Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1983, Blaðsíða 14
14 Spurningin Hvað ætlar þú að gera í sumarfrfinu? (Spurt á Akureyri) Ellert Gunnstelnsson: Eg ætla vestur í Fljótíheyskapinn. Agnes Þórhallsdóttir: Eg ætla aö j p?ssa bömin mín. Ætli maöur fari j nokkuö í langt feröalag. Jón Freysson: Eg er í Bara-flokknum-, og viö veröum úti í Bretlandi aö taka i upp plötu. Valþór Þorgeirsson: Eg verö austur á Norðfiröi aö þjálfa 4. og 5. flokk í fót-1 bolta og ætla aö spila meö Þrótti. Maður fer eitthvað stutt. Smóri Jónsson: Eg ætla aö stunda j veiðiskapinn mjög grimmt í sumar. Kristján Sveinsson: Eg ætla aö stunda | sundiö i sumar. DV. FÖSTUDAGUR 3. JUNÍ1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Jón Magnússon telur ýmislegt athugavert við innheimtu erfðafjárskatts. Er f ramið lögbrot við innheimtu erfðafjárskatts? Jón Magnússon skrifar: I lögum um erfðafjárskatt nr. 30/1921 er kveöiö á um upphæð skattsins og er hann ákveöin % af fjárhæð arfs, upp að ákveðnu marki, síöan ögn hærri % aö öðru marki og kollaf kolli. Þessum þrepum hefur a.m.k. tvisvar veriö breytt, þ.e. meö lögum nr. 50/1972 og nr. 46/1978. Eftir seinni breytinguna eru þrepin frá 5% af fyrstu 12.000 kr. og upp í 10% af öllu sem fer yfir 60.000 kr. Vegna þess að þrepin fylgja ekki verðlagi eins og t.d. skattstiginn ger- ir er erfðafjárskattur nú af 850.000 kr. húseign, 9,79% af verömæti en var 1978 ekki nema 8,2% af sambæri- legri húseign (100.000 miöaö viö byggingavísitölu). Mér sýnist augljóst aö þessi þrep ætti aö binda viö vísitölu í lögum tii aö skattheimta aukist ekki umfram verölag án þess aö lögunum sé breytt eöa þingiö ákveði að þyngja greiösl- ur erföafjárskatts. Eg vil koma á þeirri venju að allar tröppur og þrep sem tilgreind eru í krónum í lögum fylgi sjálfkrafa verðlagi til aö hvorki þurfi aö væna erfðafjársjóö um lögbrot né tefja lög- gjafann meö leiðréttingavinnu. Þetta má gera meö einni setningu í viðkomandi lögum um leið og þau erusett. Svona ónákvæmni í lagasetningu og þynging skattheimtu án lagalegr- ar stoðar finnst mér ekki eölileg, allavega yröi þetta talin villa í próf- verkefni í stærðfræöi. i 17 ára pil' eftir vaktavir kemur eftjr k aðl*r eftirkl 5o -* Húsnæði óskast Tv*r systur utan af landi, hjúkrunamemi og bankastarfsmaöur, [ i óska eftir 2—3ja herb. íbúö frá 1. júní, ar ' helst sem næst miðbænum. Fyrirfram- j greiösla og meömæli ef óskaö er, hús- 1 i hjálp kemur einnig til greina. Uppl. í f j stma 22669 eftir kl. 16. Barnlaust par. Reglusamt bamlaust par frá Siglufiröi óskar eftir 2—3ja herb. íbúö til leigu frá og meö 1. júní nk. Fyrirfram- greiösla, meðmæli og húshjálp í boöi. 45840. / svarí Ingó/fs P. Steinssonar kemur fram að staðgreiðs/u sé krafist vegna smáaug/ýsinga i dálkana atvinna óskast, húsnæði óskast og einkamál. Af hverju þarfað staðgreiða ? Bergþóra Árnadóttir hringdi: Mig langar til að koma á framfæri opinberlega kvörtun vegna smáaug- lýsinga í DV. Eg ætlaði aö auglýsa eftir vinnu handa dóttur minni á dögunum. Hringdi ég á skrifstofu blaðsins í þeim erindagjöröum en var tjáö að blaðiö tæki ekki við smáauglýsingum nema gegn staðgreiöslu. Þykir mér þetta undarlega að verki staðiö. Eg hef oft auglýst í blaöinu áöur og heföi verið hægur vandi aö athuga hvort ég hefði ekki staöiö í skilum, ef um það var ef- ast á annað borö. Ingólfur P. Steinsson, auglýsingastjóri DV, svarar: Þær reglur gilda á smáauglýsinga- deild DV aö smáauglýsingar í dálkana húsnæði óskast, atvinna óskast og einkamál eru aðeins birtar gegn staö- greiöslu. Ástæðan er sú aö mikil vanskil hafa veriö á greiðslum fyrir smáauglýsing- , ar í þessum dálkum og f jallháir staflar af óinnheimtum auglýsingum safnast á skrifstofum blaösins. Þaö er skiljanlegt aö Bergþóra sé óánægö meö þetta en því miður bitnar óskilvísi fárra á heiðarlegu fólki. KYNLEG GIFTING í KRISTILEGUM ANDA Haraldur Guðnason skrif ar: Fyrir kosningar vissu allir um efna- hagsvandann. Framboðsaðilar, sem svo voru nefndir, komu hver af öðrum ærið ábúöarmiklir meö landsföðurleg- an svip og allir vissu allt um vandann. En hvað átti aö gera? Þá fór vandinn aö vefjast nokkuö fyrir. Reynandi aö lækka kaupiö, hafa hömlulausan inn- flutning (allt skal frjálst), lækka geng- iö. Allt gamlar lummur. Eftir kosningar lögöu pólitíkusar niður vandræöasvipinn, allir skælbros- andi, alltaf fundir og handabönd, marga langaöi að verða ráðherrar. Skyldi langþráöur draumur rætast? Geir fór aö tala viö Steingrím — engin niöurstaöa. Steingrímur fór aö tala viö Geir. Árangur enginn. Svavar fór aö , tala við Steingrím og fleiri. Steingrím- ur vildi ekki tala við Svavar. Þá fór Geir aö tala við Steingrím og það bar árangur. Tilhugalifiö hefur stundum j sín flóknu tilbrigði. — lj Þá eru krataflokkamir á Islandi jorönir þrír. En ekki dettur þeim í hug aö sameina liöiö, fækka flokkum og efla einn almennilegan flokk gegn íhaldinu. Tígulkóngamir í spilunum eru ofmargir.— I Margir pólitikusar telja vondan kost aö mynda utanþingsstjórn. Vitanlega sneyðist þá um möguleika þeirra sem bíða í ofvæni eftir því aö verða ráö- herrar á pólitíska þrotabúinu okkar ef mynduð yrði slík stjórn. Enginn þing- maöur ætti aö vera ráðherra. Eða er ekkiembætti ráöherransfullt starf? Og erij ekki þingmenn taldir gegna fullu starfi þótt þeir sitji reyndar á þingi hálft áriö eða varla það? — Tveir flokkar vildu efla kristnihald í landinu samkvæmt stefnuskrá. Þaö eru þeir sem nú eru gengnir í heilagt hjónaband. Klerkur aö vestan spurði: Er ástæða til að kirkjufólk (?) bindi vonir viö Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum? Og hann beindi oröum sín- um að foringjanum og spurði hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn „sem vill standa brjóstvöm (svo) fyrir kristin- dóminn í landinu” tæki svo dauflega undir óskir kirkjufeöra. Geir svaraði því til og lagöi áherslu á, að Sjálf- stæöisflokkurinn vildi styöja kristin- dóm og hann ætti að fá meiri peninga. Reyndar vild' svo vel til að Þorvald- ur Garöar væri í nefnd sem viröist helst eiga að hafa með höndum ein- hvers konarskömmtun milli hins geist- lega og veraldlega valds. Sannast nú sem fyrr: „Kristilega kærleiksblómin spretta kringum hitt og þetta ”. ,,ÞA fór Geir að tala við Steingrim og það bar árangur. Tilhugalifið hefur stundum sin flóknu tilbrigði, "segir Haraldur Guðnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.