttar í örugga geymslu
hjá franska hemum og verða þær í
vörslu hans þangaö til ákveðið
verður hvað gert skuli við þær.
Hið svissneska alþjóða lyfjafyrir-
tæki, Hofmann La Roche, sem átti
verksmiðjuna í Seveso hefur lofað
frönskum yfirvöldum að það muni
sjá til þess að eitrinu verði eytt eða
því komið fyrir á þann hátt sem
f rönsk y firvöld geti sætt sig við.
Bærinn enn í eyði
Þaö var árið 1976 að sprenging
varð í eiturefnaverksmiðjunni í bæn-
um Seveso á Norður-Italíu. Eiturský
breiddist yflr bæinn og varð fjöldi
manns fyrir varanlegri eitrun. Bær-
inn hefur verið í eyði síðan, afgirtur,
og er ÖU umf erð óheimil um nágrenni
hans ennþá vegna eitmnar.
Eigendur verksmiðjunnar lofuðu
að sjá til þess aö eitri því sem af-
gangs varð eftir sprenginguna yrði
komiðúf úrltaLíu.
Verkefnið var fengið í hendur
ítölsku dótturfyrirtæki þýska fyrir-
tækisins Mannesmann. Italirnir
settu sig í samband við sorp-
eyðingarfyrirtækið í Saint Quentin í
Frakklandi, en forstjóri þess hafði
mikinn áhuga á að gera samninga
við svo stórt og fjársterkt fyrirtæki.
Hann veit þó að hans fyrirtæki getur
Svona var ástandið i Seveso á ítalíu árið 1976. Bæjarbúar yfirgáfu bæinn i löngum röðum. Enginn hef-
ur getað snúið aftur enn þvi allur jarðvegur í grennd við bæinn er eitraður.
hvorki eytt úrganginum né komið
honum fyrir í geymslu til frambúðar.
Hann fer því á stúfana og leitar að
fyrirtæki sem tekið gæti við eiturúr-
ganginum af honum. Það fyrirtæki
finnur hann í Þýskalandi, en engir
skriflegir samningar em gerðir,
heldur fær hann hálfgildings munn-
legt loforð um að tekið verði við
eitrinu.
Eitrið f lutt
til Frakklands
Næst gerist það í ágúst í fyrra aö
ítalska ríkisstjórnin krefst þess að
eitrið sé flutt úr landi tafarlaust. Hún
fær samþykki fyrir þessu hjá Hoff-
man La Roche og Mannesman, sem
enn á ný hafa samband við Paring-
aux í Saint Quentin. Hann vill ólmur
græða á þessu og án þess að bíða eft-
ir því að skriflegur samningur sé
undirritaður við þýska fyrirtækið,
sem ætlaði að taka við eitrinu af hon-
um, lofar hann að flytja eitrið frá
Italíu.
Þjóðverjamir fá nú bakþanka og
neita að taka við eitrinu af Paring-
aux. Hann er engu að síður
samningsbundinn um að flytja eitrið
til Frakklands og flutningurinn á sér
stað 10. september í fyrra. Tunnurn-
ar, 41 talsins, eru settar á flutninga-
bíl og hann ekur yfir landamærin
milli Italiu og Frakklands í
Vintimiglia á Miðjarðarhafsströnd
inni.
Paringaux telur frönskum yfir-
völdum trú um að eiturtunnurnar
muni einungis verða geymdar i viku-
tíma í Saint Quentin en verði síðan
fluttar til ábyrgra aðila sem taki að
sér endanlega afgreiðslu þeirra.
I rauninni veit Paringaux ekki sitt
rjúkandi ráð og eftir fimm vikur
grípur hann til þess ráðs að fá þær
geymdar í skúrunum í Anguilcourt.
Skúramir eru í eigu André Droy
fyrrum slátrara og honum er sagt að
í tunnunum sé tjara. Þaö er kunningi
Droy sem hefur milligöngu um málið