Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 3. JUNÍ1983. Geimskutlan kemur aftur — lendir f Keflavík á þriðjudag Bandaríska geimskutlan Enfer- prise hefur viökomu á Islandi á þriöjudaginn kemur. Áætlað er aö Boeing-buröarþotan lendi meö hana á Keflavíkurflugvelli klukkan 14. Boeing-burðarþotan lenti með geim- ferjuna Enterprise á Keflavíkurflug- vellí 19. mai siOastíiOinn. Skutiusam- stæOan kemur aftur á þriOjudag. DV-mynd: GVA. Ekki er gert ráö fyrir aö flogið veröi yfir Reykjavík eins og gert var 19. maí síöastliðinn. Þá sáu tugþús- undir manna risaferlíkiö fljúga lágt yfir höfuðborgarsvæöiö. Almenningi gefst kostur á aö sjá geimskutluna á Keflavíkurflugvelli. Þó verður ekki leyft aö koma nær henni en 50 metra. Skutlan veröur hér eina nótt áður en för verður haldið áfram vestur um haf á miövikudag. Enterprise er aöalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningunni í Paris, sem nú stendur yfir. I Evrópu- förinni kemur hún einnig viö í Bonn, Köln og London. Frá Keflavík fer húntil Ottawa íKanada. -KMU. Síminn: Vandræða- ástand í Múla og miðbæ — úrbætur í haust og á næsta ári „Þaö er alls staöar álag núna. Þaö er óvenjulega mikil þensla og ókyrrö í þjóöfélaginu,” sagði Hafsteinn Þorsteinsson, símstjóri í Reykjavík, um það vandræðaástand sem er á númerum sem byrja á átta og tveimur. Þeir sem hringja úr þeim hafa þurft að bíða lengi eftir sóni og stundum hefur slegið saman núm- erum. Hafsteinn sagöi aö ástandið hefði veriö sérlega slæmt rétt fyrir gengis- feliingu. Yfir sumartímann myndi hins vegar draga úr símanotkun. Hann kvaö ástandið sérlega slæmt í Múlanum. Hann sagöi að unnið væri aö úrbótum og myndu þær verða í nóvember í Múlahverfi en í byrjun árs í miöbænum. Hafsteinn sagöi aö um 3000 nýir símar hefðu bæst viö á ári undan- farin ár og nú frá áramótum heföu bæst við 7—800 nýir símar. Símum hefði fjölgað mjög hratt undanfarin ár. Astæðuna fyrir þessum vand- ræðum sagði hann vera að síminn fengi ekki aö fjárfesta nema tak- markað og þá drægjust þeir aftur úr meö framkvæmdir. Hafsteinn sagði þetta alvarleg vandræði og að þegar þaö tæki orðiö þrjátíu sekúndur til minútu aö bíöa eftir sóni þá væri biðin orðin löng. Hann benti á aö með því aö ýta í óþolinmæði aftur niður framlengdu menn einungis biðina. SGV Menning Menning Menning Sveiflan heit eða þegar Lionel Hampton gerðist negrakóngur yfir íslandi Tónleikar Jazzvakníngar í HóskólabkSi 1. júnf. Flytjendur: Lionel Hampton og stórsveit hans. Meö þriggja vikna millibili hefir þaö gerst að tveir af stórmeisturum víbrafónsins kynna landanum alfa og omega þess ómþýöa hljóðfæris. Olíkari víbrafónleikara en Burton og Hampton er vart hægt aö hugsa sér. Tónlist EyjólfurMelsted Annars vegar hinn þrælskólaðii Burton en hins vegar nær óslípað talentið, drifið áfram af reginafli heitrar sveiflu, náttúrubarnið Lionel Hampton. Yfirþyrmandi ægisveifla er rauði þráðurinn hjá Hampton því að lagavalið spannar allt frá flókn- asta nútimajassi til velþekktra rútu- bílasöngva. En sama er hvem and- skotann Hampton og strákamir spila, þeir leggja sálina í leikinn og spilaallt jafnvel. Ólíkir en sameinaðir í hamptónískum anda Líkt og Qark Terry hefur Hampton með sér ungmennafélags- hljómsveit. Aðeins trymbillinn Dunlop og bakvörður saxanna, Jeffrey, teljast kjörgengir til öld- ungadeildar. Liösmenn Hamptons em hver örðum snjallari, óh'kir og fá að halda sérkennum sinum óáreittir en sameinast í hamptónískum karakter og æðisgenginni sveiflunni. Hamptonbandinu á fullu s vipar til út- hafsöldunnar þegar hún brotnar við bjargið. IMegrakóngur í jassríkinu íslandi Þótt Lionel Hampton teljist löggilt gamalmenni samkvæmt kirkjubók er hann gangandi andáróður hins kyrrláta ævikvölds. Fjörið, fersk- leikinn og heit sveiflan em enn samanpökkuð í þetta músíkalska orkubú sem gengur undir nafninu Lionel Hampton. Þegar öðlingurinn valhoppaði um sviðið undir dynjandi sveiflunni var hann eins og negra- kóngur með alræðisvald yfir lýðnum sem vaggaði, klappaði og söng eftir nótum leiðtogans. Hann kynti undir svo um munaði og þakklátir þegnar negrakóngsins yfir jassríkinu Islandi lúta honum með þökk og virðingu. Sumir em jafnvel svo djarfir að halda því fram að sjóli snúiafturfyrrenvarir. EM. Svo mælir Svarthöfði ____ Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Fátæklegt umhorfs á markaði tímarita Allt i einu hefur færst fjörkippur í timaritaútgáfu í landinu með til- komu Storðar, hins nýja rits Haralds J. Hamar og Almenna bókafélags- ins. Þetta nýja rit hefur nokkura svip af Iceland Review hvað útlit snertir, en er annarrar tegundar þegar í það er litið. Timaritinu er ætlað að flytja margvíslegt menningarefni, og bendir fyrsta eintakið til að full alvara sé á bak við það heit. Hins vegar er ljóst að þetta nýja tímarit er enn í mótun eins og skiljanlegt er, og hefur enn ekki fengið þann tima, sem ræður úrslitum um framtíð þess. Engu að síður eru merkilegar greinar í ritinu, eins og frásögn Sig- urðar Þórarinssonar af Skaftár- eldum, sem eiga tvö hundmð ára afmæli um þessar mundir, og mjög athyglisverð frásögn af síðustu ferð dr. Kristjáns Eldjárn til Svarfaðar- dals — að Tjöm, þar sem hann var borinn og barnfæddur. Mikið er um ljósmyndir í ritinu í litum og verður aðeins um þær sagt, að þær em framúrskarandi. Margir hafa á öllum timum fengið þá hugmynd að gefa út timarit, og ólíkt væri bókaút- gáfan í Iandinu viðkunnanlegri, ef hér væra rit sem tækju við einhverju af þvi efni sem nú er sett i bækur með nokkm brambolti. En það er eins með timaritin og bækumar að fólk þarf að hafa áhuga á því sem i þeim stendur, og þess vegna má segja að tímaritum sé áskapað að deyja á undan bókum. Það hefur líka orðið raunin, og þau tímarit eru orðin mörg, sem síðustu fjöratíu árin eða svo hafa séð dagsins Ijós, en siðan dáið drottni sínum. Oft byggðu þau gengi sitt á vinnusemi og umhyggju eins eða tveggja manna, sem höfðu næsta litið fyrir snúð sinn, og féllu síðan frá með þessum lífgjöfum sínum. Maður minnist timarita á borð við Helgafell, Iðunni, Eim- reiöina, Líf og list og Dvöl, en þess- ara rita sér ekki mikinn stað í dag, þótt eflaust hafi þau átt þátt í að koma einhverjum skáldum á framfæri og skoðunum þeirra á sínum tima. Núna era þau mest- megnis fóður handa bókasöfnurum. Eina timaritið, sem hefur Iifað af sér margvíslegar breytingar er Timarit Máls & menningar, sem hefur nokkra sérstöðu og byggir út- komudug sinn á sama grunni óg Herópiö. Þó ber við að þar kemur efni sem á erindi út fyrir kirkju- dyrnar, en ritið er þó ekki gefið út með það fyrir augum. Kannski er timaritið Storð einskonar andsvar við þeim andþrengslum sem rikja i þvi eina timaritl, sem hér hefur komið út að staðaldri. Er þá vel cf hin frjálslyndari öfl í þjóðfélaginu vilja leggja nokkuð af mörkum til að afla mönnum lesefnis utan bóka- vertiða. Þvi verða útgefendur þess að svara i næstu eintökum, en Storð er ætlað að koma út fjórum sinnum á ári. Ekkl er ástæða til að ætla annað en almenningur taki fegins hendi þessu nýja tímariti og fyrsta eintakið lofar mjög góðu. Takist ekki tilraunin með Storð fer fyrir þvi eins og mörgum öðrum timaritum að lenda i glatkistunni. Það má hvorki verða eins og torfið í Skirni eða frikað eins og Líf, heldur taka stefnuna þar á milli og halda lífi. Það er sannarlega þörf fyrir timarit, sem bæði gleður augað og flytur gott og áhugavert efni, og Storð hefur sýnt það með fyrsta ein- takinu að það hefur viljann til að verða viðlesið rit. Annars er lesning okkar íslend- inga orðin næsta sérkennileg ef dæma á eftir því sem vani er að hafa á borðum af bókmenntum í fram- haldsskólum. Þar vita menn varia af skáldum sem ortu fyrir 1960, en þekkja þeim mun meira til Símonar- sonanna, eins og ástkæra ylhýra málið eigi upptök og endurnýjun sína i slíkum texta og menningin komi til okkar út úr einhverri Keflavíkur- göngunni, alsköpuð og undir rauðum fánum af því enginn hirti um sam- hengi hlutanna. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.