Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 3. JUNI1983. 15 Lesendur Lesendur Lesendur Húsmæður ættu að fá laun f rá tryggingunum „Þingmenn ættu að taka sér til fyrirmyndar Albert Guðmundsson. Hann hjálpar þeim sem minna mega sin i þjóðfélaginu," segir Jóhann Þórólfsson. Jóhann Þórólfsson skrlfar: Hvemig stendur á því aö Alþingi Is- lendinga og þeir sem ráöa málum skuli ekki hafa samiö lög um konur sem komast ekki út á vinnumarkaðinn? Þær eru kannski meö 3—4 böm og þaö- an af meira, en þær fá ekki ákveðin laun á mánuði fyrir sín störf heima fyrir það, kannski vegna þess aö þær svara þegar þær eru spurðar: „Eg er bara húsmóöir.” Þaö er eins og þaö sé engin vinna sem felst í því að vera hús- móöir. Þær ættu að hafa vissa upphæð frá tryggingunum á mánuði. Eins finnst mér aö Alþingi Islendinga hugsi ekki nógu vel um þá sem eru öryrkjar. Eg þekki til dæmis 3 konur sem allar eru öryrkjar og ná aldrei endum sam- an vegna þess aö þær þurfa aö borga svo mikið í meðul. Þær ættu að hafa frí meðul. Kannski verður því komið á. Þær þurfa alltaf að fá lán til þess að hafa ofan í sig svona vikutíma til 10 daga. Þetta er ekki nógu gott. Þessu verður aö breyta og sá sem þingmenn ættu að taka sér til fyrirmyndar og það sem allra fyrst er Albert Guðmunds- son. Hann hjálpar þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Já, það gerir Albert og hafi þökk fyrir. Þar sem ég hef skrifað mikiö um jafnréttismál karla og kvenna hlýt ég að lýsa yfir ánægju minni og um leið óska þeim konum sem nú koma til að sitja á Alþingi til hamingju með glæst- an sigur og vona að þær verði 20 eftir næsta kjörtímabil. Með kærri kveðju til ykkar kvennanna. Eg sendi menntamálaráðherra kveðju mína og óska Ragnhildi gæfu og gengis í hinu nýju starfi. Kvöldgestir Jónasar: Ákaflega yndislegt og merkilegt fólk 5829-8573 skrifar: Nokkur orð í þakklætisskyni nú þeg- ar Jónas Jónasson lýkur viðtalsþáttum sinum „að sinni”. Jónas hefir í þáttum sínum kynnt okkur fjölda fólks. Þetta fólk, sem við hefðum ella ekki kynnst, er að segja má allt ákaflega yndislegt og merki- legt þó að það standi ekki á torgum og berji sér á brjóst. Með hógværð, kurteisi og hlýju kynn- ir Jónas okkur fyrir fólki sem með sömu eiginleikum hefir starfað meðal okkar og komið mörgum og margvís- legum afrekum í verk. Þættir Jónasar hafa verið mér dýrgripir útvarpsins og get ég ekki þakkað þá með öðru móti en þessu. / Hafi Jónas og kvöldgestir hans þökk mína fyrir góöar kvöldstundir. 5829-8573 segir: „Með hógværð, kurteisi og h/ýju kynnir Jónas okkur fyrir fólki sem með sömu eiginleikum hefir starfað meðal okkar." VIÐ BJÓÐUM BIÐJIÐ UM MYNDALISTA I Armúla 20 - Sími 84630 og 84635. Skilrúmin fást með: STOFUSKÁPUM, GLERSKÁPUM O.M.FL. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT - Árfellsskilrúm og handrið sérhönnuð fyrir yður. LANDSÞJÓNUSTA Óteljandi möguleikar. Þú gerbreytir íbúð þinni með okkar aðstoð. EIK og ASKUR í mörgum Htum. Nýr umboðsmaður á HELLU Garðar Sigurðsson, Fossöldu 12. Sími 99-5035. i« « » »i VINNUVÉLAEIGENDUR Tökum aö okkur slit- og viögerðarsuöur á tækj- um ykkar þar sem þau eru staðsett hverju sinni. FRAMKVÆMDAMENN - VERKTAKAR Færanleg verkstæðisaðstaða okkar gerir okkur kleift að framkvæma alls kyns járniðnaðar- verkefni nánast hvar sem er. kjarrhOlma10 200 KOPAVOGI SlMI40880 STÁL-ORKA SIJIUJ-<MÍ VHMÍIi ItirAÞjOMSTW « « » »i BILLINN Bretti — húdd — sílsar oa marat fleira Alfa Romeo — Audi — Austin — Autobianchi — BMW — Citroen — Datsun — Fiat — Ford — Honda — Isuzu — Lada — Land Rover — Mazda — Mercedes — Morris — Opel — Peugeot — Renault — Saab — Skoda — Subaru — Talbot Chrysler — Talbot Simca — Toyota — Vauxhall — Volvo — Volkswagen. . Eigum til og getum jútvegað mikið úrval bíiahluta með stuttum fyrirvara í flestar gerðir evrópskra og japanskra fólksbila. E.ÓSKARSSON Skeifunni 5 — Símar 33510 og 34504 Rvík. STANDBERG HF. Sogavegi 108 Símar 35240 - 35242. Sérfræðingar í VAiiiiP einnota vörum SERVÍETTUR í B0X • VEITINGASTAÐIR • SÖLUSKÁLAR • MÖTUNEYTI Ávallt fyrirliggjandi á lager box og tilheyrandi serviettur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.