Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Blaðsíða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 3. JUNI1983.
Útboö
Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð
Noröfjarðarvegar við Neskaupstað. Helstu
magntölur eru eftirfarandi:
Lengd
Fylling
Burðarlag
Skering
1,2 km
7.000 rúmmetrar
8.500 rúmmetrar
8.000 rúmmetrar
Verkinu skal aö fullu lokið eigi síöar en 30. sept.
1983.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vegagerðar
ríkisins, Reyðarfirði, frá og með mánudeginum 6.
júní nk. gegn 1.000 kr. skilatryggingu.
Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar
og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins
skriflega eigi síðar en 13. júní.
Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og
skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til
Vegagerðar ríkisins, Reyðarfirði, fyrir kl. 14.00
hinn 16. júní 1983 og kl. 14.15 sama dag verða
tilboöin opnuð þar að viðstöddum þeim
bjóðendum, sem þess óska.
Reykjavík, í júní 1983
VEGAMÁLASTJÓRI.
KMANTSSO
Sögum fyrir gluggum og
gegnum járnbenta steinst
Fullkomnasta tækni
er hagkvæmasta
lausnin. Förum
hvert á land sem er.
Demantssögun
Ólafur Kr. Sigurðsson hf.
Suðurlandsbraut 6 - sími 83499
Neytendur Neytendur Neytendur
Kostur aldraðra
mikilvægur
— rétt f æða kemur í veg fyrir sjúkdóma
Þörfin fyrir vítamín og steinefni
minnkar ekki með aldrinum. Aftur á
móti minnkar orkuþörfin, þörfin fyrir
hitaeiningar. Þvi verðum við að borða
minna. En mikilvægt er að það sem viö
borðum sé hollt.
Margir ellilífeyrisþegar eru á þeirri
skoðun aö það skipti ekki ýkja miklu
máli hvað þeir borða. Fjöldi þeirra er
líka orðinn illa tenntur og getur því
ekki lengur borðað hvað sem er. Oft er
ómögulegt að borða það sem likaman-
um kemur best vegna tannleysis.
Lystarleysi hrjáir einnig marga.
Þaö er lítið gaman að búa til mat og
borða hann einn. Því veröur raunin sú
að keypt er eitthvað fljótlegt, jafnvel
matur sem ekkert þarf að hafa fyrir.
Stundum er jafnvel máltíðum
„gleymt”.
Ef líkaminn fær ekki nóg af vítamín-
um og steinefnum í langan tíma
minnkar mótstöðuaflið gegn sjúk-
Rétt mataræði i ellinni er miki/vægt
ef menn ætia sér að vera ernir fram
eftir öllu.
dómum. Menn f inna fyrir ýmsum smá-
kvillum án þess að vita hvað veldur.
Það er mikilvægt fyrir líkamann að
nægt sé alltaf af vítamínum í fæðunni
og steinefnin má heldur ekki skorta.
Þetta táknar ekki endilega að matur-
inn verði dýr og erfiður í matreiðslu.
Með matnum getur veriö nauðsyn-
legt að taka viðbótarvítamín og stein-
efnatöflur. En slíkar töflur á alltaf að
taka með mat. Annars lendir líkaminn
í erfiðleikum með aö nýta sér efnið.
Mikill verðmunur er á vítamíntöflum.
Þær dýrustu eru ekki alltaf bestar.
Veljið töflur sem innihalda A, Bl, B2,
B6, B12, fólín, C, D og E vítamín ásamt
járni, joöiogsinki.
Hér á síðunni fylgir yfirlit yfir
nokkra algenga kvilla, sem aldraðir
þjást af, og hugsanlegar skýringar
þeirra.
DS/þýtt úr Helse.
Ýmislegt sem
ama kann að
Hægðatregða eða hægðastopp getur
stafað af of litlu trefjaefni. Þaö er
nauðsynlegur hluti fæöunnar.
Tref jaefni er í miklum mæli í rúg-
brauöi, heilhveitibrauði, hrökk-
brauði og fleiri grófum brauötegund-
um. I grænmeti eins og baunum, gul-
rótum, hvítkáli og kartöflum. Og í
ávöxtum eins og sveskjum, berjum,
appelsínum og eplum. Munið að
drekka einnig nóg af vökva.
Blóðleysi og hrumlelki kann að stafa
af skorti á B-vítamíninu fólíni (fólín-
sýru).
Fólín er í ríkum mæli í lifur, nýrum
og dökkgrær.u grænmeti. Fólínið
eyðileggst auðveldlega við mat-
reiðslu. Því lengur sem soðið er eöa
steikt, því minna verður eftir af því.
Munið eftir grænmetinu.notið það ef
til vill fínt skorið sem skraut með
matnum.
Blóðleysi, þunglyndi og eymsli í
taugum kann aö vera afleiðing af
skorti á vítamininu B6. Það er
nauðsynlegt til starfsemi mjög
margra líffæra.
B6-vítamínið er í lifur, kjöti, fiski,
banönum, grænkáli, spinati, grófu
brauði og hrísgrjonum.
Blóðleysi getur lika verið vegna
skorts á B12-vítamíni, eöa jámi. Lít-
ilsháttar innri blæðingar valda því
að líkaminn þarf meira af jámi.
Margt gamalt fólk getur ekki nýtt
sér B12-vítamín að fullu. Þvi þarf að
gefa þetta mikilvæga fjörefni i
sprautu.
Járn er í miklum mæli í slétri, lifur,
kjöti, grænu grænmeti, haframjöli
og brauði. Líkamanum gengur best
að vinna jám sé C-vítamíns neytt
meðþví.
B12-vítamín er í allri matvöru úr
dýraríkinu, svo sem kjöti, mjólk og
eggjum.
Lin bein eru algeng í ellinni. Oft er
ekki hægt að bæta þau með matar-
æöi. En stundum er þaö kalk sem
vantar. Aldraðir ættu að gæta þess
að fá alltaf nægt kalk. Menn kalka
ekki fyrr af því að taka kalk.
Kalk er í ríkum mæli í osti, mjólk,
haframjöli, baunum, grænmeti eins
og grænkáli, spínati, salati og fleiru.
Sardinur eru mjög kalkmiklar, séu
þær snæddar eins og oftast er gert,
með beinum. Til þess að líkaminn
geti nýtt sér kalkið verður hann að
eiga nægt D-vítamín í fórum sínum,
D-vítamín myndast í líkamanum
leyfi menn sólinni að skína á bert
hörund sitt. Það er líka hægt að taka
inn í lýsi, feitum fiski og skeldýrum,
lifur og eggjum.
Skortur á vökva. Það er mjög mikil-
vægt að líkaminn fái nægan vökva.
Reynið að gera það aö föstum vana
að drekka ekki minna en um 2 litra af
einhverjum vökva daglega.
Okkar góða vatn ætti aö skipa aðal-
hlutverkið. En einnig er gott að
drekka grænmetis- og ávaxtasafa,
magrar mjólkurvörur eins og undan-
rennu eða léttmjólk. Ekki skyldu
menn drekka stóra skammta af
kaffi, gosdrykkjum eða áfengi.
DS/þýtt Helse.
Raddir neytenda
34 prósent af fasta-
kaupi fara í mat
Eg sendi hér með upplýsingaseðil
um heimiliskostnað sem er frekar hár
þennan mánuðinn. Við hjónin vinnum
bæði úti en matarkostnaður er núna
34% af fastakaupí okkar. Þetta er
næstum eins slæmt og árin 1980 og
1981. En þau ár hafa komið einna verst
út af þessum 14 árum sem ég hef haldið
heimilisbókhald.
Heimilishaldari í Reykja vík
Heldur í vonina
um lægri útgjöld
Eg ætla að skrifa nokkrar línur með
þessum seðli eins og þeim fyrri. Þaö
verður að sundurliða svona háa upp-
hæö sem í þetta sinn er í dálkinum
„annað”. En matur er nú með lægra
móti núna, og er það sjálfsagt vegna
þess að ég hef verið ein með börnin
mestalian aprílmánuö.
Nú, og hinn liöurinn er þá svona
sunduriiðaöur:
Dagheimili og pössun kr. 5.440,-
Fasteignagjald (hluti) kr. 5.853,-
Hitareikningur kr. 997.-
Símareikningur kr. 3.221,-
Skattar kr. 35.332,-
Símareikningurinn var í hærra lagi og
eins skattagreiðslan, en við erum að
klára að borga skuldir frá fyrra ári.
En fleiri útg jöld voru, svo sem:
Viðhaldábílumog
bensínkostnaður kr. 9.894,-
Afborgunaflánum kr. 15.417.-
Gatnagerðargjöki kr. 3.707,-
Ymislegt , kr. 2.500,-
Maðurvonar að útgjöldin lækki í
hverjúm mánuöi, en þaö virðist alltaf
nóg aö borga. Eg held ég hafi þetta þá
ekkilengraaðsinni.
Kveðja.
Bj. Húsavík.
Þessi bréf bárust með apríl-upp-
lýsingaseðlum ásamt tugum annarra.
Landsmeðaltalstölur og aðrar fýrir
apríl verða hér á síðunni næstu daga.
—ÞG