Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 3. JUNÍ1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Boby Doc og kona hans. Michelle. Eini stjómarandstöðuleiðtoginn sem er á lífi og enn á Haiti er Sylvio Claude. Hann segir að hlutirnir hafi að vísu breyst en aðeins til hins verra. Lýðræði er enn aðeins draumur. Það sem nú er að gerast er einfald- lega það að verið er að skipta um umbúðir á kerfi sem haldið hefur Duvalier-fjölskyldunni við völd í 26 ár. Nú eru til dæmis lík stjórnarand- stæðinga ekki til sýnis meðfram veginum sem liggur að flugstöðinni við höfuðborgina. Nú eru stjórnar- andstæðingar einfaldlega lokaðir inni, þeim misþyrmt, eða reknir í útlegö. Þetta er stjórnkerfi sem gerir Baby Doc og vildarvinum hans fært að kaupa landbúnaðarafurðir ódýrt af bændum og selja þær verka- mönnum í borgum og bæjum dýrt. Þannig eru landsmenn bláfátækir, meðalaldur lágur og meðallaun hlægileg. Það sem helst er að lýöræði er þaö að það myndi binda enda á líf núver- andi stjómar þegar í staö. Á timum Carters neyddist Baby Doc til þess að leyfa vísi að stjómarandstöðu. En einn bandariskur embættismaður orðaði það svo, að „þegar grasið fór að vaxa, var það slegið”. 1 október 1980 voru 55 manns handteknir og 18 aðrir gerðir útlægir. Þegar stjómarandstaðan hafði veriö brotin á bak aftur þóttust stjórnvöld geta haldið kosningar. Og merkilegt nokk vann óháður fram- bjóðandi sigur í borgarstjórnarkosn- ingunum í næststærstu borg eyj- arinnar, Cap-Haitien. En menn geta ekki verið mjög óháðir. Borgarstjór- inn, Wilson Borjella, sagðist engan flokk hafa en „aðeins ríkisstjórnina og þjóðina”. Hann lofaði að fjármagna loforð sín með guðs hjálp, hjálp forsetans og konu hans, með eigin peningum og fjárframlögum frá vinum þjóðarinnar. En nú eiga kosningar til borgar- stjórnar í Port au Prince að fara fram í mánuðinum og stjórnvöld hafa misst kjarkinn að ný ju. Flokkur Sylvio Claude, Kristilegi lýðræðis- flokkurinn, ætlaði að bjóða fram 11 frambjóðendur, en sex þeirra hafa verið handteknir. Claude sjálfur er í felum, en það væri lögreglunni létt verk að finna hann ef það væri ætlunin. Qaude sagði: „Það sem Bandaríkjamenn verða að skilja er það að byltingarnar í Nicaragua og Kúbu urðu vegna þess að fólkinu leið iila. Vegna þess að Duvalier er and- kommúnisti er honum leyft að kúga þjóðina.” Kúrdar: area TURKEY SYRIA Haiti: Lýðræöi, drmimsýn í ríki Baby Doc Þrjár þjóðir sameinast um að berja niður skæruliðana KISSR Jean-Claude Duvalier, þekktari undir nafninu Baby Doc, forseti Haiti fyrir lífstíö, kjörinn til þess embættis meö 2.391.916 atkvæöum gegn 1 rekur nú herferð til þess að sannfæra heiminn um þaö að á Haiti riki lýðræði. Einn liður í þeirri herferö var ferðalag hans um suðurhluta Haiti þar sem hann hugöist auka hylli sína með því að dreifa peninga- seðlum út um gluggann á bifreiö sinni. „Þetta er brjálæði,” sagði ungur maður. „Hann fer með okkur eins og viö værum skepnur.” En því miður talaöi ungi maðurinn of hátt og hann var handtekinn og settur í fangelsi. Honum var ekki sleppt fyrr en eftir nokkra daga þegar yfirvöld kirkjunnar höfðu beðiö honum vægöar. Þannig er lýðræöið á Haiti. Að innihaldi hefur það ekkert breyst. En fyrir áhrif frá Reagan-stjórninni í Washington er nú verið að reyna að breyta útlitinu. Bandaríski sendiherrann hjá Sameinuðu þjóð- unum, Jean Kirkpatrick, hefur skipt einræðisstjómum heimsins í tvo flokka. Einræðisstjórnir sem venju- lega em hallar undir Vesturlönd, en samkvæmt kenningu Kirkpatrick má hafa áhrif á þær stjómir til stjórnarfarsbóta, og alræðisstjórnir, en samkvæmt kenningu sendi- herrans er ekki hægt að hafa áhrif á slíkar stjórnir til góðs. Haiti fellur undirfyrri flokk einræðisstjórna. En breytingarnar sem orðið hafa eru litlar. Þaö var stofnuð mannréttindanefhd Haiti, sjálfstæð og óháö Baby Doc. Hann stofnaði þá opinbera mannréttindanefnd, lét ógna og kúga meðlimi upphaflegu nefndarinnar með þeim afleiðingum að nú er ekkert mannréttindavanda- mál á Haiti. En þá heimtuöu Banda- ríkjamenn, sem reiöa fram stórfé í efnahagsaðstoð við Haiti árlega, að nú yrðu haldnar kosningar. I síðasta mánuöi og aftur í þessum munu þess vegna fara fram sveitarstjómar- kosningaráHaiti. I fyrri umferðinni voru fengnir eftirlitsmenn, m.a. úr hópi hörunds- dökkra bandarískra þingmanna. Þeim ber saman um að þar sem þeir sáu til hafi kosningarnar farið heið- arlega fram. En þeir vom í dreif- býliskjördæmum þar sem andstaöa gegn stjórninni hefur aldrei haft tækifæri til þess að vaxa. I höfuð- borginni, Port au Prince, höfðu stjórnvöld séö til þess að þekktir stjórnarandstæðingar væm lokaöir inni eða þeim ærlega ógnað fyrir kosningamar. Fióttamaður frá Haiti sem situr nú i bráðabirgðabuðum nærri Miami i Bandaríkjunum. Svo viröist sem sókn sú sem tyrkneski herinn hóf á hendur kúrdískum aðskilnaðarsinnum fyrir síðustu helgi sé sú umfangsmesta sem tyrkneski herinn hefur beitt sér fyrir síðustu tuttugu og fimm ár á þessu landsvæði. Bæði Iranir og Irakar, sem þó hafa átt í stríði síðustu 32 mánuði, hafa samþykkt aö hjálpa Tyrkjum við það að ganga á milli bols og höfuðs á kúrdísku skæruliðunum. Stjómvöld landanna þriggja líta nefnilega á sjálfstæðis- baráttu kúrda sem mikla ógnun viö öryggi ríkjanna þegar til lengri tíma er litið. Talið er aö kúrdar séu um 15 millj- ónir talsins. Þeir búa á hálendis- svæði þar sem saman liggja landa- mæri Tyrklands, Irans og Iraks, en einnig er að finna kúrda í Sovétríkj- unum og Sýrlandi. Langstærstur hluti kúrdísku þjóðarinnar býr þó í Tyrklandi, eöa tveir þriðju hlutar hennar. I þessari stórsókn tyrkneska hersins á hendur Kúrdum hafa Irakar jafnvel leyft tyrkneskum her- sveitum að halda inn á landsvæði í Irak í leit að felustöðum skæruliða. Sérþjálfaðar sveitir úr sjöunda her Tyrkja, sem hafa bækistöðvar í bæj- unum Shemindan og Hakkari, stóðu fyrir aögerðum beggja vegna landa- mæranna sem hófust á fimmtudag í síðustu viku. I sumum tdvikum héldu tyrknesku sveitirnar allt að tíu kílómetra inn í Irak og umkringdu kúrdísk þorp. Fjöldi skæruliða var drepinn og tyrknesku sveitirnar fluttu einnig hluta þorpsbúa, m.a. konur og böm, nauðuga yfir landa- mærin til tyrknesku borgarinnar Van. I þessum aðgerðum nota tyrk- nesku hersveitimar þyrlur, búnar þungavopnum, og stórskotalið. Talið er að markmiðið með þessum aðgerðum sé að vinna bug á þrennum kúrdískum samtökum. I fýrsta lagi smyglarahópum af ætt- bálkum Qoraysha og Yssufan sem staðið hafa fyrir stórfelldu vopna- smygli yfir landamærin frá Tyrk- landi til Irans og Iraks, auk þess að skipuleggja rán á flutningabílum. Annar hópur er þjóðfrelsisfylking eru við Samtök herskárra kúrda eða Frelsisflokkinn, en hvor tveggja þessi samtök stóðu í einhvers konar tengslum við hinn bannaða Verka- mannaflokk í Tyrklandi. Irak var helsta skjól skæraliöanna í Tyrklandi, eftir að landamærum Tyrklands við Iran var lokaö í janúar síöastliðnum. En nú hafa Tyrkir og Iranir endurvakið hina „sameigin- legu eftirlitsnefnd” sem upphaflega var stofnuð 1954 til þess að fylgjast með kúrdum. Þessi nefnd hafði hins vegar ekki fundað síðan 1979, en það hafði gert kúrdum fært aö feröast fram og aftur yfir landamærin án hindrana. Þessi nýja sókn hersins gegn kúrdum hófst aðeins nokkram dögum eftir að herréttur í Diyar- bakir dæmdi 35 kúrda til dauða, aðra 28 til lífstíðarfangelsis, þar á meðal 10 táninga, og 333 aðra til fangelsis- vistar, frá þremur áram upp í 36 ár. Þá eru þúsundir kúrda í haldi samkvæmt heimildum herlaga. En hjálp frá Iran og Irak er Tyrkjum nauðsynleg ef sókn þeirra á að heppnast. Til þess að mýkja stjórnvöld í Teheran neituöu Tyrkir kúrdum af Darri ættbálknum um heimild til að koma til Tyrklands og gerðu þannig hersveitum Kohmeinis kleift að ráðast á ættbálkinn, brjóta mótspyrnu vopnaðra sveita hans á bak aftur og drepa höfðingjann. Þá ráku Tyrkir meira en þúsund kúrda, flóttamenn frá Iran, til baka yfir landamærin til að auka velvilja ayatollahnna í sinn garð. Þó Iranir og Irakar styrki hópa kúrdískra skæraliða til þess að vinna á landsvæði andstæðingsins era stjórnvöld beggja rík janna algerlega mótfallin öllum hugmyndum um sameinað, sjálfstætt ríki kúrda. I þeim f jórum ríkjum þar sem kúrdísk þjóðarbrot er að finna eru aö minnsta kosti tuttugu aðskildir hópar skæraliða sem berjast fyrir sjálfsforræði eða algera sjálfstæöi þjóðarinnar. I aprílmánuði komu fulltrúar nokkurra þessara samtaka saman á fund í höfuðborg Líbýu, Trípólí, og reyndu að mynda heildar- samtök. Þaðtókst ekki. sem berst undir nafni Shaikh-Sa’id, en hann var frægur leiðtogi kúrda á þriöja áratug þessarar aldar. Þessi hópur hefur notað felustaði í Irak fyrir bæði vopn og prentvélar sem notaðar eru til að prenta áróöur skæraliða á kúrdísku. Þaö er refsi- vert athæfi í Tyrklandi að skrifa á kúrdísku. Þriðji hópurinn er svo hópur vinstrisinnaðra kúrda sem kenndir Landsvæði Kúrda liggur á yfir- ráðasvæði fjögurra rikja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.